Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Blaðsíða 58
66 ____________________LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 Tilvera dv 1 í f i ö i Landbúnadur í j Laugardal Landbúnaður er llfsnauðsyn er yfirskrift sýningar um íslenskan landbúnað við aldahvörf sem haldin er í Laugardal á sama í tima og Landsmót 2000. Sýning- in er vöru- og þjónustusýning sem á að varpa ljósi á mikilvægi landbúnaðar í nútímaþjóðfélagi. Áhersla er lögð á að kynna nýj- ar búgreinar og sýna nýja tækni sem landbúnaðurinn hefur tekið í þjónustu sína. j Djass 1 ■ DJASS A JOMFRUNNI Siöttu sumartónleikar veitingahússins , Jómfrúrinnar við Lækjargötu fara fram í dag kl. 16-18. Aö þessu . sinni,kemur fram tríó pianóleikar- ans Árna Heiðars Karlssonar. Aörir meöjimir triósins eru bassaleikar- inn Ólafur Stoltzenwald og trommuleikarinn Matthías Hem- stock. Opnanir ■ KEIZO IISHIO Japanski mynd- höggvarinn Keizo Ushio mun standa fyrir sýningu í Hafnarborg, , menningar- og listastofnun Hafnar- fjaröar, eöa nánar tiltekið í Sverris- sal. Sýningin er samvinnuverkefni Ljósaklifs, M2000 og Hafnarborg- ar. ■ MÁLVERK OG MYNDVEFNAÐ- UR Listai^onurnar Kristín Gelrs- dóttlr og Asa Ólafsdóttir opna sýn- ingar í Listasafni ASÍ., Kristín Geirs- dóttir sýnir málverk í Ásmundarsal og Ása Ólafsdóttir sýnir myndvefn- aö í Gryfju. ■ LISTASAFN REYKJAVÍKUR HAFNARHUS Svnine á Ijósmyndum finnska listamannsins Rax Rinnekangas veröur opnuö í Listasafni Reykjavikur - Hafnarhúsi í dag undir yfirskriftinni Andi Evrópu - Spiritus Europaeus. Auk þess veröur opnuö sýning á höggmyndum Gests Þorgrímssonar. Gestur hefur frá miðjum 9. áratugnum unniö nær samfellt aö steinhöggi og höggvið út hin ýmsu form úr marmara, granít og gabbró. ■ SLUNKARÍKI Snillingurinn. rit- höfundurinn, cartoon-istinn, rappar- inn, myndlistarmaöurinn og upples- arinn Hallgrímur Helgason opnar sýninguna Enn fleiri Grimmsævin- týri (More Tajes of Grim) kl. 16 í Slunkaríki á ísafirði, í dag. ■ ÍSLAND MEÐ AUGUM FRANS- MANNA Opnuö hefur veriö sýning í Hafnarborg í Hafnarfirði á Ijós- myndum sem Frakkar tóku á ís- landi á nítjándu öld. ■ KETILSHÚSIÐ Joseph Kurhajec opnar sýningu sína á neöri hæö Ketilshússins á Akureyri kl. 16. Fundir ■ KIRKJUTONLISTARRAÐSTEFNA I SKALHOLTI Samtökin Coliegium Musicum hafa um 15 ára skeið unniö aö rannsóknum á menningar- arfinum sem fólginn er í sönglög- um fyrri alda. Her er um að ræöa fyrstu heildarrannsókn á nótum sem fundist hafa f íslenskum hand- . ritum. Niöurstööur rannsóknanna veröa lagöar fram en þær veröa enn fremur gefnar út á árinu. Sex ung tónskáld hafa verið ráðin til aö gera nýjar útsetningar á nokkrum þessara fornu tónverka og fá gestir ráðstefnunnar aö heyra afrakstur- inn. Verkefniö er unniö í samstarfi við Kristnihátíö og Landsbókasafn. Sjá nánar: Líflð eftir vinnu á Vísi.is Einn alvinsælasti rithöfundur heims á íslandi: Viö megum ekki verða öll eins - segir Michael Crichton, höfundur Timeline og Bráðavaktarinnar Michael Crichton er ekki bara stór vexti (rúmir tveir metrar á hæö) heldur er hann líka stór í óeiginlegum skilningi, stór rithöfundur, og eru bækur hans mjög vinsælar. Það var skemmtilega blandaður hópur fólks sem lagði á sig að bíða upp undir klukkustund til að fá eiginhand- aráritun rithöfundarins Michael Crichton í Pennanum/Eymundsson í Austurstræti. Rithöfundurinn stóri (hann er rúmir tveir metrar á hæð) sat hinn rólegasti í stól sínum í rúmar þijár klukkustundir og spjallaði ljúft við hvem og einn sem til hans kom með eintak af einnhverri hinna fjöl- mörgu bóka hans og bað um áritun. Sumir komu með gamlar bækm- sem greinilega höfðu verið vel og mikið lesnar, aðrir keyptu bók á staðnum og er liklega ekki ofmetið að rúmlega 300 bækur hafi selstþennan tíma. Auðvitað tók þetta mun lengri tíma en áætlað hafði verið og þeir sem biðu rithöfundarins til að taka þátt í næsta atriði á dagskránni voru orðnir dálítið óþolinmóðir þegar klukkan var farin að ganga átta og komin klukkustund fram yfir þann tima sem hann ætlaði að vera í búðinni. En alltaf var Mich- ael jafnþolinmóður og brosti bara sínu fallega, rólega brosi til aðdáenda sinna. Aðaláhugamálið gönguferðir Ein meginástæða þess að Michael Crichton er staddur hér á landi nú er að eiginkona hans hefur gífurlegan áhuga á hestum og er á hestamanna- mótinu í Viðidal. Hún hefur komið hingað áður og á nokkra íslenska hesta þó rithöfundurinn segist ekki vita hversu margir þeir eru. „Ég hef ekki sama áhuga á hestum og eiginkona mín,“ segir hann og bros- ir við. „Ég hef ánægju af þvi að fylgj- ast með því hversu brennandi áhuga hún hefur á þeim og hvað hún getur talað um allt mögulegt sem hestum viðkemur en fyrir mér eru þetta bara dýr. Að vísu falleg dýr og skemmtileg en áhugi minn liggur á öðrum sviðum.“ Og þá liggur beint við að spyrja um áhugasvið hans. „Jú, gönguferðir úti í náttúrunni eru mér mikilvægar og ég geng oft lengi í einu, jafnvel heilan dag ef þvi er að skipta,“ svarar hann. „Það hreinsar hugann og þar sem ég sit mikið og vinn inni er útiveran mér nauðsynleg. Líklega má segja að gönguferðir séu mitt aðaláhugamál." Finnst þér ekkert óþœgilegt að vera svona „eign" almennings og taka á móti stórum hópum fólks eins og nú, fólki sem vill fá eiginhandaráritun þína og hitta þig? „Ég vO auðvitað að fólk lesi það sem ég skrifa og er þakklátur fyrir að fólk hefur áhuga á bókum mínum. Mér þykir fólk yfirleitt áhugavert og hef gaman af því að hitta það og kynnast því og það er skemmtileg tilbreyting að koma hingað og sjá ailt þetta kurt- eisa fólk sem búið er að bíða lengi eft- ir að komast að. Ég gat því miður ekki svarað öllum spumingum þeirra en ég læröi ýmislegt af þeim sem ég spjallaði við.“ Hann átti á stundum erfitt með íslensku stafina og þurfti að fá aðstoð við þá en þótti þeir greinilega áhuga- verðir og þá ekki síður stafsetningin. Það hefur verið haft eftir þér að þú haftr áhyggjur af tœkninni, að hún geti orðió til ills og jafnvel gengió frá okk- ur. Hvað er hceft í þvi? „Ég myndi kannski ekki orða það svona en það sem ég hef áhyggjur af og held að sé full ástæða til er að heim- urinn er að verða mikið til eins all- staðar. Ég var á Akureyri í gær og fyr- ir stuttu var ég í allt öðmm heims- hluta, rétt við Hawai-eyjar, og á báð- um stöðum var verið að sýna sömu kvikmyndina. Mynd sem var fmm- sýnd fyrir örfáum vikum og er nú komin um allan heim. Við þurfum á margbreytileikanum að halda en þró- unin hefur verið sú að við emm öll að verða eins. Með sömu skoðanir, sömu tísku, sömu menningu og Netið verður til þess að þróunin verður enn hraðari en ella. Allar upplýsingar koma mjög hratt fram og fara um allan heim á svipstundu. Ég tel að við verðum að halda við sérkennum þjóðanna og einnig sérkennum fólks innan hverrar þjóðar.“ Bókin Travel í uppáhaldi Mjög er misjafnt hvað Crichton er lengi að vinna bækur sínar og segist hann oft ganga með sögu í maganum í mörg ár áður en hann skrifar nokkuð. Til að mynda segist hann hafa hugsað The Great Train Robbery i 3 ár, Ju- rassic í 8 ár og Disclosure í 5 ár. Til að vinna bækumar fer hann á staði þar sem hann sér aðstæður, talar við sér- fræðinga í því fagi sem um ræðir, les allt sem hann nær í og heldur áfram þar til hann hefur fengið nægar upp- lýsingar að eigin áliti. „Þegar ég er að vinna að bók skrifa ég um það bil sex tíma á dag og hætti svo og fer að sinna öðmm verkefnum. Mér hentar það ákaflega vel en hins vegar þegar ég er í fríi eins og nú tek ég mér gott frí og hugsa ekki um vinn- una. Þó geta auðvitað orðið til hug- myndir í fríum en þær geymast bara og gerjast og svo nota ég þær þegar ég þarf á þeim að halda.“ Hver bóka þinna er í mestu uppá- haldi hjá þér? „Bókin Travel, alveg tvimælalaust. Ég gjörþekki efnið og hafði mikla ánægju af því að skrifa hana.“ Það er ekki hægt að skilja við út- lending án þess að spyrja eitthvað um álit hans á íslandi og til að forðast hina hefðbundu spumingu „hádú- júlækæsland?" er spurt um veðrið, hvort það hafi komið á óvart? „Ég taldi að hér væri miklu kald- ara,“ svarar Crichton og hlær við. „Það er alls ekki mjög kalt hérna þó það sé kannski ekki mjög heitt heldur. En loftið er hressandi og landið er mjög faliegt." Með þessum orðum kveður rithöfundurinn og heldur á næsta áfangastað, langt á eftir áætlun. Fjórgiftur læknir Timeline er nýjasta bók Michaels Crichtons og hefur hún vakið mikla athygli mn allan heim. Aðrar bækur, vel þekktar og vin- sælar hér á landi sem annars staðar, em til dæmis Jurassic Park, Coma, Sphere, Congo og Airfraime. Crichton er fæddur í Chicago 23. október 1942 og er því 57 ára gamall. Hann er fjórgiftur og heitir eiginkona hans Anne-Marie Martin, leikkona og handritshöfundur. Með henni á Crichton dótturina Taylor sem fædd er árið 1988. Anne-Marie er áhuga- manneskja um hesta og þau hjón eru hér nú vegna Landsmóts hestamanna. Faðir hans, John Henderson Crichton, var blaðamaður (nú ritstjóri Advertis- ing Age) og hann hvatti son sinn frá upphafi til að skrifa og hann fór i Harvard-háskólann. Fyrst í ensku- deildina en þar sinnaðist honum við kennara sína sem töldu rithátt hans ekki nógu góðan og þegar hann var 18 ára gamall ákvað hann að enskudeild- in hentaði sér ekki. Úr því fór hann í mannfræðideildina og útskrifaðist þaðan 1965 en fór þaðan í læknadeild Harvard og lauk námi 1969 en lét aldrei verða af því að stunda lækning- ar. Hann ijármagnaði námið með því að skrifa bækur undir ýmsum nöfnum en upp um hann komst þegar hann vann til Edgar Allan Poe-verðlaun- anna fyrir A Case of Need árið 1968. Hann segir sjálfur að fólk hafi talið sig svolítið skrítinn fyrir að hætta frama sínum í læknisfræði til að ger- ast rithöfundur en þekkingin sem hann öðlaðist við vinnu sína á sjúkra- húsi og í læknis- og mannfræðinámi sínu hefur verið honum ómetanleg við skriftimar. Bækur hans fjalla oftar en ekki um það sem er að gerast i heimi tækni og visinda og hann rannsakar viðfangsefnið vel áður en hann sest niður við að skrifa. í mörgum bókanna er hann að fást við það sem er á þröskuidi tækninnar og gefur með því sýn á framtíðina. Ekki aöeins rithöfundur Crichton er ekki aðeins afkastamik- ill rithöfundur. Hann hefur einnig leikstýrt kvikmyndum, skrifað kvik- mynda- og sjónvarpshandrit og fram- leitt nokkrar myndir. Einn alvinsæl- asti sjónvarpsþáttur á Vesturlöndum, ER, eða Bráðavaktin, er hans hugverk og var þegar orðinn til árið 1970 en þá þótti hugmyndin of tæknivædd og of mikill hraði í myndunum til að geta höfðað til almennings. Hann segist ekki lengur koma að því að skrifa þættina því einungis sé hægt að nota sömu höfunda í um tvö ár í senn og því sé fjórði hópurinn frá upphafi við skriftir nú. Jurassic Park er líklega alvin- sælasta bók Crichtons og sú sem mest áhorf hefur fengið sem kvikmynd. Þar tekst honum að búa til líklega atburða- rás sem um leið inniheldur spennu og svolítið grín og vekur um leið áhuga á risaeðlum og einrækt. Nokkru sem verið hefur í sviðsljósinu að undan- fómu og vakið hefur upp siðferðisleg- ar spumingar af ýmsu tagi. En það gera bækur hans gjaman. Hann skrif- ar um læknisfræðileg málefhi með gagnrýnum tón, segir frá ýmsu sem lítið ber á en hefur ef tii vill mikil áhrif, veltir fyrir sér málefnum á borð við jafnrétti kynjanna (Disclosure), rannsóknum á flugslysum, hugsanleg- um heimsóknum geimvera og ferða- lögum aftur í tímann svo nokkuð sé nefnt. Eftir mörgum bóka hans hafa verið gerðar kvikmyndir eða sjón- varpsþættir og i vinnslu er nú Ju- rassic Park 3 sem áætluð er út 2001. Crichton er að vinna að tölvugerð bók- arinnar Timeline en í þeirri gerð get- ur „lesandinn“ farið inn í söguna og upplifað það sem gerist í henni. Hann segist sjáifur vera mjög spenntur fyrir því að vinna sögur sínar á þann hátt, reyndar eftir að þær hafa verið skrif- aðar á hefðbundinn hátt. -vs Ritverk eftir Michael Crichton Odds On, skrifaö undir nafninu John Lange, 1966 Scratch One, skrifaö undir nafninu John Lange, 1967 A Case of Need, skrifaö undir nafn- inu Jefferey Hudson, 1968 The Venom Business, skrifað undir nafninu John Lange, 1969 Zero Cool, skrifaö undir nafninu John Lange, 1969 The Andromeda Strain, 1969 The Terminal man, 1972 Easy Go eða The last Tomb, skrifað undir nafninu John Lange, 1974 Five patients: The Hospital Ex- plained, 1970 Drug of Choice, skrifað undir nafn- inu John Lange, 1970 Grave Descend, skrifaö undir nafn- inu John Lange, 1970 Binary, skrifaö undir nafninu John Lange, 1972 The Great Train Robbery, 1975 Eaters of the Dead (13th Warrior), 1976 Jasper Johns, 1977 Congo, 1980 Electronic Live, 1983 Sphere, 1987 Travels, 1998 Jurassic Park, 1990 Rising Sun, 1992 Disclosure, 1993 The Lost World, 1995 Jasper Johns, endurskoöuö, 1996 Airframe, 1996 Timeline, 1999 Meö bróöur sínum, Douglas Crichton, skrifaöi hann undir nafninu Michael Douglas: Dealing eöa The Berkeley-to-Boston Forty-Brick Lost-Bag Blues, 1971
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.