Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Blaðsíða 51
59 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 IDV Helgarblað Crichton-hjonin - eiga kynbótahryssu á LM 2000 Hryssu Gola frá Höföabrekku sem er með fyrstu verðlaun í flokki 7 vetra hryssna og eldri er í eigu Anne Marie Martin en hún er eiginkona hins þekkta banda- ríska metsölurithöfundar Michaels Crichton, sem m.a. hefur skrifað ekki minni verk en Ju- rassic Park og Rising Sun, auk þess að vera heilinn á bak við hina geysivinsælu þætti ER. Þau hjón hafa átt íslenska hesta í nokkur ár en þau búa rétt við Santa Barbara í Kalifomiu. Anne Marie hefur verið á LM 2000 og hriflst af þeim fjölda gæðinga sem mótið býður upp á enda um ein- staklega glæsilegan hóp að ræða. Hryssan Gola er með góða hæfi- leikaeinkun upp á 8,69 en slakan byggingardóm sem gefur aðeins 7,59 í einkunn. í aðaleinkunn fær {issi hæfúeikahryssa 8,25. Gola er undan Tvisti frá Krítar- hóli og Jámgerði frá Vík. Jóhann- es Kristjánsson á Höfðabrekku, ferða- og hrossabóndi, er fyrsti eigandi að Golu og hún fædd hon- um. -HÓ Mikill áhugi á litunum íslenski stofninn sá litríkasti Efst til hægri: Páll Ims- land, hinn mikli áhuga- maöur um litaafbrigöi íslenska hestsins og hvatamaöur aö sýning- unni á LM2000. Neöar til hægri: Slettu- skjótta folaldiö kæröi sig kollótt um manna- feröir og fékk sér væn- an sopa. Til vinstri: Mjög sér- stakt litafbrigöi. Folald- iö er glámblesótt, meö hring í auga. Eins og annaö ungviöi er þaö forvitið og kannar gaumgæfilega manninn með kassann. DV-myndir HÓ Sýning á litaafbrigðum íslenska hestsins hefur vakiö mikla athygli á LM 2000. Má þar sjá marga sér- kennilega liti á hrossum eins og slettuskjótt, höttótt og litforótt, svo eitthvað sé nefnt. Talið er að um sjö- tíu mismunandi litaafbrigði fyrirfinnist í stofninum. Páll Imsland, sem er hugmyndasmiðurinn að þess- ari sýningu, er mikill áhugamaður um varðveislu litaafbrigða í íslenska hrossastofninum. Stofnað var félag kringum litforótta litinn í maí síðastliðnum og er Páll einn af hvatamönnunum fyrir því félagi en þessi sérkennilegi litur, sem hvergi er að fmna í öðr- um hestastofnum, er í útrýmingarhættu. Nokkur góð hross hafa fæðst litforótt að undanfornu, undan góð- um fyrstu verðlauna stóðhestum og má þar nefna Gust frá Grund og Kolfinn frá Kjamholtum. PáU segir að mikill áhugi sé hjá hestamönnum yfir- leitt að halda vörð um þessi sérkenni íslenska hests- ins. Ekkert hestakyn i veröldinni hefur jafn mörg lita- afbrigði og sá íslenski. Páll nefnir sem dæmi um áhuga manna á sérstæðum litum að folald sem fædd- ist hjá Kristni í Skarði, slettuskjótt, nú í vor seldist áður en það varð tveggja daga gamalt. Það er undan Djákna frá Slettustöðum, sem er brúnskjóttur, og brúnblesóttri hryssu. PáU segist aUtcif hafa haft áhuga á sérstæðum litum hrossa. Áhugi hans á hestamennsku hafi kviknað aft- ur, eftir að hafa kynnst hestum sem bam, þegar hann fór í hestaferð á Lónsöræfi. „Maður verður ekki sami maður eftir þegar slík ferð er yfírstaðin. Ná- lægðin við hrossin og náttúruna er ólýsanleg. Þessa ferð fór ég fyrir 10 árum og það varð ekki aftur snúið úr hesta- mennskunni," segir Páll að lokum. -HÓ Hestvagnar - Festivagnar Eigum á lager hestvagna. fyrir 3-4 hesta kr. 795.000,- fyrir 4-5 hesta kr. 890.000,- Eigum á lager festivagna burðargeta 7 tonn fyrir pallbíla kr. 1.095.000,- Netsalan ehf Garðatorgi 3, 210 Garðabæ. Sími: 544-4210 • Fax: 544-4211 -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.