Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Qupperneq 43

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Qupperneq 43
51 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 DV Tilvera Linda Dögg Hlööversdóttir: Þó held ég aö sælkerar elns og ég ættu að vera fegnir því að hafa ekki alltaf fastan kvöldmat, það gæti orðið ansi dýrt, aö ég tali nú ekki um tímann sem færi í föndrið. “ Nágrannabragur í Stúdentagörðunum - og matarboðin á öllum hæðum Grillaðar lambasneiðar með skinku og goudaosti Þetta er lambakjötsréttur eins og þeir vilja hafa það í Austur- löndum fjær. Fyrir fjóra. 800 g lambalærisvöðvi 100 g skinka í sneiðum 100 g goudaostur, i sneiðum salt og pipar 4 stk. rauðlaukur 4 stk. stórar bökunarkartöflur 1 1/2 dl ólífuolía 3 msk. hunang 50 g smjör Austurlensk kryddósa 4 msk. sojasósa 2 msk. sítrónusafi 2 stk. grænn chilipipar, saxaður og kjarnhreinsaður 3 stk. hvítlauksrif (marin) 2 msk. sesamolía Blandið öllu saman og berið fram kalt með kjötinu. Skerið lambavöðvana í 2 sm þykkar sneiðar, kryddið með ný- möluðum pipar, penslið með olíu. Saltið kjötið eftir smekk. Grillið í 4-5 mínútur á hvorri hlið. Þegar sneiðarnar eru hæfilega steiktar er skinkusneið lögð ofan á hvert kjöt- stykki og ostur ofan á skinkuna, líkt og gert er við hamborgara. Snyrtið laukinn lltillega, kryddið með salti, hunangi og smjöri og pakkið inn í álpappír (hverjum lauk fyrir sig) og leggið á grillið í 4-5 mínútur. Skerið kartöflurnar í 1/2 sm þykkar sneiðar, kryddið með salti og pipar, penslið með olíu og leggið á grillið með lambasneiðunum í 4-5 mínútur. Meðlæti Austurlensk kryddsósa, grillaður laukur og griUaðar kartöUusneiðar. Píta með buffi Ódýrt, létt og fljótlegt Fyrir fjóra 800 g ungnautahakk 8 stk. pítubrauð 2 stk. tómatar, skornir í sneiðar 1/2 stk. jöklasalat, saxað 1/4 stk. agúrka, skorin í sneiðar 2 1/2 dl pítusósa 1/2 tsk. oregano, þurrkað 11/2 tsk. McCormick BroUed Steak Seasoning salt Hakkið er kryddað með kryddsaltinu og mótaö í 8 buff, þau síðan griUuð í 8-10 mínútur og snú- ið eftir þörfum. Pítubrauðið griUað í stutta stund, síðan er buffinu og öllu grænmetinu komið fyrir í brauðinu. Pítusósu sprautað í að lokum og oregano stráð yfir. Meðlæti Tómat- og agúrkusneiðar. Það er Linda Dögg Hlöðversdóttir sáUræðinemi sem er matgæðingur vikunnar að þessu sinni. Hún segir að sér fmnist mjög gaman að elda, og þó hún kannski standi ekki yfir pottunum aUa daga vikunnar þá reyni hún að elda eins oft og tími gefst. „Það er bara einhvern veginn þannig að þegar maður býr einn þá er það ekki inni í dagskránni að elda. Þó held ég að sælkerar eins og ég ættu að vera fegnir því að hafa ekki aUtaf fastan kvöldmat, það gæti orðið ansi dýrt, aö ég tali nú ekki um tímann sem færi í fóndriö," segir Linda sem býr í Stúdentagörð- unum og það er svolítiU „Nágranna- bragur" á þeim bæjunum. En er ekki hægt að slá tvær flug- ur í einu höggi og elda bara hrein- lega með nágrannunum? „Jú, það vUl svo skemmtUega til að ég er í matarklúbbi og við eldum saman einu sinni í viku, þessi klúbbur samanstendur af um tutt- ugu manns sem eru allt nágrannar minir. Reglan er sú að þrir eldi sam- an fyrir aUa og þetta hefur heppnast alveg frábærlega. Nema kannski einu sinni, þá þurfti það auðvitað að vera minn hópur. Uppi varð fótur og fit Málið er að við vorum að elda fyr- ir þennan 20 manna friða hóp og stóð til að elda kjúkling eins og hann gerist bestur. Gestimir höfðu komið sér fyrir til að setjast að snæðingi og aUt var komið á borðið nema kjúklingurinn. Þegar ég svo opna ofninn fékk ég algjört sjokk. Kjúklingarnir voru hráir sökum þess hve ofninn var lélegur. Við þre- menningamir vorum ekki tilbúin að viðurkenna þessi mistök okkar og sögðum að það yrði örlítU seink- un. Það varð uppi fótur og fit í eld- húsinu og við tókum kjúklingana út úr ofninum og við tók að hlaupa á miUi annarra nágranna með kjúklingana í leit að örbylgjuofnum. Kjúklingarnir voru semsagt komnir í nokkrar íbúðir og við hlaupandi á milli hæða og íbúða að athuga hvernig matreiðslan gengi hjá ná- grönnunum sem voru komnir á kaf í eldamennskuna. Auðvitað komst þetta upp því þetta tók lengri tíma en við var að búast. En hér ætla ég að gefa upp mína uppáhaldsuppskrift sem er að ein- staklega góðum kjúklingarétti," seg- ir Linda að lokum. Balsamickjúklingur meö hvítlauks-kuskús Fyrir 4 4 kjúklingabringur 1/3 bolli balsamic-edik 1/2 bolli kjúklingasoð 2 msk. sykur 1 hvítlauksrif, marið 11/2 boUi kúskús 2 1/4 boUi heitt kjúklingasoð 60 g smjör 4 hvítlauksrif, skorin i sneiðar 2 tsk. fersk timian Aðferð - marinering: Kjúklingabringumar lagðar á grunnan disk. Balsamic-ediki, kjúklingasoði ásamt sykri og hvít- lauksrifinu heUt yfir. Marinerað í 10 mínútur á hvorri hlið. Aðferð - marinering: Heitu kjúklingasoðinu er heUt yfir kúskúsið. HeUt í skál og plast- filma sett yfir. Látið standa í 5 mín- útur þar til aUt vatnið er farið. Panna hituð á miðlungshita og hvítlaukurinn og timianið steikt upp úr smjöri í 3 mínútur. Kúskús- inu er bætt á pönnuna og hrært í 2 mínútur. Nykaup Þar semferskleikinn býr Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. Aðferð - kjúkUngur: Forhitið pönnu á miðlungshita og kjúklingabringurnar settar á og steiktar í 3-4 mínútur á hvorri hlið. Marineringin er sett á pönnuna og eldað i 1 mínútur á hvorri hlið eða þar til marineringin hefur stiknað. Borið fram með fersku salati. Kjötsúpa sælkerans Fyrir 6 2 dósir CampbeUs-kjötseyði (consommé) 8 dl vatn 5 súputeningar (Maggi) 50 g hveiti 50 g smjörlíki 2 dl rjómi 1 gulrót 2 msk. gróft söxuð seUerírót 2 belgbaunir 1 lítiU vorlaukur 100 g meyrt nautakjöt BrauðkoUur -r' 450 g hveiti 1 bréf þurrger 1 tsk. salt 2 1/2 dl volgt vatn 1 dl matarolía Setjið kjötseyðið í pott ásamt vatn- inu og súputeningunum, bakið upp við smjörl&inu og hveitinu. Látið sjóða við vægan hita í fimm mínútur, fleytið froðuna ofan af og bætið síðan rjóman- um út í. Skerið gulrætur, belgbaunir og vorlauk í fina strimla og bætið í ásamt seUerírót. Skerið hrátt kjötið í t fina strimla (3-5 mm) og setjið í súp- una um leið og hún er borin fram. Brauökollur Blandið öUum þurrefnum saman. Leysið gerið upp i volgu vatni (37° C) og heUið saman við þurrefnin ásamt matarolíunni. Hnoðið vandlega. Deigið er síðan hvUt undir dúk í 10-15 mínút- ur áður en það er hnoðað á ný, mótað í boUur (eða eina lengju) og sett á bök- unarplötu. Látið hefast við stofuhita í hálfan annan tíma. Sett í 200° C heitan ofn og bakað i 10-15 mínútur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.