Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Blaðsíða 54
62 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 DV Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Stórafmæli 1 1 Fimmtugur 85 ára_________________ Kristín Gestsdóttir, Rókagötu 4, Reykjavík. Einar Þór Einarsson 80 ára_____________________________ Geirþrúður F. Júlíusdóttir, Háukinn 7, Hafnarfirði. Guörún Guðmundsdðttir, Kleppsvegi 74, Reykjavík. 70 ára_____________________________ Björk Dagnýsdóttir, Hólastekk 4, Reykjavík. Erla Guðmundsdóttir, Framnesvegi 15, Keflavík. Guöbjartur Kristj. Guðbjartsson, Miðtúni 29, ísafirði. Jóhannes Hermann Ögmundsson, Hrauntungu 55, Kópavogi. Sverrir Haraldsson, Selbrekku 6, Kópavogi. 60 ára_____________________________ Aldís Benediktsdóttir, Raufarseli 11, Reykjavík. Ágústa Ingólfsdóttir, Viðjugerði 12, Reykjavlk. Bára Sigfúsdóttir, Austurvegi 10, Þórshöfn. Bára Sólveig Ragnarsdóttir, Vesturbergi 132, Reykjavík. Guðfinna Svavarsdóttir, Hlíöarvegi 23, Ólafsfirði. Sigríöur Valdís Sigvaldadóttir, Háholti 24, Keflavík. 50 ára_____________________________ Dagfríður Jónsdóttir, Orrahólum 3, Reykjavík. Guðríður Tómasdóttir, Litlabæjarvör 4, Bessastaðahreppi. Herdís S. Eyþórsdóttir, Lundarbrekku 2, Kópavogi. Jóhannes Örn Oliversson, Arnarhrauni 44, Hafnarfirði. Margrét Árnadóttir, Sóleyjarhlíð 1, Hafnarfirði. Matthías Gunnarsson, Eskihlíð 8, Reykjavík. Ólöf Konráðsdóttir, Drekahllð 5, Sauðárkróki. Ragnar Örn Halldórsson, Dvergabakka 8, Reykjavlk. Sigrún Reimarsdóttir, Smáratúni 18, Keflavík. Steinar Viggósson, Köldukinn 15, Hafnarfirði. 40 ára_____________________________ Elzbieta Kowalska, Strandgötu 14, Sandgeröi. Guðrún Soffía Þorleifsdóttir, Fjarðarvegi 25, Þórshöfn. Gunnar Ásgeir Karlsson, Árbliki 1, Neskaupsstað. Sigurborg K. Ásgeirsdóttir, Hásteinsvegi 23, Stokkseyri. Smáauglýsingar f»I*Í Þjónustu- auglýslngar ►I550 5000 loftskeytamaður og fyrrv. skrifstofustjóri Einar Þ. Einarsson, fyrrv. loft- skeytamaður og skrifstofustjóri, Flyðrugranda 12, Reykjavík, verður sjötíu og flmm ára á mánudaginn. Starfsferill Einar fæddist í Chicago í Banda- rikjunum en fluttist til íslands á öðru ári og ólst upp í Reykjavík hjá ömmu sinni, Þuríði Hannesdóttur, og fóstra, Haraldi Magnússyni, fyrrv. kaupmanni frá Gunnólfsvík, síðari manni Þuríðar. Einar gekk í Austurbæjarskólann og fór síðan norður á Langanes til frænda síns, Þórðar Oddgeirssonar, prests á Sauðanesi, sem undirbjó hann undir menntaskólanám. Hann stundaði nám við MA og við Loftskeytaskóla íslands, lauk loft- skeytaprófi 1946 og stúdentsprófi frá MA 1950, stundaði nám við Leiklist- arskóla Lárusar Pálssonar 1949-50 og nám í viðskiptafræði við HÍ frá 1950. Þá stundaði hann nám í drátt- list við bréfaskóla North Light Art School í Bandaríkjunum. Einar var loftskeytamaður til sjós frá 1946, lengst af á togaranum For- seta RE 10, lék nokkur ár á sviði hjá Leikfélagi Reykjavíkur á vetrum en með leikflokkum Gunnars R. Han- sens og Gísla Halldórssonar á sumrin, vann við erlendar bréfa- skriftir og bókhald fyrir nokkur fyr- irtæki í Reykjavík með háskóla- námi og stundaði afleys-ingar sem loftskeytamaður á togurum. Að námi loknu varð Einar skrif- stofustjóri Skipa- og vélaeftirlitsins og síðar Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar en rak síðan eigin bókhalds- stofu uns hann tók við skrifstofu- haldinu hjá Kjötbúðinni Borg, sem hann sá um næstu tíu árin. Að lokinni sautján ára landvist réði Einar sig sem loftskeytamann á norskt flutningaskip, m.s. Fanafjell frá Björgvins sem var í Asíuferðum og sigldi til Tsingtaó í Norður-Kína. Hann var síðan loftskeytamaður hjá Eimskipafélagi íslands, lengst af á m.s. Bakkafossi í Ameríkusigling- um og síðan á togurum. Hann stundaði jafnframt útgerð á eigin trillu, Hreggviði, með sonum sínum Sextugur Magnús Þórðarson byggingameistari og matsmaður Magnús Þórðarson byggingameistari og matsmaður, Furugerði 13, Reykjavík, er sextugur í dag. Starfsferill Magnús fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Bústaðahverflnu. Hann var í Miðbæjarskólanum i Reykjavík, í Gagnfræðaskóla Aust- urbæjar, stundaði síðan nám við Iðnskólann i Reykjavik, lærði húsa- smíði og lauk sveinsprófi 1963, lauk námi við Meistaraskólann 1971 og stundaði síðar nám við Endur- menntunardeild HÍ og sótti nám- skeið fyrir matsmenn. Að loknu sveinsprófl flutti Magn- ús til Kalifomíu í Bandaríkjunum þar sem hann var búsettur og starf- aði til 1966. Magnús hefur alla tíð unnið við smíðar, rekið verkstæði og unnið við breytingar og viðhald. Hin síðari ár hefur Magnús starf- að sjálfstætt sem matsmaður. Fjölskylda Magnús kvæntist 7.7. 1970 Elín- borgu Ingólfsdóttur, f. 19.11. 1942, hjúkrunarfræðingi. Hún er dóttir Ingólfs Sigurðsonar, skipstjóra á Akureyri, og Þorgerðar Magnús- dóttur húsmóður. Börn Magnúsar og Elínborgar era Þórður Magnússon, f. 1.12. 1970, vélaverkfræðingur, i sambúð með Magdalenu B. Einarsdóttir; Elísa Magnúsdóttir, f. 24.10. 1973, skrif- stofumaður, í sambúð með Ásgeiri B. Sævarssyni rafvirkja og er dótt- ir þeirra Hulda Maria f. 4.1. 2000. Systkini Magnúsar: Reynir Þórð- arson, f. 31.10.1929, smiður í Garða- bæ; Halldór Þórðarson, f 6.12. 1931, d. 26.1. 1998, bifreiða- stjóri; Þórir Þórðarson, f. 26.8. 1933, bifreiðastjóri Reykjavík; Kristjóna Þórðardóttir, f. 24.10. 1938, húsfreyja að Laxa- mýri í Suður-Þingeyjar- sýslu. Foreldrar Magnúsar voru Þórður Jóhannes- son, f. 6.7. 1904, d. 7.3. 1959, jámsmiður, og Sveinbjörg HEilldórsdóttir, f. 10.11. 1901, d. 25.2. 1992, húsfreyja. Ætt Þórður var sonur Jóhannesar, b. á Egilsstöðum, austurbæ í Villinga- holti, Þórðarsonar, b. á Egilsstöð- um, Guðnasonar, b. í Syðri-Gröf, Jónssonar. Móðir Þórðar var Ólöf Þórðardóttir. Móðir Jóhannesar var Sesselja Magnúsdóttir, b. á Egils- stöðum, Bjarnasonar. Móðir Þórðar járnsmiðs var Kristgerður Jónsdóttir, b. í Vetleifs- holti, Péturssonar. Móðir Kristgerð- ar var Guðrún Filippusdóttir. Sveinbjörg var systir Ingibjargar, móður Aðalsteins, fóður Þorbergs, fyrrv. landsliðsþjálfara í handbolta. Sveinbjörg var dóttir Halldórs, b. í Sauðholti í Holtum, Halldórssonar, b. í Sauðholti, Tómassonar, b. í Sauðholti, Jónssonar. Móðir Hall- dórs eldra var Guðrún Gunnarsdótt- ir, hreppstjóra í Hvammi á Landi, Einarssonar, og Kristínar Jónsdótt- ur, yngra, Bjarnasonar, ættföður Víkingslækjarættar, Halldórssonar. Móðir Sveinbjargar var Þórdís Jósefsdóttir, b. á Ásmundarstöðum í Holtum, ísleifssonar, bróður Ing- veldar, langalangömmu Ingvars Vil- hjálmssonar útgerðarmanns. Magnús og Elínborg eru í París í Frakklandi. Andlát Arinu eldri Ögmundur Jónsson járnsmíðameistari, Eiðismýri 30, lést miðvikudaginn 5.7. Jarðarförin verður auglýst slöar. Anna Guðvaröardóttir Carswell lést á The Royal Marsden hospital I London. Unnur Einarsdóttir, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði, lést á heimili sínu miðvikudaginn 5.7. Guörún Kristín Hjartardóttir frá Hlíðarenda, Bárðardal, andaðist á dvalarheimilinu Hllð, Akureyri, miðvikudaginn 5.6. -------7----------------- IJrval - gott í hægindastólinn Ragnar Arnalds er 62 ára í dag. Ragnar var formað- ur Alþýðubandalagsins 1968-77, menntamálaráð- herra 1978-79 og fjár- málaráðherra 1980-83. Þá var hann alþingismaöur frá 1963 og þar til I síöustu kosningum er hann gaf ekki lengur kost á sér. Ragnar er því fyrrverandi eitt og annað þó auðvitað megi allt eins titla hann rit- höfund þvl hann hefur samið a.m.k. tvö prýðileg leikrit, Uppreisn á isafiröi, sýnt I Þjóöleikhúsinu 1986, og Sveitasinfóníu, sýnt hjá LR 1988. Þá samdi hann kvik- myndahandritið Hundadagakonungur. Hér verður þó enginn dómur felldur um það I hvoru hlutverkinu honum tókst betur upp, sem stjórnmálamaöur er leik- ritahöfundur. En hann er besta sál. Engilbert Sigurðsson geð- læknir er 36 ára í dag. Engilbert lauk stúdents- prófi frá MR eftir að hafa verið þar Inspector Scholae. Hann lauk emb- ættisprófi I læknisfræði við HÍ og framhaldsnámi I geðlækning- um við háskóla I Bretlandi. Hann er nú sérfræðingurviö geödeild Landspítalans I Fossvogi og stundar erfðarannsóknir á geðsjúkdómum á geðdeild Landspítal- ans. Úlfur Helgi Hróbjartsson er 35 ára í dag. Úlli var svolítið fýrirferðarmikill og bóhemískur I denn en hefur stillst með árunum. Hann er sonur arkitektsins fræga, Hróbjarts Hróbjartssonar. Úlli lærði kvikmyndagerð, geröi m.a. myndina Nei er ekkert svar og hefur tveim, lengst af meö alnafna sín- um. Hann starfaði hjá Rlkisbók- haldinu um skeið og var siðan skrif- stofustjóri hjá Skógrækt ríkisins uns Aðalskrifstofa Skógræktarinnar var flutt austur á Hérað en síðustu starfsár sín vann Einar hjá Skatt- stofu Reykjavíkur. Fjölskylda Einar kvæntist 15.11. 1952 Ing- veldi Lárusdóttur Hjaltested, f. 22.5. 1934, söngkonu, frá Vatnsenda. Hún er dóttir Lárusar Hjaltested, óðals- bónda að Vatnsenda við Elliðavatn, og k.h., Sigríðar Jónsdóttur Hjalte- sted. Börn Ingveldar og Einars eru Þorgrímur Jón, f. 12.1. 1953, kerfls- fræðingur í Reykiavík; Einar Þór, f. 4.11.1954, eigandi og framkvæmdar- stjóri Sandtaks í Hafnarfirði; Lárus, f. 20.12. 1956, verktaki og hönnuður; Þuríður, f. 14.10.1958, íþróttaþjálfari hjá Sundfélagi Hafnarljarðar og eig- andi fyrirtækisins Rekka í Hafn- arfirði. Barnaböm Einars og Ingveldar eru nú ellefu talsins. Hálfsystkini Einars, samfeðra, eru Þorgrímur offsetprentari; Anna Sigríður tónlistarkennari; Jóhanna, nú látin, húsmóðir; Edda, búsett í Bandaríkjunum. Hálfbróðir Einars, sammæðra, er Rafnar Karl Karlsson offsetprentari. Foreldrar Einars voru Einar Þorgrímsson, f. 15.6. 1896, d. 24.4. 1950, forstjóri í Reykjavík og k.h., Jóhanna Þuriður Oddsdóttir, f. 21.7. 1895, d. 2.5. 1972, húsmóðir. Einar verður að heiman á afmæl- isdaginn. Flmmtugur • • Orn Gunnarsson grunnskólakennari í Hafnarfiröi Örn Gunnarsson grunnskólakennari, Breiðvangi 73, Hafnar- firði, varð fimmtugur í gær. Starfsferill Örn fæddist í Reykja- vík en ólst upp i Hafnar- firði. Hann lauk kennara- prófi frá KÍ 1971, stúd- entsprófi frá sama skóla 1972 og hefur auk þess stundað margs konar endurmenntun. Öm hefur verið grunnskólakenn- ari frá 1972, aðallega við Lækjar- skóla í Hafnarfirði þar sem hann hefur kennt eðlisfræði og íslensku. Öm sat í stjóm Kennarafélags Reykjaness 1980-86, var formaður félagsins 1984-86, sat í fulltrúaráði Kennarasambands Islands og var trúnaðarmaður þess 1986-98. Örn er félagi í Lionsklúbbnum Ásbimi frá 1983, hefur gegnt ýms- um störfum innan klúbbsins, m.a. verið ritari 1990-91 og formaður 1994-95. Þá hefur hann verið fjöl- umdæmisritari Lionshreyfmgarinn- ar 1996-97 og 1998-99, umdæmisrit- ari í A-umdæmi 1997-98, varaum- dæmisstjóri í A-umdæmi 1999-2000 og umdæmisstjóri í A-umdæmi 2000-2001. Fjölskylda Örn kvæntist 17.6. 1972 Jóhönnu Valdemarsdóttur, f. 8.10. 1947, sér- kennara. Hún er dóttir Valdemars Núma Guðmundssonar, f. 17.6. 1926, d. 14.3.1972, bifreiðarstjóra í Reykja- vík og á Skagaströnd, og Unnar Ingvarsdóttir, f. 18.1. 1921, d. 18.6. 1977. Börn Arnar og Jóhönnu eru Númi Arnarson, f. 24.5.1972, grunn- skólakennari, og er sonur hans Al- starfað við fjölda annarra kvikmynda. Hann hefur veriö verkefnastjóri hjá Oz, er kvæntur Sjöfn Evertsdóttur leikkonu en þau búa að sjálfsögu við Sjafnargötu I Reykjavík. Bryndís Schram yngist meö hveq'u árinu þó að á morgun veröi 62 ár frá því hún kom í heiminn. Hún hefur tekið sér margt lýrir hendur um ævina, ver- ið fegurðardrotting, listdansari, leik- kona, dagskrárgeröamaður, kennari, skólameistari, ritstjóri og framkvæmda- stjóri, auk þess aö hafa veriö eiginkona Jóns Baldvins I öil þessí ár, og þar með alþingismannsfrú, ráðherrafrú og nú sendiherrafrú. Geri aðrir betur! exander Örn Númason, f. 20.11. 1993; Helga Björg Amardóttir, f. 21.1. 1977, tónlistarkennari og ein- leikari, en sambýlismað- ur hennar er Andrés Björnsson, iðnrekstar- fræðingur. Bróðir Amar var Pétur Sveinn Gunnarsson, f. 22.1. 1954, d. 29.12. 1968. Foreldrar Arnar eru Gunnar Pétursson, f. 17.6. 1927, off- setprentari, og Guðbjörg Helga Guð- brandsdóttir, f. 20.1.1932, skrifstofu- maður sem lengst af hafa búið í Hafnarfirði. Ætt Gunnar er sonur Péturs Jakobs, verslunarmanns í Hafnarfirði, Guð- mundssonar netagerðarmanns Ólafssonar. Móðir Péturs Jakobs var Katrín, dóttir Péturs Jakobs Petersen, bókhaldara í Keflavík, Jó- hannssonar gullsmiðs Péturssonar. Móðir Péturs Jakobs Petersen var Jóhanna, systir Sigríðar, ömmu Að- albjargar Sigurðardóttur, móður Jónasar Haralz, fyrrv. bankastjóra. Sigríður var einnig amma Jakobs fræðslustjóra og Hallgríms, for- stjóra SÍS, Sigurðssona. Jóhanna var dóttir Jakobs, b. á Kaupangi í Eyjafirði, Þorvaldssonar. Móðir Katrínar var Katín Illugadóttir, sjó- manns í Reykjavík, Einarssonar. Guðbjörg er dóttir Guðbrands, múrara i Reykjavík Guðjónssonar, b. og sjómanns á Neistastöðum í Landsveit Guðbrandssonar. Móðir Guðbrands var Helga Jónsdóttir. Móðir Guðbjargar var Jóhanna Gísladóttir, b. á Felli og Tjömum í Sléttuhlíð Kristinssonar, og Ástu Jóhannesdóttur. Afmælisbamið verður erlendis á Jarðarfarir Sólveig Ólafsdóttir frá Þinghóli, Vest- mannaeyjum, síðast til heimilis á Dval- arheimilinu Hraunbúðum, sem lést þriðjudaginn 27.6., verðurjarðsungin frá Landakirkju I Vestmannaeyjum laugar- daginn 8.7. kl. 10.30. Júlíana Gísladóttir, Bogahllö 9, Reykja- vlk, lést föstudaginn 30.6. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 10.7. kl. 13.30. Jóhannes Helgi Jensson, Sólvallagötu 66, Reykjavík, lést sunnudaginn 2.7. Út- förin fer fram frá Grafarvogskirkju mánu- daginn 10.7. kl. 13.30. Valdimar Árnason Bjarkalandi, Vestur- Eyjafjallahreppi, verður jarðsunginn frá Stóra-Dalskirkju laugard. 8.7. kl. 14.00. Unnur Jónsdóttir, Höfðabrekku 10, Húsavík verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju mánud. 10.7. kl. 14.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.