Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 I>V 31 Helgarblað Beinþynning karla fer vaxandi - lengra líf ein af skýringunum, segir sérfræðingur Um 100 íslenskir karlmenn mjaðmabrotna á ári hverju af völd- um beinþynningar. Þessi sjúkdóm- ur hefur mikið verið rannsakaður meðal kvenna, en minna hefur farið DV-MYNDIR PSJ Líf og fjör í Ólafsvík Dagskrá færeysku daganna var eink- ar fjölbreytt. Einn dagskrárliöa var stórdansleikur á Klifi þar sem hljóm- sveitin Twilight lék þar til sólin kom upp yfir Breiðafjöröinn. F ærey skir dagar í Ólafsvík DV, ÓLAFSVÍK: ' Um seinustu helgi voru haldnir i Ólafsvík færeyskir dagar í þriðja sinn og tókust þeir mjög vel. Blíö- skaparveður var alla helgina og mikill fólksfjöldi var þar saman- kominn eða á fjórða þúsund manns þegar mest var. Á fimmtudagskvöld- ið var opnuð málverkasýning á verkum Daða Guðbjartssonar list- málara og þá var opinn markaður þar sem varningur frá bæði lista- mönnum og kaupmönnum af öliu Snæfellsnesi var til sölu. Þá voru tónleikar á Hótel Höfða þar sem hljómsveit Sigurðar Höskuldssonar lék lög eftir Sigurð. Seinna um kvöldið hófst bryggjuball sem tæp- lega 500 manns sóttu. Á laugardeginum hófst bikarmót- orkrosskeppni á nýrri braut vestan Ólafsvíkurennis. Átján keppendur hófu þátttöku og sigurvegari var Viggó Viggósson frá Reykjavík. Þá leyföu hestamenn í Ólafsvík börn- um að fara á bak og golfmót var á vegum Golfklúbbsins Jökuls. Undir- ritaður var vinabæjarsamningur milli Snæfellsbæjar og Vestmanna í Færeyjum og á eftir söng kirkjukór Ólafsvikurkirkju þjóðsöngva land- anna. Heiðraður var Færeyingurinn Ríkharður Jónsson, búsettur í Ólafsvík til 46 ára. Þá fór fram söngvakeppni bama þar sem Elva Björk Kristjánsdóttir sigraði. Dagskráin endaði með því að slökkvilið Ólafsvíkur lék vatnsfót- bolta við mikla hrifningu viðstaddra. Á hádegi á sunnudag var dorg- keppni á vegum Snjósnæs og að henni lokinni hófst skemmtisigling á þremur bátum. Hljóðfæraleikarar voru i hverjum bát og því var spil- að og sungið. Færeysku dögunum lauk í Ólafsvíkurkirkju með helgi- stund sem sr. Heri Joensen, prestur frá Þórshöfn, annaðist. Strax er farið að undirbúa næstu færeysku daga að sögn aðstandenda og ekki er vafl á að samband á milli Ólafsvíkur og Vestmanna mun aukast í kjölfar undirritunar vinabæjasam- bandsins. Þeir sem að dögunum stóðu eiga heiður skilinn. PSJ/HH fyrir umræðu um sama sjúkdóm meðal karla. Beinþynning fer vax- andi meðal karlþjóðarinnar og eru ástæður þess ekki með öllu kunnar. „Það er hugsanlegt að hluti skýr- ingarinnar liggi i minnkuðu karl- hormóni og þá séum við að tala um einhvers konar breytingaskeið hjá körlum sem gengur yfir á lengri tíma,“ sagði Aðalsteinn Guð- mundsson, sérfræðingur í lyf- og öldrunarlækningum. Hann bætti því við að vaxandi meðalaldur þjóðarinnar veldur því einnig að beinþynning hjá körlum er að aukast og verið getur að undir- liggjandi sjúkdómar séu hluti af skýringunni. Um þriðjungur allra mjaðma- brota af völdum beinþynningar ger- ast hjá körlum. Gera má ráð fyrir því að um 1000 einstaklingar bein- brotni af þessum sökum á íslandi á ári. Þar af eru um 300 mjaðmabrot og kostar hvert og eitt þeirra þjóð- ina um 1,5 milljón krónur. Aðal- steinn benti á að rannsóknir hafa sýnt að íslendingar standa nokkurn veginn jafnfætis nágrannaþjóðun- um í beinþynningarmálum. „Ein ástæðan fyrir því að bein- þynning er algengari hjá konum er sú að þær hafa minni inneign í beinabankanum en karlmenn," sagði Aðalsteinn. Hámarksinnstæð- an, þ.e. beinmassinn, er oftast í há- marki milli tvítugs og þrítugs. Aðr- ar ástæður eru tíðahvörfin, en flest- ar konur tapa beinþéttni og bein- styrk hraðar á þeim breytingarár- um, og síðast en ekki síst það að konur lifa að meöaltali lengur en karlar. „í allri þessari forvamarumræðu, sem er lykilatriðið varðandi bein- þynninguna, þá hefur kannski sá misskilningur komið upp að karl- menn þurfi ekki að gæta sín eins vel. En karlmenn þurfa jafn mikið á kalki, D-vítamíni og hreyfingu að halda og konur,“ sagði Aðalsteinn. Kalkið kemur úr mjólkurafurðum og D-vítamín fæst frá sólinni, úr fiskmeti og lýsi. Kalkið og D- vítamínið þarf að taka saman svo það nýtist vel. „Hreyfing er afar mikilvægur for- vamarþáttur. Æskilegast er að fá sem mest af kalki og D-vítamíni úr fæðu, en sumum nægir það ekki og þurfa að taka fjölvítamín og kalktöflur í viðeigandi skömmtum," sagði Aðalsteinn, og bætti því við að reykingar eru afar skaðlegar þegar kemur að þessum sjúkdómi. -SMK DV-MYND PJETUR Um 1000 beinbrot Islendinga á ári hverju má rekja til beinþynningar Beinþynning er vaxandi vandamál meöal íslenskra karla, segir Aöalsteinn Guömundsson læknir sem sérhæfir sig í lyf- og öldrunarlækningum. Efling-stéttarfélag flytur í nýtt húsnæði Skrifstofa Eflingar- stéttarfélags verður lokuð 10.-12. júlí vegna flutninga félagsins í nýtt húsnæði að Sætúni l. Skrifstofa félagsins verður á 3. hæð. Við opnum að nýju fimmtudaginn 13. júlí. Afgreiðslutími í sumar er frá kl. 08.30-16.00 alla virka daga. Síminn verður áfram 510 7500, faxið 510 7501 og netfangið: efling@efling.is Skrifstofa Úthlutunarnefndar atvinnuleysisbóta nr. 1 í Reykjavík sem starfar í tengslum við félagið flytur einnig starfsemi sína á sömu hæð að Sætúni 1. Sími Úthlutunarnefndar verður 510 7510, faxið 510 7511. Verið velkomin í nýja húsið EFLING STÉTTARFÉLAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.