Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Side 6
6 LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 Fréttir Hugmyndir Samfylkingar krafa um meiri opinbera forsjá: Krampakennd endur- reisn gamla kerfisins - segir Pétur H. Blöndal og telur opinber afskipti hafa drepiö markaöinn „Pétur H. Blöndal alþingismaður segir að með hugmyndum Samfylk- ingarinnar um lausn á vanda leigu- markaðarins, sem lagðar voru fram á þingi á fimmtudag, vilji menn með krampakenndum hætti endurreisa gamla kerfiö. „Ég held að reynslan af því leigu- fyrirkomulagi sem við vorum að kveðja hafi ekki verið góð. Ég tel það miklu skynsamlegra að búa til almennan leigumarkaö með því að skoða við hvers konar umhverfi þeir búa sem leigja út frá sér. Einnig hvemig á því stendur að það vill enginn leigja út frá sér. Þá vakna t.d. spurningar um hvort leigan sé of lág, hvort skattlagning- in sé of mikil og hvort verið geti að fasteignagjöldin drepi þennan markað. Hvað er það sem veldur því meðal annars að flutningsmenn þessa fnunvarps eru sjáifir ekki til- búnir til að fjárfesta í eignum til að leigja út? Þetta eru atriði sem ég tel frekar þörf á að skoða heldur en að gera kröfu um meiri opinbera forsjá á þessum markaði. Það er einmitt op- DV-MYND GYLFl GUÐJÓNSSON Varaði sig ekki á ísregninu ísregn gerði á Suðvesturlandi í gær en það er tiltölulega sjaldgæfur viðburður. Þarna er um að ræða rigningu sem verður að hörðum ís þegar hún lendir til dæmis á bíl- rúðu eða yfirborði vega enda frost við jörð. Þá verður launhált og hálka getur orðið gífurleg án þess að hún sjáist berum augum. Þessi bíll á Vesturlandsvegi við Suður- landsveg fór flatt í ísrigningunni og svo fór um marga aðra, einnig gang- andi fólk.Lögregla varaði ákaft við þessari hálkumyndun strax um morguninn. -GG Jólapakkinn kom til baka: Tveggja mánaða skinka lyktaði vægast sagt illa DV. HORNAFIRDI: Jólapakki, sem Eiríkur Þorvalds- son í Færeyjum sendi til foreldra sinna á Hornafirði 17. desember, kom til baka 21. febrúar. Pakkinn var sendur í flugpósti og meðal ann- ars vamings var í honum lítill skinkubiti, reyktur og soðinn, í loft- tæmdum umbúðum og vel merktur. Þegar pakkinn kom ekki til skila fyrir jól og ekki fyrir áramót var reynt að leita hann uppi og fengust margvísleg svör. Um síöir fékkst það upp að pakkinn heföi verið stöðvaður í tolli vegna ólögmæts innflutnings. Vildi tollurinn fá að vita hvað gera ætti viö skinkuna, þ.e hvort taka ætti hana úr pakkan- um og senda svo pakkann til mót- takanda og bað Eiríkur um að svo yrði gert. Ekki leystist málið með þessum aðgerðum því fjórum vikum seinna barst Eiríki bréf á frönsku þar sem beðið var um skriflegt leyfi fyrir því að skinkan væri tekin úr pakkan- um. Það leyfi var undirritað og sent strax til baka. Þann 21. febrúar kom svo jóla- pakkinn til baka með öllu sem sent var og var skinkan vægast sagt illa lyktandi eftir rúmlega tveggja mán- aða ferðalag. -JI F e r m i n g FermingartUboð 20% afsláttur af U)kum,pífulökum, dýnuhtífum, koddum og NASA heilsukoddum Ný amerísk dýnustærð Emo 120x200 aðeins í Marco Happdrœtti Tttboðsveri á dýman m/sUUgmul Tbgundir Bállct Captivation Malibu 'IVvin 97x190 cra 37.050,- 52.250,- 43.700,- TVvin XL 97x203 cm 38.950,- 56.050,- 46.550,- Full 135x190 cm 45.600,- 65.550,- 54.150,- Full XL 135x203 cm 47.500,- 68.400,- 56.050,- Euro 120x200 cm 54.150,- Rúmteppi í úrvali Nöfn þeirra sem kaupa rúmdýnur til fermingargjafa í mars til maí fara í lukkupottinn. Dregið verður 28. inaí n.k. Vinningur er: Hvúdarstóll frá Action Lane aö verðniceti kr. 39.900 Oiiid laitgani. kL 11 - Virka tlas.n kl. 9 Mörkinni 4 • 108 Reykjavík Smti: 533 3500 • Fax: 533 3510 • wivn.tuaiTO.is styðjum bakið Pétur H. Blöndal. Jóhanna Siguröardóttir. inbera leigan sem hefur drepið leigumarkaðinn. Menn geta ekki keppt við niðurgreidda leigu sem veitt er á alls konar forsendum. Það má kannski segja að einka- leigumarkaðurinn á íslandi hafi ekki borið sitt barr eftir það sem á undan er gengið á opinberum leigu- markaði. Það er samt ljóst að íbúðir vantar á þennan markað, svo greinilegt er að eitthvað er að. Jóhanna Sigurðardóttir, þing- maöur Samfylkingarinnar, sagði al- gjört neyðarástand ríkjandi á leigu- markaði og nærri 2000 manns á biðlistum. Hugmyndir Samfylking- arinnar ganga út á að þegar í stað verði ríkisvaldinu, í samráði við sveitarfélög, verkalýðshreyfinguna, félagasamtök og lífeyrissjóði, falið að ráðast í sameiginlegt átak með það að markmiði að leysa vandann á húsaleigumarkaðnum. Jóhanna og telur að átakið kosti 4-6 millj- arða á fjórum árum og ríkið greiði 85%. Þeim verði hrundið af stað eigi síðar en 1. júlí í sumar og heimild veitt á 95% láni til sveitarfélaga og félagasamtaka og annarra aðila sem hafa það að markmiði að koma á fót leiguhúsnæði á viðráðanlegum kjör- um fyrir láglaunafólk. Stofnað verði til sérstaks lánaflokks við íbúða- lánasjóð. Vaxtaendurgreiðslur og/eða stofnstyrkir, svo og húsa- leigubætur, tryggi að leigukjör fari ekki yfir 6% af stofnverði ibúðar. Stimpilgjöld falli niður hjá fram- kvæmdaaðilum leiguíbúða og kann- aðir verði möguleikar á afslætti af gatnagerðargjöldum. Skattlagning á húsaleigubótum verði felld niður og rýmkuð skilyrði til að fá húsaleigu- bætur. Gert er ráð fyrir að ríkissjóð- ur greiði 85% þess framlags sem til þarf til að ná ofangreindu markmiði og sveitarfélögin 15%. -HKr. Sandkorn <wwm*m***f-- uu.oiun, Höröur Kristjánsson netfang: sandkom@ff.is Flott langtímaplott! Sagan segir að framboð Sivjar Friðleifsdóttur í embætti ritara Framsóknarflokks- ins sé lang- tímaplott sem ætt- að sé úr smiðju eiginmanns Sivj- ar, Þorsteins Húnbogasonar. Plottið er bráð- snjallt þar sem fullvíst þyki að náin samvinna verði á milli henn- ar og varaformannsframbjóðand- ans, Guðna Ágústssonar, í kom- andi slag á landsþingi. Með því að styðja Guðna í varaformannsstól skapi Siv sér mjög vænlega stöðu þegar að því komi að Guðni flytjist upp um sæti og í stól formanns Framsóknarflokksins. Þá veröi Siv nánast sjálfkjörinn varaformaður og þá auövitað formaður i fram- haldi af því... Valgerður pirruð Mikill pirringur er innan Fram- sóknarffokksins eftir ráöningu Árna Tómasson- ar, sonar Tómas- ar Árnasonar, fyrrum ráðherra, í bankastjóra- j stöðu Búnaðar- banka við hlið Sólons Sigurðsson- ar. Valgerður Sverrisdóttir var með á prjónunum að ráða Eirík S. Jóhannsson, kaupfélagsstjóra KEA, sem bankastjóra. Þá hann einan í stað bankastjóranna þriggja, Sólons, Stefáns Pálssonar og Jóns Adólfs Guðjónssonar. Valgerði varð ekki kápan úr því klæðinu og víst að hún er snarpill vegna stuðnings Halldórs Ás- grímssonar við ráöningu Árna. Spyrja menn um næsta leik Val- gerðar og hvort hún hætti þá við að styðja Jónínu Bjartmarz, vænt- anlegan kandidat Halldórs í emb- ætti varaformanns flokksins... Ormur í skinnin Óhapp i sútunar- verksmiðju Skinnaiðnaðar á Akureyri á dögun- um komst í fréttir enda eyðilögðust I þar 290 íslensk hreindýraskinn. í framhaldinu var varpað fram ýms- um hugmyndum til að bjarga mál- um, m.a. að flytja inn hreindýra- skinn frá Grænlandi til vinnslu. Haraldur Sigurjónsson, efnafræð- ingur verksmiðjunnar, sagði slíkt ekki hægt vegna þess að græn- lensku skinnin væru öll skemmd vegna ásóknar flugu í hreindýrin á Grænlandi. Nýjustu fréttir um nýráðningu framkvæmdastjóra verksmiðjunnar þykja verulega skondnar í þessu sambandi. Þó ekki væri hægt að vinna ormétin græn- lensk skinn þá mun ormur samt fá að iða í skinninu á Akureyri. Þar er um aö ræða nýja framkvæmdastjór- ann sem heitir Ormarr Örlygs- í bóli bjarnar Samtök ís lenskra hugbúnað- arframleiðenda (SÍH) hafa sent stjómvöldum harðorð mótmæli vegna nýrrar reglugerðar um innheimtu höf- undarréttargjalda og álagningar gjalds á geisladiska, segulbönd og geislabrennara. Hafa SÍH menn meira að segja vaðið rak- leitt inn á teppi Bjöms Bjarnason- ar í menntamálaráöuneytinu. Munu SÍH-menn hafa skellt þar á borð eigin hugmyndum um breyt- ingar á reglugerðinni. Þykir mönn- um skondið að sá ráðherra sem fyrstur uppgötvaði mátt Internets- ins og hinnar nýju upplýsingabylt- ingar hafi þannig látið taka sig á beinið og það í sjálfu bóli bjarnar...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.