Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Blaðsíða 23
1- 23 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 DV „Undanfarin tvö ár höfum við gengið gegnum mjög róttækar breytingar, það má segja að búið sé að bylta félaginu algjörlega, úr hefð- bundnu staðbundnu kaupfélagi sem var í öllu yfir í eignarhaldsfélag með sérgreindan rekstur á lands- vísu í sjálfstæðum félögum. Eins og við sjáum þetta teljum við að þetta sé núna að ganga upp, verulegur bati er í rekstri og í ljós kemur að margt sem við eigum er verðmætt og eftirsótt þegar það er búið að setja það í þennan þúning,“ sagði Jóhannes. Bónus norður og NETTO suður Þió nafnar, þú og Jóhannes í Bónusi, böröust haröri baráttu á Akureyrarmarkaöi fyrir nokkrum árum og nafni þinn lokaöi og yfir- gaf Akureyri. KEA þótti nokkuö ómerkilegt í þeim viðskiptum var sagt... „Ég kannast ekki við að KEA hafi verið ómerkilegt i þessum viðskipt- um. Við höfðum einfaldlega fólkið á svæðinu með okkur og auk þess fannst mér innkoma þeirra bónus- manna illa undirbúin. Ef ég man rétt þá sendi nafni minn íbúum Eyjafjarðar tóninn þegar fór að halla undan fæti og gekk á þann hátt í lið með okkur við að flykkja fólki um NETTO.“ Nú er KEA í staöinn komiö á höf- uöborgarsvœöiö og hyggur á enn frekari landvinninga en Bónus boö- ar búö á Akureyri aö nýju og Jó- hannes er búinn að kaupa íbúö í bœnum. „Það sýnir nú ef til vill best hvað umhverfið er að breytast mikið. Búðin okkar í Reykjavík er búin að vera full út úr dyrum frá því að hún var opnuð og ég held að í dag líti fólk á Eyjafjarðarsvæðinu á endur- komi Bónuss sem eðlilegan hlut í Jóhannes Geir og kona hans Kristín, sem ber hitann og þungann af starfinu við bændagistinguna, enda er eigin- maðurinn í miklum önnum við stjórnarstörf i KEA og suður í Reykjavík hjá Landsvirkjun. viðskiptaumhverfinu. Auðvitað fagna ég því að Jóhannes sé búinn að kauka íbúð á Akureyri. Hann hefur viðskiptavit og áttar sig á því hvar er best að fjárfesta til framtíð- ar.“ Hafiö þiö nafnarnir nokkru sinni hist? „Ég man nú bara eftir því einu sinni að við höfum hist til þess að ræða saman. Það var rétt eftir opn- un á fyrstu Bónus-búðinni í Reykja- vík. Ég fór og hitti hann og kynnti mig að sjálfsögðu sem varaformann stjómar KEA sem ég þá var. Hann leiddi mig i allan sannleikann um ágæti lágvöruverðsverslana og nán- ast sannfærði mig á staðnum um að KEA yrði að vera fyrst með slíka verslun á Akureyri. Þarna fæddist því að einhverju leyti hugmyndin að NETTO.“ Fyrst og fremst bóndi Jóhannes Geir fer ekki í launkofa með það að hann var og er bóndi. „í eöli mínu og hugsun er ég bóndi fyrst og fremst," segir Jóhannes en hann bjó á Öngulsstöðum ásamt foð- ur sínum. Við spyrjum Jóhannes Helgarblað Geir að því hvort fjármálavit hafi loðað við á bænum. Hann hlær við og segist ekki vita það með vissu. „En það verður náttúrlega enginn bóndi öðruvísi en að hafa fjármála- vit, bú er eins og hvert annað fyrir- tæki og lýtur sömu lögmálum og annar rekstur. Hvað mig snertir þá get ég alveg sagt að yngri kynslóðin hafði ekki áhuga á hefðbundnum kúabúskap og þá var ekki annað í stöðunni en að hætta. Auk þess var ekki rými fyrir allan þennan bú- skap í landinu og eðlilegt að ýmsir leituðu á önnur mið.“ Þaö hefur veriö einkennileg til- finning aö hœtta meö kýrnar og snúa sér aö öörum forvitnum verum, túristunum? „Já, það var sannarlega einkenni- leg tilfinning sem greip mann þegar kýrnar voru farnar, þetta var ein- kennilegur tími fyrstu vikumar. Ég skynjaði þennan tíma eins og ein- hver klukka hefði verið tekin úr sambandi. Hér höfðu verið kýr frá alda öðli, stýrt nánast tíma þeirra sem hér bjuggu, en á þessum tíma- punkti hurfu þær. Þetta var sérstæð tilfinning," sagði Jóhannes Geir. Og nú eru margir bœndur búnir aö gera þetta saman og þiö hér og lifa aö hluta til á móttöku feröa- manna. Hvernig líst þér á þá þróun? „Það er rétt, þetta hefur farið vax- andi og er orðinn gildur atvinnu- vegur. Mér líst vel á þetta en það segir sig sjálft að markaðssetningin skiptir stóru máli í þessu sem öðru. Þá er það ljóst að þessi rekstur þol- ir ekki hundrað prósent skuldsetn- ingu, menn verða að eiga nokkurt eigið fé þegar ráðist er í fram- kvæmdir og menn þurfa líka trygg viðskipti í sigti. En þetta er grein sem vonandi á eftir að skila pening- unum aftur en það gerist á löngum tíma í ferðamennskunni," sagði Jó- hannes Geir. HWflRnBHMWMM ALLTANNAR BILL 995.000 ALLT ANNAR BILL Á SAMA GÓÐA VERÐINU Nýr Hyundai Accent hefur slegið í gegn hér á landi eins og annars staðar. Hann er með öryggisbúnað eins og hann gerist bestur í dag og innanrými er meira en áður. Þrátt fyrir allar breytingarnar er hann enn á sama góða verðinu. Hyundamccent HYunam Hyundai söludeild, símí 575 1280 Grjóthálsi 1, sími 575 1200 lillll I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.