Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000 DV Fréttir Stjörnueyjaklasinn í Breiðafirði: Eyja betri en bréf - í banka, segir nágranni Kára og Sigurjóns í Efri-Langey „Ég mat stöðuna þannig að þetta væri betri fjárfesting en að eiga bréf í banka,“ sagöi Helgi Axelsson, kaupmaður í Virku, sem nýverið festi sér eyju í Breiðafirði á 12 millj- ónir króna og varð þar með ná- granni Sigurjóns Sighvatssonar kvikmyndaframleiðenda í Amey og Kára Stefánssonar læknis í Hrapps- ey. „Með Efri-Langey fylgja að auki sex smærri eyjar en þama bjuggu menn blómlegu búi fram á miðjan sjötta áratuginn,“ sagði Helgi sem ásamt eiginkonu sinni, Guðfinnu Helgadóttur, ætlar að reisa sér hús í eynni og nytja hana. í Efri-Langey er mikið æðarvarp, þangsláttur, kræklingur auk þess sem eyjunni fylgir 60 faðma land- helgi. Möguleiki er að ganga út í eyjuna á fjöru frá Langeyjamesi: „Ekki má gleyma því að þama er ur sjálf og skyld- menni okkar,“ sagði Guðfinna Helgadótt- ir, sem eins og bóndi sinn lítur á Efri- Langey sem góða Kaupmannahjónin í Efri-Langey Helgi Axelsson og Guöfinna Helga- dóttir ætla aö stunda þangslátt og tína dún og krækling á 12 milljón króna eyju sinni í Breiðafiröi. náttúruleg höfn og vatnsuppspretta á tveimur stöðum. Þá er hvítur sandur í einni víkinni og fegurðin ólýsanleg. Eyjuna ætlum við að nota sem sumrdvalarstað fyrir okk- ^ttDVumg^S^oð. —>—*" fjárfestingu. Að sögn fasteignasala sem selt hafa eyjar í Breiðaflrði til einkaðila er eftirspum langt umfram framboð en menn binda vonir við áform bæj- aryfirvalda í Stykkishólmi um að setja eyjar í eigu sveitarfélgsins í sölu til að bæta stöðu bæjarsjóðs. Er þar um að ræða nokkrar minni eyj- ar á Breiðafirði. Þá em aðrir eyja- eigendur famir að hugsa sinn gang þar sem verð á eyjum í Breiðafirði hefur margfaldast á síðustu misser- um. Eins og fram hefur komið greiddi Sigurjón Sighvatsson 15 milljónir fyrir Arney og kaup- mannshjónin i Virku 12 milljónir fyrir Efri-Langey. Hvað Kári Stef- ánsson er tilbúinn til að greiða fyr- ir Hrappsey er hins vegar ekki ljóst, en eins og einn söluaðili komst að orði i DV í gær: „Ef Siguijón greiddi 15 milljónir fyrir Arney ætti Hrappsey að kosta 50 milljónir því hún er miklu stærri og merkilegri." -EIR Maður sem situr inni vegna láts konu: Neitaði fyrst að svara spurn- ingum lögreglu - og einnig fyrir dómi 23 ára karlmaður frá Suöurlandi, sem situr í gæsluvarðhaldi vegna láts 21 árs konu við háhýsi í Engihjalla síðastliðinn laugardag, hefur ekki viðurkennt að hafa átt beinan þátt í að hún fór fram af tíundu hæð húss- ins. Maðurinn neitaði í fyrstu að tjá sig um málið við lögreglu og dómara. 1 vikunni hefur hann tjáð sig en ekki viðurkennt manndráp. Hinn granaði á talsverðan feril að baki hjá lögreglu - t.a.m. var honum bjargað úr Reykjavíkurhöfn 4. maí síðastliðinn og fluttur með sjúkrabíl til aðhlynningar á sjúkrahúsi. Á ár- unum 1995-6 var lögreglan með mál á hendur honum fyrir meinta afbrigði- lega hegðun við Hótel Selfoss og kyn- ferðismál sem fór til ríkissaksókn- ara. Ekki þóttu þó efni til að halda þessum málum áfram og ákæra. Hins vegar hefur hann hlotið tvo dóma á þessu og síöasta ári fyrir önnur brot en ekki alvarlegs eðlis. Þegar lögreglan i Kópavogi kom á vettvang við Engihjalla á laugardag- inn svaf hinn grunaði í herbergi í íbúð fólks sem hann þekkir. Hin látna lá á stétt með mikla áverka og virtist strax sem hún hefði fallið af efri hæðum hússins. Þegar málið var kannað nánar fannst veski á stigapalli eldvarnar- stiga á 10. hæð hússins. Veskið reyndist hafa verið í eigu hinnar látnu. Fljótlega var rætt við íbúa hússins - m.a. þann húsráðanda sem hýsti hinn grunaða. Kom þá i ljós að ungi maðurinn hafði hringt dyra- bjöllu klukkan um tuttugu mínútur fyrir átta um morguninn og óskað eftir að fá að koma inn með stúlku - húsráðandi kvaðst reyndar ekki hafa séð umrædda stúlku. Húsráðandi sagði unga manninn hafa verið lítið eitt ölvaðan en kurteisan. Hann synj- aði honum um að fá að koma inn með stúlkuna og fór hann við svo búið. Rúmri hálfri klukkustund síðar kom hinn granaði aftur í íbúðina - þá segir húsráðandi hann hafa verið gjörbreyttan - hann hafi strunsað inn í íbúðina, ekki sagt orð, verið pirraður og litið út eins og eitthvað hefði komið fyrir. Hann lagðist síðan til svefns í herbergi í íbúðinni. Stuttu síðar kom lögreglan og handtók hann. Þegar lögreglan yfirheyrði mann- inn neitaði hann að svara spurning- um. Sama máli gegndi þegar hann var færður fyrir dómara í Hafnar- firði. Maðurinn fékkst síðan úrskurð- aður í 12 daga gæsluvarðhald. Úr- skurðurinn var ekki kæröur. Hinn granaði hefur samkvæmt upplýsing- um DV tjáð sig meira en í byrjun. Þó er ljóst að rannsókn málsins er hvergi nærri nálægt lokastigi. -Ótt Neyðarkall úr þremur bönkum Viðvörunarbjöllur í þremur bönkum í Reykjavík fóra í gang nær samtimis í gær og ollu miklum viðbúnaði lögreglu: „Við tökum þetta alltaf alvarlega enda gæti verið um bankarán eða eitthvað annað alvarlegt að ræða,“ sagði varðstjóri lögreglunnar í gær- kvöldi eftir útköllin. Viövörunar- bjöllur í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis í Skeifunni hringdu vegna mistaka starfsmanns. Skömmu siðar gullu við bjöllur úr Sparisjóði Vélstjóra og þær voru ekki fyrr þagnaðar en neyðarbjöllur í Seðlabankanum fóru í gang. í báð- um tilvikum var um kerfisbilun aö ræða. -EIR „ Selfoss: ee Arangurslaus leit í Olfusá Leit var haldið áfram í gær í og við Ölfusá að manninum sem féll í ána á fimmtudagsmorgun- inn. Leitað var niöur eftir ánni. Að sögn lögreglu á Selfossi bar leitin eng- an árangur í gær en henni verður haldið áfram um helgina ef þarf. Reynt var að kafa í ána í gær en það bar engan árang- ur, enda áin erfið viðureignar, mikill straumur, botninn grýttur og víða hraunbrúnir. -NH Aflaskipstjórinn Símon Jónsson, skipstjóri á Örfirisey RE, þakkaöi góöu skipi og áhöfn þann mikla afla sem þeir fengu á Reykjaneshrygg á 39 dögum. Gríðarleg veiði í úthafskarfanum á Reykjaneshrygg: Hver mettúr- inn af öðrum Mokveiði hefur verið á Reykjaneshrygg að undan- fórnu en nú streyma skipin í land fyrir með hvern mettúrinn af öðrum. Flestir togarar verða í landi á sjó- mannadaginn sem er á sunnudag. Frystitogarinn örfirisey RE kom á fimmtudags- kvöldið til Reykjavíkur eft- ir 39 daga úthald á Reykja- neshrygg og var afrakstur- inn rúm 1600 tonn af út- hafskarfa. Samkvæmt heimildum DV mun aflaverðmætið vera rúmar 127 millj- ónir í skilaverði og útreiknast það sem 1,27 milljón króna hásetahlut í hásetahlut. Símon Jónsson, skipstjóri á örfirisey, kveðst mjög ánægður með túrinn: „Það er minnsta málið að veiða aflann því þetta byggist allt á mann- skapnum. Þetta er búinn að vera mjög erfiður túr og strákamir eiga afraksturinn skilinn,“ segir Símon. Að sögn Símonar er frystigeta Örfiriseyjarinnar takmörkuð en skipið þrátt fyrir það gott og kraft- mikið og það skýri að nokkru góðan árangur. 26 eru í áhöfn Örfiriseyjarinnar og er ljóst að það eru þreyttir en glaðir skipverjar sem njóta landlegunnar i Reykjavík næstu dagana en Örfiriseyin fer aftur út á miðvikudag. Samkvæmt upplýsing- um Fiskistofu heyrir við- líka afli og Örfiriseyin fékk til undantekninga og er þetta með allra hæstu túrum í úthafskarfa sem sést hafa. Nýlega landaði Margrét EA metafla af grálúðu á Akureyri en í gær voru nokkur skip að landa gríð- arlegum afla af úthafskarfa. Nokkur skip lönduðu úthafskarfa í Reykja- vík i gærdag. Víðir EA og Akureyr- in EA lönduðu hvor um sig rúmum 900 tonnum í gær en áður haföi Baldvin Þorsteinsson EA landað um 1200 tonnum af úthafskarfa. Þorsteinn Már Baldvinsson, út- gerðarstjóri Samherja hf., var ánægður með afrakstur sinna skipa. „Núna síðustu daga hafa 4 skip landað afla upp á rúmar 400 milljón- ir og við erum mjög sáttir við okkar hlut,“ segir Þorsteinn. -jtr Örfirisey RE með 137 milljónir Þorsteinn Már Baldvlnsson: 400 milljónir á land. Stuttar fréttir Árangursstjórnun Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra, Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrann- sóknarstofnunar og Þórður Ásgeirsson Fiskistofustjóri undir- rituðu á föstudag samning um árangursstjórnun milli ráðuneytisins og stofnananna. Samningurinn tilgreinir m.a. helstu markmið stofnananna, áætlunar- gerðir og leiðir til að ná skilgreind- um markmiðum í samræmi við fjár- veitingar. Áfengisstuldur Brotist var inn í Kaffi Láru í Láru- húsi á Seyðisfirði í fyrrinótt. í frétt á Fréttavefnum.is kom fram að tölu- verðu magni af áfengi hafi verið stolið og lögregla hafi haft fjóra skipverja á aðkomubáti, sem lá við bryggju á Seyðisfirði, í haldi á föstudagsmorgun grunaða um verknaðinn. Skattaspjall —Geir H. Haarde sat a árlegum fundi 9 fiármálaráðherra m aðildarríkja Eystra- saltsráðsins sem 1 haldinn var í Tallin W 1. og 2. júní. Mikið gfe S var rætt um skatta- ^™ mál en hugmyndir eru uppi um að samræma skattlagn- ingu fiármagnstekna í aðildarríkj- um Evrópusambandsins. Einnig var rætt um fiölgun lífeyrisþega í lönd- unum og viðbrögð við því. Ólögmætt Fyrirhugaður flutningur Skrif- stofu jafnréttismála á landsbyggð- ina gengur gegn túlkun Hæstaréttar á stjómarskránni, að mati fram- kvæmdastjóra Bandalags háskóla- manna. RÚV greindi frá. Milli húsa Meginstarfsemi barnadeildar Landspítala Fossvogi verður flutt á Barnaspítala Hringsins í 5 vikur í sumar eða frá 15. júlí til 20. ágúst. Það er nýbreytni að flytja spítala- starfsemina þannig milli húsa á sumarleyfistíma en er nú kleift að gera eftir sameiningu sjúkrahús- anna í Reykjavík. Með því veröur samdráttur í þessari starfsemi minni en annars hefði orðið. Mbl.is greindi frá. Loftbyssusmygl Nokkrum ungum piltum frá Seyð- isfirði tókst að smygla þremur eða fiórum loftskammbyssum fram hjá tollvörðum þegar farþegciferjan Nor- ræna kom til Seyðisfiarðar í gær. Pilt- amir voru að koma úr skólaferðalagi frá Danmörku og höfðu skv. heimild- um límt byssumar á sig innan klæða. Fréttavefurinn greindi frá. Fíkniefni á Patró Lögreglan á Patreksfirði handtók fimm menn um átta leytið á fimmtudagskvöld. Þeir voru á leið frá Reykjavík til Patreksfiarðar með fikniefni og landa. Málið telst upp- lýst. RÚV greindi frá. „Kjaftstopp" Foreldrar þroska- heftra bama sögð- ust „kjaftstopp" vegna ummæla fé- lagsmálaráðherra á þá leið að ef þeir vildu ekki vista böm sín í Hrísey skyldu þau bara vera heima. Ráð- herra sagði að ef foreldramir vildu ekki senda böm sin til dvalar í Hrísey væri það „gott og vel“ að bömin yrðu áfram í foreldrahús- um. Bylgjan greindi frá. -HJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.