Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Page 10
10 Skoðun LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 DV Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjori og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason A&stoöarritstjóri: Jðnas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Visir, netútgáfa Frjálsrar fjöimiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Plötugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endur- gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Flugið fer til Keflavíkur Flugvöllurinn í Vatnsmýri er eins mikil tímaskekkja og flugvöllur væri í Central Park í New York og í Hyde Park í London. Þjóöir með ábyrgðartilfinningu leyfa ekki flugvelli í borgarmiðju og enn síður leyfa þær aðflug beint yfir helztu valdastofnanir þjóðfélagsins. Allir aðrir hagsmunir og samanburðarreikningar verða að víkja fyrir þeim hagsmunum, að flugvellir ógni ekki öryggi fólks að óþörfu og setji ekki gangverkið í landsstjórninni í hættu. Flugvöllurinn í Vatnsmýri full- nægir engum skilyrðum og kemur því ekki til álita. Ráðamenn Reykjavíkur gerðu afdrifarík mistök, þegar þeir leyfðu samgönguráðuneytinu að endumýja brautir flugvallarins í Vatnsmýri. Augljóst var, að hinar dýru framkvæmdir, sem kallaðar voru viðhald, mundu verða notaðar til að festa þennan fáránlega flugvöll í sessi. Við verðum bara að vona, að ekki verði nein slys, unz málið leysist af sjálfu sér og innanlandsflugið flytzt til Keflavíkurflugvallar. Um það verður ekki tekin nein ís- lenzk ákvörðun, heldur ákveða bandarísk stjórnvöld einn góðan veðurdag, að þau tími ekki að reka hann. Við vitum ekki, hvort það gerist á næsta ári eða eftir einn áratug. Við getum hins vegar sagt okkur sjálf, að ut- anríkismál Bandaríkjanna snúast ekki lengur um norð- urslóðir, heldur um hættuna af hryðjuverkaríkjum í suðri. Flugherstöð á Miðnesheiði er orðin úrelt. Þegar Bandaríkjamenn að lokum segja nóg komið, munu íslenzk stjómvöld reka sig á, að rekstur Keflavík- urflugvallar í millilandaflugi verður svo dýr, að þau hafa ekki ráð á þeim lúxus að reka sérstakan flugvöll fyrir innanlandsflug, hvorki í Vatnsmýri né suður með sjó. Þá verður innanlandsflugið formálalítið flutt suður á Keflavíkurflugvöll og reist þar flugstöð fyrir innanlands- flug. Það verður þá ódýrasti kosturinn í stöðunni og raunar sá eini, sem kemur til greina, enda verður þá væntanlega búið að tvöfalda Reykjanesbraut. Marklausir em útreikningar á vegum Flugmálastjórn- ar um kostnað við aukna slysahættu á Reykjanesbraut, enda hafa þeir ekki reiknað fulla slysahættu inn í dæmi flugvaUarins í Vatnsmýri. Stórslysahætta á tvöfaldri Reykjanesbraut verður ekki sambærileg við Kvosina. Hagsmunaaðilar Vatnsmýrar undir forustu Flugmála- stjórnar hafa ýkt mjög kostnað og óþægindi af flutningi innanlandsflugs til Keflavíkur. Það mun ekki lengja ferð- ir innanlands um 102 mínútur, heldur 30 mínútur, ef mið- að er við raunverulega miðju höfuðborgarsvæðisins. Frá Smáranum í Kópavogi eru 35 mínútur til Keflavík- urflugvallar og 15 mínútur til flugvallarins i Vatnsmýri. Mismunurinn er aðeins 20 mínútur. Við það bætast 5 mínútur i lengdum akstri flugvéla á brautum og 5 mínút- ur í lengri flugtíma, sem hækkar miðaverð um 2%. Þetta mun færa einhverja flutninga úr lofti yfir á vegi, en mun ekki nægja til að draga úr flugi til Akureyrar, Eg- ilsstaða, ísafjarðar og Vestmannaeyja. Með háum far- gjöldum er Flugfélag íslands einfært um fækkun ferða, enda dróst innanlandsflug saman um 6% í fyrra. Skoðanakannanir hafa leitt í ljós, að flutningur innan- landsflugs til Keflavíkur mun ekki breyta ferðaháttum tveggja þriðju hluta þjóðarinnar. Og með aukinni notkun þyrlna í sjúkraflugi mun ekki lengur verða þörf á flug- velli i nágrenni hátæknisjúkrahúsa höfuðborgarinnar. Fyrr eða síðar mun heimspólitíkin kasta Keflavíkur- flugvelli í fang okkar. Þá tekur ákvörðunin sig sjálf og innanlandsflugið verður formálalítið flutt þangað. ______ Jónas Kristjánsson Minni og „gleymskacc Enn á ný er minningin um of- sóknir nasista á stríðsárunum i brennidepli. Komið hafa fram ásak- anir og málsókn á hendur banda- ríska stórfyrirtækinu IBM: í nýrri bók er því haldið fram að það hafi átt þátt í helforinni með því að sjá Þjóðverjum fyrir reiknivél sem hafi auðveldað flokkun fórnarlamba og flýtt fyrir því ferli sem leiddi til út- rýmingarherferðarinnar. Lengi hef- ur verið vitað að bandarískir bank- ar og fyrirtæki áttu í fjárhagstengsl- um viö nasistastjórnina. Og það er kominn tími til að gefa þessum Atl- antshafstengslum meiri gaum. En það er fullkomlega ástæðu- laust draga þá ályktun að beint or- sakasamhengi sé milli reiknivélar IBM og „afkastagetu" Þjóðverja í of- sóknum sínum. Þeir þurftu ekkert á henni að halda. Öllum gyðingum var t.d. gert að láta vita af sér, auk þess sem nasistar gátu stuðst við nákvæmar íbúaskrár úr gyðinga- hverfum. Og það eru fleiri hliðar á þessu máli. Forsenda samkomulags sem þýska ríkisstjórnin og ýmis stórfyrirtæki gerðu í fyrra um að greiða 1,2 milljónum manna skaða- bætur - þeim sem voru í nauðung- ar- og þrælavinnu á dögum Þriðja ríkisins - var sú að allar málsóknir á hendur þessum aðilum í Banda- ríkjunum yrðu látnar niður falla. Það er því kaldhæðnislegt að upp- ljóstranir um óbeina þátttöku IBM í ofsóknarherferð nasista geti tafið þessar greiðslur, enda má gera ráð fyrir því að um 10-15% sem eiga rétt á bótagreiðslum deyi á þessu ári. Gagnrýni á „helfarariðnað" Á sama tíma og þessar ásakanir koma fram er bandaríski stjórn- málafræðingurinn Norman Finkel- stein í Evrópu að kynna þýska þýð- ingu á bók sinni Helfarariðnaðin- um. Hún kom út í fyrra og vakti strax hörð viðbrögð: Þar ræðst hann á samtök gyðinga í Bandaríkj- unum fyrir að hafa helförina að fé- þúfu. Finkelstein, sem er gyðingur, gerir skýran greinarmun á útrým- ingarherferð nasista gegn gyðingum og öðrum og hugtakinu „helför- inni“. í hans augum er hið síðar- nefnda hugmyndafræðilegt vopn til réttlætingar stefnu ísraelsmanna með því að draga upp fórnarlamba- ímynd af gyðingum. í raun hafi bandarískir gyðingar ekki hugsað mikið um fyrirbærið fyrr en Bandaríkin og ísrael mynd- uðu með sér bandalag í kalda stríð- inu eftir sex daga stríðið árið 1967 og Yom Kippur-stríðið árið 1973. Nú beiti gyðingasamtök þessu vopni til fjárkúgunar (svissneskir bankar; þýsk stórfyrirtæki). Það má gagn- rýna Finkelstein fyrir smættar- hyggju - fyrir að leggja of mikla Sögulegt minni um grimmdarverk Þjóðverja í seinni heimsstyrjöld er farið að taka á sig æ pólitískari mynd í samtímaumræðu. Málið snýst ekki að- eins um skaðabætur handa fórnarlömbum, heldur einnig um sekt fýrirtækja og banka beggja vegna Atlantshafsins og túlkun stjórnvalda á þjóðarmorð- um. Bandaríski stjórnmálafræðingurinn Norman Finkelstein hefur í nýlegri bók gagnrýnt harðlega það sem hann nefnir helfarariðnað, en viðbrögðin í Þýskalandi hafa verið neikvæð. Á myndinni sést Michael Hausfeld lögmaður ræða um mál sem fórnarlömb helfararinnar sækja gegn IBM. ingarfundinn í Þýskalandi í síðustu viku bendir allt til þess að Finkel- stein eigi ekki náðuga daga fyrir höndum. Þar fór allt í háa loft og fundurinn leystist nánast upp. Umræða á villigötum Síðustu tvo áratugi hefur vest- rænn menningariðnaður verið gagntekinn af minningunni um hel- fórina. Sá pólitíski tvískinnungur sem einkennir samtímarumræðu um hana birtist helst í tilraunum til að minnast hennar með táknrænum hætti: Helfararsafnið í Washington og væntanlegt minnismerki í miðri Berlín eru dæmi þess. Hins vegar hefur engin áhersla verið lögð á að reisa slík minnismerki fyrir önnur fómarlömb „þjóðarmorðs“ eins og frumbyggja Norður-Ameríku, Armena eða sígauna. Því hefur ver- ið haldið fram að helforina hafi ver- ið einstakt og óútskýranlegt fyrir- bæri, en með slíkri túlkun er verið að draga fórnarlömb i dilka sem er gjörsamlega óverjandi. Á undan- förnum vikum hefur þessi umræða snúist uppi í farsa. Eftir að frönsk stjórnvöld lýstu yfir því að fjöldamorð Tyrkja á Armenum árið 1915 flokkuðust undir þjóðarmorð hétu borgaryfirvöld í Ankara því að reisa minnismerki um þá 500 þús- und Alsírsbúa sem létu lifið í ný- lendustríðinu við Frakka á árunum 1954-1962. Með öðrum orðum er far- ið að nota sögulegt minni um fjöldamorð sem kaldrifjað tæki í stjórnmálabaráttu samtímans. Það gerir lítið úr öllum fórnarlömbum ofsókna og gildir þá einu hvort það eru Alsírsbúar, Armenar, sígaunar, eða gyðingar. áherslu samantekin ráð pólitískra valdahópa í Bandaríkjunum og ísra- el. Gyðingar voru heldur í engri að- stöðu til að gera mikið úr minning- unni um útrýmingarherferðina eftir seinni heimsstyrjöld. Hann hefði einnig getað lagt meiri áherslu á áhrif Eichmann-réttarhaldanna í Jerúsalem árið 1961 á sögulegt minni bandarískra gyðinga um hel- förina. Þá tókst ísraelsmönnum í fyrsta sinn að aðgreina grimmdar- verk Þjóðverja gegn gyðingum frá almennum glæpum þeirra gegn öðr- um þjóðum og minnihlutahópum. Hins vegar á hörð gagnrýni hans á hugmyndir um að greiða afkomend- Valur Ingimundarson stjórnmála- sagnfrædingur um fórnarlambanna skaðabætur eða nota hluta fjárins til að styrkja starfsemi gyðingasamtaka fullkom- inn rétt á sér. Ekki þarf að koma á óvart að þýsk viðbrögð við bók Finkelsteins hafa verið neikvæð. Þjóðverjar ótt- ast, að hún muni vekja upp andúö á gyðingum og verði vatn á myllu hægri öfgaöfla (enda þótt Finkel- stein sé harður vinstrimaður). Og þeir eru ekki enn reiðubúnir að gagnrýna stefnu ísraelsstjórnar vegna fortiðarvanda síns. Pólitiskur fórnarkostnaður yrði einfaldlega of hár. Og ef marka má fyrsta kynn- mm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.