Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000
I>V
31
Helgarblað
Beinþynning karla fer vaxandi
- lengra líf ein af skýringunum, segir sérfræðingur
Um 100 íslenskir karlmenn
mjaðmabrotna á ári hverju af völd-
um beinþynningar. Þessi sjúkdóm-
ur hefur mikið verið rannsakaður
meðal kvenna, en minna hefur farið
DV-MYNDIR PSJ
Líf og fjör í Ólafsvík
Dagskrá færeysku daganna var eink-
ar fjölbreytt. Einn dagskrárliöa var
stórdansleikur á Klifi þar sem hljóm-
sveitin Twilight lék þar til sólin kom
upp yfir Breiðafjöröinn.
F ærey skir
dagar í
Ólafsvík
DV, ÓLAFSVÍK: '
Um seinustu helgi voru haldnir i
Ólafsvík færeyskir dagar í þriðja
sinn og tókust þeir mjög vel. Blíö-
skaparveður var alla helgina og
mikill fólksfjöldi var þar saman-
kominn eða á fjórða þúsund manns
þegar mest var. Á fimmtudagskvöld-
ið var opnuð málverkasýning á
verkum Daða Guðbjartssonar list-
málara og þá var opinn markaður
þar sem varningur frá bæði lista-
mönnum og kaupmönnum af öliu
Snæfellsnesi var til sölu. Þá voru
tónleikar á Hótel Höfða þar sem
hljómsveit Sigurðar Höskuldssonar
lék lög eftir Sigurð. Seinna um
kvöldið hófst bryggjuball sem tæp-
lega 500 manns sóttu.
Á laugardeginum hófst bikarmót-
orkrosskeppni á nýrri braut vestan
Ólafsvíkurennis. Átján keppendur
hófu þátttöku og sigurvegari var
Viggó Viggósson frá Reykjavík. Þá
leyföu hestamenn í Ólafsvík börn-
um að fara á bak og golfmót var á
vegum Golfklúbbsins Jökuls. Undir-
ritaður var vinabæjarsamningur
milli Snæfellsbæjar og Vestmanna í
Færeyjum og á eftir söng kirkjukór
Ólafsvikurkirkju þjóðsöngva land-
anna. Heiðraður var Færeyingurinn
Ríkharður Jónsson, búsettur í
Ólafsvík til 46 ára.
Þá fór fram söngvakeppni bama
þar sem Elva Björk Kristjánsdóttir
sigraði. Dagskráin endaði með því að
slökkvilið Ólafsvíkur lék vatnsfót-
bolta við mikla hrifningu viðstaddra.
Á hádegi á sunnudag var dorg-
keppni á vegum Snjósnæs og að
henni lokinni hófst skemmtisigling
á þremur bátum. Hljóðfæraleikarar
voru i hverjum bát og því var spil-
að og sungið. Færeysku dögunum
lauk í Ólafsvíkurkirkju með helgi-
stund sem sr. Heri Joensen, prestur
frá Þórshöfn, annaðist.
Strax er farið að undirbúa næstu
færeysku daga að sögn aðstandenda og
ekki er vafl á að samband á milli
Ólafsvíkur og Vestmanna mun aukast
í kjölfar undirritunar vinabæjasam-
bandsins. Þeir sem að dögunum stóðu
eiga heiður skilinn. PSJ/HH
fyrir umræðu um sama sjúkdóm
meðal karla. Beinþynning fer vax-
andi meðal karlþjóðarinnar og eru
ástæður þess ekki með öllu kunnar.
„Það er hugsanlegt að hluti skýr-
ingarinnar liggi i minnkuðu karl-
hormóni og þá séum við að tala um
einhvers konar breytingaskeið hjá
körlum sem gengur yfir á lengri
tíma,“ sagði Aðalsteinn Guð-
mundsson, sérfræðingur í lyf- og
öldrunarlækningum. Hann bætti
því við að vaxandi meðalaldur
þjóðarinnar veldur því einnig að
beinþynning hjá körlum er að
aukast og verið getur að undir-
liggjandi sjúkdómar séu hluti af
skýringunni.
Um þriðjungur allra mjaðma-
brota af völdum beinþynningar ger-
ast hjá körlum. Gera má ráð fyrir
því að um 1000 einstaklingar bein-
brotni af þessum sökum á íslandi á
ári. Þar af eru um 300 mjaðmabrot
og kostar hvert og eitt þeirra þjóð-
ina um 1,5 milljón krónur. Aðal-
steinn benti á að rannsóknir hafa
sýnt að íslendingar standa nokkurn
veginn jafnfætis nágrannaþjóðun-
um í beinþynningarmálum.
„Ein ástæðan fyrir því að bein-
þynning er algengari hjá konum er
sú að þær hafa minni inneign í
beinabankanum en karlmenn,"
sagði Aðalsteinn. Hámarksinnstæð-
an, þ.e. beinmassinn, er oftast í há-
marki milli tvítugs og þrítugs. Aðr-
ar ástæður eru tíðahvörfin, en flest-
ar konur tapa beinþéttni og bein-
styrk hraðar á þeim breytingarár-
um, og síðast en ekki síst það að
konur lifa að meöaltali lengur en
karlar.
„í allri þessari forvamarumræðu,
sem er lykilatriðið varðandi bein-
þynninguna, þá hefur kannski sá
misskilningur komið upp að karl-
menn þurfi ekki að gæta sín eins
vel. En karlmenn þurfa jafn mikið á
kalki, D-vítamíni og hreyfingu að
halda og konur,“ sagði Aðalsteinn.
Kalkið kemur úr mjólkurafurðum
og D-vítamín fæst frá sólinni, úr
fiskmeti og lýsi. Kalkið og D-
vítamínið þarf að taka saman svo
það nýtist vel.
„Hreyfing er afar mikilvægur for-
vamarþáttur. Æskilegast er að fá
sem mest af kalki og D-vítamíni úr
fæðu, en sumum nægir það ekki og
þurfa að taka fjölvítamín og
kalktöflur í viðeigandi skömmtum,"
sagði Aðalsteinn, og bætti því við að
reykingar eru afar skaðlegar þegar
kemur að þessum sjúkdómi.
-SMK
DV-MYND PJETUR
Um 1000 beinbrot Islendinga á ári hverju má rekja til beinþynningar
Beinþynning er vaxandi vandamál meöal íslenskra karla, segir Aöalsteinn
Guömundsson læknir sem sérhæfir sig í lyf- og öldrunarlækningum.
Efling-stéttarfélag
flytur í nýtt húsnæði
Skrifstofa Eflingar- stéttarfélags verður lokuð 10.-12. júlí vegna flutninga félagsins í nýtt
húsnæði að Sætúni l. Skrifstofa félagsins verður á 3. hæð. Við opnum að nýju fimmtudaginn
13. júlí. Afgreiðslutími í sumar er frá kl. 08.30-16.00 alla virka daga.
Síminn verður áfram 510 7500, faxið 510 7501 og netfangið: efling@efling.is
Skrifstofa Úthlutunarnefndar atvinnuleysisbóta nr. 1 í Reykjavík sem starfar í tengslum
við félagið flytur einnig starfsemi sína á sömu hæð að Sætúni 1.
Sími Úthlutunarnefndar verður 510 7510, faxið 510 7511.
Verið velkomin í nýja húsið EFLING
STÉTTARFÉLAG