Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Qupperneq 18
18 Helgarblað LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000 I Ert þú búinn að frá tölvupóst frá Bonoí U2? Maðkatínsla er kjörið sumarstarf fyrir unglinga: 14 ára og með 8000 krónur á tímann Keðjubréf frá Bono Ef þú færð tölvupóst með titlinum „Drop the Debt at the Okinawa Summit“, þá siturðu í rauninni uppi með bréf frá Bono í U2. Söngv- arinn er nefnilega með í herferð sem gengur út á það að minnka skuldir þróunarlanda. 21. júlí byrjar G7-ráðstefnan í Okinawa, og hafa ríkustu lönd heims lofað að létta á skuldum fátækustu landa heims með 100 milljón dollurum. Tölvubréfið frá Bono hijóðar ann- ars svona: „Hi, Bono here. How’s things? I believe the leaders of the richest nations want to drop the debt. But they seem stuck. They need a big virtual e-push NOW. Ple- ase do this action and forward to your friends. 4 love and peace, Bono“. Uma kynn- ir snyrti- vörur Leikkona snoppufríða, Uma Thurman, hefur verið valin nýjasta andlit franska snyrtivörufyrirtækis- ins Lancöme. Þetta er í fyrsta sinn sem amerísk kona er valin í þetta starf en Uma mun feta í fótspor hinna klassísku feg- urðardrottn- inga Isabellu Rossellini og Juliette Binoche. Uma Thurman, sem á sænska móður, hefur hingað til verið best þekkt fyrir hlutverk sitt í kvik- myndinni Pulp Fiction sem hún fékk óskarstilnefningu fyrir. Lyfjagleði í pistli mínum um síðustu helgi fjallaði ég um fyrstu kynni mín af gleðipillunni, sem ég tel einhvern ljúfasta fagnaðarfund sem ég hef átt við meðul um dagana, þó ég hafi að vísu ýmislegt prófað í gegnum tíð- ina. Hins vegar lá mér svo mikið á hjarta hvað áhrærir pillur þarna um daginn að ég sá mér ekki fært að klára málið í ein- um pistli heldur tók þann kostinn að slá botninn í hugleiðingarnar í dag. Að ekki sé nú talað um meðul með lækningamátt. Ef einhver léti sér detta í hug að aukin lyfjaneysla bæri vott um versnandi heilsu- far gæti maður ætlað sem svo að íslenska þjóðin væri öll að geispa golunni sakir heilsuleysis en margítrekaðar skoðana- kannanir á heilsufari landsins barna gefa ótvírætt til kynna að aldrei hafi þjóðin verið eins stálslegin einsog þessa dagana. Það er að segja til líkamans. Hinsvegar er og reglulegri hægðir, verða náttúrulausir og hætta að sofa hjá kellingunum sínum og jafnvel öðru kvenfólki líka. Allt gleðipillunum að þakka. Margir hafa haft á orði að holdsins lystisemdir megi svosem sitja á hakanum ef allir geti 1 staðinn verið sífellt með já- kvæðar hægðir og í sólskinsskapi. Afar ítarlegar rannsóknir, byggðar á skoðanakönnunum, hafa að undanförnu „Kaupið í unglingavinnu er svo ofboðslega lélegt, aðeins 200 krón- ur á tímann. Það er miklu betra að vinna við maðkatínslu,“ segir hinn 14 ára gamli Andri Guðmundsson og upplýsir að þegar albest lætur geti tímakaupið farið upp í 8000 krónur. Þetta er annað sumarið sem Andri fæst við maðkatínslu en hann byrjaði í fyrrasumar ásamt einum félaga sínum. Nú tína þeir hvor í sínu lagi en vísa hvor á ann- an ef þeir eru sjálfír uppiskroppa með beitu. þennan undarlega geðræna tvískinnung hjá þjóðinni annað en vænir skammtar af geðlyfjum sem væri gráupplagt að byrja að gefa börnum strax með móðurmjólk- inni - svona einsog fyrirbyggjandi - og svo öllum gleðipilluna tvisvar á dag svona til vonar og vara. Úti allar nætur Maðkatínsla er hrein og klár næturvinna því ánamaðkarnir láta ekki sjá sig á daginn. Upp úr mið- nættinu fer Andri því að taka sig til en búnaðurinn við tínsluna er ekki flókinn. Hann tínir maðkana með berum höndum, safnar þeim í plastdall þar sem fer vel um þá í grænum mosa. „Það sem gildir er að vera nógu snöggur að grípa þá. Þeir eru nefnilega fljótir að láta sig hverfa þegar þeir heyra titringinn þegar maður nálgast," segir Andri sem laumast á hverju kvöldi um Mos- fellsbæinn í leit að möðkum. Ef maðkarnir seljast ekki strax verð- ur hann að passa upp á að gefa þeim næga næringu. Hvað segja foreldrar þínir. Finnst þeim allt í lagi að þú, 14 ára gamall, sért úti allar nœtur? „Já, þeim finnst þetta bara gott hjá mér. Svo hefur pabbi líka stundum farið með mér að tína. Þetta er að koma hjá honum,“ seg- ir Andri sem sefur alltaf fram að hádegi eftir erfiðar nætur. Annaö sumarið í röð vinnur Andri við það að tína og selja ánarnaðka til veiðimanna sem hann segir að sé miklu betra en að vera í unglingavinnunni. Safnar fyrlr golfsetti Andri tinir um 500 maðka á hverri nóttu og selur á 35 krónur stykkið. Viðskiptavinina fær hann í gegnum smáauglýsingar DV þar sem hann auglýsir reglulega og eru sumir orðnir fastakúnnar hjá hon- um. Salan gengur best fyrir helg- arnar. „Dýrasti maðkurinn sem ég hef selt var 23 cm langur og seldi ég hann á 200 krónur. í fyrra var mik- ill hörgull á möðkum og þá var maður að fá 150 krónur á maðkinn," segir Andri sem ekki hefur verið í vandræðum með að finna maðka fram að þessu. Sjálfur er hann ekki mikill veiðimaður, hefur aðeins einu sinni farið að veiða en segir að það hafi veiðst vel á ormana hans. „Þeir eru svo stórir og feitir,“ segir Andri stoltur enda telur hann þá vera norskætt- aða, alla vega þá sem hann tínir í garðinum hjá sér. Og hvaö œtlarðu svo að gera við sumarkaupið? „Ég er að safna mér fyrir golfsetti," segir Andri sem líklega vinnur ekki sem maðkatínslumað- ur aftur í bráð eftir þetta sumar þar sem fjölskyldan er að flytja til Spánar með haustinu. Þess má að lokum til gamans geta að DV hafði samband við fjöldann allan af maðkasölumönnum á full- orðinsaldri með áratugareynslu í bransanum sem ekki vildu tjá sig um starfið. Virðist sem mikil leynd hvíli yfir maðkatínslunni og sam- keppni er mikO milli sölumanna sem þéna vel á þessu næturgöltri sem víst nokk er skattfrjálst. -snæ Þá er fyrst til að taka að í hittifyrra einsog sálarlíf íslendinga sé í hálfgerðri verið gerðar á sálarástandi íslendinga. Út keyptu íslendingar meðul fyrir 4 milljarða en í fyrra fyrir 9,2 milljarða, svo það er ekki lítið sem fólk hefur lasnast milli ár- anna. Aukning á meðalasölu milli ára um 130%. Mér er sagt að 80-90% af lyfjum sem eru á markaði séu gersamlega gagnslaus nema til þess eins að telja fólki trú um að þau hafi lækningamátt. Sagt hefur verið að trúin flytji fjöll og svo sannarlega veit enginn hve trúin á gagnslaus meðul hefur bjargað mörgum frá langvarandi heilsuleysi. klessu. Geðrænir kvillar eru það sem allir eru að berjast við þessa dagana. Allar náttborðsskúffur orðnar fullar af: Prozac, Flúoxetin, Delta ,Tingus, Fontex, Zoloft, Efexor, Seroxat og Cipramil. Þessi lyf eiga það sammerkt að vera til þess ætluð að slá á þunglyndi, þráhyggju og kvíða og eru almennt kölluð „gleðipillur". Gleðipillurnar kváðu jafna út geðsveifl- ur, þannig að þeir sem áður voru þung- lyndir, svartsýnir, nöldurgjarnir og með hægðateppu verða af pillunum glaðir og kátir, brosa framan í heiminn, fá mýkri úr þeim hafa komið hinar furðulegustu niðurstöður og svo drepið sé á þær helstu eru íslendingar með þunglyndasta fólki á jarðkringlunni en sama skoðanakönnun sýnir að við erum jafnframt léttlyndastir allra. Trúaðri og kirkjuræknari erum við en flestir jarðarbúar en jafnframt heiðnari en svo, að okkur detti nokkurntímann í hug að fara í kirkju. Og samkvæmt síð- ustu skoðanakönnun erum við auðvitað bæði bjartsýnni en almennt gerist og svartsýnni en annað fólk. Allir hljóta að sjá í hendi sér að ekkert getur slegið á Allir eru sammála um það að ekkert sé í lífinu eftirsóknarverðara en lífshamingja, en til að öðlast lífshamingju þarf andlegt jafnvægi og sálarró og til að öðlast andlegt jafnvægi og sálarró þarf pillur, pillur og aftur pillur - heilan helling af pillum. Ef þróunin í sölu á lyfjum verður sú sama í framtíðinni einsog hingaðtil þá er þess ekki langt að bíða að heildarlyfjasal- an verði 20 milljarðar á ári. Og þá mega margir vel við una. FIosi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.