Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Page 16
LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 I>V Helgarblað „Þegar ég var ung, hélt ég, að mér væru allir vegirfœr- ir. Tíminn væri takmarka- laus og líka tœkifærin. Ég ætlaði mér að faðma allan heiminn, óð úr einu í ann- að. Ég hélt ég mundi lifa endalaust, vera ungogfal- legfram í andlátið. Ég átt- aði mig allt of seint á því að fyrr en seinna kemur að því að stíga niður afsviðinu. - Þú hefur fengist við margt um æv- ina, Bryndís, en það hljóta að hafa orð- ið mikil umskipti í lífi þínu þegar þú varðst sendiherrafrú? „Það voru mjög þægileg umskipti. Ég var fuilkomlega tilbúin að fara burt. Það eina sem þjáði mig var að þurfa að yfirgefa föður minn, aldraðan og einmana. Við Jón Baldvin seldum allt sem við áttum áður en við fórum. Upphaflega gat ég ekki hugsað mér að selja Vestur- götuna. Ég var búin að leggja svo mik- iö í þetta hús, tíma og alúð, en þegar búið var að ákveða að selja það þá sætti ég mig við það. Mér fannst ákveð- inn léttir í því að eiga allt i einu ekki neitt." - Nú eru margir sem líta á sendi- herraembættisem snobbembætti. „Ég gerði það hálfþartinn líka áður, ef ég á að segja eins og er. Hins vegar komst ég að því, þegar Jón Baldvin var að vinna að EES-samningnum þama um árið, að sendiherrar geta skipt miklu máli, ef þeir eru vel greindir og kunna til verks. Eftir að hafa svo kynnst starfmu af eigin raun hef ég auðvitað áttað mig á því að sendiherrann, og maki hans, sem er ekki síður mikilvægur, era ímynd þjóðarinnar á alþjóðlegum vett- vangi. Það skiptir þvl máli fyrir við- komandi þjóð, hver gegnir þessu starfi. Það er að segja, ef það skiptir máli að halda höföi meðal erlendra þjóða. Við Jón Baldvin lítum á þetta starf sem eins konar trúboð. Verkefni okkar er að kynna land og þjóð. Við höfúm safnað í kringum okkur tæplega þrjú hundrað manna hópi. Þetta er áhrifa- fólk sem stjómar helstu galleríum, söfnum og menntastofnunum Wash- ingtonborgar. Þetta fólk er fastagestir í sendiráði íslendinga. Slík samskipti og sambönd skipta auðvitað máli. ís- lenska sendiráðið þarf að vera miðstöð sem kynnir menningu og sögu lands- ins. Þetta gera önnur sendiráð í mikl- um mæli, en íslenska sendiráðið er ekki nægilega hugsað með þetta í huga. Finnska sendiráðið er til dæmis mjög áberandi í lífi borgarinnar, af því þar fer stöðugt fram kynning á finnskri list og sögu. Finnar og menn- ing þeirra hafa því fengið alveg ákveð- inn sess í hugum heimamanna. Það væri gaman að geta gert það sama fyr- ir íslenska listamenn." Með snert af ofsóknar- brjálæöi - Nú var Jón Baldvin áberandi og umdeildur stjómmálamaður. Ertu feg- in að vera laus við pólitíkina úr lífi þínu? „Ég fann það greinilega, þegar ég kom út, hvað ég hafði verið undir miklu álagi hér heima. Það var fylgst með hverri hreyfingu, og flest var lagt út á versta veg. Líklega var ég komin með snert af ofsóknarbrjálæöi. Þegar ég kom til Bandaríkjanna mætti mér annað viðmót. Bandarikja- mönnum finnst ég í góðu lagi og era bara ágætlega skemmtilegir. Þeir era líka örlátir á hrós, og það mættu ís- lendingar læra af þeim.“ - Tekurðu slúður og gagnrýni nærri þér? „Já, auðvitað geri ég það. Er það ekki bara eðlilegt? Það var svo komið heima um tíma, að ég opnaði hvorki fyrir útvarp né sjónvarp og las ekki einu sinni blöðin.“ - Hefurðu aldrei heimþrá? „Nei, undarlegt nokk. Eftir að við höföum selt húsið á Vesturgötunni þá var einskis lengur að sakna. Mér hefur fundist gaman að vera í nýju landi og kynnast annars konar samfélagi. Am- Bryndís Schram í hjarta Reykjavíkur „Ég gæti hins vegar aldrei búiö aftur í Reykjavík. Ég skil ekki núna, hvernig ég gat búiö í 25 ér á Vesturgötunni þar sem strætisvagnar hægöu feröina þegar kom aö húsinu og fólk gat séð inn um etdhúsgtuggann hvað ég var meö í pottinum. Hvort kindalifur eöa lambalifur var í matinn þann daginn. “ Ætlaði að faðma heiminn - Bryndís Schram, sendiherrafrú í Washington, ræddi við Kolbrúnu Bergþórsdóttur um trúboðið í starfinu, ástina, lífið og dauðann eríka er ótrúlega miskunnarlaust og hart samfélag og þar eiga hinir smæstu sér engan málsvara. Ég hef ekki heimþrá og við Jón komum mátu- lega oft hingað heim og eftir að við keyptum okkar litlu paradís í Mos- fellsveitinni, þá finnst mér alltaf fal- legra þar en annars staðar, þar sem ég fer, jafnvel í Suður-Ameríku.“ - En nú myndi einhver halda að þið hjónin gætuð aldrei búið uppi í sveit. „Rugl. Ég gæti hins vegar aldrei búið aftur í Reykjavík. Ég skil ekki núna, hvernig ég gat búið í 25 ár á Vesturgötunni þar sem strætisvagnar hægðu ferðina þegar kom að húsinu og fólk gat séð inn um eldhúsgluggann, hvað ég var með í pottinum. Hvort kindalifur eða lambalifur var í matinn þann daginn. Ég verð líka að viðurkenna að mér finnst Reykjavík ekki eins aðlaðandi borg og mér fannst áður. Washington er afskaplega falleg borg og stílhrein og þar ríkir samræmi í arkitektúr. Héma finnst mér ailt vera í ringuireið, og margt af því sem hefur verið gert á síðustu árum, finnst mér hreint ekki fallegt." Listin að gefa af sér - Þú hefur ferðast víða og ferðalög víkka yfirleitt sjóndeildarhring fólks og þú hlýtur að hafa séð á ferðum þín- um að gæðum heimsins er misjafiilega skipt. „Svo sannarlega hef ég séð þetta, sérstaklega á ferðalögum um Suður- Ameríku. Brasilía er til dæmis ákaf- lega fallegt land, en ég undi mér ekki þar vegna þess að hrikaleg misskipting blasir við, hvert sem maður fer. Fá- tæktin er svo grimmileg. Og svo er eins og öllum sé sama. Hver er sjálfum sér næstur. í Washington hef ég kynnst riku og valdamiklu fólki, en eins og það er nú skrítið, þá er það ekki ríkidæmi og völd sem að lokum skipta máli.“ - Hvað skiptir máli? „Góð heilsa, auðvitað. Veraldlegur auður verðiu- lítils virði ef þú býrð við heilsuleysi. Fjölskyldan og vináttan skiptir máli. Það sé ég greinilegar, eft- ir því sem ég verð eldri. Bömin mín era flogin úr hreiðrinu. Auðvitað hlaut að koma að því. En stundum sakna ég þess að hafa ekki bamabömin nærri mér. Fólk og umhyggja fyrir þvl er það sem skiptir máli í lífinu. Að gefa af sér. Það er gott að vera þeim hæfileikum búinn.“ - Nú varstu að missa föður þinn. Finnst þér þú vera að segja skilið við ákveðinn tima? „Já, nú er ákveðnum kafla lífs míns lokið. Faðir minn hætti að vísu að hafa afskipti af daglegu amstri fyrir rúm- lega tíu árum. Hann var ekki sjálfum sér líkur síðustu árin sem hann lifði. En meðan hann var og hét var hann engum likur. Glæsilegur maður, mikiil höfðingi, örlátur og gestrisinn. Öll börnin og tengdabömin leituðu til hans. Hann leysti úr vandamálum hvers og eins. Pabbi var mikill fiöl- skyldumaður, og þau mamma bættu hvort annað upp. Hún var mjög sterk- ur persónuleiki og það er merkilegt til þess að hugsa, að eftir að hún kvaddi þennan heim komu margir brestir fram í fjölskyldunni. Það var eins og allt leystist upp. Ég er elst af sjö systk- inum. Systir min Magdalena dó um aldur fram, en hin hafa flest skipt um maka á þessu tímabili. Við Jón Bald- vin erum þau einu, sem hafa haldið þetta út. Og hver heföi trúað því í upp- hafi, eins og við erum ólík og úr ólíku umhverfi? En þetta hefur bara verið svo gaman.“ - Af hverju gengur þetta svona vel hjá ykkur, eruð þið svona góðir vinir? „Við kynntumst ung og höfum tekið út þroskann saman, súrt og sætt. Við eram nánir vinir; eigum fáa vini aðra en hvort annað. Ég trúi því að við höf- um verið ætluð hvort öðra. Og satt að segja hefur samband okkar orðið æ betra og nánara með árunum. Ég hef gætt þess að gerast aldrei of háð hon- um, hvorki fjárhagslega né tiifinninga- lega. Við íþyngjum ekki hvort öðra. Förum okkar eigin leiðir, en eram samt samrýnd." Þegar ég kom til Bandaríkjanna mætti mér annaö viðmót. Bandaríkjamönnum finnst ég í góöu lagi og eru bara ágætlega skemmtilegir. Þeir eru líka örlátir á hrós, og þaö mættu íslendingar læra af þeim. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.