Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Side 30
30 LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 Helgarblað H>V Leopold Holzner var sjúklega afbrýðisamur: Síðasta mál lög- reglunnar Leopold Holzner Lögregluforinginn haföi meö rannsóknum sínum dregiö marga sakamenn fyrir rétt. Nú sat hann sjálfur á sakamannabekknum. Lögregluforinginn Leopold Holzner frá Steyer í Austurríki hafði komið þvi leiðar að margir glæpamenn voru dregnir fyrir rétt. Hann hafði rannsakað mál þeirra, dregið ályktanir, látið taka af þeim fingraför og fundið sönnunargögn sem leiddi til að þeir voru dæmdir og læstir á bak við lás og slá. Nú var lögregluforinginn, sem var 43 ára og með glæstan feril að baki, enn einu sinni fyrir rétti. En í þetta sinn sat hann sjálfur á saka- mannabekknum. Holzner var ákærður fyrir að hafa drekkt eiginkonu sinni, Hertu, sem var 37 ára. Hann hafði i sjúk- legu reiðikasti neytt nakta konu sína til að krjúpa á kné í baðher- berginu og ýtt höfði hennar ofan í vatnið í baðkerinu. „Ég gerði þetta í mikilli geðs- hræringu," kjökraði stóri og sterki lögregluforinginn fyrir rétti. „Hún hafði látið eyða fóstri. Barnið mitt var myrt.“ Lögregluforinginn hafði tekið lögin í eigin hendur. Hann gerðist bæði dómari og böðull mars- kvöldið sem hann svipti Hertu lífi. Kvennamaður af verstu tegund „Hún var mér ótrú og hún lét íjarlægja barnið okkar,“ ítrekaði Holzner í dómsalnum. Ákæruvaldið gat sannað að Herta Holzner hefði aldrei verið barnshafandi og að þessi fullyrðing lögregluforingjans Herta Holzner Hún var 31 árs þegar hún hitti fyrstu ástina í lífi sínu og banamann sinn. væri úr lausu lofti gripin. Og Herta hafði heldur aldrei gerst sek um hjúskaparbrot. Það var Leopold Holzner sem hafði verið ótrúr konunni sinni. Hann var i raun kvennamaður af verstu tegund. Hann var sú mann- gerð sem telur sig geta leyft sér allt en samtímis gengið berserksgang þó svo að eiginkonan geri ekki annað en að heilsa einhverjum af hinu kyninu. Leopold Holzner hafði komið fram við margar konur á þennan hátt, að því er kom fram við réttar- höldin. Veitingakona nokkur greindi frá því að henni hefði þótt mjög vænt um hann. En þegar hann fór að saka hana um framhjáhald og beita hana grófu ofbeldi lét hún hann róa. Annað vitni sakaði hann um and- legt ofbeldi. Kennslukona nokkur lýsti honum sem óforbetranlegum flagara sem samtímis væri sjúklega afbrýðisamur. Hann lét höggin dynja um leið þó svo að hún liti bara í áttina til einhvers. Kennslu- konan tók til fótanna. Fyrstu mistökin Herta var 31 árs og afgreiddi í verslun þegar hún kynntist lög- regluforingjanum. Hún féll strax fyrir honum. Hún lagði á það áherslu að þau gengju í hjónaband og það voru fyrstu mistökin hennar. Næstu mistök hennar kostuðu hana lífið. Herta uppgötvaði fljótt að Leo- pold Holzner gat verið ástríðufullur elskhugi en strax á eftir fengið brjálæðislegt afbrýðikast. Hún hélt út í fjögur ár. Svo kvaðst hún vilja skilja. Það var árið 1996. Það hefði mátt búast við að Holzner fengi enn eitt æðiskastið. Viðbrögð hans urðu hins vegar þveröfug. Hann reyndist skilnings- ríkur, þau skildu og hann flutti án nokkurra vandræða út úr íbúðinni þeirra. Herta vissi að hún hefði gert rétt þegar hún skildi. Samt sem áður saknaði hún mannsins síns. Hann hafði verið fyrsta og stóra ástin hennar. Leopold Holzner óð aftur á móti í kvenfólki eftir skilnaðinn. Ekkert sambanda hans varaði þó lengur en í tvo til þrjá mánuði. Þetta hlaut að enda með ósköpum og að lokum komu kvennamálin niður á störfum hans. Hann varð stressaður og gerði mistök. Þetta gekk svo langt að yfirmenn hans innan rannsóknarlögreglunnar komu því til leiðar að hann var lagður inn á geðdeild. í heimsókn þrátt fyrir viö- varanir Þrátt fyrir viðvaranir bestu vin- konu sinnar heimsótti Herta hann á sjúkrahúsið. „Þú veist að hann er til alls vís,“ hafði vinkonan sagt. Hún vissi jafnframt að hún talaði fyrir daufum eyrum. Herta var enn ástfangin af Leopold. „Ég ræð ekki við það. Hann var fyrsti og er enn eini maöurinn í lífi mínu. Ég ætla að gefa sambandi okkar annað tæki- færi.“ Þetta voru önnur mistök Hertu. Leopold Holzner lét strax útskrifa sig af geðdeildinni og flutti til Hertu. Það kom fljótt f Ijós að hann hafði ekkert breyst. Ásakanirnar héldu áfram. „Við værum fyrir löngu orðin lít- il Qölskylda hefðir þú ekki látið fjar- lægja barnið," sagði hann. Þegar Herta svaraði honum og benti á að hún hefði aldrei verið barnshafandi fékk hún högg í höfuðið. Henni var samtímis tilkynnt að hún skyldi hætta bölvuðum lygunum. Þann 7. október 1998 haföi starfs- félagi Leopolds Holzners verið í heimsókn hjá þeim um kvöldið. „Þann 7. október 1998 hafði starfsfé- lagi Leopolds Holzners verið í heim- sókn hjá þeim um kvöldið. Þetta hafði verið ánægjuieg kvöldstund. Um ell- efuleytið um kvöldið sagði Herta að hún gæti hugsað sér að fara í freyðibað. „Þá verð ég falleg þegar ég kem upp í til þín,“ sagði hún. Þetta hafði verið ánægjuleg kvöld- stund. Um ellefuleytið um kvöldið sagði Herta að hún gæti hugsað sér að fara i freyðibað. „Þá verð ég fal- leg þegar ég kem upp í til þín,“ sagði hún glettin við eiginmann sinn. Hún stóð í baðherberginu, I stuttermabol einum fata, og var í þann veginn að stíga ofan í baðker- ið þegar Leopold kom inn og stað- næmdist fyrir aftan hana. Baröist fyrir lífi sínu Hún fann hönd hans um hnakk- ann. Hann tók svo fast um hnakka hennar að greinilegt var að ekki var um neinar gælur að ræða. Hún reyndi að losa sig en grip hans var fast. Hún fann hvernig nautsterkur eiginmaður hennar þvingaði hana hægt niður á hnén fyrir framan bað- kerið sem var að fyllast. Á þessu augnabliki hlýtur hún að hafa vitað hvað beið hennar. Leopold Holzner ýtti höfði Hertu ofan í vatnið og hélt því þar á með- an hann sagði. ,,Þú hefur deytt barnið* okkar. Nú skaltu deyja sjálf." Réttarlæknar greindu síðar frá því að Leopold Holzner hefði haldið höfði konu sinnar niðri í vatninu í 10 mínútur á meðan hún barðist fyr- ir lífi sínu. Nágrannarnir höfðu heyrt dynki og barsmíðar frá íbúð þeirra. Þá hafði hins vegar ekki grunað að það hefði verið nágranna- kona þeirra sem hafði verið völd að þessum hávaða þegar hún barðist fyrir lífi sínu. Nokkrir þeirra höfðu farið út á svalir sínar til að kanna hvað væri á seyði. Þeir höfðu séð ljós í íbúðinni við hliðina en fljót- lega hefði drégið úr hávaðanum þar til allt varð hljótt. Þeir höfðu því ekki haft neinar áhyggjur. Lögregluforinginn lét sjálfur vita af glæpnum þessa sömu nótt. Hann ók til lögreglustöðvarinnar í Vín og játaði fyrir starfsbróður sínum: „Ég hef brotið af mér. Það liggur látin kona heima í íbúðinni minni í Steyr. Það er konan mín. Fundu líkið í baöherberginu Þegar lögreglumennirnir, sem komu á vettvang, opnuðu dyrnar að baðherberginu í íbúð Holznerhjón- anna fundu þeir Hertu á hnjánum fyrir framan baðkerið. Höfuð henn- ar var enn ofan í vatninu. Við réttarhöldin lagði verjandi lögregluforingjans áherslu á að skjólstæðingur sinn hefði framið glæpinn vegna mikilar geðshrær- ingar. Hann hefði ekki verið með sjálfum sér. „Það þýðir að geðshræringin hef- ur varað í 10 langar mínútur á með- an konan hans barðist fyrir lífi sínu. Hann gæti hafa látið af ofbeld- inu nokkrum sinnum á þeim tíma. En það vildi hann ekki. Hún átti að deyja,“ sagði dómarinn. Kviðdómendur komust einnig að þeirri niðurstöðu að um morð að yf- irlögðu ráði hefði verið að ræða. Leopold Holzner var dæmdur í 18 ára fangelsi og til meðferðar hjá geðlækni. Vettvangur glæpsins Moröiö var framiö í íbúö í þessu fjölbýlishúsi í Steyer í Austurriki. Stríðið við tengdó Tengdamóöirin gerði Helle lífiðleitt með gagnrýni sinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.