Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 E>V Fréttir Stori-Kroppur seldur - deilurnar um vegstæðið urðu okkur ofviða Jöröin Stóri-Kroppur „Þetta fór ööruvísi en efni stóöu til hjá okkur. Viö ætluöum aö byggja hér upp myndarbú, sem viö oggeröum, en utan- aökomandi öfl geröu þaö aö verkum að þaö breyttist og viö tókum þá ákvöröum vegna deilnanna um veginn aö flytj- ast af landi brott, “ segir Jón Kjartansson, fyrrum eigandi jaröarinnar. DV, BORGARFIRDI:__________________ Gengið hefur verið frá sölu á jörð- inni Stóra-Kroppi í Borgarfjarðar- sveit að sögn eigandans, Jóns Kjart- anssonar, og eru kaupendurnir þau Sigurjón Vilhjálmsson og Ragnheið- ur Guðmundsdóttir á Hlemmiskeiði á Skeiðum i Ámessýslu. Samkomu- lag er um þaö að kaupverðið sé ekki gefið upp. „Mér skilst að það sé meiningin hjá þeim að búa hér hefðbundum búskap enda var það forsendan fyr- ir því að ég tók þessa ákvörðun. Þau taka við í næstu viku en ég fer til Sviss annað kvöld og byrja að vinna þar á mánudag," segir Jón Kjartans- son, nýráðinn aðstoðarbankastjóri í Sviss. Hefðu framkvæmdaaðfiar og þeir aðilar sem voru með þann ásetning að malbika hér túnin séð að sér í tíma hefði þetta mál þró- ast á allt allt annan veg. Þaö er eins og ég hef sagt áður mjög erfitt fyrir einstakling að standa í deil- um við hið opinbera. Þetta er lýj- andi, slítandi og tímafrekt og sér- staklega þegar maður tekur tillit til þess að framkvæmdin sem var áformuð var gjörsamlega óþörf og beindist að mínu mati að allt öðr- um markmiðum en að leggja veg.“ „Markmiðin voru líka að eyði- leggja fyrir okkur þá möguleika sem við sáum hér við uppbyggingu jarð- arinnar. Ég hef oft sagt það og lít svo á að þetta öfundarbrölt hafi ráð- ið frekar ferðinni en skynsemin. Þegar við sáum að börnin voru far- in úr landi vegna þessara deilna, og kæmu ekki aftur, urðum við að end- urskoða framtiðaráform okkar,“ sagði Jón Kjartansson. -DVÓ Risi fæöist hjá útgerðarfyrirtækjum: Vinnslustöðin og ís- félagið sameinast - engum starfsmönnum sagt upp Tilkynnt var um samein- ingu tveggja stærstu fyrir- tækja Vestmannaeyja, ísfé- lags Vestmannaeyja og Vinnslustöðvar Vestmanna- eyja, i gær. Nýja fyrirtækið mun heita ísfélag Vest- mannaeyja. Sigurður Ein- arsson, stjómarformaður hins nýja fyrirtækis, sagði í samtali við DV að ekki kæmi til uppsagna hjá fyr- irtækinu vegna sameiningarinnar. „Það verður að minnsta kosti mjög smávægilegt. Fyrirtækin hafa bæði gengið mjög vel það sem af er árinu og saman velta þau fiórum milljörðum. Þetta kemur til með að auka hagkvæmnina í fyrirtækjun- um - bæði varðandi kvóta og skipa- mál,“ sagði Siguröur í sam- tali við DV í gær. Sameiningin mun ganga endanlega í gegn i lok ágúst eða byrjun september og samkvæmt upplýsingum DV er meirihluti fyrir henni í stjórnum beggja fyrir- tækja. Með sameiningunni mun verða til eitt stærsta útgerðar- og fiskvinnslufyr- irtæki landsins. Fyrirtækið mun gera út 13 fiskiskip, þrjár fiski- mjölsverksmiðjur, saltfiskvinnslu, bolfiskfrystingu, ásamt því sem það mun hafa aðstöðu til verkunar á síld og humri. Aflaheimildir hins nýja fyrirtækis munu verða rúm- lega 20 þúsund tonn í þorskígildum. -ÓRV Sigurður Einarsson. Fangelsisdómur fyrir líkamsárás Tvítugur Akureyringur hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Norð- urlands eystra fyrir líkamsárás sem átti sér stað fyrir framan Fosshótel KEA á Akureyri í maí á síðasta ári. Ósætti kom upp milli tveggja manna og hrinti annar þeirra hin- um i götuna. Sá stóð upp og tókust mennirnir á uns þeir féllu báðir í götuna. Sá sem hrint hafði verið í götuna áður komst á fætur og spark- aöi í hinn þannig að hann hlaut talsverðan skaða af. Við yfirheyrslur bar sá ákærði við minnisleysi vegna ölvunar, en dómurinn lagði til grundvallar framburð vitna og það að ákærði sparkaði í höfuð og líkama hins þótt ekki þætti sannað að það hefði gerst ítrekað. Sá ákærði hlaut á árinu 1998 dóm fyrir minni háttar líkams- árás, skilorðsbundinn til tveggja ára og rauf það skilorð. Tekið var tillit til þess að hann var aðeins 17 ára þegar hann framdi verknaðinn. Með vottorði geðlækna og sálfræðinga er upplýst að geðheilsu mannsins hef- ur verið áfátt um nokkurt skeið, en hann hefur leitað sér aðstoðar. Maðurinn hlaut 4 mánaða skilorðs- bundinn dóm til þriggja ára en frest- un refsingar er bundin því að hann sæti sérstakri umsjón. Hann greiði fómarlambi sínu 100 þúsund króna skaðabætur og 35 þúsund króna kostnað auk alls málskostnaðar. -gk DMJVIYND INGÓ * v' * 1 n ‘ílf Vonir um þann stóra Mikiö var aö gera á sölustööum lottósins í gær og búast má viö aö örtröö myndist í dag, laugardag, þegar vongóðir spilarar freista gæfunnar. Sjöfaldur í lottói - í annað sinn frá upphafi Lottóvinningurinn verður sjöfald- ur í kvöld og er nú mikill straumur fólks á sölustaði landsins. „Það hefur verið töluverður straumur fólks til okkar og það verður mikið fiör á morgun," segir Guðrún Björnsdóttir, starfsmaður hjá Happahúsinu í Kringlunni. Þetta er í annað sinn frá upphafi lottósins sem potturinn er sjöfaldur en síðast gerðist það í október 1998. Lík- umar á að fá 5 rétta em rúmlega 1 á móti 500 þúsund og 95 raðir þarf til að vera tölfræðilega öruggur um 3 rétta. Tæpar 24 milljónir króna voru í pottinum þegar DV fór í prentun í gærkvöld en búist er við að það bætist 10-15 milljónir við fram að lokun. Hins vegar er aðalsöludagur- inn eftir og ljóst að sú tala mun hækka nokkuð. -jtr Eigið fé fjárfestingarfélagsins Gildingar ehf. 7 milljarðar: Hlutafjársöfnun framar vonum - nýtt afl sem þörf var á, segir Þórður Magnússon Hlutafiársöfiiun Gilding- ar - fiárfestingarfélags er nú lokið og gekk hún fram- ar vonum. Upphaflega var gert ráð fyrir að eigið fé fyr- irtækisins næmi um 5 millj- örðum króna en þar sem áhugi fiárfesta reyndist meiri var ákveöið að nýta fyrirliggjandi heimildir samkvæmt samþykktum fé- lagsins og söfnuðust alls 7 milljarð- ar króna. Að sögn Þórðar Magnússonar, stjórnarformanns Gildingar, er hluthafahópurinn ákaflega breiður og er þar oft um að ræða fé- lög nokkurra aðila. Athygli vekur að flest fiármálafyrir- tæki landsins eru meðal hluthafa. „Áhuginn endurspeglast af því að fiölmargir hluthaf- anna gerðu sér grein fyrir því hvemig fiárfestingarfé- lag eins og Gilding gæti orð- ið að liði með virkri aö- komu að einstökum fiárfestingum. Aðilar hafa fundið hjá sér þörf fyrir fiárfestingarfyrirtæki sem er með jafnvirka aðkomu að félögum og Gilding og miðað við fiölda fiárfesta má gera ráð fyrir virku verk- efnaflæði hjá okkur,“ segir Þórður. Hann segir góðar undirtektir í hlutafiársöfnun sýna trú á starfsemi fyrirtækisins og gefa til kynna að menn telji þörf á nýju afli inn á fiár- málamarkaðinn sem taki virkan þátt í umbreytingu og samrunaferli fyrirtækjanna. Að sögn Þórðar er ætlunin aö fiárfesta um 60 prósent á íslenskum markaði og 40 prósent á evrópskum markaði og er þá einna helst beint sjónum til Norðurlandanna. Eignarhaldsfélagið Eyrir ehf., Safn ehf., Xapata S.A. og Bergstaðir Þórður Magnússon. Stærstu hluthafar Gildingar Eignarhaldsfélaglö Eyrlr ehf. 8,82% Þorstelnn Vllhelmsson f.h. fjárfesta 8,82% Krlstján Guðmundsson hf. f.h. fjárfesta 7,05% Ufeyrissjóðurlnn Framsýn 4,23% FJárfestlngarsJóður Búnaðarbankans hf. 4,23% Óháðl fjárfestlngarsjóðurinn hf. 4,23% Safn ehf. og dótturfélög 3,70% Elfar Aðalstelnsson f.h. fjárfesta 3,00% Jón Helgl Guðmundsson f.h. fjárfesta 2,82% Xapata S.A. 3,14% Lífeyrissjóður sjómanna 2,12% Isoport S.A. 2,12% Bergstaðlr sf. 2,03% Búnaðarbankl íslands hf. 1,76% Frjálsl fjárfestlngarbanklnn hf. 1,76% Samvlnnulífeyrlssjóðurinn 1,76% Hlutabréfasjóður Búnaðarbankans hf. 1,76% Kaupfélag Árneslnga 1,76% Íslandsbankl-FBA hf. 1,76% Kaupþlng hf. 1,76% Landsbanklnn FJárfestlng hf. 1,76% Mallard S.A. / Össur Krlstlnsson 1,76% Vátrygglngafélag íslands hf. 1,76% sf. eru fyrirtæki í eigu lykilstarfs* manna Gildingar og fjölskyldna þeirra auk nokkurra fjárfesta. -jtr mssm Uppspuni Þórir Einarsson ríkissáttasemjari hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem hann segir frétt Stöðvar 2 og Bylgjunnar i gær um að hann hafi lagt fram miðlunar- tillögu í kjaradeilu I Sleipnismanna og Samtaka atvinnulífsins vera upp- spuna. Verkfall Sleipnismanna hef- ur nú staðið í rúmar fiórar vikur. Frávísun Samkvæmt frétt Vísis.is frá í fyrradag var Sjómannafélagi Reykjavíkur gert að greiða Eimskip skaðabætur vegna ólögmætra að- gerða þegar uppskipun úr ms. Han- seduo var stöðvuð í Straumsvík í október árið 1998. Ekki var alveg rétt farið með staðreyndir, því Hér- aðsdómur Reykjavíkur visaði mál- inu frá og gerði Eimskip að greiða málsvamarkostnað Sjómannafélags- ins. Fylgst með íslendingi Stefia hf. hefur í samvinnu við Is- lending ehf„ Eimskip og Landssím- ann komiö upp sjálfvirku eftirliti með ferðum víkingaskipsins Islend- ings. En Eimskip og Stefia hafa um nokkurt skeið unnið saman að vef þar sem hægt er að fylgjast með ferðum skipa Eimskips. Notað er gervihnattakerfið Inmarsat og vef- forritið TracScape sem hannað er af Stefiu. Heimsókn Jóhannes Kr. Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri verkefnisins Pallas- Athena-Thor, hitti í dag Nelson Mandela, forseta Suður-Afríku, í Jó- hannesarborg. Mótmæla hækkunum Verkalýðsfélagið Báran-Þór mót- mælir harðlega hækkunum bif- reiðatrygginga. Ásamt grunnhækk- un bifreiðatrygg- inga er svæði V erkalýðsfélagsins Bárunnar-Þórs sett í hærri áhættuflokk en áður. Ljóst er að hækkun skyldutryggingar bifreiða- eigenda sem verður á félagssvæði Bárunnar-Þórs verður um 67%. Opið í dag I kjölfar ákvörðunar borgarráðs var fyrirhugað að loka Laugavegi neðan Klapparstígs, Skólavörðustíg neðan Bergstaðastrætis, Banka- stræti, Austurstræti og hluta Póst- hússtrætis í dag en vegna rigningar- spár og slæms veðurútlits hafa Þró- unarfélag miðborgarinnar og Laugavegssamtökin ákveðið að fresta lokuninni. Til Kaupþings Ólafur Ásgeirsson, staðgengill framkvæmdastjóra áhættu- og fiár- stýringar íslandsbanka, hefur ákveðið að flytja sig til i starfi og ráðið sig til Kaupþings hf. sem að- stoðarmann forstjóra. - BÓE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.