Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Blaðsíða 26
26
Helgarblað
LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001
DV
Frumskógur í
Grafarvogi
- talandi kráka, hundar, gullemblur og mávafinkur
DV-MYNDIR HARI
Hilmar Jónsson krákueígandi
„Þaö er meö mikilli eftirsjá sem viö auglýsum hana til sölu en einhverfur
sonur okkar þolir hana ekki. “
Paul Simon söngvari
Hann sagöist á dögunum sakna Gar-
funkels en þó ekki.
Paul Simon:
Saknar en
saknar
samt ekki
Paul Simon söngvari var einu
sinni helmingurinn af afar frægu
tvíeyki sem hét Simon og Garfunkel
á móti Art Garfunkel. Þetta muna
margir rosknir lesendur og einnig að
upp úr samstarfi þeirra slitnaði fyrir
mörgum árum. Simon hefur síðan átt
mjög farsælan einkaferil meðan Gar-
funkel hefur vafrað í útjaðri sviðs-
ljóssins árum saman og eiginlega
aldrei ná athygli fjöldans nema þegar
þeir félagar hafa troðið upp saman.
Nýlega var Paul Simon tekinn inn
í heiðursflokk listamanna á þessu
sviði - Hall of Fame. Við það tæki-
færi fór hann fögrum orðum um
samstarf þeirra félaga og sagðist
alltaf hafa saknað Garfunkels og
vildi gjarnan að þeir gætu starfað
saman á ný og verið í sambandi.
Síðan bætti hann við í lokin:
„Vertu samt ekkert að flýta þér,
Art.“
Umboðsmaður hans sagði að hann
hefði verið að gera að gamni sínu en
þegar blaðamenn spurðu hann hvort
þeir myndu einhvem tímann starfa
saman aftur þá hristi hann einfald-
lega sitt fræga höfuð og vildi ekki tjá
sig neitt um málið.
„Það er með töluverðri eftirsjá að
við auglýsum hana til sölu en stað-
reyndin er sú að einhverfur sonur
okkar óttast hljóðin í henni, sér-
staklega þegar hún hlær eins og
norn.“
Þannig lýsir Hilmar Jónsson, eig-
andi annarrar af tveimur talandi
krákum á landinu, tilfinningum sín-
um vegna yfirvofandi aðskilnaðar
við þennan málgefna fugl. Hilmar
auglýsti krákuna talandi í smáaug-
lýsingum DV og setti upp 160 þús-
und krónur sem er áþekkt verð og á
hvolpi af fágætu kyni.
Þótt ég segi sjálfur frá er það
nokkuð metnaðarfullt verkefni fyrir
blaðamann að taka viðtal við
talandi kráku. Um hvað spyr maður
kráku? Sveltur sitjandi kráka en
fljúgandi fær. Er þetta rétt? Kannski
getur krákan skrafhreifna svarað
því. Kannski veitir hún mér ómet-
anlega innsýn í samskipti manna og
dýra. Mér líður eins og Dagfinni
dýralækni og það er samt með hálf-
um huga sem ég hringi dyrabjöll-
unni í raðhúsi í Grafarvogi og finn
lykt sem minnir á gæludýraverslun
leggja á móti mér.
Lífríki í raðhúsi
Sennilega er þetta ekki dæmigert
íslenskt úthverfalíf en á þessu heim-
ili tekur á móti manni heilt lífríki
þar sem maðurinn homo sapiens er
efstur en hlekkir lífkeðjunnar eru
býsna margir. Þarna er einn bold-
angshundur af tegundinni scháfer,
tveir silkiterrierar, annar með
bleika slaufu á hausnum, og heilt
herbergi, fullt af gullemblum og
mávafinkum á mismunandi aldri.
Síðast en ekki síst er krákan
talandi.
Þegar mig ber að garði er krákan
Máni í úfnu skapi. Vandaðri kló-
klippingu er nýlokið og Máni er í
uppnámi og uppreisn. Hann flýgur
um allt húsið af veikum burðum,
því hann er ekki sérlega vel fleygur,
og leitar fljótlega skjóls í hundabúr-
inu þar sem hann situr og segir
ekki bofs.
í sérstökum klefa inn af forstof-
unni er lítill fuglaklefl þar sem
gullemblurnar og mávafinkumar
búa. Híbýli þeirra voru áður
gestaklósett sem var breytt.
Hilmar segir mér að fyrir fáum
árum hafi 50 gullemblur verið flutt-
ar til landsins en 39 þeirra hafi
drepist í sóttkví. Hans gullemblur,
sem skipta tugum, eru afkomendur
þeirra ellefu sem eftir lifðu.
„Þær eru erfiðar í ræktun en ég
hef stjórn á hitastigi, rakastigi og
ljósi og get þannig gabbað þær til að
verpa. Þær hugsa ekki vel um ung-
ana og þess vegna er ég með máva-
finkurnar því þær eru i hlutverki
barnfóstra."
Hinar fögru og fágætu gullemblur
Hilmar hefur í nokkur ár fengist viö
aö rækta gullemblur sem eru afar
litskrúöugir fuglar en erfiöir
í ræktun.
Krákan þegir
Krákan Máni, sem heitir reyndar
Greater Hill Mynah á frummálinu,
segir ekkert við þessu. Hann er fúll
og afundinn eins og smábarn, enda
aðeins ársgamall, en krákur geta
orðið nokkurra áratuga gamlar.
Margir muna eftir krákunni Mar-
gréti sem sat i Eden í Hveragerði og
æpti að ferðamönnum. Hún lést fyr-
ir aldur fram en Bragi 1 Eden hefur
sýnt því áhuga að kaupa Mána.
Hilmar segir að Máni geti hermt
eftir hlátri allrar fjölskyldunnar,
kallað eftir mat, sagt halló og nafn-
ið sitt hátt og skýrt og hermt eftir
símum og algengum heimilistækj-
um. Allt þetta er gott og blessað en
Máni er eins og hver önnur popp-
stjarna. Hann talar ekki við blaða-
menn. Það er alveg sama þótt ég
skriði á gólfinu og gefi frá mér ýmis
hljóð sem ég tel sennilegt að hann
þekki. No comment.
Hilmar segist hafa fengist við
gæludýrahald frá barnsaldri og fisk-
ar, fuglar og hundar af ótal tegund-
um hafa verið í hans eigu gegnum
tíðina.
„Þetta gefur mér óskaplega mikið
og hefur t.d. hjálpað mér mikið til
þess að kljást við þunglyndi sem
hefur þjáð mig árum saman. Fugl-
arnir og hundarnir halda mér heil-
brigðum."
-PÁÁ
Flengdu mig, elskan
Ragnheiður
Eiríksdóttir
skrifar
um kynlíf
Vinur minn hafði samband við mig
í vikunni og var mikið niðri fyrir.
Hann heimtaði bráðafund á hljóðlátu
kaffihúsi í miðborginni og var allur
mjög dularfullur til augnanna þegar
ég mætti á svæðið. Neglur hans voru
nagaðar upp í kviku og fyrstu 10 mín-
úturnar drakk hann latteiið og talaði
um veður og pólitík. Það var nokkuð
ljóst að maðurinn átti erfitt með að
koma sér að málinu. Loksins gerðist
það svo. Hann sagði mér að hann
væri nýlega farinn að hitta stelpu og
væri orðinn yfir meðallagi hrifinn
eftir mánaðarsamband. „Hún er æðis-
lega klár og skemmtileg stelpa, að
vísu 10 árum yngri, en ég finn ekkert
fyrir því.“ Vitaskuld samgladdist ég
manninum og sturtaði yfir hann
hæfilegum skammti hamingjuóska.
Svo hélt hann áfram og tjáöi mér að
hún væri farin að biðja um hluti í
kynlífinu sem hann kynni bara ekk-
ert á; „hún vill að ég bindi sig og
flengi og eitthvað þannig og ég hef
aldrei gert neitt svoleiðis," sagði
hann með örvæntingarblik í augum.
Það kom í ljós að þessar óskir
stúlkunnar voru farnar að valda hon-
um miklum kviða því hann vildi ekki
ljóstra upp fáfræði sinni á sviðinu,
verandi þetta eldri en hún. Engu að
síður fannst honum mjög spennandi
að gera tilraunir með bindingar og
flengingar en vegna þess að samband-
ið var enn þá á sýndarmennskustig-
inu (aðeins mánaðargamalt og sem
allra fæstir gallar hlutaðeigandi af-
hjúpaðir enn þá) þótti honum mikil-
vægt að mæta til leiks með einhver
tromp, eða i það minnsta mannsspil á
hendi. Af minni sérstöku góð-
eins líklegt að sóknarpresturinn eða
bamaskólakennarinn í litla bæjar-
félaginu séu eftir vinnu í smávalda-
leikjum eða með þvottaklemmur á
pungnum í sæluþrungnum sársauka-
leikjum. Maður veit nefnilega aldrei!
Gullnu reglurnar
í öllum leikjum sem snúast á ein-
hvern hátt um vald og losta er mikil-
vægt að hafa þrjú grunnatriði í huga.
Reyndar hef ég alltaf haldið því fram
að þessi þrjú grunnatriði skuli hafa
að leiðarljósi í öllum kynferðislegum
samskiptum en hjá þeim sem stunda
BDSM hefur verið lögð sérstök
áhersla á þessi atriði og er það auð-
vitað því fólki til mikils sóma. í
fyrsta lagi er það ÖRYGGI, að fyllsta
öryggis sé gætt til að koma í veg fyr-
ir andlegt eða líkamlegt tjón þátttak-
enda. í bindileikjum er til að mynda
mjög mikilvægt að binda ekki svo
fast að blóðrás til líkamshluta rofni,
að minnsta kosti ekki lengur en
nokkrar mínútur, og aldrei skal
binda neitt um háls. Það er líka mik-
ilvægt að sá sem er í böndum sé ekki
skilinn eftir einn og að alltaf sé ljóst
hvernig á að losa viðkomandi. Annað
atriðið er MEÐVITUND, að þátttak-
endur séu með fulla meðvitund og
geri sér grein fyrir því sem er að ger-
ast eða á að gerast. Það er til dæmis
ekki góð hugmynd að láta flengja sig
dauðadrukkinn eða binda sig í
hassvimu. Áfengi og önnur vímuefni
skerða dómgreindina og það kann
ekki góðri lukku að stýra þegar verið
er að leika sér á þennan hátt. Þriðja
atriðið er SAMÞYKKI, að hver sá sem
tekur þátt í leiknum sé algjörlega
samþykkur því sem á að fara fram og
að mörk hvers og eins séu virt til
hins ýtrasta. Þess vegna er nauðsyn-
legt að leikfélagarnir ræði saman
áður en leikurinn hefst og komi sér
saman um það sem má og má ekki.
Traustið er algjör grundvöllur þess
að hægt sé að gefa sig nautnum og
losta á vald í svona aðstæðum. Fyrir
vin minn er til dæmis mikilvægt að
vita hvort stúlkan vill fá skell á rass-
inn af og til vegna þess að í algleymi
lostans er sársaukinn sætur og ef svo
er vill hún þá fá kraftmikla sveiflu i
höggið eða bara dálítið klapp. Það
gæti líka verið að hún væri á höttun-
um eftir hlutverkaleik og væri frekar
til í að leika óþekka skólastelpu sem
á skilið smárefsingu. Flenging er
nefnilega alls ekki það sama og fleng-
ing og þess vegna borgar sig að ræða
málin aðeins fyrir fram, þó svo að
það kunni að vera eitthvaö vand-
ræðalegt í fyrstu.
Fyrir þá sem hafa áhuga á að lesa
ítarefni um BDSM-kynlíf bendi ég á
vef BDSM á íslandi, www.bdsm.is (já,
það er til félag sem í eru meira að
segja 50 manns og það heldur árshá-
tíð sína einmitt í kvöld) og vefsíðuna
www.sexuality.org/bdsm.html. Svo
segi ég bara góða skemmtun í kvöld!
sem mætti flokka sem BDSM-leiki án
þess nokkum tíma að gera sér grein
fyrir því eða vilja viðurkenna það.
Það er nefnilega útbreiddur misskiln-
ingur að þeir sem stunda BDSM-kyn-
líf séu með áhuga á öllu sem til þess
getur talist og fái enga örvun nema
handjárn eða leðurgrímur eða
latexgallar eða svipur eða kertavax
eða þvottaklemmur séu með í leikn-
um. Þetta er ekkert afbrotafólk sem
fer út í bakarí á mótorhjólum í leður-
göllum með kynfærakeðjur og
rennilásagrimur. Ónei, það er alveg
mennsku lofaði ég vini mínum að
helga laugardagspistilinn bindingum
og flengingum sem eru tvö ágætis
krydd úr kynlífskryddskápnum.
BDSM
Bindingar og flengingar eru hluti
af því sem kallast BDSM-kynlíf.
Skammstöfunin stendur fyrir Bindi-
og drottnunarleiki, sadó- og ma-
sókistaleiki og munalosta. Það er
heill hellingur af ósköp venjulegu
fólki í Reykjavík, á Isaflrði og Hvols-
velli sem stundar ýmsa kynlífsíeiki