Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Blaðsíða 25
25 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 DV___________________________________________________________________________________________________Helgarblað vesti. Sniðin á fatnaðinum eru yfirleitt einfold en óvenjulegum efnum er oft blandað saman í einni og sömu flíkinni. „Ég legg áherslu á að leika mér með náttúruleg hráefni í mjög ein- földum sniðum. Efniviðurinn sem ég nota eru eldgömul náttúruleg og fögur hráefni sem búið er að þróa í nútímalegan búning. Sniðin og út- færslan eru i raun eilíf, þau eru ein- föld um leið og þau ýkja samt kven- leikann," segir Sigríður Sunneva, sem lýsir sínum nýjasta fatnaði sem klassískum en þó fullum af húmor. Burt meö glimmerið Vetrarfatnaðurinn frá hönnuðun- um Valgerði Torfadóttur og Björgu Ingadóttur, eigendum Spaksmanns- spjara, er á leið í verslun þeirra í lok júli. Línur vetrarfatnaðarins eru flmm: bómullar-, leður-, flís-, ull- og vetrarregnföt. „Við erum svona að færa okkur meira yfir í náttúrulegu efnin, a.m.k í vetur. Við erum búnar að vera mikið í gerviefnum eins og nyloni og allskonar microefnum en svissum nú yflr í 100% bómull og 100% ull,“ segir Valgerður. Litir vetrarins í Spaksmannsspjörum eru annars vegar jarðlitir og hins vegar beibílitir eins og myntgrænt, beibíbleikt og blátt. „Við höfum ekki áhuga á glimmer og glans núna,“ segja þær stöllur. Þjóðleg evrópsk áhrff Af þessum fimm línum sem Spaksmannsspjarir bjóða upp á í vetur er bómullarlínan fyrirferðar- mest. „Það er óvenju þjóðlegt yfir- bragð yfir flís-línubum, þó ekki ís- lenskt yfirbragð heldur frekar sam- bland af einhverju spönsku og aust- ur-evrópsku,“ segir Björg og bendir á pils með pifum og plíseraðar treyjur með endalausum hnappa- götum. „Það er afskaplega þægilegt að ganga í þessum efnum og finnst mér bómullarlínan vera sérlega skemmtileg að því leyti að hún get- ur verið ofboðslega sexí og spari- lega en á sama tíma einnig alveg rosalega hversdagsleg. Það er gam- an að því hversu sexí sumir kjól- arnir eru þó þeir séu bara úr bóm- uil,“ segir Björg. 100 hnappagata kjóll Hugmyndafræði Spaksmanns- spjara hefur í mörg ár gengið út á það að hver flík eigi mörg líf. Hver hlutur er hannaður með það fyrir augum að hægt sé að nota hann við mörg ólík tækifæri og margar ólík- ar flíkur. Það kemur því ekki á óvart að það sé auðveldlega hægt að blanda línum vetrarins saman. Nýj- ungin er þó sú að það er hreinlega hægt að hneppa flíkum úr mismun- andi línum saman á óteljandi vegu. „Það eru hátt í 100 hnappagöt í einum kjólnum en þú getur líka breytt honum úr síðum kvöldkjól í hnésíðan kjól i vinnuna. Þú hefur kannski fimm möguleika á að breyta honurn," útskýrir Valgerður. En svona ekki eingöngu frá ykkar bœjardyrum sé ð, hvernig verður tískan í vetur? „Það er mikið af leðri, dýra- skinni og öðrum náttúruefnum í gangi og sixties og seventeesfiling- urinn verður áfram ríkjandi. Ann- ars fer þetta allt eftir því hvaða verðflokk og viðskiptahóp maður er að tala um. Það er svo mikið í gangi. Topshop er að gera aðra hluti en við enda sitthvor markað- urinn og það er það sem er svo gaman við þetta. Það er ekkert gam- an þegar allir frá 9 ára og upp í sex- tugt eru í því sama. Það filum við alls ekki,“ segir Björg að lokum. -snæ Erfið æska Christ- inu Aguilera Christina Aguilera sagði nýlega frá erflðri æsku sinni í blaðaviðtali. Christina ólst upp á heimili þar sem ofbeldi var daglegt brauð og hún segir ástæðu þess hvað hún sækir í frægð og frama vera hvemig heim- ilisaðstæður hennar voru. Christina litla varð fyrir líkamlegum og and- legum þjáningum. í viðtalinu gefur hún ekki upp hvort það voru hennar eigin foreldr- ar sem sköðuðu hana en seinna í viðtalinu segir hún að pabbi hennar hafi beðist afsökunar og hún segir að hann sé með mikið samviskubit. Christina rifjar líka upp að þegar henni leið sem verst hafi hún hlaup- ið inn í herbergi þar sem hún hvarf inn í heim Sound of Music því Julie Andrews virkaði á hana sem engill til bjargar. Ert þú að spá í golfferð í haust eða vetur? Frábært úrval af spennandi áfanga- stöðum og margir brottfarardagar í boði. Kynntu þér málið strax því sumar ferðir eru nú þegar að fyllast. Golfdeild Úrvals-Útsýnar er flutt að Hlíðasmára 15, Kópavogi. Sími 585 4100 • Fax 585 4110 Allar upplýsingar varðandi golfferðirnar er að finna á: www.urvalutsyn.is Smáauglýsingar Þjónustu- auglýsingar ►I 550 5000 , * , ,X ^ -- ' • wKP’ 1 ■ a % ||g 11 8f | Qi-i! ilp 1 H í? ( 11 1 1 Lb.. .JWV. • - ^ ^jj Cl IS f‘ :>-v Samkvæmt nýgerðum kjarasamningi VR og SA eiga félagsmenn VR nú að hafa fengið 3,9% launahækkun. [V ■: & jjí . J....J-M Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.