Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000 57 DV Tilvera Lífgað upp á tilveruna - með fullkomlega misheppnuðu matarboði Það er Sigrlður Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Hollvinasam- taka Háskóla íslands, sem er mat- gæðingur vikunnar að þessu sinni. „Það var afar athyglisvert að prófessor Guðni Jóhannesson skyldi skora á mig sem matgæð- ing vikunnar því sjaldan hefur mér fundizt tilveran eins svört og þegar ég bauö þeim hjónum, hon- um og Bryndísi, í mat, sem var fullkomlega misheppnaður. Þetta var nokkrum dögum eftir að Olof Palme var myrtur og ég ætlaði að lífga upp á tilveruna með róstbifi og fór í tiltekna kjötbúð sem sér- hæfði sig í nautakjöti. Kjötið var sagt gæðavara mikil, en var í neti. Ég kaupi aldrei aftur kjöt í neti. Skemmst er frá þvl að segja að þegar kjötmælirinn sagði mátu- legt var kjötið borið fram og viti menn - það var hrátt. Hvað hafði gerzt? Jú, kjötbitarn- ir, sem var raðað saman í netið eins og púsluspili, höfðu fariö að synda á tvist og hast í vökvanum sem myndaðist á milli þeirra, mælirinn lent einhvers staðar í blóði og orðið snarruglaður. Karl- peningurinn var svangur og til I að ráðast á „steikina" en henni var stungið inn í ofn aftur. Lík- lega hefur Guðni verið búinn að gleyma þessu en ekki ég. Svona er nú húsmóðuræran við- kvæm,“ sagði Sigríður er hún rifj- ar upp þennan kvöldverð með pró- fessor Guðna og frú. „Þótt skömm sé frá að segja elda ég orðið afar sjaldan og alls ekki oftar en einu sinni í viku þegar ég fæ fjölskylduna í mat, og því e.t.v. farin að ryðga nokkuð í fræðun- um þótt ég hafi afskaplega gaman af matseld. Þar sem ég bý ein verður að haga bæði húsakynnum og matreiðslu þannig að maður geti verið að tala við gestina um leið og lögð er síðasta hönd á bragðlaukaveizluna. Þvi er ég gjarnan með rétti sem hægt er að ganga frá að mestu leyti fyrir fram , þótt ég fylgi því ekkij til hlítar hér hvað, forréttinn varðar,“/ sagði Sigríður og/ bætti svo við: „Ég elda nánast * aldrei eftir uppskrift, les þær og horfi á þær og geri svo eitthvað, og því verður að taka magnið með varúð.“ Lárperumús Þrjár sæmilega þroskaðar lárperur (avókadó) Ein dós af sýrðum rjóma, má vera magur eða jafnvel jógúrt án bragðefna Einn sæmilegur geiri af gráð- osti Lítil dós af kavíar Nokkrar rækjur Dillkvistur Sítrónudropar Kljúfið lárperumar eftir endi- löngu og fjarlægið steininn. Skaf- ið varlega innan úr hýðinu með skeið. Skellið „kjötinu" í mat- vinnsluvél þar sem gráðosturinn bíður marinn og setjið svolítinn sítrónusafa með til að maukið verði ekki strax dökkt. Setjið einnig sítrónusafa í hýðið i sama tilgangi. í maukið er síðan bætt sýrðum'rjóma og keyrt þangað til allt er slétt, mjúkt og fallegt. Maukið er sett í hýðisbátana og skreytt með nokkrum rækjum, kavíar og dillkvisti. Ég set bátana í sérstaka lárperudiska en auðvit- að má nota hvaða diska sem er. Borið fram með ristuðu brauði og smjöri ef vill. „Einn vinur minn, sem ég ætla ekki að nafngreina hér af tillits- semi við hann, sagði „þetta er eitthvað svona grænmeti sem er búið að gera eitthvað við og troða svo aftur í hýðið“ og það má til sanns vegar færa en rétturinn er afar ljúffeng og góð undirstaða undir notalega stund við matar- borðið. Þá er það salatið sem er alveg unaðslegt, ekki sízt með sumar- mat. Þetta er í eina skiptið á æv- inni sem ég hef rokiö til og náð í blað og blýant vegna uppskriftar í útvarpinu. Ég lá í leti á Gotlandi sumarið 1986 og hlustaði á þátt sem hét sumaruppskriftin mín og salatið „hljómaði" sem sagt svona vel,“ sagði Sigriður. 4-5 knippi af steinselju 2 sítrónur 1-2 rauðlaukar 1-2 glös af kaper(s) Klippið steinseljublöðin af stilkunum og setjið í sal- 'atskál, pressið sítrónurnar og hellið safanum yfir græn- fóðrið. Saxiö rauðlaukinn mjög smátt og bætið í. Hellið vökvanum af kapernum og bætið honum blönduna. út í % „Þaö var afar athyglisvert aö prófessor Guöni Jóhannesson skyldi skora á mig sem matgæöing vikunnar því sjaldan hefur mér fundizt tilveran eins svört og þegar ég bauö þeim hjónum, honum og Bryndísi, í mat, sem var fullkomlega misheppnaður," sagöi Sigríöur Stefánsdóttir, matgæöingur vikunnar. „Þetta salat má gjarnan standa í nokkra klukkutíma gagnstætt öðrum slíkum og það hæfir vel bæði léttum og þyngri réttum. Ég hef gjarnan notað það með kjúklingi, m.a.s. svona tilbúnum grilluðum þegar letin er að yfir- buga mann. Hér ætla ég hins veg- ar að gefa uppskrift að rétti sem ég hef gert bæði úr kjúklingahlut- um og svínakótelettum. Ef ég man rétt bragðaði ég fyrst blönduna ananas og sveppi árið 1974 hjá vinkonu minni, sem þá var að leika héraðslækni í Búðardal." 6 svínakótelettur brauðrasp salt og pipar 1/2 dós sveppir 1/2 dós ananaskurl óreganó, sem heitir víst berg- mynta á íslensku rjómi Veltið kótelettunum upp úr raspi og steikið í olíu á pönnu og kryddið með salti og pipar. Raðið síðan í stórt eldfast mót. Hellið vökvanum af sveppunum og setjið yfir, sömuleiðis anananaskurlið með vökva þó. Stráið ríflega af óreganó yfir og hitið við 170 gráö- ur í ofni í 20-30 mínútur, en bæt- ið rjómanum, feitum eða mögrum eftir smekk, i eftir u.þ.b. 10 mín- útur. Þetta er svona „djúsí“ réttur og þarfnast í raun hara soðinna jarðepla með. Svona fyrir útlitið má líka hafa ananashringi ofan á. „Með þessum réttum myndi ég drekka gott hvítvín, t.d. frá vini mínum Lindemann sem kemur mér í gott skap af því hann minn- ir mig á Hans Alfredsson og Tage Danielsson. Ég er ekki í ábætisdeildinni, get teygt mig í frosna kanelsnúða frá Findus þegar mikið liggur við, og læt því staðar numið. Ég skora á vinkonu mína Birnu Þórðardóttur, ritstjórnarfulltrúa Læknablaðsins, að vera matgæð- ingur næstu viku. Bima er af- bragðskokkur og í eldhúsinu hennar skapast einstakt andrúms- loft þegar suðrænn ilmur fer að leika um vitin,“ sagði Sigríður að lokum. Nykaup Þarsem ferskleikinn býr Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. Grillaðar perur Fljótlegur og mjög góður með vanilluís. Fyrir fjóra 4 stk. perur 2 msk. sítrónusafí 1 tsk. púðursykur 2 tsk. hunang 1/2 tsk. kanill Blandið vel saman sítrónusafa, púðursykri, hunangi og kanil. Af- hýðið perumar, skerið í tvennt, hreinsið kjarnann úr og penslið vel með leginum. Setjið perurnar á meðalheitt grillið og steikið í 4-8 mínútur. Ef perumar eru mjög þroskaðar steikið þær þá í skemmri tíma. Meðlæti Vanilluís ásamt öðrum ferskum ávöxtum. Sá brosir best sem eignast Olympus APS myndavél Olympus myndavélar eru þekktar um allan heim. Fyrirtækið hefur alltaf lagt mikið upp úr tækniþekkingu og nákvæmni í framleiðslu á linsum og hátæknibúnaði sem skilar sér í frábærum vörum sem eru handhægar og auðveldar í notkun fyrir hvern sem er. OLYMPUS APS I zoom 75 OLYMPUS APS Newpix xb .900 Alsjálfvirk • Linsa 28-60mm • Möguleiki á þremur myndstærðum • 6 stillingar á flassi • Landslagsstilling Dagsetning • Hægt að nota fjarstýringu Þægileg fyrir þá sem nota gleraugu Taska og filma fylgir OLYMPUS APS I zoom 60 stgr. í» •5.<900..gr Alsjálfvirk • Linsa 24mm Möguleiki á þremur myndstærðum 4 stillingar á flassi • Taska og filma fylgir OLYMPUS APS Newpix 600 Alsjálfvirk • Linsa 28-75mm Möguleiki á þremur myndstærðum 6 stillingar á flassi • Dagsetning Hægt að nota fjarstýringu Þægileg fyrir þá sem nota gleraugu verð 19-90C 'Stgr. Alsjálfvirk • Linsa 30-60mm Möguleiki á þremur myndstærðum 6 stillingar á flassi • Landslagsstilling Dagsetning • Taska og filma fylgir stgr. FRIHOFNIN EIFSSTOD KEFLAVIKURFLUGVELLI Sími 530 2800 www.ormsson.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.