Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Qupperneq 52

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Qupperneq 52
60 LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 Tilvera DV Stórafmæli skákjöfra í mars áttu tveir af mestu skák- jöfrum nútímans stórafmæli, þeir Vassilí Smyslov, sem varð áttræður 24. mars, og Viktor Kortsnoj sem varð sjötugur 12. mars. Þeir eru báðir fæddir í Rússlandi, Smyslov í Moskvu og Kortsnoj í Sankti Péturs- borg (Leníngrad). Þeir eru mjög ólíkir persónuleikar, Smyslov hefur lifaö lífi hins rólega og geðþekka há- skólamanns, jafnvægi í hlutum og gerðum í lífinu og skákinni. Hann var einnig góður söngmaður, hvort hann var tenór eða sópran veit ég ekki en hann átti frægðina vísa á söngbrautinni hefði hann kosið það. Hann söng við Bolshoj-óperuna 1950 en frekari vitneskju hef ég ekki um söngferil hans, nema hann söng oft í lokahófum skákmóta og m.a. hér á íslandi 1974. Ferill Smyslovs í skákinni er langur og glæsilegur. Hann lærði að tefla 6 ára af föður sínum en faðir hans hafði unnið sjálfan Aljechin í kappskák á móti 1912. Smyslov náði íljótlega góðum árangri við skák- borðið, í seinni heimsstyrjöldinni varð Smyslov tvítugur um likt leyti og Þjóðverjar réðust inn i Rússland, eða 1941. Eftir striðið komust alþjóð- leg skáksamskipti í lag aftur og 1945 vann Smyslov Samuel Reshevskí, 2-0, í útvarpskeppni Sovétrikjanna og Bandaríkjanna. Fljótlega varð ljóst að það voru þeir Mikhaíl Bot- vinnik og Vassilí Smyslov sem mundu keppa um það hvor ynni heimsmeistaratitilinn í skák eftir dauða Aljechins. Árið 1948 var í fyrsta og eina skiptið haldið skák- mót um heimsmeistaratitilinn í Hollandi og Sovét, eða í Haag og Moskvu. Botvinnik vann og Smyslov lenti í öðru sæti. 1949 urðu þeir Smyslov og David Bronstein efstir á meistaramóti Sovétríkjanna og það var Ijóst að nýr áskorandi hafði bæst í hópinn. Bronstein vann svo næstu áskorendakeppni og tefldi um titilinn við Botvinnik 1951 Smyslov vann svo næsta áskor- endamót í Zúrich 1953 og hafði 2 vinninga umfram næsta mann. í mars 1954 tefldi svo Smyslov fyrsta einvígið um heimsmeistaratitilinn við Botvinnik í Moskvu og því ein- vígi lauk 12-12 og Botvinnik hélt titlinum naumlega. Enn var á bratt- ann að sækja en Smyslov vann næstu áskorendakeppni í apríl 1956 í Hollandi og tefldi síðan annað ein- vígi sitt við Botvinnik 1957 og hafði sigur 12,5-9,5 En heimsmeistarinn Botvinnik hafði rétt á öðru einvígi ef hann tapaði titlinum og 1958 end- urheimti hann titilinn af Smyslov 12,5-10,5. Smyslov var heimsmeist- ari í skák í 1 ár og 12 daga. Kortsnoj þekkjum við mun betur, hann er gjörólíkur persónuleiki, frekar óheflaður á sínum yngri árum og mikill baráttumaður, eigin- lega stríðsmaður og er hinn frægi flótti hans til Vesturlanda í júlí 1976 eftir alþjóðlegt skákmót í Amster- dam (á stjórnarárum Leonids Bresj- nevs) og hin mikla barátta við sov- ésk stjórnvöld sem og einvígi hans við Karpov um heimsmeistaratitil- inn ágæt dæmi þar um. Mörgum eru minnistæðar viðureignir hans við galdrakarlinn frá Riga, Mikael Tal. Kortsnoj hafði oftast sigur og við byrjum á einni slíkri viðureign. Hvítt: Míkhaíl Tal Svart: Viktor Kortsnoj Frönsk vörn. Riga 1958 l.e4 e6 2.d4 d5 3.Rc3 Bb4 4.e5 c5 5.a3 Bxc3+ 6.bxc3 Re7 7.Dg4 Rf5 8.Bd3 h5. Hér leikur Tal sínum leik! Aðrir léku oftast 9. Df4 með ró- legri taflmennsku, t.d. Petrosjan 9.Dh3 cxd4 10.RÍ3 Dc7 ll.Hbl dxc3 12.g4 Re7 13.gxh5 Rbc6 14.Bf4 Rg6! Peð er bara peð eins og Pedersen sagði i taflfélaginu um árið. 15.Bg3! Rgxe5. 16.Rxe5? Mun betra er að leika 16. Kfl! strax 16. -Rxe5 17.KÍ1 Bd7 18.Dh4? Mun betra er 18. Hel f6 19. Bg6+ með óljósri stöðu. 18. -f6. Hér á svartur skemmtilegan möguleika, 18. Rf3! 19. Dg4 Rd2+ 20. Kg2 e5 21. Dxg7 0-0-0 og svartur stendur betur. 19.Bxe5 Dxe5 20.Hxb7 Hb8 21.EÞcb8+ Dxb8 22.Dg4 Kf8 23.Hgl. Ef ekki er hægt að láta eigin liðsafla verja sig er möguleiki á að liðsafli andstæðingsins geti gert það! 23. -g5 24.hxg6 Kg7 25.h4 a5 26.Hg3 Dbl+ 27.Kg2 Db7 28.h5 d4+ 29.Be4 Bc6? Betra er 29. Db5 30. Hh3 Dg5 og svartur hefur ágætt tafl. 30.Bxc6 Dxc6+ 31.Kgl Dd5 32.DÍ4 De5. Það geta allir leikið af sér, eftir 33. Df3 verður svartur að þráleika með 33. Dd5 Df4 De5. En sem sagt 33.h6+?? Hxh6 34.Dxh6+ Kxh6 35.g7 Dxg3+! 0-1 Hvítt: Vasilij Smyslov Svart: Viktor Kortsnoj Maroczy bindi. Moskva 1961. I.c4 c5 2.RÍ3 Rc6 3.d4 cxd4 4.Rxd4 g6 5.e4 Rf6 6.Rc3 Rxd4 7.Dxd4 d6 8.Be2 Bg7 9.0-0 0-0 10.Dd3 Be6 ll.Bd2 Rd7 12.b3 Re5 13.Dg3 Rc6 14.Khl Rd4 15.Bd3 Hc8 16.Hadl a6 17.f4 b5. Skákin hefur teflst á hefðbundin hátt, en nú kemur Smyslov léttu höggi á Kortsnoj. 18.f5! bxc4 19.fxe6 cxd3 20.exf7+ Hxf7 21.Hxf7 Kxf7 22.Dxd3. Svartur á í mestu vandræðum allt í einu, 22. -a5 er svarað með 23. Rd5 og vandræði svarts aukast. Nú fell- ur peð og staðan með. Hann hefur alltaf verið betri í því að hirða peð en fórna þeim hann Viktor Kortsnoj. 22. -Kg8 23.Dxa6 Kh8 24.Dd3 Da5 25.HÍ1 Hc6 26.Re2 Dc5 27.Be3. 1-0. 7 (jrval - gott í hægindastólinn is exxxotica www.exxx.is i* , ▼» PÁSKATILBOÐ 40% AFSLÁTTUR AF EGGJUM ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR AF ÖÐRUM VÖRUM Barónsstíg 27 - S: 562 7400
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.