Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Blaðsíða 24
24
LAUGARDAGUR 3. MARS 2001
Helgarblað
DV
Konstantín Hauksson rifjar upp líf og dauða Laufeyjar Stefánsdóttur:
Dauðinn á Grund
- umönnun stórlega ábótavant, gamalmenni svæfð með töflum, óböðuð vikum saman
og unglingar og mállausir útlendingar eiga að annast þau.
Laufey A. Stefánsdóttir
var heilsuhraust. Hún
fceddist á Eskifirði í júlí-
mánuði 1910 og ólst þar
upp en hleypti heimdrag-
anum og hélt til Reykja-
vikur tvítug að aldri.
Laufey lifði langa œvi,
giftist tvisvar og átti þrjú
börn og bjó í eigin hús-
nœði við Vífilsgötu ein
síns liðs í 27 ár eftir að
hún varð ekkja.
Hún var einþykk og þrjósk og
líkt og margir af hennar kynslóð
vildi hún ekki láta hafa neitt fyrir
sér. Hún fékk þó heimilishjálp
tvisvar í viku síðustu tvö árin en
annaðist sjálf sín íjármál. Börn og
barnabörn heimsóttu hana og
hjálpuðu henni með það sem upp á
vantaði. Laufey var andlega vel
ern og til hinsta dags hélt hún full-
um andlegum kröftum.
Laufey lést á Landspitalanum
við Hringbraut 3. desember sl. en
þá hafði hún verið vistmaður á
Elliheimilinu Grund um 15 mán-
aða skeið. Aðstandendur hennar
kröfðust rannsóknar á kringum-
stæðum sem leiddu til dauða henn-
ar og héldu því fram að hjúkrun
og umönnun á Grund hefði verið
verulega áfátt. Þau sendu formlegt
erindi til heilbrigðisráðherra sem
sendi erindi þeirra áfram til land-
læknis. Embætti landlæknis rann-
sakaði málavöxtu og komst að
þeirri niðurstöðu að mun færri
hjúkrunarfræðingar starfa á
Grund en sambærilegum stofnun-
um og kvöldið sem Laufey dó var
hjúkrunardeildin sem hún lá á
enn verr mönnuð en venjulega.
Elliheimilið Grund nýtti sér ekki
andmælarétt sinn við erindi íjöl-
skyldu Laufeyjar.
Vildi ekki vera innan um
gamait fólk
„Laufey var að mörgu leyti ein-
stök kona,“ sagði Konstantín
Hauksson, tengdasonur hennar, í
samtali við DV en hann hefur ver-
ið í forsvari fyrir fjölskylduna.
„Það sem hélt henni gangandi
upp á eigin spýtur var að hún gat
verið hún sjáíf og staðið á eigin
fótum. Síðan veiktist hún í lung-
um og var lögð inn á Landspítal-
ann árið 1999. Við vorum búin að
berjast fyrir öldrunarmati á henni
en hún vildi það alls ekki og taldi
sig ekkert erindi eiga innan um
gamalt fólk.
Það varð samt að samkomulagi
að hún færi á Grund þar sem
hvergi var pláss á öðrum stofnun-
um.“
Laufey var í fyrstu vistuð á
deild sem heitir A-1 á Grund og er
fyrir fólk sem er nokkurn veginn
rólfært enn. Þar fékk hún sitt eig-
ið herbergi og allt virtist leika í
lyndi. En þá fóru ýmis vandamál
aö skjóta upp kollinum.
„Hún fékk aldrei neina þjón-
ustu. Hún hafði t.d. varla orku til
að ganga fram í matsal og það var
henni svo erfitt að hún hafði ekki
matarlyst. Við báðum um að henni
yrði ekið í hjólastól fram í matsal
en það var alltaf sama svarið. Það
var enginn mannskapur til þess að
gera neitt.“
Fljótlega veiktist Laufey aftur í
lungum og var send á sjúkrahús
og náði fljótt sæmilegum bata og
var þá aftur send á Grund.
Konstantín Hauksson og Guðný Garðarsdóttir syrgja móður Guðnýjar sem dó á Grund í desember.
„Það er staöreynd að það vargengiö um deildina klukkan sjö á kvöldin og stungið svefntöflum upp í gamla fólkið til að /áía það sofa til morguns. Þaö átti að
stinga svona upp í Laufeyju en hún neitaði því. Það kom fyrir að konan mín fór upp á Grund til þess að baða gömlu konuna þegar
hún hafði ekki verið öööuð í hálfan mánuö. “
„Það sótti alltaf í sama farið þeg-
ar hún kom aftur. Seinast ákváðu
yfirvöld á Grund að setja hana upp
á næstu hæð á sjúkradeild. Við
héldum að það væri til bráða-
birgða en okkur var samt skipað
að rýma herbergið hennar daginn
eftir. Það tók okkur síðan mánuð
að fá það í gegn að hún fengi að
hafa eitthvaö af sinum munum hjá
sér,“ segir Konstantín.
Flutt á „dauöadeild"
Laufey var nú mun verr komin
en áður þar sem hún var á deild
með mörgum öðrum sjúklingum
sem allir voru út úr heiminum
vegna ellihrömunar og sjúkdóma
og hún var því algerlega einangr-
uð, enda kallaði hún deildina sína
„dauðadeildina".
„Hún komst ekki fram nema
með aðstoð og þá sjaldan hún
fékkst þá gleymdist hún kannski
einhvers staðar. Henni fannst hún
alltaf vera baggi á starfsfólkinu
sem hafði svo mikið á sinni
könnu."
Laufey kvartaði mikið undan
einangrun og fjölskyldan skiptist á
um að heimsækja hana og sitja hjá
henni en áhyggjur þeirra jukust
stöðugt. „Svo kom ég einu sinni í
heimsókn og þá sat Laufey ein úti
Elliheimiliö Grund
/ greinargerð landlæknis um dauða Laufeyjar segir: „Ljóst er að mönnun, einkum hvað varðar hjúkrunarfræðinga, er
mun minni á Grund en þeim hjúkrunardeildum sem teknar voru til viðmiðunar. Þá brá svo við að umrætt kvöld var
enn þunnskipaðri vakt en vant er og enginn heilþrigðisstarfsmaður á vakt á deildinni. “
„Það er staðreynd að það var gengið um deildina
klukkan sjö á kvöldin og stungið svefntöflum upp í
gamla fólkið til að láta það sofa til morguns. Það átti
að stinga svona upp í Laufeyju en hún neitaði því.
Það kom fyrir að konan mín fór upp á Grund til þess
að baða gömlu konuna þegar hún hafði ekki verið
böðuð í hálfan mánuð. Þá hringdi hún grátandi og
fannst hún vera svo óhrein. Það var alveg sama þótt
við kvörtuðum undan þessu, svarið var alltaf það
sama: Við höfum engan mannskap. “
í horni og grét eins og bam. Henni
leiddist. Þetta rann mér til rifja og
í kjölfariö fékk ég viðtal við Helgu
Gísladóttur forstjóra, dóttur Gísla
sem stofnaði Grund.
Það verður að segjast eins og er
að okkur lenti hressilega saman og
þakið hefur sjálfsagt lyfst eitthvað
í mestu rokunum.
Það sem ég vildi var að hún yrði
færð til svo hún gæti verið innan
um fólk sem væri svipað ástatt fyr-
ir svo hún gæti haft einhvern
félagsskap. Það var ekki við það
komandi.
Síðan var kallaður saman fjöl-
skyldufundur með læknunum þar
sem átti að ræða málin og þar
fékkst það í gegn að hún fengi að
hafa einn skenk, lítið sjónvarp og
nokkrar myndir við rúmið sitt,
eitthvað sem minnti hana á sitt
fyrra líf.“
Ekkert bað í tvær vikur
Konstantín segir að hjúkrunar-
deildin á Grund standi engan veg-
inn undir nafni sem stofnun þar
sem umönnun fer fram heldur sé