Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Side 27
LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 27 Helgarblað Sænski „fríblaðs-draumurinn" sem íslenskir athafnamenn sækja hugmyndir sínar til: Ókeypis blöð að verða með þeim víðlesnustu DV-MYND METRO Blöðin eru gjarnan lesin í lestum eða strætó Meöatjón í Svíþjóð og víðar er talinn eyða um 20 mínútum á dag í blaðalestur. Ókeypis blöðin leggja áherslu á stuttar og hnitmiðaðar fréttir, innlendar sem alþjóðlegar, íþróttir, viðskipti og auðmeltanlegt „góðgæti". Útgefendur og auglýsendur hafa konur sterklega í huga - það kynið sem ræður miklu meira um innkaup og ákvarðanir en margur heldur. Þetta er Metro. Á óvart kemur aö það er alveg sama hvar maður fer um í Gauta- borg, Stokkhólmi eða Malmö - úti á götu, á veitingastað, á lestarstöð- inni, í verslunum eða hvar sem er - nánast hvergi er Metro-morgun- blaðinu eöa ókeypis samkeppnis- blaðinu Everyday, sem kemur út síðdegis, hent eða þau skilin eftir - neytendur taka blöðin með sér og lesa þau. Það sýna kannanir. Eitthvað sérstakt hefur gerst í blaðaheiminum - i átta borgum í Hollandi, í Helsinki, í Santiago og Fíladelfiu í Bandaríkjunum, i Toronto í Kanada, Róm, Zúrich, Aþenu, Newcastle og víðar. Þar eru Metro-blöð. Önnur blöð undir öðru nafni en með sömu efnis- áherslum eru smám saman að koma fram. Samkvæmt könnun Gallups lesa nú 3,9 milljónir blöð Metro International á degi hverjum - 7,8 milljónir vikulega. |a ■ ■1 ■ f Óttar Sveinsson Naðamaður Ný ókeypis blöð í anda Metro koma út í nýjum borgvm í hverj- um mánuði. Þið fáið 600 milljónir Athyglisvert er að kannanir hafa sýnt að „nýjum blaðalesend- um“ hefur fjölgað, fólki á aldrin- um 15-40 ára sem hefði jafnvel ekkert dagblað lesið hefði það ekki fengið Metro rétt upp í hend- urnar. Dagens Nyheter gerði t.d. könnun sem sýndi að lesendur Metro í Stokkhólmi eru gjaman ungt verkafólk sem kemur frá fjöl- skyldum sem lítið sem ekkert lesa dagblöð. En hvernig hófst þetta ævin- týri? Jú, með því að einhver tók áhættu. Eitt sinn báru sölustjóri Dagens Nyheter og samstarfsmaður hans upp hugmynd við yfirmenn sína: „Gefum almenningi í Sviþjóð ókeypis dagblað og látum auglýs- ingatekjurnar halda því uppi.“ Þessu var hafnað. En félagarnir voru ekki af baki dottnir. Þeir óskuðu eftir fjármagni hjá bönk- um sem höfðu heldur enga trú á hugmyndinni. Að lokum leituðu þeir til Pelle Törnberk, forstjóra MTG Media Group, og stjórnarfor- mannsins Jan Hugo Stenbeck. „Þið fáið 600 milljónir (ísl.kr.) en ekki krónu meir,“ sögðu þeir. Inn- an eins árs var Metro farið að skila hagnaði. Nálægð við neytendur Metro-menn reyna að prenta blöð sín eins nálægt helstu dreif- ingastöðum og mögulegt er. Það kemur út sex daga í viku á morgn- ana en Everyday, svo dæmi sé tek- ið, kemur út síðdegis í Svíþjóð. Stefnan er að reka blöðin með eins fáum starfsmönnum og kost- ur er. Hinir íslensku framtaksmenn sem hyggjast gefa út ókeypis „al- vöru-fréttablað“ á íslenska vísu munu ekki gera það undir for- merkjum Metro eða annarra hlið- stæðra miðla. Þeir munu finna blaði sínu annað nafn í samræmi við íslenskar aðstæður en í anda sænsku Metró-lestarinnar. Á ís- landi eru engar lestarstöðvar og of fáir ferðast með strætó. Hér er einkabílaþjóðfélag. Dreifingar- áherslur verða því væntanlega talsvert öðruvísi en í borgum Evr- ópu. Hvort lendingin verður sú að „merkt“ íslensk ungmenni með derhúfu muni stilla sér upp við fjölfarin gatnamót eða bílastæði eða hvort þau verða á ferðinni í Kringlum og á stórum vinnustöð- um verður að koma í ljós. t 8 uikna UV1Q lingal jö í í Ulorld Class Skráning í síma 561 8585 eða 561 8586 Samkvæmt nýrri könnun (Sifo) er ókeypis dagblað, Metro, orðið mest lesna dagblaðið í Svíþjóð. Þetta er þróun sem fáum hefði komið til hugar fyrir fáum árum. En þetta er staðreynd og ekki nóg með það, „afkvæmi" Metro eru að hasla sér völl í öðrum Evrópu- löndum, Bandaríkjunum og Kanada. Hvernig má þetta vera? Dagens Nyheter var mest lesna dagblað Svía en er það ekki leng- ur. Metro er komið fram úr með rétt um eina milljón lesenda á degi hverjum. Ókeypis dagblöð í borgum Svíþjóðar og Evrópu eru að hasla sér völl - samhliða „gömlu blöðunum" og fjölmörgum netútgáfum. Hópur manna hefur undanfarna mánuði undirbúið það að gefa út hliðstætt blað hér á landi. Þeir byggja íslenska staðfærslu sína á því sem eitt sinn var sænskur draumur - því sem eitt sinn var hugmynd tveggja starfsmanna Dagens Nyheter - stjórn blaðsins hafnaði tillögu þeirra um að gefa blaðið út á vegum DN. Þeir ákváðu þá bara að fara annað og reyna það sjálfir. Þeim tókst það. Þeir eru nú komnir fram úr Dag- ens Nyheter á Metro-lestinni sinni. Þú þiggur eða tekur Þegar ferðamenn koma til Stokkhólms sjá þeir gjarnan ungt fólk með derhúfur í fötum, merkt- um annaðhvort Metro eða Ev- eryday. Ungmennin eru gjaman á lestarstöðvum eða á öðrum fjöl- fórnum stöðum. Við hlið sér hefur unga fólkið bunka af blöðum í plasti og er að rétta fólki eitt og eitt blað í einu. Lesendur eru gjarnan að fara upp i lest eða strætó - þeir stinga blaðinu inn á sig og lesa það örugglega um leið og færi gefst, helst strax í lestinni. Lesendur þakka fyrir sig, enda fá þeir upp í hendurnar 24-48 síðna litprentaðar fréttir síðasta sólarhrings, bæði innlendar frétt- ir og heimsfréttir, íþróttir, við- skipti, íjölmiðladagskrá og aðrar nytsamar upplýsingar úr um- hverfinu, jafnvel um tónlist, bíó- myndir eða kynlíf, og auglýsingar eru aldrei meira en 40 prósent af efni blaðsins. Blöðin er líka hægt að næla sér í á stórmörkuðum, jafnvel á bensínstöðvum og víðar. Dreifingarstöðum er greitt fyrir. Blaðið er auðsótt. Blöðin sem slá í gegn í Evrópu og víðar Þegar blöðunum er flett á maður erfitt með að gera sér grein fyrir að þau séu ókeypis. Þetta eru í raun ósköp venjuleg fréttablöð með mikið af fréttum og upplýsingum. Auglýsingar mega aldrei vera meira en 40 pró- sent af efninu. Vikuna 5. til 12. mars hefjast ný aðhalds- námskeið fyrir unglinga 13 til 16 ára. Við erum í World Class þrisvar \ viku og að þessum námskeiðum koma ýmsir þekktir gestakennarar. Við kappkostum að vinna með einstaklinginn í góðri samvinnu við foreldra. Við bjóðum m.a. uppá: Spinningtíma, Taibo, Hipp hopp, stöðvaþjálfun, Body Pump, sund, og styrking sjálfsmyndar og margt fleira. Námskeiðin eru gæðastýrð af Manneldisráði. „Straight style“ og konur í Metro og hinum ókeypis blöð- unúm, sem öll vekja líka athygli lesenda á netúgáfu sinni á forsíðu, er mikil áhersla lögð á stuttar fréttir og að rétt sé sagt frá, „Straight style of writing" - gæða- blaðamennska sem hjálpar lesand- anum við að renna í gegnum frétt- irnar. Til þess eru lesendum ætl- aðar 20 mínútur, þann meðaltals- tíma sem sænskur meðaljón eyðir i blaðalestur. íþróttir og viðskipti eru höfð með í hófi en áhersla er lögð á málefni tengd konum með meðal- tekjur - til dæmis í auglýsingum eða umfjöllun um karlmannaföt! Þetta er í samræmi við kannanir sem hafa sýnt að konurnar eru þær sem stjórna stórum hluta neyslunnar í þjóðfélaginu - því hvaða föt eru keypt á heimilið, hvaða ferðalag er farið í, hvað kaupa skal inn í matinn og svo framvegis. Þó karlmenn telji sér trú um að þeir stjórni þá stjórna konur meiru en þeir halda. Þessu taka auglýsendur mið af.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.