Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 DV Fréttir ístak hf. hefur unnið stórvirki í Brattahlíð: Dyngja Þjóðhildar til- búin fyrir brúðhjón - nútímatækni fleygt fyrir fornaldarvinnubrögð Saga af umferðarslysi: Hvað sem það kostar! Að kvöldi föstudagsins 30. júní varð harður árekstur tveggja bíla á Hellisheiði við Hveradali. Slysið varð um klukkan 19.15. Um mið- nætti var DV komið út meö mynd á baksíðu af öðrum bílnum sundur- tættum. Skráningamúmerið blasti við og bíllinn því auöþekkjanlegur. Við, foreldrar stúlkunnar sem ók þessum bíl, fréttum af slysinu um klukkan 21.30. Fórum við þá strax á Landspítalann í Fossvogi þar sem hún var til skoðunar og aöhlynning- ar. Um miðnætti fréttum við að DV væri komið út. Helgarblaöið laugar- daginn 1. júlí var „fyst með frétt- ina“. Við áttum enga möguleika á að ná til ættingja og vina á undan blað- inu. Bílinn höfðum við átt í þrettán ár og skráningamúmerið hef ég átt síðan 1969 þegar ég fékk minn fyrsta bíl. Dætur okkar tvær hafa notað bilinn töluvert nú í seinni tíð. Frétt blaðsins getur átt við hvora dætr- anna sem er. Myndin gefur tilefni til að ætla aö um mjög alvarlegt slys hafi veriö að ræða. Slys sem getur haft í för með sér varanleg örkuml og þjáningar. Þaö urðu því margir fyrir miklu áfalli þegar þeir sáu blaðiö. Sem bet- ur fer gátum viö sagt öllum þeim sem höföu samband við okkur að meiðsli stúlkunnar væru mun minni en ætla hefði mátt. Öll að- hlynning á slysstað og meðhöndlun lækna og hjúkrunarfólks á Land- spítalanum í Fossvogi og Landspít- alanum við Hringbraut eftir slysið hefur verið fyrsta flokks. Við viljum þakka öllu því fólki kærlega fyrir þess störf. Framsetning DV á fréttinni ber vott um vítavert viröingarleysi við tilfinningar fólks. Svona myndbirt- ing þjónar engum tilgangi öðrum en að valda nánum ættingjum og vin- um áfalli og skelfingu. Þessi vinnu- brögð eru algerlega ólíðandi og verða að breytast. Bragi Finnbogason Bakkastööum 37 Reykjavík Athugasemd Það er ófrávíkjanleg regla á ritstjóm DV aö taka út bilnúmer í slysamyndum. Sú regla var ekki virt laugardaginn 1. júlí síðastliðinn vegna mistaka. DV harmar að þessi mistök hafi valdiö erfiðleikum og sárindum og biður Braga og fjölskyldu hans innilegrar afsökunar. ritstj. Við langeldinn Sveinn Fjeldsted, staöarstjóri ístaks, er aö vonum ánægöur meö árangurinn. Hér er hann viö hlóöir langeldsins í bæ Eiríks rauöa í Brattahlíö. utan stóð svo alþýðan svo sem verð- ur nú þegar Jonathan Motzfeldt, landstjóri Grænlands, Margrét Þór- hildur Danadrottning og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, munu sitja í öndvegi kirkjunnar. Þegar DV var á ferð í Brattahlíð vakti athygli hversu vel Sveinn staðarstjóri ístaks þekkti söguna frá þeim tíma er Þjóðhildur og Eiríkur rauði vom í Brattahlið. Hann segist einfaldlega hafa kynnt sér allar til- tækar heimildir í því skyni að byggja upp með sem nákvæmustum hætti, farið hafi verið grannt ofan í öll smáatriði í því skyni að ná fram eins nákvæmum byggingum og hægt er. Sveinn segir Eirík rauða og Þjóðhildi svo sannarlega hafa búið rausnarbúi á þessum slóöum. „Hér var mjög margt fólk og sem dæmi má nefna að hingað komu frá Noregi kaupmenn með þrjú skip. Alls voru þama 130 manns á ferð og þeir höfðu vetursetu hjá Þjóðhildi og Eiríki. Þau bjuggu miklu rausn- arbúi enda þarf talsvert til að skaffa öllum þessum mönnum fæði og hús- næði,“ segir Sveinn. Eiríkur rauðl sveltur Sveinn segir alþekkt að á þeirri stór hópur stóð fyrir utan. í þetta litla guðshús komust á þeim tima 30 manns. Við höfum sannreynt að í dag komast í kirkjuna 18 manns og þá er kirkjan troðfull. Fólk hefur verið um 1,2 metrar á hæð eða um 50 sentimetrum lægri en nú gerist,“ segir hann. Sveinn segist vita að bygginga- nefndin hafi fullan hug á því að hús- in í Brattahlíð verði lifandi í fram- tíðinni. „Gangi þau áform eftir munu húsin standa opin fyrir skfrnir, gift- ingar og aðrar kirkjulegar athafhir. Kjörið er fyrir brúðhjón að ganga í hjónaband í kirkjunni. Brúökaups- veislan gæti farið fram við langeld í skálanum i bæ Eiríks. Síöan gætu brúðhjónin eytt brúðkaupsnóttinni í dyngju Þjóðhildar. Það er um að gera að nota húsakostinn með lif- andi hætti,“ segir Sveinn og bætir því við aö ístaksmenn verði varir við þakklæti Grænlendinga vegna starfsins í Brattahlíð. „Þetta hefur verið ákaflega skemmtilegt verk og við skynjum að fólk er mjög þakklátt. Ég finn að Þjóðhildur hefur verið með okkur allan tímann," segir Sveinn. -rt DV, BRATTAHLÍD: ~ „Við erum að sjálfsögðu mjög stoltir af vinnu okkar hér. Við höfum byggt ná- kvæma eftirlíkingu af bæ Ei- ríks rauða og kirkju Þjóð- hildar konu hans. Þessi litla kirkja hefur vakiö gífurlega athygli þeirra sem hingaö hafa komiö. Til grundvallar eru bestu fáanlegar heimildir og verkþekking," segir Sveinn Fjeldsted, staðarstjóri ístaks hf. í Brattahlíð á Grænlandi, um nákvæmar eftirlíkingar sem byggðar hafa verið af bæ Eiríks rauða og kirkju Þjóðhildar konu hans. Brattahlíð stendur við Eiríksfjörð gegnt flugvellin- um í Narsarsuaq. Mannvirk- in standa stutt frá rústunum af bæ Eiríks rauða og hefur ístak unnið að uppbygging- unni síðan í fyrra. Svæðið þar sem norrænir menn settust að á sínum tíma er þekkt sem Eystribyggð og var búið þar viö velmegun þar til kóln- andi veðurfar varð til þess að sam- félagið þurrkaðist út í lok 15. aldar. Ýmsar kenningar eru uppi um það hvers vegna norrænir menn hurfu frá Eystribyggð, en flestir eru á þeirri skoðun að þar hafi einfald- lega ráðið úrslitum erfið lífsskilyrði með kólnandi veðurfari og að fólkið hafi snúið til íslands og Noregs. tíð sem Þjóðhildur reisti kirkju sína hafi bóndi henn- ar verið blendinn í trúnni. „Þjóðhildur hleypti ekki Eiríki inn í dyngju sína fyrr en hann var búinn að byggja kirkjuna. Hann var blendinn í trúnni og ekki kristinn," segir Sveinn og lýsir þvi að eftir að kirkjan reis hcifi ver- ið mikið um messuhald. „Prestur og biskup messuðu til skiptis og það var komið stíft frá Görðum. Sagan segir að á tyllidögum hafi verið messað tvisvar á dag. Þjóðhildur gekk mjög stíft fram í því að kristna þessa þjóð enda kom sonur hennar, Leifur Eiríksson, hingað gagngert til þess. Bænahald gekk þannig fyrir sig að Þjóðhildur hefur verið hér inni ásamt sínu nánasta. Það vildu margir þóknast Þjóðhildi og þess vegna var yfirleitt margt viö messu og Nákvæm eftirlíking Við uppbygginguna í Brattahlíð, þar sem Eiríkur rauöi og Þjóðhildur bjuggu frá 982, hefur verið farið ná- kvæmlega eftir frumgerð húsanna með söguna og rústir hinna fomu mannvirkja að leiðarljósi. Hleðslu- menn frá íslandi hafa séð um torf- hleðsluna og smiðir hafa þurft að til- einka sér allt önnur vinnubrögð þar sem í húsunum er enginn nagli frek- ar en á þeim tíma er Eiríkur rauði liföi og starfaði í Brattahlíð. „Þetta er allt sett saman með tré- nöglum og fellt saman eins og gerð- ist á þeim tíma. Hjarir em úr hrein- dýrahomum. Það kom hvergi að Helgidómurinn Sveinn í kirkju Þjóðhildar sem verður vígö á næstunni. þessu hefill eða önnur nýtískuverk- færi og það voru smiðuð sérstök verkfæri í þetta. Við eram með grænlenskt torf í öllu að undanskild- um þökunum þar sem við þurftum að skipta um torf og fá íslenskt í staðinn. Ástæðan er sú að græn- lenska torfið er ekki nógu gott til að standast þann mikla þurrk sem hér er. Hleðslan er ýmist klambra eða strengur," segir Sveinn. Verkiö er nú á lokastigi enda ekki seinna vænna þar sem vígja á mannvirkin með pompi og pragt um miðjan júlí á landafundahátíð á Suður-Grænlandi. Örsmá kirkja Þá verður messaö í kirkju Þjóö- hildar þar sem þjóðhöföingjar ís- lands, Grænlands og Danmerkur munu sitja fremst í kirkjunni ásamt biskupnum á Grænlandi. Sveinn segir að sætaskipan í kirkjunni, sem er örsmá á nútímamælikvarða, sé með sama hætti og var til foma. Þjóðhildur sat þá fremst ásamt sín- um nánustu og skipað var í kirkj- una eftir mannvirðingum. Fyrir Sandkorn ÉÍ,.Umsjón: Gylfi Krístjánsson netfang: sandkom@ff.is mótmælir Það þarf í sjálfu sér ekki að vekja neina athygli að Flóabandalagið skuli hafa mótmælt harðlega og lýst yfir megnustu van- þóknun á hækkun bifreiðatrygginga og vísa á Sigurð Bessason, formann Eflingar, sem talsmann sinn. Verðbólgan er á uppleið og Flóamenn segja að kjarasamningum verði sagt upp ef ekki nást tök á þeim gamla draug. Hitt vekur athygli að Flóabandalag- ið skuli enn koma fram sem deild innan Verkamannasambandsins því þar á bæ hafa menn að undan- fömu verið að tala um að slíðra sverð og hnífa og fara að vinna saman eins og menn. Smákónga- baráttan innan VMSÍ kann þó að vera komin í það far að upp úr því verði ekki komist og menn eigist við úr skotgröfunum í framtíðinni sem hingað tfl. Nóg að gera Guðni Ágústs-1 son landbúnaðar- ráðherra stendur í ströngu þessa dag- ana og lætur verk- in tala. Þannig hef- ur hann verið að bauka við það að gefa flokksfélögum sínum og öðmm tæplega 100 milljónir króna fyrir að hætta að framleiða grasköggla, en ein af þremur graskögglaverksmiðj- um landsins sem fengið hafa fjár- fúlgur fyrir að hætta starfsemi er i Skagafirði og í eigu flokksfélaga Guðna í kaupfélaginu þar. Eflaust velta einhverjir fyrir sér sem eru í erfiðum rekstri hvort þeir gætu átt sams konar aðgang að opinberum sjóðum, og það gæti eflaust verið, a.m.k. ef menn geta flaggað skírteini Framsóknarflokksins. Það stendur sem fyrr að þeir hugsa um sína, framsóknarmenirnir. í hnakknum góða Annars vakti Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra mjög mikla athygli við setningu Landsmóts hesta- manna þar sem far- ið var m.a. í mikla hópreið umhverfis Rauðavatn. Guðni var þar innan um sína lika, í hópi mikilmenna í fararbroddi, en þótti samt sem áður stela senunni að vissu leyti. Hann mætti nefnilega með hlýraroðshncikkinn góða sem Skagfirðingar gáfu honum á dögun- um, en hnakkur sá mun vera sá eini sinnar tegundar „hér á landi á“ eins og skáldiö fyrir norðan orð- aði það og þótt víðar væri leitað. Bíða menn þess nú spenntir að ráð- herrann fari að ríða um viö opin- berar heimsóknir erlendinga hing- að til lands. Bestir eða...? Það vakti tals- verða athygli I þegar íslenska skútan Besta I kom langíyrst í I mark í alþjóð-1 legri siglinga-1 keppni milli meg- inlands Evrópu og íslands, en það var fyrri hluti keppninnar. Skip- verjar á Bestu voru kampakátir og í sigurvímu en þreyttir. Þeir hafa reyndar e.t.v. veriö svo þreyttir að þeir vissu ekki að keppnin er með forgjöf og þótt þeir kæmu fyrstir í mark eftir fyrri hlutann vom þeir í neðsta sæti keppninnar en ekki í því efsta og eru reyndar tveimur dögum á eftir fomstuskipinu. Minnir þetta nokkuð á KR-inga sem halda að þeir séu rosalega góð- ir í fótbolta en er svo kippt reglu- lega niöur á jörðina og minntir á að meðalmennskan ræður ríkjum hjá þeim eins og hjá öðmm ís- lenskum knattspymuliðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.