Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Blaðsíða 10
10 Skoðun LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiósla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - ABrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiBlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Filmu- og plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. ÁskriftarverB á mánuði 1950 kr. m. vsk. LausasöiuverB 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endur- gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Skýringa óskað á okurverði Það er dýrt að fæða sig á íslandi, svo miklu dýrara en í nágrannalöndunum að ólíðandi er. Verð á matvörum er svimandi hátt í Reykjavík. Það kom í ljós þegar Neyt- endasamtökin könnuðu vöruverð í fimm höfuðborgum Evrópu í júní síðastliðnum. Matvöruverðið var langhæst í Reykjavík en miðað var við verð i Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, London og Brussel. Af 48 vörutegundum sem kannaðar voru var hæsta verðið í Reykjavík í 31 tilviki. í 39 tilvikum af þessum 48 var verðið hæst eða næsthæst í Reykjavík. Aðeins fund- ust tvö dæmi um lægsta verð hér á landi. Matarkarfan í Reykjavík var nær tvöfalt dýrari en i Brussel þar sem hún var ódýrust. í könnun Neytendasamtakanna kom fram að niðurstaðan breyttist lítið þótt verð væri borið saman án virðisaukaskatts. í könnuninni, sem unnin var í samvinnu við samtök neytenda í Danmörku, Svíþjóð, Bretlandi og Belgíu, var kannað verð á algengustu matvörum, nauðsynjavörum fólks. Verslanirnar voru sambærilegar en rétt er að taka fram að í engu landanna var um að ræða könnun í svo- nefndum lágvöruverðsverslunum. Neytendum í öllum borgunum stendur því til boða lægra verð en könnunin sýnir engu að siður sláandi mun á matvöruverði og okk- ur verulega í óhag. Þá er einnig rétt að hafa í huga að verðið er kannað í norður-evrópskum borgum sem þykja dýrar. Því ætti samanburðurinn að vera raunhæfari. Sé litið til landsins í heild má heldur ekki gleyma að vöruverð í Reykjavík er þrátt fyrir allt bærilegra en víðast á landsbyggðinni. íbú- ar víða um land búa því við enn verri stöðu en fólk á höf- uðborgarsvæðinu. Það kemur ekki á óvart að verð á matvöru hér á landi sé hærra en annars staðar þekkist. Almenningur finnur það á pyngju sinni. Þetta þekkja þeir vel sem hafa gert matarinnkaup í öðrum löndum. Þar kemur það þraut- píndum íslendingum sífellt á óvart hversu miklu ódýrara er að kaupa í matinn en hér á landi. Það á við um Evr- ópulönd, eins og glögglega kemur fram í könnun Neyt- endasamtakanna, en ekki síður í Bandaríkjunum, svo lit- ið sé til helstu nágrannalanda okkar í austri og vestri. Könnun sem þessi er gott gagn í baráttu sem nauðsyn- legt er að heyja. Þar verða Neytendasamtökin að halda vöku sinni en einkum almennir neytendur. Formaður Neytendasamtakanna hefur lýst vonbrigðum með þann mikla verðmun sem könnunin sýnir. Samtökin munu krefjast skýringa og senda forsætis- og viðskiptaráðherra óskir þar um. Málið snýr meðal annars að stjórnvöldum er hér hefur verið rekin verndarstefna fyrir innlent grænmeti sem er neytendum afar dýr. Sumir neyðast til að kaupa þessa hollustufæðu á okurverði, aðrir hafa hreinlega ekki efni á hollustunni og verða að leita í það sem er óhollara en um leið á bærilegra verði. Því verður heldur ekki neitað að fákeppni ríkir á mat- vörumarkaði hér. Eftir harða samkeppni matvöruversl- ana fyrir nokkrum árum, sem sannanlega kom neytend- um til góða, varð samþjöppun í eignarhaldi. Eftir standa í meginatriðum tvær verslanakeðjur sem skipta með sér stærstum hluta markaðarins. Það eru gömul og ný sann- indi að um leið og dregur úr samkeppni þá hækkar verð og þjónusta við neytendur verður minni. Stjómvöld, heildsalar og smásalar matvöru, sem og innlendir framleiðendur, skulda neytendum skýringar á okurverði matvæla hér á landi miðað við dýrustu ná- grannalönd. Þar getur smæð markaðarins og fjarlægö ekki ein skýrt þann gríðarlega og óþolandi mun sem er á vöruverðinu. J6nas Kaldur friöur? Bætt samskipti Stjórnvöld í Suður-Kóreu og Norður-Kóreu hafa komiö miklu róti á hermálaumræðu í Asíu. Líkumar á aö takast muni aö binda enda á spennuástandið í sam- skiptum Norður-Kóreu og Suður- Kóreu hafa ekki verið meiri frá því að Kóreustríðinu lauk árið 1953. En sá óvænti árangur, sem náðist á leiðtogafundi Kóreuríkjanna tveggja fyrir skömmu, hefur ekki ekki aðeins vakið vonir um „slök- unarstefnu," heldur einnig aukið á óvissu um framhaldið. Þeim lykil- spurningum er t.d. ósvarað hvort Kóreuríkin muni aðeins taka upp lauslegt samband, hvort þau muni sameinast eða hvort Norður-Kórea verði einhvers konar hjálenda Suð- ur-Kóreu. Spyrja má einnig hvort bætt sambúð Kóreuríkjanna muni leiða til þess að Bandaríkjamenn hverfi á brott með um 35.000 manna herlið sitt frá Suður-Kóreu. Og hver verða áhrifin á samskipti Japans og Bandaríkjanna og Kina og Banda- ríkjanna - eða þær hugmyndir Bandaríkjamanna að koma sér upp gagneldflaugakerfi gegn ríkjum eins og Norður-Kóreu? Fullyrða má að hin nýja staða, sem upp er komin, geti ekki aðeins kollvarpað þjóðfé- lagskerfinu í Norður-Kóreu heldur einnig röksemdum fyrir því að reka óbreytta valdajafnvægispólitík í Asíu. Stalínismi og kapítalismi Hugum fyrst að samskiptum Kóreuríkjanna. Það þarf hvorki skörp augu né Kóreuferð til að sjá að hernaðarlegur og pólitítiskur ágreiningur Kóreuríkjanna er enn mikill. Það breytir því ekki að á síð- ustu árum hafa efnahagstengsl þeirra aukist verulega. Ekki er lengra síöan en árið 1988 að stjórn- völd í Suður-Kóreu afléttu við- skiptabanni á Norður-Kóreu. Nú er Suður-Kórea þriðja stærsta við- skiptaland Norður-Kóreu á eftir Kína og Japan. Ein höfuðástæða þess að Kim Dae Jung, forseti Suður-Kóreu, leggur svo mikla áherslu á að efla við- skiptatengslin er sú að hann vill forðast að stjómmála-, hernaðar,- og efnahagskerfi Norður-Kóreu hrynji, eins og gerðist í Austur-Þýskalandi árið 1989-1990. Það yrði mun dýrara að endurreisa efnahagslífið á skjót- um tíma en með langtímamarkmið að leiðarljósi. Suður-Kóreubúar standa mun verr að vígi á efna- hagsssviðinu en Vestur-Þjóðverjar árið 1990, auk þess sem þeir hafa ekki náð sér að fullu eftir fjár- málakreppuna á árunum 1997-1998. Því hafa stjórnvöld viljað fara hægt í sakimar, hvatt risafyrirtæki, eins og Hyundai, til að fjárfesta í Norð- ur-Kóreu án þess að fóma hagnað- arsjónarmiðum. Ef sama staða hefði komið upp fyrir um 20 árum hefðu suður-kóreskir ráðamenn einfald- lega fyrirskipað þessum fyrirtækj- um að íjármagna endureisnarstarf- ið i Norður-Kóreu án þess að hirða um það hvort fjárfestingarnar skil- uðu arði. Það geta þau ekki lengur og því er ljóst að fjármagn til þess mun að miklu leyti verða sótt í vasa suður- kóreskra skattgreiðenda. Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong II, hefur heimilað aukin efnahags- tengsl við suður-kóreskar fyrir- tækjasamsteypur í von um að bæta efnahagsástandið sem er vægast sagt skelfilegt. Þjóðarframleiðsla hefur farið minnkandi síðastu ár og er aðeins 6% af þjóðarframleiðslu Suður-Kóreu ef miðað er við höfða- tölu. En Kim gerir sér vitaskuld Valur Ingímundarson stjórnmála- sagnfræðingur Erlend tíðindi grein fyrir því að eftir því sem kap- ítalísk áhrif aukast í Norður-Kóreu getur það grafið undan honum sjálf- um og þeim stalinisku stjórnarhátt- um sem hann er fuUtrúi fyrir. Með auknum efnahagsítökum suður- kóreskra stjómvalda og fyrirtækja gæti farið svo aö Norður-Kórea yrði efnahagslega háð Suður-Kóreu. Þannig gætu fyrirtæki í Suður- Kóreu nýtt sér náttúruauðlindir Norður-Kóreu og ódýrt og vel menntað vinnuafl. Með öðrum orð- um gæti myndast nokkurs konar hjálendu-samband milli ríkjanna. Valdajafnvægi í Asíu Spennuástandið á Kóreuskaga varð til þess að Japanar og Banda- ríkjamenn ákváðu að styrkja hern- aðarsamvinnu sína þrátt fyrir enda- lok kalda stríðsins og átti veigamik- inn þátt í að móta hugmyndir Bandaríkjastjómar um að koma sér upp gagneldflaugakerfi. Ef varanleg- ur friður kemst á í samskiptum Kóreuríkjanna, eða þau sameinast, er ljóst að þær forsendur sem liggja stefnu Bandaríkjastjórnar til grund- vallar eru ekki lengur fyrir hendi. í raun má segja, að Kóreuskaginn verði þá að því jaðarsvæði sem hann var í augum Bandaríkjastjóm- ar fyrir innrás Norður-Kóreumanna í Suður-Kóreu árið 1950. Búast má við því að Bandaríkjamenn þurfi að endurmeta hemaðarsamvinnu sína við Japan ef slökunarstefnan festir rætur á Kóreuskaga. Það þýðir að þeir standa frammi fyrir því að skil- greina á mun skýrari hátt þær að- ferðir sem þeir hyggjast beita til að spoma við áhrifamætti Kínverja í Asíu. Og það kynni að leiða til auk- innar spennu í sambúð Bandaríkja- manna og Kínverja. Bætt samskipti Kóreuríkjanna geta því haft afdrifa- rík áhrif á stórveldapólitík í Asíu ekki síður en stjómarhætti í Norð- ur-Kóreu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.