Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Blaðsíða 30
30 Helgarblað LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 DV 1Ti. 14 ára dóttir Martinu og Werner Dertz var myrt: Morðinginn sendi bréf úr fangelsinu „Háæruverðuga fjölskylda. Með þessu bréfi vil ég gjarnan tilkynna ykkur að ég iðrast þess sem ég hef gert. Ég hefði gjarnan viljað biðjast afsökunar persónulega en ég læt það vera til að auka ekki sálarkval- ir ykkar enn meir. Ég get ekki á nokkurn hátt ímyndað mér hversu miklum sálarkvölum ég hef valdið ykkur með því að myrða dóttur ykkar. Ég veit að ég mun aldrei geta bætt fyrir það þó ég sitji í fangelsi það sem eftir er lífs míns. Ég ásaka sjálfan mig harðlega fyrir að hafa svipt aðra manneskju lífi. Ég hélt aldrei að ég gæti framið slíkan verknað. Ég hef játað allt hjá lögreglunni og ég vildi að ég gæti látið það sem gerðist ógert. Ég veit að þið getið ekki gleymt því en ég bið ykkur um að fyrirgefa mér á einn eða annan hátt. Ég er ákaflega leiður vegna þessa.“ Martina Dertz les bréfið enn einu sinni. Það var sent frá unglinga- fangelsinu Halberstadt í fyrrverandi Austur-Þýskalandi. Það var skrifað af morðingja. Öðrum morðingja dóttur hennar. Bangsar á krossinum Augu Martinu eru tárvot. Hún er aðeins 38 ára en lítur út fyrir að vera mörgum árum eldri. Það sést á rauðum augum hennar að hún hef- ur grátið mikið að undanförnu. Hún stendur ásamt Werner, manninum sínum, við lítinn timburkofa við þjóðveginn 2 kílómetrum frá heim- ili þeirra í Gúsen. Við annan enda kofans er trékross. Á krossinum er mynd af laglegri ungri stúlku. Myndin er af Stefanie, dóttur þeirra. Nágrannar hafa lagt blóm við krossinn. Á honum hanga bangsar í plastplokum til vemdar gegn regni. Skólafélagar Stefanie hengdu bangsana á krossinn. Lík Stefanie fannst þann 21. desember í fyrra þar sem krossinn er nú. Kveikt hafði verið í líkinu. Stefanie var fyrir löngu lögð til hinstu hvílu í kirkjugarði en Dertzhjónin aka að kofanum á hverjum degi. Öðrum kann að þykja það sjálfspíning að leita til staðarins þar sem dóttir þeirra leið miklar kvalir áður en hún lét lífið. Stefanie var augasteinninn foreldranna. Hún var lífsglöð stúlka sem var foreldr- unum til gleði og traustur vinur Sandro, fyrrverandi kærasti Stefanie. Martina Dertz. Martina meö bréfiö frá moröingja dótturinnar. í bréfinu biöur morðinginn um fyrirgefningu. skólafélaga sinna. Foreldrarnir vilja minnast hennar þar sem hún hlaut grimmileg örlög. Undarlegur hjólfundur Stefanie varð aðeins 14 ára. Hún hvarf þremur dögum fyrir jól. Þegar hún kom ekki heim á umsömdum tíma úr heimsókn hjá nýja kærast- anum sínum, Sven, hringdi móðir hennar í lögregluna. Allir í hverf- inu tóku þátt í leitinni að Stefanie. Einnig fyrrverandi kærasti hennar, Stefanie Hún mætti grimmilegum örlögum. Sandro Puppe, sem er 18 ára. Það var hann sem fann hjól Stefanie seint um kvöldið. Þá þegar þótti einum lögreglu- manninum undarlegt að Sandro skyldi fmna hjólið því það hafði ver- ið vandlega falið í þéttum runna. Hafði hann vitað að hjólið var þarna? Daginn eftir fann vegfarandi lík Stefanie við kofann. Og þar með vissi lögreglan að hún hafði verið myrt. Faðir Stefanie var ekki í vafa Daniel Daniel og Sandro voru samtaka. Við moröstaöinn Martina og Werner Dertz aka daglega aö staönum þar sem dóttir þeirra var myrt. Viö krossinn eru blóm og á honum hanga litlir bangsar. um hver væri morðinginn. „Það er fyrrverandi kærastinn hennar, Sandro Puppe,“ sagði hann við lög- regluna. „Hún sagði honum upp eft- ir að hún kynntist jafnaldra sínum í skólanum. Sandro hefur verið á eft- ir henni og ónáðað hana síðan.“ Þegar lögreglan sótti Sandro til yfirheyrslu var besti vinur hans, Daniel Kuhn, sem einnig var 18 ára, hjá honum. Lögreglan tók þá báða með sér á stöðina. Það reyndist vera viturleg ráðstöfun. Ungu mennirnir voru yfirheyrðir hvor í sínu lagi. Það vakti athygli að þeir gerðu nákvæmlega eins grein fyrir ferðum sínum morðkvöldið. Það var eins og þeir hefðu lært lexíu utanbókar. „Ég hélt aldrei að ég gæti framið slíkan verknað. Ég hef játað allt hjá lögreglunni og ég vildi að ég gæti látið það sem gerðist ógert. Ég veit að þið getið ekki gleymt því en ég bið ykkur um að fyrirgefa mér á einn eða annan hátt.“ Lögreglan gekk hart að þeim og eftir nokkurra klukkustunda yfirheyrslu var farið að gæta mótsagna i frásögn þeirra. Sandro, fyrrverandi kærasti Stefanie, brotnaði fyrst niður. Hann viðurkenndi að hafa framið hinn grimmilega glæp í hefndarskyni fyrir að hafa verið sagt upp. Þoldu ekki hrópin á hjálp Þeir höfðu setið fyrir Stefanie þegar hún var á leiðinni heim frá nýja kærastanum sínum. Þeir höfðu fleygt henni af hjólinu og dregið hana í kofann. Þar höfðu þeir svipt hana klæðum og nauðgað hrópandi stúlkunni til skiptis. „Þegar við vorum búnir hélt hún áfram að æpa,“ sagði Sandro við lögregluna. „Það var óþolandi að hlusta á það svo að við kyrktum hana. Ég hélt fyrir munninn á henni á meðan Daniel tók um hálsinn á henni og kyrkti hana. Hún barðist um með fótunum en þetta tók ekki langan tíma...“ Félagarnir voru samtaka við hinn grimmilega glæp. Þá greindi aðeins á um eitt atriði. Það var um hvort þeir ættu að nota bensín eða olíu þegar þeir kveiktu í líkinu. „Við rifumst svolitið um það en svo komumst við að samkomulagi um að nota hvort tveggja. Við höfðum tekið þetta með okkur. Hún átti hvort sem var að hverfa. Við gátum ekki látið vitni hlaupa um og saka okkur um nauðgun. Þess vegna notuðum við bæði bensín og olíu til öryggis." Ekki varð vart neinnar iðrunar hjá morðingjanum unga. Það eina sem hann virtist vera leiður yfir var að hann skyldi hafa verið gripinn. Hann og vinur hans höfðu reiknað með að líkið yrði óþekkjanlegt. Get ekki annaö en grátiö Sandro Puppe hefur einnig sent foreldrunum bréf úr fangelsinu. í því stendur meðal annars: „Hæ. Ég veit að ég breytti rangt. Ég sit hér á rúminu mínu á kvöldin og hugsa um gömlu dagana með Stefanie. Þá get ég ekki annað en grátið. Sjáumst, Sandro." Martina Dertz hristir höfuðið um leið og hún brýtur bréfið saman. „Sjáumst. Hvað á hann við með því? Vonandi sjáum við hann aldrei aftur. Jú, við ætlum aö sitja í réttarsalnum þegar þeir verða dæmdir. Ég vona að þeir fái þyngstu mögulegu refsingu. Þeir geta ekki haldið að við sýnum þeim meðaumkun bara vegna þess að þeir biðjast fyrirgefningar. Það er of seint að iðrast nú. Við munum aldrei fyrirgefa þeim. Aldrei. Þeir hefðu alveg eins getað myrt okkur. Því við þaö að missa Stefanie finnst okkur eins og að við séum dáin...“ Ekkjan hvarf sporlaust Pamela Mason sneri ekki heim úr göngunni sem hún fór í fagurt sumarkvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.