Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Síða 11
11 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000 IOV Skoðun Brúnaljósin brúnu fyrir. „Þetta er algerlega óþolandi," héldu þau áfram, „burt með þetta kvikindi". „Hann er ekkert kvik- indi,“ stundi sú litla og var greini- lega sú eina sem enn hafði nokkrar taugar til hvolpsins. Hún var þó augljóslega fegin þegar við tókum dýrið að okkur og hún komst í rúm- ið til tuskudýranna sinna sem þegja, hvað sem á gengur. „Jæja,“ sagði ég þegar um hægð- ist. „Ætli það sé ekki fullreynt með hundahald á þessu heimili. Þau virðast hafa fengið nóg þessa einu kvöldstund." „Við sjáum til,“ sagði konan um leið og hún klappaði hvolpinum, sótti handa honum vatn og þurrfóður í poka. Skepnan var hin rólegasta og ekki að sjá að hún hefði nýlega tekið þrjú systkin á taugum. Það heyrðist ekki bofs í henni. Þó kann að vera að hvolpur- inn hafi verið orðinn þegjandi hás eftir hamaganginn. Ekki fullreynt Það var minna suðað um hund næstu daga og raunar ekki neitt. Ég taldi allt dýrahald endanlega úr sög- unni og fagnaði þvi. Það kom mér því á óvart um liðna helgi þegar þær mæðgur sögðu mér að aftur þyrfti að „Mig langar í hund, má ég eiga einn?“ Þessa spurningu þekki ég öðrum betur og raunar við foreldr- arnir báðir. Öll böm okkar hafa á einhverju aldursskeiði átt sér þessa ósk heitasta en þær óskir hafa ekki ræst. Við, foreldramyndirnar, höf- um aldrei séð okkur fært að leggja í það stórræði að fá hund inn á heim- ilið. Við höfum talið okkur vita, hvað sem líður heitstreng- ingum bamanna, að upp- eldi dýrsins og umönn- un öll lendi á okkur en ekki því barni sem formlega ætti hundinn. Þetta hefur síð- an rjátlast af börnunum með aldrinum. Þau sem komin eru á fullorðinsár virðast raunar engan áhuga hafa á hundahaldi né öðru dýrauppeldi. Við leystum vand ann tímabundið með páfa- Hvolpur er ekki hamstur Hvolpur er hins vegar annað mál en hamstur. Það veit yngri dóttir okkar, enn á suðskeiði um hund. Hún hefur lengi sótt hart að foreldr- um sínum en þeir varist fimlega. Við höfum keypt okkur frá vandan- um þar sem sú dálitla er mikil tuskudýrakerling. Herbergið henn- ar er þvl fullt af tuskudýr- um, í hillum, skápum og á gólfi og ekki síst uppi í rúmi. Hún sefur hjá mjúkum hundum, kött- um, skóg- ar- björn- um, öpum og gott ef kóalabjörn er ekki við höfðalagið. Þessi dýr, þótt góð séu, þæg og mjúk, jafn- ast ónotum í hann. Þó varði ég af megni stýrishjólið og gírstöngina. í öðru sæti Þegar i frelsi sveitarinnar kom ærðist hvolpurinn af gleði. Laus og óbeislaður gat hann hlaupið, hnus- að og gelt að vild. Fugla lét hann í friði en sótti í flugur. Það var mér að meinalausu. Dóttir okkar sofnaði á undan hvolpinum þótt hann ætti sérútbúið flet við rúm hennar. Hann elskaði matmóður sina greini- lega heitar en aðra í fjölskyldunni enda sleppti hún þurrfóðri þegar hún sá að það vakti takmarkaða hrifningu. Hvolpurinn fékk því lost- æti eitt, annars ætlað mannfólki. Þegar við gengum til náða hringaði hann sig á teppi fyrir framan kon- una. Þar var best að vera. Ég lét það gott heita. Innra með mér taldi ég kvikindi þetta þó eiga að sofa á fleti sínu. Mér varð hugs- að til vinnufélaga mins. Konan hans fékk sér hund, að sögn afar andlits- fríðan og krúsindúllu hina mestu. Sá góði maður varð þess þó brátt var að hann færðist úr fyrsta sæti í huga konunnar niður í annað. Hundkvikindið fríða átti hug henn- ar allan. Ég huggaði mig við það að hvolpinum ætluðum við að skila strax eftir helgina. Það verður hver og einn að verja sinn póst. Engu breytti um álitið þótt hann skiti á gólfiö fyrri nóttina Þær vörðu hann báðar. „Við hefðum átt að vakna fyrr og fara með hann út.“ . . .“Hann er nú bara sex mánaða.“ gauki, hamstri og nokkrum gullflsk- um en urðum þeirri stund fegnust þegar páfagaukurinn fór í fóstur og fiskamir drápust. Ekki man ég leng- ur hver urðu örlög hamstursins en ég vona að við höfum gefið einhverj- um dýrið en ekki gleymt því ein- hvers staðar. Hamsturinn var albínói - hvítur á feld með bleik augu. Ég verða að gera þá játningu að hann höfðaði aldrei til mín sem heimilisdýr. þó ekki á við lifandi hund. Stúlkan gladdist því innilega á dögunum þegar móðir hennar féllst á að hún fengi að fóstra hvolp af íslensku kyni eina kvöldstund. Eigendurnir voru í fríi. Eldri systkini hennar tóku ekki sama viðbragðið og fundu hvolpinum fyrirfram allt til foráttu. Þau sáu fyrir sér fyrirhöfn og ábyrgð, bæði á litlu systur og hvolp- inum, þar sem vitað var að foreldr- amir ætluðu að bregða sér af bæ. Fölir gæslumenn Okkar kona lét fýlusvipinn á stóra bróöur og systur ekkert á sig fá og hélt alsæl með sex mánaða gamlan hvolpinn í bandi út í bjart sumarkvöldið. Leikfélagarnir sóp- uðust að henni. Aðdráttarafl hvolps er ómælt. Segir hvorki af stúlkúnni, hvolpinum né eldri systkinunum fyrr en við komum heim úr útstáels- inu. Þar voru fyrir þau eldri, föl og munnur þeirra sem strik. Yngri dóttir okkar hafði sýnilega grátið. Hvolpurinn var mitt á milli en stökk til og fagnaði okkur ákaflega. „Hann er búinn að gelta stans- laust í fjóra tíma,“ sögðu eldri systkinin i kór og var mikið niðri passa sama hvolpinn. Eigendurnir voru enn í fríi. „Við ætlum að hafa hann með okkur í sveitina yfir helg- ina,“ sögðu þær. Stúlkan var spennt og greinilega búin að gleyma gelt- inu um kvöldið. Konan klappaði dýrinu blíðlega. Henni var greini- lega ekki sama um hvolpinn og harmaði það ekki að sjá um hann helgarlangt. Vörnin var sýnilega að bresta á þeim pósti. Þær mæðgur hugsuðu um hvolp- inn sem bam væri. Það var búið um hann í bílnum og með fylgdi sérstök dýna undir kroppinn. Þurrfóðrið var á sínum stað sem og matará- höld, diskur og drykkjarskál. Það var hins vegar erfitt að hemja hann í gleði sinni þá er við héldum í sveitina. Hann sat undir stýri þegar ég kom að bílnum og vildi sig hvergi hræra. Ég rak hann höstug- lega burtu enda var kvikindið á mínu yfirráðasvæði. „Vertu ekki svona vondur við hann,“ sögðu þær mæðgur einum rómi, greinilega á bandi hvolpsins. „Það verður að aga skepnuna," sagði ég, „hundar eiga að hlýða.“ Hvolpurinn hafði eftir það nokkuð sína hentisemi meðan á ferðinni stóð, ýmist aftur eða frammi í og dugöi lítt þótt ég hreytti Öflugur bandamaður Mæðgurnar kvöddu hvolpinn með söknuðu eftir helgardvölina. Hann gelti lítt og lék við hvern sinn fingur, ef svo má segja, og var þeirra hugljúfl. Engu breytti um álitið þótt hann skiti á á góífið fyrri nóttina. Þær vörðu hann báðar. „Við hefðum átt að vakna fyrr og fara með hann út,“ sagði konan þeg- ar ég gerði athugasemd við salernis- venjur hvolpsins. „Hann er nú bara sex mánaða," bætti hún við, eins og hún væri að tala um barn. Staðan er breytt. Ekki er annað að sjá en dóttir okkar hafl náð sér í öflugan bandamann innan heimilis- ins. Ég er þó ákveðinn að berjast gegn skepnuhaldi sem fyrr. Hunda- hald kostar vinnu og það bitnar á þeim fullorðnu. Ég þarf því að beita öllum tiltækum rökum og reyna að koma í veg fyrir að mæðgurnar komist enn á ný í tæri við stór brún hvolpsaugun. Þau hafa seiðandi áhrif. Ég væri jafnvel til í að gefa eftir og bjóða þeim hamstur frekar en ekki neitt. Vandinn er bara sá að brúnaljósin bleiku hafa ekki sömu áhrif og þau brúnu. Skoðanir annarra Ekki lengur einráður „Robert Muga- be, forseti Simbabves, er ekki lengur ein- ráður eftir kosn- ingar helgarinnar. Gamli marxíski uppreisnarforing- inn, sem annars er vanur að fá vilja sínum fram- gengt, tapaði fyrst í þjóðaratkvæða- greiðslu um meira vald honum til handa. Og um helgina fékk hann gula spjaldið frá þjóð sem eitt sinn hyllti forystu hans en sem hefði helst viljað gefa honum rauða spjaldið núna. Mugabe hefur fengið skilaboð um að byrja verði upp á nýtt frá bæði þjóð sinni, ESB, gamla nýlenduríkinu Bretlandi og ekki síst frá ungum flokksbræðrum sín- um. Nýrrar pólitískrar stefnu er þörf og þvert á það sem hann er vanur verður að setja ibúa Simbabves í öndvegi. Þjóð sem líður önn fyrir efnahagslegt öngþveiti, misnotkun valdsins, spillingu og al- næmisfaraldur sem er að fara úr böndunum." Úr forystugrein Politiken 29. júní. Erfið ákvörðun en rétt „Stjóm Clintons ákvað að dreng- urinn (Elian Gonzalez) ætti að vera með fóður sínum, Juan Miguel Gonzalez, jafnvel þótt það hefði í för með sér að hann sneri aftur heim í samfélag kúgunar. Sú erfiða ákvörð- un, sem alríkisdómstólar studdu hvað eftir annað, var í samræmi við bæði innflytjendalög og við þá al- mennu skoðun að ekki eigi að skilja annars hæft foreldri frá barni sínu af pólitískum ástæðum." Úr forystugrein Washington Post 30. júni. Kohl á villigötum „Helmut Kohl iðrast einskis. Fyrrverandi kanslarinn valdi sókn sem bestu vörnina þegar hann var yfir- heyrður hjá rann- sóknamefnd þingsins í gær. Þetta er aðferð sem bitnar á hon- um sjálfum. Því aö samtímis sem fyrrverandi kanslarinn „útskýrði mál sitt“ fyrir rannsóknarnefndinni komst sama nefnd að þeirri niður- stöðu að stjórn Kohls hafði fjarlægt eða breytt fjölda skjala áður en hún varð að segja af sér í kjölfar ósigurs- ins 1998. Því miður hefur Kohl með hegðun sinni hjá þingnefndinni ein- ungis styrkt þá skoðun manna að hann og samstarfsmenn hans leyni miklu." Úr forystugrein Aftenposten 29. júní. Noregur í ESB „Nýr utanrikis- ráðherra Noregs, Torbjorn Jagland, vill breyta afstöðu þjóðarinnar og flokksins til Evr- ópusambandsins, ESB. Norska þjóð- in hefur í tveimur þjóðaratkvæða- greiðslum hafnað aðild að ESB. Jens Stoltenberg forsætisráðherra er sömu skoðunar og Jagland. En kjós- endur Verkamannaflokksins eru ekki sammála leiðtogum sínum. Andstaðan gegn ESB er útbreidd. En þegar sambandið hefur verið stækkað verða Pólland, Eistland, Lettland og Litháen aðildarríki en ekki Noregur. Það yrði skrýtið. Nor- egur hefur sterk pólítísk, efnahags- leg og menningarleg tengsl við ESB og ætti að vera í sambandinu." Úr forystugrein Aftonbladet 29. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.