Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Síða 13
13
LAUGARDAGUR 17. FEB'RÚAR 2001
DV___________________________________________________________________________________________________Helgarblað
Æi, bíttu í þig
- sagði Anna
Líf Önnu Nicole Smith er enginn
dans á rósum þessa dagana. Eftir stutt
en árangursríkt samband hennar við
Howards Marshall hefur skipting arfs-
ins milli hennar og sona karlsins ver-
ið mikið hitamál. Synirnir eru sem
kunnugt er ekki ýkja ánægðir með
Önnu Nicole og telja hana hafa mis-
notað húsbónda sinn sem var
nokkrum áratugum eldri en hún. Þeir
segja Önnu Nicole einungis hafa verið
í sambandinu fyrir peningana.
Nú hefur Anna Nicole dregist inn í
baráttu bræðranna Howards yngri og
Pierce Marshall en Howard hefur far-
ið í mál við Pierce til þess að fá stærri
hluta af arfinum. Anna tók afstöðu
með Howard og hefur verið leidd í
vitnastúku vegna málsins.
Auðvitað lætur Anna Nicole ekki
sitt eftir liggja enda annáluð baráttu-
kona. Hún sakar Pierce um að hafa
reynt að bana föður sínum með því að
kæfa hann. Fullyrðingar hennar hafa
ekki hitt í mark hjá dómaranum sem
hefur sett mjög ofan i við' hana fyrir
óábyrgt tal. Dómarinn hefur látið
þurrka út sögu hennar um að gamli
maðurinn hafi kafnað þegar hann var
að borða kjúklingasúpu. Pierce hafi
ekki viljað viðurkenna að gamli mað-
urinn þyrfti aðstoð, vildi ekki lífgun-
araðgerðir og því fór sem fór. Og allir
urðu ríkir - bara misríkir.
Lögmaður Pierce brást ókvæða við
ásökunum hennar og spurði hana
hvort hún hefði verið á leiklistarnám-
skeiði. Því svaraði Anna Nicole: „Æi,
bíttu í þig.“
Hver á að ráða?
Elizabeth Hurley og Matthew Perry
leika saman í nýrri mynd sem verið
er að taka upp í Dallas. Myndin heitir
Servicing Sara og leikur Liz að sjálf-
sögðu Söru. Það að vera í titli mynd-
arinnar gefur henni að sjálfsögðu
nokkurt forskot á Matthew.
Mikið hefur verið gert úr meintu
sambandi Liz og Matthews. Þau eiga
að vera mjög náin og æfa sig einstak-
lega vel fyrir allar tökur og skiptast
þá oft á að láta hótelherbergi sín und-
ir æfingar. Hvort þessar sögusagnir
eru réttar er erfitt að segja um en ljóst
er að Jamie Tarses sem hefur verið
kærasta Matthew með hléum siðustu
árin tekur enga áhættu. Hún hefur að
sögn þeirra sem til þekkja eytt stórfé
í flugferðir milli Los Angeles og
Dallas þar sem hún vill vera sem mest
til að hafa auga með þeim skötuhjú-
um.
Sumir vilja meina að þrátt fyrir
sögusagnir þá sé lítt kært með þeim
Liz og Matthew. í raun séu þau frekar
hunds- og kattarleg. Bæði vilja þau
vera aðalstjörnurnar á svæðinu og
vill Liz stöðugt fá stærri og stærri
glæsibifreiðar til að rúnta með sig um
svæðið. Matthew er ekki mikið fyrir
að rúnta þannig að hann hefur ákveð-
ið að fá athyglina út á að vilja breyta
öllum línum sem hann á að fara með
í myndinni. Samkeppnin um stærsta
egóið er því í fullum gangi í DaOas.
Og við fáum að fylgjast með því á
næstu vikum hvernig fer. Líkast til
mun Liz þó vinna.
Er Sharon óþolandi?
Sharon Stone hefur verið aðalper-
sónan í fjörugri sápuóperu sem skrif-
ar sig algjörlega sjálf. Sápuóperan er
havaríið í kringum framhald myndar-
innar Basic Instinct en eins og kunn-
ugt er hafa aðstandendur myndarinn-
ar gengið í gegnum nokkrar hremm-
ingar vegna myndarinnar. Erfiðlega
hefur gengið að fá leikstjóra til að
stýra gerð myndarinnar og nú síðast
gekk David Cronenberg út úr starf-
inu. Sagt er að hann og Sharon Stone
hafi verið algjörlega á öndverðum
meiði varðandi alla framkvæmd
myndarinnar og samstarfi þeirra hafi
lokið með miklum sprengjugný. Shar-
on segir ekkert hafa komið upp á og
hún og David séu enn góðir vinir.
Fyrir fáum vikum hætti Kurt
Russell við að taka þátt í gerð mynd-
arinnar og leika á móti Sharon. Hann
var þá sá fjórði sem hafnaði mynd-
inni. Áður höfðu Michael Douglas,
sem lék í fyrri myndinni, Russell
Crowe og Robert Downey Jr. látið
myndina lönd og leið.
Nú virðist þó vera að birta til í ver-
búðum Basic Instinct 2 fólksins. Sagt
er að John McTiernan sé tilbúinn til
að taka myndina að sér og hann hafi
fundið nýjan leikara á móti Sharon
Stone. Sá er ekki mjög þekktur enn
sem komið er en hann hefur fengið
glimrandi gagnrýni fyrir leik sinn í
myndinni Thirteen Days sem er
nýjasta mynd Kevins Costner. Nafn
leikarans er Bruce Greenwood.
Talsmenn Greenwood segja að ef
myndin komist á skrið muni hann
leika í henni. Eftir allt sem gengið hef-
ur á í kringum myndina þá er þetta
eina ef ansi stórt.
jLJjjiEirbLskllfiDLjrjfjfi 2001 .
\
-
t
Knt A
52.860.
„. .nnniv 21ullorðna og2born
■J40
ániannm.v.
2i« -11 érai2v.ku.
*toaiin m.v. ? 'b# kt~
. InnHalið: Flug. gisting á Skala
0q allir llugvallarskattar.
4 I i _
^WrlluoZZT^Ptndora
JOnkS
i V/SA W
-: ''ýý:v ■'íÍfc
flrlH
* Marmaris “ í fyrsta sinn frá íslandi,
beint leiguflug til Marmaris
Krít " hótel Antonis, Skala og fleiri góðir gististaðir.
Benidorm “ glænýtt hótel í hjarta Benidorm.
Blönduós Borgames ísafjörður Sauðarkrókur Akuroyri Egilsstaðir SeHoss Vestmannaeyjar Keflavik Crindavík
S: 452 4168 S. 437 1040 S: 456 5111 S: 453 6262 S: 585 4200 S: 471 2000 S: 482 1666 S: 481 1450 S: 585 4250 S: 426 8060
Söluskrifstofur Plúsferða: Faxafeni 5 • 108 Reykjavík og Hlíðasniára 15 • 200 Kópavogur
Sími 535 2100 • Fax 535 2110 • Netfang plusf@plusferdir.is • Veffang www.plusferdir.is
Bókað og staðfest samtími?.