Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 DV Helgarblað Sharon Lapatka leitaði ástar á Netinu: Leiddist í hagkvæmnis- hjónabandinu Sharon Lapatka var 40 ára og engin fegurðardís. Hún var yfir 100 kíló, með aflitað hár og kinn- amar á henni löfðu niður á háls. Hún lifði í tilbreytingalausu hjónabandi með véltæknifræð- ingnum Victor Lapatka í svefn- bænum Hamstead í Marylandríki i Bandaríkjunum. En Sharon Lapatka lifði jafn- framt leynilegu lífi í ástarleit. Þeg- ar eiginmaður hennar var í vinn- unni sat hún klukkustundum saman við tölvuna sína og stofn- aði til kynna á Netinu við ein- mana menn um alla Ameríku sem þyrsti í samband. Hún vissi að þeir myndu aldrei kynnast henni nánar þannig að hún gat þóst vera einhver aðlaðandi persóna sem mennirnir þráðu. Á nokkrum árum hafði hún bú- ið til fjölda persóna sem hún þótt- ist vera. Stundum var hún Melissa hin tælandi og stundum Clarissa hin fagra sem leiddist í hjónabandi sínu með milljónera frá Flórída og vildi heldur vera með mönnum undir 25 ára aldri. Þessi ímyndaða tilvera, sem að- eins nokkrum nánum vinum Sharon var kunnugt um, var dap- urleg en skaðlaus. Sharon greindi aldrei frá því hver hún var í raun og veru. Hún sagði heldur ekki frá því hvar hún byggi. Og aðdáendur hennar voru fullánægðir með nærveru hennar á vefsíðum og í tölvupósti. Tilkynnti um hvarf eigin- konunnar En í október 1996 tilkynnti hún manninum sínum að hún ætlaði til Georgiu þar sem hún hygðist dvelja í nokkra daga hjá vinum sínum. Nokkrum dögum seinna hringdi Victor til Georgiu. Honum var tjáð að Sharon hefði ekki kom- ið þangað og jafnframt að það hefði ekki verið ráðgert. Þann 20. október tilkynnti Vict- or um hvarf eiginkonu sinnar. Lögreglan komst fljótlega að leyni- legu lífi Sharon á Netinu. Tölvan hennar var rannsökuð og á harða diskinum fundu sér- fræðingar þúsundir netfanga. Þau gáfu til kynna að Sharon hefði verið kona sem þyrsti í ást og aö hún hefði leitað hennar á Netinu. Sharon hafði augsýnilega varið heilu dögunum í samtöl við karla á Netinu. Samtölin snerust ein- göngu kynlíf og rómantík. Grunaði fljótt hver söku- dólgurinn væri Lögreglan komst fljótt að því að eftir ágúst 1996 hafði áhugi Shar- on Lapatka eingöngu beinst að manni sem gekk undir nafninu Slowhand. Þaö var auðvelt að rekja slóð hans. Slowhand var 45 ára gamall forritari, Robert Glass, sem bjó í gömlum húsvagni í skógi nálægt Lenoir í Norður-Kar- ólínu. Allir í bænum vissu að hann var af gamalli ætt sem hafði mátt muna fífil sinn fegurri. Eftir að hafa farið í gegnum yf- ir þúsund tölvubréf frá Sharon Sharon Stofnaöi til kynna á Netinu við ein- mana menn þegar eiginmaöurinn var í vinnunni. komst lögreglan að þeirri niður- stöðu að hún hefði sannfært sjálfa sig um að hún væri ástfangin af Slowhand og hygðist ná persónu- legu sambandi við hann. „Rannsóknin gekk eins og í sögu. Þetta blasti allt við. Menn grunaði fljótt hver sökudólgurinn væri, hvar vettvangur glæpsins væri og svo vissu menn með hvaða lest fórnarlambið hafði far- ið í sína hinstu ferð,“ greindi lög- reglumaðurinn Barry Leese frá siðar. Þann 24. október hélt Leese til lögreglunnar i Lenoir í Norður- Karólínu. Lögreglan vissi hver Ro- bert Glass var og að hann byggi í húsvagni. Lögreglan greindi frá því að húsvagninn væri í skógi sem hefði áður verið i eigu fjöl- skyldu Glass. Lögreglan hélt þangað í þeirri von að finna Sharon Lapatka. Hún fannst ekki. Húsvagninn var hins- vegar á sínum stað, læstur. Nýtek- in gröf var í um 50 metra fjarlægð frá húsvagninum. Um tveimur klukkustundum höfðu menn graf- ið upp lík Sharon. Hún hafði ver- ið kyrkt með reipi sem lá við gröf- ina. Robert Glass var handtekinn í vinnunni. Þegar lögreglan kom var hann einmitt að fara yfir tölvukerfi lögreglustöðvarinnar. Hann viðurkenndi að hafa orðið Sharon að bana en fullyrti að um óhapp hefði orðið þegar þau rifust. Heltekin af kynlífsórum „Ég bað hana aldrei um að koma hingað," hélt hann fram. „En hún heimtaði það. Hún var heltekin af kynlífsórum sínum. Hún var hér i þrjá daga. Þá gafst ég upp. Glass sagði enn fremur að það hafði liðið nokkur tími áður en hann gerði sér grein fyrir að konan væri látin. Þá hefði hann verið gripinn ótta og þess vegna hefði hann grafið hana í rusla- haugnum sínum. „Þeir fáu vinir sem Sharon átti greindu lögreglunni frá því að hún hefði verið ákaf- lega einmana og bæld vegna allra aukakíló- anna sem hún burð- aðist með. Þess vegna leitaði hún á náðir ókunnugra að- dáenda á Netinu." Þeir fáu vinir sem Sharon átti greindu lögreglunni frá þvi að hún hefði verið ákaflega einmana óg bæld vegna allra aukakílóanna sem hún burðaðist með. Þess vegna leitaði hún á náðir ókunn- ugra aðdáenda á Netinu. Eingöngu hagkvæmnis- hjónaband Victor Lapatka viðurkenndi að hjónaband hans og Sharon, sem staðið hafði í 15 ár, hefði í raun verið orðið algert hagkvæmnis- Auðvelt verkefni Rannsókn lögreglumannsins Barrys Leeses gekk eins og í sögu. Robert Glass Forritarinn var venjulega ákaflega hæglátur og vingjarntegur maöur. Enginn skildi hvernig hann haföi getaö látiö konu hafa áhrif á sig. Fundarstaðurinn Lík Sharon Lapatka haföi veriö grafiö í ruslahaug í um 50 km fjarlægð frá húsvagni moröingjans. hjónaband í lokin. „Ég aflaði tekna og hún eldaði matinn,“ sagði hann. Honum var kunnugt um raunveruleikaflótta hennar inn á Netið. Honum þótti það þó skaðlaus skemmtun. Hann hafði verið ánægður með að hún skyldi hafa fundið eitthvað til að fást við. Robert Glass vildi ekki viður- kenna að hafa myrt Sharon. Hann játaði þó fyrir lögreglunni að hann hefði beðið hana um að eyða öllu rafrænu bréfasambandi þeirra. En þar sem hann var tölvusérfræðingur hlaut hann að hafa vitað að lögreglan gat fundið öll gögnin og að þau myndu fyrr eða síðar leiða til hans. Flýði æpandi þegar kona nalgaöist í janúar 1998 var Glass fundinn sekur um morð af yfirlögðu ráði. Hans bíður nú flókið lagaferli vegna fullyrðinga saksóknara um formgalla við réttarhöldin. Á með- an velta vinir hans og fjölskylda í Lenoir því fyrir sér hvernig hæg- látur og vingjarnlegur maður eins og Robert Glass hafi getað lent í slíku máli. „Ég skil ekki það sem gerðist. Sharon Lapatka hlýtur að hafa haft seiðandi áhrif á hann. Robert hafði alltaf flúið æpandi þegar kona nálgaðist hann,“ segir bróðir hans, Jonathan Glass. Dómarinn, Charles McManus, sem felldi dóminn yfir Robert Glass, sagði: „Netið hefur sætt ákæru ásamt þér. Við skulum vona að það sem kom fyrir þig vari við þeim mörgu hættum sem liggja í leyni í rafrænu einskis- mannslandi milli draums og veru- leika.“ Refsing eiginmanns Marion Winkler vildi skilja við manninn sinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.