Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Blaðsíða 59
67 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 I>V Tilvera DV-MYND INGÖ Lukkuleg brúðhjón Ragnheiður Sara Valdimarsdóttir og Þröstur Friðþjófsson, með Önju Birtu í fanginu, taka hér við glæsilegum verðlaunum úr hendi starfsstúlku Garðheima. Brúðarleikur Garðheima: Heyrnarlaus brúð- hjón unnu dekurdag Þröstur Friðþjófsson og Ragn- heiður Sara Valdimarsdóttir unnu í brúðarleik Garðheima á dögunum en dregiö var úr á annan tug brúð- hjóna. Hjónin, sem gengu í það heilaga 22. apríl, tóku sjálfkrafa þátt í brúð- arleik Garðheima þegar þau keyptu brúðarvönd hjá versluninni. Hjónin hlutu að launum dekurdag hjá heilsulindinni Mecca spa ásamt 10 þúsund króna inneign í blómabúð Garðheima. Að sögn'Þrastar ætla þau hjónin að nota dekurdaginn upp úr miðjum júlí og hlakkar þau bæði til. Ragnheiður er nú í fæðingarorlofi en dóttir þeirra, Anja Birta, varð 1 árs fyrir skömmu. Þröstur stofnaði nýlega fyrirtækið Ýmsar-vörur ehf. sem sérhæfir sig í heildsölu. Hjónin ætla að geyma sér brúð- kaupsferðina fram á næsta sumar en þá er ætlunin að fara til Mallorca og njóta sólarinnar. -jtr Keizo Oshio Listamaðurinn afhjúpar verk sitt í anddyri Sjóvár-Almennra. Stærðfræði- legur skúlptúr I gær var afhjúpað í anddyri Sjó- vár-Almennra eitt af undraverkum japanska skúlptúristans Keizo Us- hio. Síðustu fimmtán ár hefur Us- hio skapað sér sess með fremstu myndhöggvurum veraldar með sin- um líffræði- og stærðfræðilegu skúlptúrformum. Einkennast verk hans af því að hvergi sjást sam- skeyti í hringlaga myndum sem höggnar eru í stein Flest verka hans eru unnin í granít og vega sum björgin allt upp í 25 tonn áður en hann byrjar að meitla úr þeim. Keizo Ushio segir markmið sitt vera að koma listaverkum sínum fyrir í sem flestum löndum en nú þegar má finna verk eftir hann í söfnum og höggmyndagörðum í Ástralíu, Bandaríkjunum, Ind- landi, Nýja-Sjálandi, Þýskalandi, Noregi og Japan. Hingað til lands er hann kominn til að opna sýn- ingu sina í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, en koma hans til landsins er hluti af verkefninu „Japanskir listamenn og listviðburðir" á vegum Ljósaklifs, í samvinnu við Haftiar- fjarðarbæ og Reykjavík - menning- arborg Evrópu. Sýning hans i Hafti- arborg hefst á morgun, laugardag- inn 8. júlí, en opið verður alla daga milli klukkan 12 og 18, nema þriðjudaga. Sjóvá-Almennar eru einn stærsti styrktaraðili Reykjavikur - menn- ingarborgar Evrópu. Safnadagurinn á morgun: Hátíð á söfnum víða um land íslenski safnadag- urinn verður haldinn hátíðlegur á morgun, sunnudaginn 9. júlí. Um 40 söfn um allt land taka þátt í safna- deginum og munu þau sameinast um að bjóða gestum upp á fjölbreyttar og skemmtilegar sýning- ar og viðburði af ýmsu tagi þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Meðal sýninga sem opnaðar verða á morgun eru tvær nýj- ar sýningar í Árbæj- arsafni. Annars veg- ar er um að ræða sýningu á innan- stokksmunum úr heimili Vigfúsar Safnadagurinn haldinn hátíölegur Á morgun veröa opnaðar tvær nýjar sýningar í Árbæjarsafni en alls munu 40 söfn víða um land taka þátt í íslenska safnadeginum. Guðmundssonar bú- fræðings frá Laufás- vegi 43 og hins vegar sýningu á bílaverk- stæði frá 1930 til 1950. Fombílaklúbb- ur íslands mun sýna merka bíla í eigu landsmanna. Á Ak- ureyri standa yfir tvær nýjar sýningar i Minjasafninu. Eyja- fjörður frá öndverðu, Ákureyri - bærinn við Pollinn og ljós- myndir Sigríðar Zoega er meðal þess sem gestir geta notið. Þeir sem hafa áhuga á aö kynna sér safnadaginn nánar geta fundið allar upplýsingar á slóð- inni www.icom.is á Netinu. Jaröskjálftafréttir Helgi Jónasson les DV þar sem fréttir af Suðurlandsskjálfta voru fýrirferöarmiklar. Helgi Jónasson hefur búið á Grænlandi í 20 ár: Hefur fengið öll eintök DV DV, NARSAQ:______________________ „Ég hef fengið öll eintök DV send til Grænlands í öll þau ár sem ég hef búð hér. Þannig hef ég fylgst grannt með öllu sem gerist heima,“ segir Helgi Jónasson, verkstjóri og ferða- málafrömuður í Narsaq á Græn- landi. í bæ Helga, sem er hinn næst- stærsti á Suður-Grænlandi, búa hátt í 2000 manns. Móðir Helga hefur í öll þessi ár sent honum hvert einasta eintak af blaðinu og þannig hefur hann fylgst með þjóðfélagsmálunum á íslandi. „Ég bið spenntur eftir blaðapakk- anum sem móðir mín sendi mér með reglulegu millibili. Ég les blöð- in mjög ítarlega enda þyrstur í frétt- ir að heiman. Þá sýni ég vini mín- um, Stefáni Hrafni Magnússyni, hreindýrabónda í Isortoq, það efni blaðsins sem er á hans áhugasviði," segir Helgi sem ólst upp á Hellu á Rangárvöllum og fylgdist því grannt með jarðskjálftafréttum af íslandi í júnímánuði. „Ég fer daglega inn á fréttavefinn Vísi.is og fæ þannig nýjustu frétt- imar. Þannig fylgdist meö þeim hamfórum sem urðu í minni gömlu heimabyggð. Ég vil þó ekki fyrir neinn mun missa af blaðinu þar sem ég fer nánar ofan í málin,“ seg- ir Helgi. -rt Smiður á áttræðisaldri í grein um hinn áttræða ellilífeyr- irsþega Sverri Vilbergsson í Borgar- nesi, sem smíðar rokka, skútur og drykkjarí- lát, urðu þau mis- tök að hann var sagður heita Sveinn. Um leið og við birtum mynd af Sverri biðjumst við vel- virðingar á mistök- unum. Sverrir Vilbergsson Meö fallegan rokk sem hann smíðaði. www.romeo.is Stórglæsileg netverslun, frábær verð! ótrúleg tilboð Heitur matur í hádeginu. tji&jdrthui 1 íi r'lHI Ki’/S'n í'iji Þimí i? U N@tfðlíU:: Stæm, jjykkari og bragðbetri 115 g Áningarborgari m/ frönskum, kokkteilsósu og pepsi súperdós. Tilboð kr. 590. Bragðgóð og seðjandi 500 g Klúbbsatnloka, aðeins kr. 690. íshorn Áningar - ÍSTILBOÐ Bamaís m/hatti og sleikjó, 60 kr. ís í brauðformi-lítill, 80 kr. ís í brauðformi - stór, 100 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.