Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000 Helgarblað_____________________________________________________py : í Bíkinivertíðin er hafin og fötin falla með hækkandi sól: Er nektin þér óþægileg? - kona, taktu prófið og athugaðu hvað þú þolir mikið af nöktu holdi. Æ Þú ert stödd í verslun sem er með útsölu á sundfötum. Því miður er bara einn stór búningsklefi fyrir hvort kyn fyrir sig. A: Þér finnst það ekkert mál og mátar eins og ekkert sé og spyrð hina aðilana í klefanum álits á því hvemig brjóstin á þér líti út í nýja bíkininu. B: Þú afklæðist eins og ef þú vær- ir ein og skiptir þér ekki af hinum. C: Þú smeygir þér í bíkinið utan yfir fotin, enda ætlar þú þér ekki að strippa vegna bíkinis á niðursettu verði. a2 Þú ert búin að vera að æfa í lík- amsræktarstöðinni og ert komin kófsveitt í búningsklefann. A: Þú ferð inn á klósett til að fara úr svitablautum æfingagallanum. B: Þú læðist í sturtuna og forðast augnsamband við nokkum mann fyrr en þú ert komin i brjóstahald- ara og nærbuxur. _______---- DUBLIN AISLANDI Dublin á íslandi Lagersala ÓTRÚLEG VERÐLÆKKUN Ljósakrónur, skermar, lampar og veggljós, enn meiri verðlækkun, nú 50% afsláttur. Vatteruð rúmteppi, single, double og king size, nú aðeins 1499 kr. Pottaþurrkur með ýmsum myndum, aðeins 125 kr. Bollar frá 50 kr. Hnífapör, 16 stk., á aðeins 550 kr. Frábært úrval af nælonsokkabuxum og sokkum á 60% afslætti Sokkabuxur nú frá 50 kr., sokkar frá 30 kr. Dömublússur frá aðeins 499 kr. Stök hnífapör frá aðeins 50 kr. Léttir sumarkjólar frá aðeins 999 kr. Stuttbuxur aðeins 499 kr. Thermal og bómullarundirföt fyrir börn og fullorðna á hreint ótrúlegu verði. Allar herrabuxur, nú á 999 kr. Ekki bara þetta, margt fleira. Kíkið til okkar og sjáið sjálf. Opið mán - fim 10-1S föstud 10-19 laugard 10-18 sunnud 13-17 Dublin á Islandi • Faxafeni 10 • sími 553 1381 C: Eftir að þú ert komin úr sturtu ertu ekkert að flýta þér í fotin fyrr en þú ert búin að þurrka á þér hár- ið, teygja á lærvöðvunum og maka á þig cellolitgelinu. ZÆ Þú ert stödd á sólarströnd og ert búin að veiða einhvem gæja með þér upp á hótelherbergi sem þú ætl- ar svo sannarlega að eyða nóttinni með. A: Um leið og þið komið inn þá rífur þú þig úr brjóstahaldaranum og urrar: „Sjáðu þessar elskur!" B: Þú smeygir þér í náttfötin þín og þegar fer að hitna í kolunum þá fær hann að hneppa niður tölunum á náttskyrtunni. C: Þú smeygir þér mjúklega úr fotunum svo gæinn sjái hvað þú ert í flottum nærfötum. Hann getur svo séð um afganginn... jA Systir þín segir þér að hún ætli í sumarfrí á nektarströnd. A: Þú segir systur þinni að það sé frábær hugmynd en hringir beint í mömmu þína um leið og hún fer og segir henni að systir þin sé algjör pervert. B: Þú samgleðst henni - svo lengi sem þú þarft ekki að horfa á lit- skyggnusýningu með myndum úr fríinu þegar hún kemur til baka C: Þér flnnst þetta góð hugmynd enda veitir fólki ekki af afslöppun og sjálf notarðu hvert tækifæri til þess að liggja ber úti í bakgarðin- um. - 5 Þú ert stödd í partíi í heimahúsi með potti í garðinum. Eftir allt of marga drykki stingur húsráðandi upp á því að viðstaddir skelli sér naktir í pottinn. A: Þú lýgur því að þú sért með einhvem sjúkdóm og kemur þér undan. B: Þú hvetur viðstadda til þess að fækka fotum en heldur þínum föt- um og samvisku þurri. C: Það þarf ekki að bjóða þér tvisvar að fara í pottinn. Þú rífur af þér fotin og kallar: „Síðasti útí er al- gjör hæna!“ 6 Þú ert í fyrsta sinn í bíói með nýj- um gæja þegar aðalleikarinn í myndinni lætur buxumar skyndi- lega falla og öll dýrðin blasir við. A: Þú stendur strax upp og segist þurfa að kaupa þér meira popp. B: Þú ert ekkert smáfegin að það er dimmt í bíósalnum svo gæinn sér ekki hvað þú roðnaðir. C: Þú gefur drengnum olnboga- skot og segir: „Ég hef séð miklu stærri en þennan.“ *9 Besta vinkona þín játar fyrir þér að hún hafl unnið um tíma sem strippari til að borga háskólanám sitt. A: Þú spyrð um nafnið á staðnum og nánar út í vinnuna þar sem þig vantar sjálfa pening. B: Þér blöskrar og spyrð af hverju hún hafi ekki frekar selt menntaskólakrökkum áfengi eða eitthvað álíka. C: Þú verður forvitin og spyrð hana nánar út í þetta en skiptir samt fljótlega um umræðuefni þar sem fortíðin skipti ekki máli upp á ykkar vinskap. 10 Þú ert stödd í matarboði þar sem einhver stingur upp á að spilaður verði fatapóker eftir matinn. A: Þú tapar af ásettu ráði því þér flnnst allir hljóti að hafa vinning af því að sjá þig nakta. B: Þú samþykkir að vera með - en ekki fyrr en þú ert komin í vett- lingana, úlpuna, húfuna.... C: Þú ert með - svo lengi sem þú þarft ekki að fara úr sjálfum nær- buxunum. Stigagjöf: Teldu saman stigin. 1 a-0 b-2 c-1 2 a-2 b-1 c-0 3 a-2 b-0 C-1 4 a-0 b-1 c-2 5 a-0 b-1 c-2 6 a-0 b-1 c-2 7 a-0 b-1 c-2 8 a-2 b-0 C-1 14 stig eða meira Blygðunarkennd þín er nánast engin og þér finnst fátt eölilegra en að hlaupa um nakin. Þú þarft að hugsa aðeins áður en þú framkvæmir því það sem þér finnst eðli- legasti hlutur getur sært blygðunar- kennd annarra, auk þess að koma óorði á þig. Þú skammast þín allavega ekki fyrir iíkama þinn en það er kannski óþarfi að vera að sýna hann í tíma og ótíma. 6-14 stig Þú ert ófeimin við að fækka fötum - þegar staður og stund leyfa það, en þú kannt að draga mörkin á milli þess sæmilega og ósæmilega. Þú hefur einnig skilning á því að maður þarf ekki að líta út eins og módel til þess að láta skína í bert hold og ert sátt við útlit þitt. 6 stig eða minna Þú átt við vandamál að stríða því bara hugsunin um það að þurfa að fækka fötum fyrir framan aðra er þér óbærileg. Þú verður að hætta að hugsa um nekt sem eitthvað neikvætt ef þú ætlar að snúa við blaðinu og verður að átta þig á því að nekt er eðlileg. Svona lítum við nú einu sinni öll út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.