Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Qupperneq 11
11 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000 DV Skoðun Dreypt á svanavatni „Pabbi, láttu þetta ekki spyrj- ast. Það kemur ekki til greina að þú farir og horfir á fullorðna karl- menn dansa og ekki nóg með það. Veistu að þeir eru á síðum nær- buxum?“ Synir mínir, báðir nokk- uð komnir á þrítugsaldur, sóttu fast að mér og beittu þeim rökum sem þeir kunnu. Þeir höfðu frétt að foreldrunum hefðu áskotnast miðar á ballettinn fræga frá San Francisco. Á þær sýningar komust færri en vildu enda vafa- laust hápunktur samstarfs Lista- hátíðar í Reykjavík og dagskrár Reykjavíkur sem menningarborg- ar Evrópu í ár. Konan min, og móðir nefndra sveina, var ekki nærri þegar þeir gerðu atlöguna að föður sínum. Ég átti því i vök að verjast. Ekki er að efa að hún hefði var- ið sinn mann og vís- að öllum rökum piltanna út Hún var nefnilega í sjöunda herrar með linda um sig miðja og brjóstið þanið, ** bankastjórar og forstjórar af öllum gerð- um. Kon- urnar voru ekki síðri. Glæsikjól- amir svipt- ust og lita- dýrðn var óendanleg. Blár drykkur beið gesta, kældur með þeim hætti að úr rauk. Gott ef hann hét ekki Svanavatnið í til- efhi dagsins. Blámi sá varð og til þess að gestir tóku því ingunni seinkaði um hálfa stundu. Það var nefnilega beðið góðra gesta ir sýningu. Vera kann að hún hafi séð að þörf var á. Ég hraðlas þvi söguna sem rakin var og vissi þvi hvers var að vænta þegar Sigfried prins og hirðmenn hans komu á sviðið í fyrsta þætti. Áður vissum við prinsinn lítt hvor af öðrum. Dansinn náði tökum á mér og sama gilti um aðra í salnum. Baller- ínurnar voru sem fis og karldansar- arnir stæltir. Siðu nærbuxurnar, sem strákunum varð tíðrætt um, voru frekar í ætt við sokkabuxur og leyndu engu um Æ himni, full til- hlökkunar, og gat raunar vart beðið ballettsýningar hins magnaða flokks Helga Tómassonar. „Veistu," sögðu strák- amir, „að sýningin stendur í íjóra tíma, óstytt og án hlés?“ Ég tók séns á að mótmæla þess- ari fullyrðingu í þeirri trú að þeir vissu enn minna um klass- ískan ballett en ég. Sú hemaðará- ætlun tókst. Þeir höfðu enga hug- mynd um lengd ballettsins enda er hann, í dansgerð Helga, til muna styttri og hlé í tvígang. „Hvað gerist þegar fólk eldist?“ dæstu strákarnir og vísuðu til þess sem augljóst var að faðirinn var grásprengdur orðinn í vöng- um. „Það er nú alveg síðasta sort,“ sagði sá yngri, „að fara á þetta nærbuxnasjó með fullri meðvitund. Það á ekki að láta allt eftir mömmu. Þú ert að verða svo meyr með aldrinum." Beðið með blátt í glasi Þegar synir okkar hjóna sáu að mér varð ekki snúið og ekki þurfti að spyrja um afstöðu móður þeirra gáfust þeir upp en þó með þeim tilbrigðum að þeir svifu um stofuna í meintu svanavatnsflugi þar sem í blönduðust nokkur skref úr nærbuxnavalsinum. Ég komst að því siðar að sú fótafimi var með öllu óskyld mögnuðum tilþrifum lærisveina Helga Tóm- assonar. Það var því með eftirvæntingu sem við hjónakomin fórum í Borgarleikhúsið. Þar voru fyrir aðrir gestir, viðlika spenntir. Karlar voru þar stæðilegir, ráð- Þótt þeir væri ekki ne&idir á nafn spurðist fljótt að þar væri um að ræða forsetann og heitkonu hans. Hver fyrirgefur ekki fólki í tilhugalífinu? Þau voru enda í þjónustu þings og þjóðar að gefa „Konurnar voru sem í öðrum heimi og ég komst ekki að. Milli þess sem þær jesúsuðu sig um stórfengleik sýn- ingarinnar heyrði ég þær nefna vöxtinn fagra á karldönsurun- um...“ fi Jónas Haraldsson aðstoðar- ritstjóri Jórdaníukóngi og drottningu hans að borða. Það er heldur geðslegt fólk að sjá, einkum drottningin. Þótt það komi málinu ekkert við má ég til með að nefna það, fyrst hinn unga Jórdaníukóng ber á góma, að aldeilis fráleitt er af manninum að kalla sig Abdúlla. Það er ekkert nafn fyrir kóng. Ekkert veit ég hvemig það venst í Jórdaníu, á máli þarlendra, en upp á íslensku hljómar það óþarf- lega dúllulega. Það er frekar að drottningin gæti leyft sér þessa nafngift, með fullri virðingu fyr- ir henni. Læri og stinnir hnappar Blá að innan en rjóð í vöngum gengum við til sæta þegar hillti undir forseta. Það vildi mér til happs, verandi lítt fróður um sögu- þráð Svanavatnsins, að góðleg kona gaukaði að mér prógrammi rétt fyr- / glæsi- f legan vöxt- inn, lær- vöðva og stinna þjó- hnappa. Konan mín, sem ég hef sannreynt að hefur auga fyrir því sem fallegt er, var sem berg- numin við hlið mér. Hið sama átti við um tvo menningarrit- stjóra dagblaða, konur, sem ég gat fylgst með. Þær voru með stjörnur í augunum þegar glæsimennin svifu um sviðið milli þess sem þeir lyftu meyj- unum og sneru, átakalaust að sjá. Eftir annan þátt taldi ég mig hafa full- an skilning á fram- gangi leiksins, dansi svananna og ást þeirra Sigfrieds prins og Odette svanadrottning- ar. Allt átti ég það prógramminu að þakka. í síðara hléi hléi var ég því tilbúinn að ræða einstök atriði verksins við konu mína og fyrrnefnda menningarritstjóra, út- færslu dansa og kommentera lítil- lega á dansgerð Helga og ekki síst hvort rétt hefði verið af hans hálfu að byggja á dansgerð Petiba og ívanovs frá frum- sýningu á balletti þessum frá því í febrúar árið 1895 í Mayinsky- leikhúsinu í St. Pétursborg. Það var bor- in von. Ný- fengna / ballett- visku mina varð ég að byrgja inni. Konurnar voru sem í öðrum / heimi og ég komst * ekki að. Milli þess sem þær jesúsuðu sig um stórfengleik sýningarinnar heyrði ég þær nefna vöxtinn fagra á karldönsurunum og nauðsyn þess að fá viðtal við þá að sýningu lokinni. Með þær heitstrengingar á vör- um héldum við inn í þriðja þátt þar sem Odile blekkir Sigfried prins í líki hinnar fögru Odette. Svört fegurð Fagnaðarlætin í sýningarlok sýndu hug leikúsgesta en öll nótt var ekki úti þótt tjaldið félli. Eft- ir að sýningu lauk var boðið til samkvæmis svo gestirnir gætu enn notið stundarinnar og áhrifa listviðburðarins, auk þess sem dansaramir blönduðu geði við gestina. Ég var ákveðinn að koma mínu að, einkum um fyrrnefnda dansgerð Petipa og Ivanovs, og hvort hyggilegra hefði verið að nota dansgerðina frá heimsfrumsýn- ingu Svanavatnsins frá því í mars 1877 í Bolshoi-leikhús- inu í Moskvu. Það gekk þó ekki, fremur en í hléinu, því konurn- ar þrjár voru horfnar líkt og þær hefðu gufað upp. Þegar ég loks- ins fann þær stóðu þær dreymandi fyrir framan einn karldansarann, raunar eina blökkumanninn í flokknum, og lásu orð af vörum hans. „Hvað sagði hann?“ spurði ég konu mína þegar ég náði loks sambandi. „Hann vær æðislegur," sagði hún og virtist það eina orð eiga jafnt við andlegt og líkamlegt atgervi mannsins. Ég sá það af hyggjuviti mínu að ekki þýddi að ræða Petiba og Ivanov fyrr en konurnar hefðu jafnað sig. Pas de deux „Hvernig var?“ spurðu strák- arnir þegar við komum heim. „Jú,“ sagði ég, „þetta var mögnuð sýning og dansaramir stórkost- legir, spyrjið bara hana mömmu ykkar. Pas de deux annars þáttar stóð upp úr,“ hélt ég áfram, „og fouette-hringirnir 32 hjá svana- drottningunni voru þannig að ekki verður eftir leikið." Konan, sem var að fá málið aftur eftir geðshræringu sýningarinnar, horfði undirfurðulega á mann sinn sem hvorki getur stigið rétt valsspor né farið skammlaust í gegnum sömbu. „Kallinn hefur tapað sér á nærbuxnasýning- unni,“ sagði sá eldri. „Komdu,“ sagði hann við yngri bróður sinn. Þeir voru farnir áður en ég kom þeim Petiba og ívanov að. Leggjum Mir „Tryggð Rússa við geimstöðina Mir er skiljanleg. Mir, sem er orðin 14 ára, er fulltrúi þess besta sem Rússar hafa gert í geimnum og hún hefur náð öfunds- verðum árangri á mörgum sviðum. En stöðin sólundar nú bæði mann- afla og fé sem betur væri lagt í al- þjóðlegu geimstöðina. Þegar geim- fararnir tveir sem nú eru um borð í Mir hafa lokið verkefnum sínum, er kominn tími til að leggja geimstöð- inni fyrir fullt og allt. Mir var skot- ið á loft 1986 og hún átti að vera starfrækt í þrjú til fimm ár. Hún hefur farið meira en 80 þúsund ferð- ir um jörðu og lifað af 1.600 óhöpp og fjölda annarra vandamála, ekki hvað síst þann vanda að hafa breyst úr því að vera stolt sovéskra stjóm- valda í eins konar munaðarleys- ingja að Sovétríkjunum gengnum." Úr forystugrein Boston Globe 30. maí. Lágt gengi evrunnar „Deildar meiningar eru um hvað lágt gengi evrunnar þýðir. Flestir hagfræðingar og ráðamenn í at- vinnulífi gleðjast yfir þvi að sameig- inlegur gjaldmiðill leggi sitt af mörkum til mjög svo jákvæðrar þró- unar efnahagslífsins í löndum evr- unnar. Bætt samkeppnisstaða gagn- vart Bandaríkjunum skapar hag- vöxt og eykur atvinnu. En nokkrar seðlabankastjórar hafa uppi meiri efasemdir. í þýska Bundesbankan- um, sem hefur aldrei kært sig um að evran komi í stað þýska marks- ins, tauta menn um trúverðugleika hins nýja gjaldmiðils og reyna að tala gengi hans upp á við með því að vísa í heilbrigt efnahagsliflð í Evr- ópu. Þar til annað kemur á daginn hefur Evrópski seðlabankinn sýnt af sér heilbrigða skynsemi og skír- skotað til þess að svo fremi sem hemill sé hafður á verðbólgunni sé gengi evrunnar út á við ekkert tak- mark í sjálfu sér.“ Úr forystugrein Politiken 29. maí. Meira en blessun ein „Skæruliðar úr sameinaða upp- reisnarhemum hafa sleppt síðustu friðargæsluliðum Sameinuðu þjóð- anna af 500 alls sem þeir höfðu hald- ið síðan í byrjum maí. Þetta gæti verið merki um það að uppreisn- aröflin séu að brotna undan samein- uðum þrýstingi herafla ríkisstjórn- arinnar, handtöku uppreisnarfor- ingjans Fodays Sankohs og frekari alþjóðlegri fordæmingu. Lausn gísl- anna er ekki aðeins blessun í sjálfu sér og sigur fyrir Bandaríkin, Bret- land og svæðisbundinn ríkiserind- rekstur. Hún afnemur einnig mikil höft á stjórnmálalega og hernaðar- lega möguleika hins alþjóðlega sam- félags gagnvart uppreisnarmönnun- um.“ Úr forystugrein Washington Post 31. maí. Hitt hernámsliðið burt „Eitt her- námslið hefur yf- irgefið Líbanon. Nú er tími til kominn fyrir ann- að að gera slíkt hið sama. Frá ár- inu 1990 hefur iSSa Sýrland haft allt l' , 7 að fjörutíu þús- und hermenn í Bekadalnum í austurhluta Líbanons. Nærvera þeirra hefur styrkt yfirráð stjórn- valda í Damaskus yflr innanlands- málum í Líbanon, á sama tíma og her þeirra og stjórnmálaleiðtogar hafa auðgast á ræktun og smygli óp- íums og hass. Nokkrir hugrakkir Líbanar eru þegar byrjaðir að hvetja til brottflutnings sýrlenskra hermanna þar sem yfirskin her- náms þeirra, yfirráð ísraela í suður- hlutanum, er ekki lengur til.“ Úr forystugrein Los Angeles Times 2. júní.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.