Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Blaðsíða 18
LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 Antibus -.ttt Það er alltaf einhver andskotans urgur í íslendingum og oftar en ekki útaf ein- hverjum tittlingaskít sem skiptir svosem öngvu máli þegar betur er að gáð. Nú er allt aö verða vitlaust útaf fótbolta og kappakstri í Sjónvarpinu og landsmenn orðnir rosalega pirraðir aö fá ekki fréttir nema með höppum og glöppum. Svo rammt hefur kveðið að forgangi fót- boltans og „formúlunnar" að undanfórnu að allan júnímánuö hefur ekki verið viðlit aö að festa hendur á því hvenær eða hvort fréttir yíirleitt kæmu í ríkissjónvarpinu og mátti þá einu gOda þó heOl Suðurlands- skjálfti riði yfir landið. Og kristnitökuhá- tíð. Kristnitökuhátíðin hófst á glímusýningu sem varð að fresta um fjórar mínútur vegna fólksfæðar á laugardagsmorguninn. Þá sagði þulurinn: - FaU er fararheill og það urðu orð að sönnu. Þegar hátíðarmessan reis hæst undir lok hátíðarinnar með blessuðu Faðirvor- inu og GimbOI guðs (Agnus Dei) ómaði blíðlega að aflokinni bæninni var útsend- ing sjónvarpsins rofin með miklum gný tO að koma ómissandi kappakstri Formúlu 1 að. Á hátíðarsvæðinu voru raunar tveir risasjónvarpsskjáir svo gestir gætu notið þess á ÞingvöOum viö Öxará að sjá í sjón- varpinu Fransmenn þjarma að ítölum í fótbolta og ökuníðinga þjarma hver að öðrum í formúlukappakstri. En eigum við nú ekki - elsku vinir mín- ir - að líta aðeins á björtu hliöarnar? Sagt er að í blessaðri mannskepnunni takist á tvö öfl og hafi áUa tíð gert. Þetta eru kostir og lestir. Um kostina ætla ég ekki að fjölyrða, en sagt hefur verið að drottning lastanna sé fíknin. Um fíknina væri hægt að skrifa og hafa raunar verið skrifaðir margir og þykkir doðrantar enda eru víst fáir lestir sem valdið hafa jafnmikiUi óhamingju og fíkn- in. Hér verður staldrað við það fyrirbrigði sem nefnt hefur verið „sjónvarpsfíkn" og ætla ég að gera þá játningu að ég hef tU skamms tíma verið afar þungt haldinn sjónvarpsfíkiU og hef lengi haldið að ég ætti mér ekki viðreisnar von. Nú er Sjónvarpið sjálft á góðum vegi með að losa þjóðina úr viðjum lastanna. Eftir að Evrópumeistarakeppnin í fót- bolta hófst og ég hætti aö fá kvöldfréttirn- ar fyrr en eftir dúk og disk hef ég einsog frelsast frá sjónvarpsfíkninni og er sem- sagt, kæru vinir mínir, hættur að horfa á Sjónvarpið. Yfirtaka íþróttadeOdar Sjónvarpsins á dagskrá stofnunarinnar hefur fært mér og mínum meiri gæfu en orð fá lýst. Vér erum hættir - hættir að horfa á Ríkissjónvarpið - lausir úr helsi og viðj- um fíknarinnar. Þessu ber að sjálfsögðu að fagna einsog öðru sem áunnist hefur tO heiUa fyrir líf og lán þjóðarinnar. Það skyldi þó aldrei vera að landsmenn fari aftur að una við fuglasöng og lækjarn- ið, þyt í laufi og Ijúfan gróðurangan í stað- inn fyir öskrandi fótboltabuUur og ærandi kappakstursgný. En ef oss skyldi nú þyrsta eftir fréttum af náttúruhamfórum á íslandi eða miklum stórtíðindum héðan að heiman, á þeim tima sem oss hefur verið lofað fréttum en ekki fótbolta, þá er gráupplagt að horfa á Stöð 2. Þar er ekki hvikað frá því að hafa frétt- ir á fréttatímum. Margir af mínum ágætu vinum og kunningjum að mér meðtöldum voru á Norska tískudrottnlngin Mette-Marit. Konungleg afgreiðsla Mette-Marit Tsjessem Heiby kærasta Hákonar, norska krón- prinsins, er farin að vinna í fata- verslun í heimbæ sínum Kristians- and. Síðast bárust þær fréttir af par- inu að þau sæjust oft á fasteignasöl- um í Ósló þar sem prinsinn væri að leita sér að nýju húsnæði svo hann hefði betra pláss til að taka á móti Mette-Marit og þriggja ára syni hennar. Sjálf er Mette-Marit flutt frá Ósló og heim til mömmu sinnar í Kristiansand. Þar vonast hún til þess að fá meiri ró og næöi fyrir ágangi fjölmiðla sem hafa sýnt henni vægast sagt mikinn áhuga upp á síðkastið. Það er spuming hvort það hafi eitthvað batnað eftir að hún flutti því margir leggja leið sína inn í tískuvöruverslunina þar sem hún starfar nú og það ekki ein- ungis tO þess að versla. Það er þó haft fyrir satt að afgreiðslan í versl- uninni sé alveg konungleg i hönd- um Mette Marit. Það er nú liðið nákvæmlega eitt ár síöan krónprinsinn og hin ein- stæða móðir hittust en það var einmitt í Kristiansand á Quart-tón- listarhátiðinni. Mette-Marit lét sig að sjálfsögðu ekki vanta á hátíðina í ár en Hákon fór frekar í afmælis- veislu tfl mömmu sinnar. Max hefur gaman af því að stríða Svenna, sérstaklega þegar hann er að tala í símann. Nærbuxna- og pitsuþjófur Þrátt fyrir að Max sé einstaklega ljúf- ur og vel þjálfaður á hann það þó til að stríða Svenna og jafnvel vera með óþekkt. „Hann þolir ekki að ég sé í sim- anum. Þegar það gerist reynir hann gjaman að ná athygli minni með því að fara inn í fataskáp og ná í nærbuxur og veifa þeim framan í mig. Hann hefur þó vit á því að koma ekki nógu nálægt til þess að ég nái nærbuxunum af honum því ég á ekki þráðlausan síma og get því ekki verið að elta hann um alla íbúð þegar ég er í símanum," segir Svenni og kímir. Eitt mesta skammarstrikið sem Max hefur gert af sér var þegar Svenni var nýbúinn að panta 12 tommu pitsu og lenti í símanum. Símtalið dróst á lang- inn og allt í einu áttaði hann sig á þvi að það er óvenju hljóðlátt í íbúðinni. „Ég geng því inn í stofu og þá sé ég hvar Max er að renna síðustu pitsusneiðinni niður og það án þess að smjatta sem er mjög óvenjulegt með labradorhunda. Ég var að vonum alls ekki ánægður með að hann hefði gleypt heila 12“ pitsu og hann skammaðist sín líka niður í tær. Labradorar vita bara fátt betra en mat og þetta var því að vonum mikil freist- ing fyrir hann,“ segir Svenni sem fyrir- gefur „þessari elsku" eins og hann kall- ar hundinn, svo að segja allt. Fœr hann aó sofa uppi í hjá þér? „Það kemur fyrir að hann stelst til þess að kúra til fóta,“ viðurkennir Svenni með semingi en er fljótur að bæta við, „en hann veit að hann má það ekki.“ -snæ sinni tíð alveg ótrúlega fíknir í brennivín. Og maður gekk undir manns hönd að reyna að frelsa okkur undan þessari dæmalausu fíkn sem var öngvu skárri en sjónvarpsfíknin. Þá var fundið upp undralyfið „Antibus" sem var þeirrar náttúru að ef menn drukku brennivín eftir að hafa tekið eina piliu urðu þeir litverpir, fárveikir, urðu að þola ofboðslegar kvalir, uppsölur, gífur- legan blóðþrýsting og geispuðu jafnvel gol- unni endanlega af þessari viðurstyggilegu ólyíjan (antibusinum) En margir fengu af þessu bót á brenni- vínsfíkninni. Nú hefur íslenska Sjónvarpið blessunar- lega fundið lyf sem líklegt er til að bægja landsmönnum frá sjónvarpsfíkninni. Gefa okkur reglulega á fréttatímanum þann antibus sem dugar, semsagt fótbolta og kappakstur og við missum heilsuna við að horfa á Sjónvarpið. Flosi Max er nafnið á gulum labrador- hundi sem er í eigu Sveins Snorra Sighvats- sonar, dagskrár- gerðarmanns á Stjömunni. Max hefur fylgt Svenna síðastliðin fimm ár og að hans sögn gæti hann ekki eignast betri vin. „Ég fékk hann þegar hann var átta vikna gamail til þess að þjálfa hann upp sem leitarhund fyrir Björg- unarhundasveit íslands. Þetta er fyrsti hundurinn minn og ég féll fyrir honum um leið,“ segir Svenni, en Max er nú einn öflugasti leitarhundur landsins. Lelkur sér vlö páfagauk Á þessum fimm árum sem Svenni hefur átt Max hafa komið upp mörg skemmtileg atvik, sérstaklega í kringum heimilispáfagaukinn Pása. „Pási hafði mjög gaman af því að stríða hundinum. Hann lét hann elta sig um alla íbúð og settist gjarnan á skottið á honum og skrækti af ánægju þegar hundurinn hristi skott- ið og hann rann niður eins og í rússí- bana,“ segir Svenni og upplýsir að fuglinum hafi líka fundist ofsalega gott að brýna gogginn á veiöihárun- um á Max sem varð til þess að það vantaði æði oft veiðihárin á hundinn. „Einu sinni var ég að gefa Max að éta og þá kemur fuglinn fljúgandi og sest beint í matarskálina. Max var ekki ánægður með það en beiö róleg- ur eftir því að fuglinn færði sig. Þeg- ar það gerðist ekki þá geispaði hann ógurlega en þá notaði fuglinn tæki- færið og flaug hreinlega upp í hund- inn. Ég hélt auðvitað að Max myndi gleypa Pása þá og þegar en auming- inn reyndi að ýta fuglinum út úr sér með tungunni. Það gekk hins vegar alls ekki vel þar sem Pási sat mak- indalega í gini hundsins og var bara að fá sér að drekka af munnvatninu. Hann hoppaði svo loksins út þegar Max fór að hrista sig,“ segir Svenni og segir þetta gott dæmi um það hversu ljúfur Max sé. Hann myndi hvorki gera páfagauk né öðrum mein. Helgarblað DV Útvarpsmaðurinn Sveinn Snorri Sighvatsson hefur átt björgunarhundinn Max í 5 ár: Páfagaukurinn flaug upp í hundinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.