Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Síða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Síða 52
60 LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 Tilvera DV Stórafmæli skákjöfra í mars áttu tveir af mestu skák- jöfrum nútímans stórafmæli, þeir Vassilí Smyslov, sem varð áttræður 24. mars, og Viktor Kortsnoj sem varð sjötugur 12. mars. Þeir eru báðir fæddir í Rússlandi, Smyslov í Moskvu og Kortsnoj í Sankti Péturs- borg (Leníngrad). Þeir eru mjög ólíkir persónuleikar, Smyslov hefur lifaö lífi hins rólega og geðþekka há- skólamanns, jafnvægi í hlutum og gerðum í lífinu og skákinni. Hann var einnig góður söngmaður, hvort hann var tenór eða sópran veit ég ekki en hann átti frægðina vísa á söngbrautinni hefði hann kosið það. Hann söng við Bolshoj-óperuna 1950 en frekari vitneskju hef ég ekki um söngferil hans, nema hann söng oft í lokahófum skákmóta og m.a. hér á íslandi 1974. Ferill Smyslovs í skákinni er langur og glæsilegur. Hann lærði að tefla 6 ára af föður sínum en faðir hans hafði unnið sjálfan Aljechin í kappskák á móti 1912. Smyslov náði íljótlega góðum árangri við skák- borðið, í seinni heimsstyrjöldinni varð Smyslov tvítugur um likt leyti og Þjóðverjar réðust inn i Rússland, eða 1941. Eftir striðið komust alþjóð- leg skáksamskipti í lag aftur og 1945 vann Smyslov Samuel Reshevskí, 2-0, í útvarpskeppni Sovétrikjanna og Bandaríkjanna. Fljótlega varð ljóst að það voru þeir Mikhaíl Bot- vinnik og Vassilí Smyslov sem mundu keppa um það hvor ynni heimsmeistaratitilinn í skák eftir dauða Aljechins. Árið 1948 var í fyrsta og eina skiptið haldið skák- mót um heimsmeistaratitilinn í Hollandi og Sovét, eða í Haag og Moskvu. Botvinnik vann og Smyslov lenti í öðru sæti. 1949 urðu þeir Smyslov og David Bronstein efstir á meistaramóti Sovétríkjanna og það var Ijóst að nýr áskorandi hafði bæst í hópinn. Bronstein vann svo næstu áskorendakeppni og tefldi um titilinn við Botvinnik 1951 Smyslov vann svo næsta áskor- endamót í Zúrich 1953 og hafði 2 vinninga umfram næsta mann. í mars 1954 tefldi svo Smyslov fyrsta einvígið um heimsmeistaratitilinn við Botvinnik í Moskvu og því ein- vígi lauk 12-12 og Botvinnik hélt titlinum naumlega. Enn var á bratt- ann að sækja en Smyslov vann næstu áskorendakeppni í apríl 1956 í Hollandi og tefldi síðan annað ein- vígi sitt við Botvinnik 1957 og hafði sigur 12,5-9,5 En heimsmeistarinn Botvinnik hafði rétt á öðru einvígi ef hann tapaði titlinum og 1958 end- urheimti hann titilinn af Smyslov 12,5-10,5. Smyslov var heimsmeist- ari í skák í 1 ár og 12 daga. Kortsnoj þekkjum við mun betur, hann er gjörólíkur persónuleiki, frekar óheflaður á sínum yngri árum og mikill baráttumaður, eigin- lega stríðsmaður og er hinn frægi flótti hans til Vesturlanda í júlí 1976 eftir alþjóðlegt skákmót í Amster- dam (á stjórnarárum Leonids Bresj- nevs) og hin mikla barátta við sov- ésk stjórnvöld sem og einvígi hans við Karpov um heimsmeistaratitil- inn ágæt dæmi þar um. Mörgum eru minnistæðar viðureignir hans við galdrakarlinn frá Riga, Mikael Tal. Kortsnoj hafði oftast sigur og við byrjum á einni slíkri viðureign. Hvítt: Míkhaíl Tal Svart: Viktor Kortsnoj Frönsk vörn. Riga 1958 l.e4 e6 2.d4 d5 3.Rc3 Bb4 4.e5 c5 5.a3 Bxc3+ 6.bxc3 Re7 7.Dg4 Rf5 8.Bd3 h5. Hér leikur Tal sínum leik! Aðrir léku oftast 9. Df4 með ró- legri taflmennsku, t.d. Petrosjan 9.Dh3 cxd4 10.RÍ3 Dc7 ll.Hbl dxc3 12.g4 Re7 13.gxh5 Rbc6 14.Bf4 Rg6! Peð er bara peð eins og Pedersen sagði i taflfélaginu um árið. 15.Bg3! Rgxe5. 16.Rxe5? Mun betra er að leika 16. Kfl! strax 16. -Rxe5 17.KÍ1 Bd7 18.Dh4? Mun betra er 18. Hel f6 19. Bg6+ með óljósri stöðu. 18. -f6. Hér á svartur skemmtilegan möguleika, 18. Rf3! 19. Dg4 Rd2+ 20. Kg2 e5 21. Dxg7 0-0-0 og svartur stendur betur. 19.Bxe5 Dxe5 20.Hxb7 Hb8 21.EÞcb8+ Dxb8 22.Dg4 Kf8 23.Hgl. Ef ekki er hægt að láta eigin liðsafla verja sig er möguleiki á að liðsafli andstæðingsins geti gert það! 23. -g5 24.hxg6 Kg7 25.h4 a5 26.Hg3 Dbl+ 27.Kg2 Db7 28.h5 d4+ 29.Be4 Bc6? Betra er 29. Db5 30. Hh3 Dg5 og svartur hefur ágætt tafl. 30.Bxc6 Dxc6+ 31.Kgl Dd5 32.DÍ4 De5. Það geta allir leikið af sér, eftir 33. Df3 verður svartur að þráleika með 33. Dd5 Df4 De5. En sem sagt 33.h6+?? Hxh6 34.Dxh6+ Kxh6 35.g7 Dxg3+! 0-1 Hvítt: Vasilij Smyslov Svart: Viktor Kortsnoj Maroczy bindi. Moskva 1961. I.c4 c5 2.RÍ3 Rc6 3.d4 cxd4 4.Rxd4 g6 5.e4 Rf6 6.Rc3 Rxd4 7.Dxd4 d6 8.Be2 Bg7 9.0-0 0-0 10.Dd3 Be6 ll.Bd2 Rd7 12.b3 Re5 13.Dg3 Rc6 14.Khl Rd4 15.Bd3 Hc8 16.Hadl a6 17.f4 b5. Skákin hefur teflst á hefðbundin hátt, en nú kemur Smyslov léttu höggi á Kortsnoj. 18.f5! bxc4 19.fxe6 cxd3 20.exf7+ Hxf7 21.Hxf7 Kxf7 22.Dxd3. Svartur á í mestu vandræðum allt í einu, 22. -a5 er svarað með 23. Rd5 og vandræði svarts aukast. Nú fell- ur peð og staðan með. Hann hefur alltaf verið betri í því að hirða peð en fórna þeim hann Viktor Kortsnoj. 22. -Kg8 23.Dxa6 Kh8 24.Dd3 Da5 25.HÍ1 Hc6 26.Re2 Dc5 27.Be3. 1-0. 7 (jrval - gott í hægindastólinn is exxxotica www.exxx.is i* , ▼» PÁSKATILBOÐ 40% AFSLÁTTUR AF EGGJUM ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR AF ÖÐRUM VÖRUM Barónsstíg 27 - S: 562 7400

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.