Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Qupperneq 49

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Qupperneq 49
DV LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000 Tilvera 57 Uppskriftir Jarðvegsþjöppur Allar stærðir, bensín eða dísil. Einnig „hopparar" BOMRG v Sfmi 568 1044 Guöni Jóhannesson prófessor sendir uppskriftir frá Svíþjóö: „Ég hef verið svo lánsamur í lífinu að búa ávallt við gott mataræði. Lengst af hef ég þó mátt vera í hlutverki hins auðmjúka meðhjálpara og hins þroskaða neytanda, þar sem Bryndís, konan mín, og reyndar líka Sverrir Hermannsson, tengdafaðir minn, eru haldin arfgengri ástríðu á þessu sviði og rétt að fara með löndum þegar sveðjumar ganga í eldhúsinu. Einu sinni var ég þó látinn aleinn um mat- argerðina þegar ég, á frostköldum vetr- ardegi, kom heim með kæsta smásíld eða svokaUaðan surströmning. Þegar dósahnífnum var brugðið á lokið var eins og opnaðist slagæð og fnykurinn var ólýsanlegur. Það var ekki annað að gera en að dusta af skyndingu snjóinn af garðmublunum og ljúka máltíðinni utanhúss í þremur peysum. Eftir þessa dramatísku máltíð komst ég hins veg- ar upp á lagið og bragðið og kann vel að meta. Núorðið opna ég dósimar á kafl í vatni, skelli flökunum í sóda- vatnsbað til þess að minnka lyktina og ber fram með þunnbrauði, rauðlauk og möndlukartöflum úr Norðurbotnum. Annað tækifæri sem ég hef til þess að taka stjómina er þegar ég fer í ár- lega veiðiferð í Hrútafjarðará með sænskum kollegum mínum. Þetta era menn misjafnlega áhugasamir um matargerð en eru, eins og margir Sví- ar, sterkir fylgismenn réttlátra skipta, þannig að matargerð, sem og öðrum húsverkum, er deilt niður fyrirfram eftir inngrónu kerfi,“ segir Guðni Jó- hannesson prófessor en hann gefur les- endum DV uppskriftir að gimilegum réttum. Hunangsgúrka Forréttur: Þegar komið er inn úr veiði seint að kveldi er mikilvægt að hafa snarlega tilbúinn forrétt þannig að friður hald- ist á meðan aðalrétturinn er undirbú- inn. í Helsinki era margir afbragðs rússneskir veitingastaðir og á veit- ingastaðnum Kasakka bragðaði ég fyrst þennan einfalda en afar sérstæða og spennandi forrétt. Saltlegnar smágúrkur, ca tvær á mann Þunnfljótandi hunang Gróft brauð Smetana (sýrður rjómi) Gúrkumar era skomar eftu endi- löngu í þunnar sneiðar og lagðar á disk, hunanginu hellt yfir. Þetta er síð- an borið fram með brauðinu og rjóm- anum. Sítrónufylltur kjúklingur Uppskriftin er fyrir sex svanga veiðimenn 3 vænir kjúklingar 3 msk. smjör Salt og pipar 3 sítrónur Rósmarín 4 dl kjúklingasoð 5-6 laukar skomir í báta 3 rauðar paprikur Hrfsgijón eða kartöflur Brauð Salat „Þennan rétt er hægt að undirbúa í hvíldartímanum. Kjúklingamir em skolaðir vel og þurrkaðir með eldhúspappír. Salti og pipar er síð- an nuddað vel inn í skinnið útvortis og innvortis með salti pipar og rós- marín. Kjúklingamir em síðan fylltir med sítrónubátum og lokað fyrir að aftan með tannstönglum. Meðan enn var veitt á maðk var einnig hægt í þessum tilgangi að nota laxaöngul nr 4. Bara muna að taka hann úr. Næst er tekinn ofn- steikarpottur, emaljeraður, og kjúklingamir lagðir snyrtilega til hinstu h\alu með bringuna upp og potturinn settur í fsskáp eða á kald- an stað. Svona röskum klukkutíma áður en veiði lýkur er síðan komið við í veiðihúsinu, soðinu hellt í pott- inn, lokið sett á og potturinn settur í bakarofninn. Best er að hafa pott- inn án loks og stilla ofiiinn á 200' C en ef farið er frá er ég vanur að hafa lok á og gefa þvl aðeins lengri tima. Þegar komið er í hús er byrjað að sjóða hrísgijón eða kartöflur, lokið tekið af, laukamir og paprikan lögð í pottinn og steikt áfram við 200' C í 20-30 mínútur eða þar til kjúkling- amir era ömgglega steiktir í gegn. Kjúklingamir og hrísgijónin eða kartöflumar er síðan borið fram með brauðinu og salatinu. Best þyk- ir mér að hafa vel kælt, þurrt hvltvín með og gleyma ekki að bera fram vatn, þvl menn geta verið sæmilega vindþurrkaðir efdr lang- an veiðidag við Hrútu. Hurðin skelltist í lás Þrátt fyrir góðan ásetning og sam- viskusemi hefur forskriftin stundum skolast til í hita leiksins þannig að af þessum rétti hafa orðið til nokkur af- brigði í gegnum árin. Lengst gekk þetta þó árið sem við félagamir fóram allir út frá matargerðinni ýmissa er- inda og útihurðin skelltist í lás á eftir okkur. Eftir hátt á annan tíma tókst mér að hafa uppi á Eyjólfi veiðiverði og fá varalykilinn. Þegar ég kom aftur að húsinu lagði kjúklinga- og sítrónuilminn út allan fjörð, félagamir stóðu við eldhúsgluggann með titrandi nasavængi og trylltan glampa í aug- um. Þegar loks var sest að borðum og ég var búinn að skammta á diskana með stórri sleif kom mér í hug setning úr einni smásögu Hemingways: „The men ate seriously," segir prófessor Guðni Jóhannesson um leið og hann skorar á Sigríði Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra Hollvinafélags HÍ, að sýna hollustu í verki sem matgæðingur DV. -aþ Guðni A. Jóhannesson matgæðingur „Lengst af hef ég þó mátt vera í hlutverki hins auðmjúka meðhjálpara og hins þroskaða neytanda, þar sem Bryndís, kon- an mín, og reyndar líka Sverrir Hermannsson, tengdafaðir minn, era haldin arfgengri ástríðu á þessu sviði og rétt að fara með löndum þegar sveðjumar ganga í eldhúsinu. “ Bakaðir bananar með pipar- myntu- súkkulaði Góðir með framandi ávöxtum. Fyrir fjóra. 4 stk. þroskaðir bananar 100 g piparmyntusúkkulaði 3 stk. matarlímsblöð 4 stk. makkarónukökur Skerið appelsínumar í tvennt, hreinsið kjötið úr berkinum og maukið í matvinnsluvél. Þeytið egg og flórsykur í létta froðu. Þeytið rjómann. Bræðið matarlímið og blandið því við eggin. Eggjunum og appelsínukjötinu blandað saman, að lokum er þessu blandað saman við rjómann. Makkarónukökurnar eru muldar og settar í botninn á berkinum og frómasinum sprautað þar yfir, kælt í 1-2 klst. Skreytt með þeyttum ijóma og jarðarberjum. www.romeo.is Stórglæsileg netverslun, frábær verð! ótrúleg tilboð Skerið bananana með hníf eftir endilöngu, þó ekki í gegn, og notið helminginn af hýðinu. Pressið hlið- arnar út á við. Brjótið súkkulaðið í bita og raðað í bananann, 4-5 bitar í hvem. Bakið í miðlungsheitu grilli í u.þ.b. 15 mínútur. Meðlæti Rjómaís með ferskum berjum og ástríðualdinum (passion fmit). Appelsínu- bombur Þessi springur ekki. Fyrir fjóra. 2 stk. appelsínur 3 dl rjómi 1 stk. egg 2 msk. flórsykur Nykaup Þarsem ferskleikinn býr Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. Hunangsgúrka og sítrónufylltur kjúklingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.