Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2001, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2001, Blaðsíða 16
16 Helgarblað LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 I>V Rótari og hækja Hedwigs - Ragnhildur Gísladóttir stekkur á svið í Loftkastalanum DV-MYND HILMAR ÞÖR Ragnhildur Gísladóttir, söngkona og leikkona „Ég er leitandi og vona aö ég veröi þaö alla mína ævi. Fólk rýnir of mikiö í hagi annarra í staö þess aö leita inn á viö og hugsa fallega til sjálfs sín. Það vita þetta aiiir en fólk gleymir því svo oft. Ég er ekki barnanna best og gleymi því líka. “ „Mér finnst ég dlltaf vera að byrja. Ég á allt eftir. Ég hef kannski aldrei hugsað svo sterkt áður á þennan veg og það gefur mér mikla orku. Ef ég væri algjörlega sátt og teldi mig vera búna að finna eina rétta braut þá myndi ég stíflast. Þá vœri líka kominn tími á viðurkenningar og verð- laun. Um leið og það gerðist myndi ég hugsa: „Nú er illt í efni. “ Ég vona að það gerist ekki í bráð. “ Söngkonan, leikkonan og laga- höfundurinn Ragnhildur Gísla- dóttir æfir þessa dagana fyrir hlutverk sitt í rokksöngleiknum Hedwig sem frumsýndur verður í lok júní í Lofkastalanum. í söng- leiknum, sem hefur slegið ræki- lega í gegn í Bandaríkjunum og verið kvikmyndaður, er sögð saga hins ólánsama Hedwigs sem eftir mislukkaða kynskiptaaðgerð end- ar sem söngkona í næturklúbb í Kansas. Ragnhildur fer með hlut- verk karlmanns, Yitzak. „Þetta er skemmtilegt hlutverk sem ég get best lýst með því að segja að Yitzak sé rótari í hljóm- sveitinni og hækja Hedwigs," seg- ir Ragnhildur. Ragnhildur er ekki óvön sviðs- leikkona og lék meðal annars á sínum tíma í Kysstu mig Kata á Akureyri og Borgarleikhúsinu í fyrra. Hún segist þekkja vel til sviðshræðslu. „Ég finn alltaf fyrir henni þegar ég er að fara á sviö. Maður hræð- ist mest blackout, að detta út. Ég held að allir leikarar sem finna fyrir sviðshræðslu þjáist af þeirri hræðslu, það er ekkert annað að óttast. Ég man eftir einu tilviki þar sem ég skyndilega datt út. Þetta voru kannski ekki nema tvær sekúndur en mér fundust þær vera eins og heil eilífð." Þögnin vænlegur kostur Ragnhildur hefur starfað sem upptökustjóri og útsetjari og hefur samið leikhústónlist og fjölda dægurlaga. Hún segist hafa frem- ur fjölbreyttan tónlistarsmekk. „Þó er til tónlist sem ég kæri mig ekki um að hlusta á, eins og kúrekatónlist og Vínarvalsar sem ég þoli hreinlega ekki. Annars hlusta ég á alls konar tónlist. Tón- listin er mikill partur af mér, en þögnin finnst mér yfirleitt lang- vænlegasti kosturinn." Ragnhildur er tónmenntakenn- ari að mennt og starfaði í nokkur ár sem tónmenntakennari. Hún segir ástand tónlistarkennslu hér á landi ekki vera til fyrirmyndar. „Það er sannað að tónlistar- kennsla eykur þroska barna á öðr- um sviðum. En í þessu frjálsa landi okkar fá börn ekki tækifæri til að stunda tónlist eða annað list- nám eins og þau ættu að hafa rétt á. Við erum ekki að búa til snill- inga heldur á listnám að vera sjálfsagður þáttur í uppeldinu. Það ætti að leggja nánast allt í söl- urnar fyrir skólastarf í landinu og reyna að gera það sem allra best úr garði. Þaö er ekki gert en alltaf virðast vera til peningar til að setja í montverkefni fyrir útlend- inga. Við getum fyrst leyft okkur að vera montin þegar skólastarf- inu og þeim grunni sem eru kyn- slóðimar sem eiga að taka við landinu er sinnt sem skyldi. For- eldrafélög í skólum gætu gert bet- ur því þar sem þau eru virk er gott skólastarf. Allir verða að vinna saman og taka ábyrgð. Allt sem gert er í skóla barna okkar kemur okkur við. Ég trúi því að eftir tíu ár verði orðin mikil breyting á. Þá hafa viðhorfin breyst. Þá verða konur til dæmis búnar að breyta sínum hugsunarhætti og farnar að hugsa um sig sem jafnoka karla. Það er enn verið að hjakka í því að það séu ekki jafn margar konur og karlar í hinum og þessum störf- um. Hvað með það? Má ekki gefa konum frelsi til að velja sér störf. Má ekki gefa fólki frelsi til að vera það sem það vill vera? Ef þú ert kona í bisness þá þarftu ekki aö afsaka það eða segja að þú fáir ekki jafn mikla og góða fyrir- greiðslu og karlmenn, það er fullt af karlmönnum sem fá ekki fyrir- greiðslu. Það sem þarf að koma til hjá konum er sannfæringin og trúin á að þær standi jafnfætis körlum. Og þegar allir trúa þeim þá þarf ekki að ræða það meir. Ég er manneskja og hef alla mögu- leika sem ég kæri mig um.“ Andstaöa viö stórvirkjanir Ragnhildur var í átta ár búsett í London. „Tíminn sem ég bjó á Englandi var heimsókn. Ég held að íslend- ingar hugsi þannig hvort sem þeir dvelja i fimm eða fimmtíu ár utan Islands. Þeir segja alltaf: „Ég fer heim um jólin“ eða: „Ég ætla að skreppa heim“. Þegar þeir fara frá íslandi eftir frí segja þeir: „Ég er að fara út.“ Ég er afar sátt við að vera heima núna. Mér finnst það forrréttindi að búa hérna, en það eru örugglega marg- ir sem átta sig ekki á því í þessu daglega streði hvað þetta er frá- bært land.“ - Hvað er svona gott við að vera hérna? „Ætli það sé ekki fyrst og fremst orkan. Orkan er í öllu, í loftinu, í vatninu. Þetta hljómar kannski klisjukennt en þannig er það. Þegar góð orka er í loftinu þá er miklu meira flæði í líkamanum og um leið finnur fólk fyrir and- legri vellíðan. En svo skulum við ekki gleyma því að ísland er ekki bara Reykjavík. Þú getur alltaf farið út í auðnina, frelsið, þessa miklu náttúruorku.“ - Þú talar eins og mikill nátt- úruverndarsinni, ertu andstæð- ingur virkjana? „Algjörlega. Ég skil ekki skammtímasjónarmið stórvirkj- anasinna og skil ekki að fólk skuli ekki gera sér grein fyrir að það þarf að leita annarra leiða. Ég er mjög skilningsrík á marga hluti, en stórvirkjanasjónarmiðin skil ég ekki. Stórvirkjanaframkvæmd- ir og eyðilegging á náttúrufegurð og landi er í takt við peninga- græðgi, spillingu og vanvirðingu við sjálfan sig, sem kemur út í vanvirðingu á öllu lifi, fólki og umhverfi." - Ertu andlega leitandi? „Ég er leitandi og vona að ég verði það alla mína ævi. Fólk rýn- ir of mikið í hagi annarra í stað þess að leita inn á við og hugsa fallega til sjálfs sin. Það vita þetta allir en fólk gleymir því svo oft. Ég er ekki barnanna best og gleymi því líka.“ Á allt eftir Ragnhildur býr í Grjótaþorpinu ásamt Bryndísi, dóttur þeirra Jak- obs Frímanns Magnússonar. Þrátt fyrir skilnað segir hún samband þeirra Jakobs sérlega gott. Sam- bandið þykir reyndar svo gott að sögur hafa verið á kreiki um að þau séu tekin saman aftur. Ragn- hildur segir það ekki rétt: „Það er ekkert skrýtið að fólk haldi það, við sjáumst mikið sam- an. Við erum ákaflega góðir vinir og erum í sambandi daglega og oft á dag. Við erum foreldrar." Starf listamanns býður yflrleitt ekki upp á mikið fjárhagslegt ör- yggi. Hugsar Ragnhildur aldrei um það hvort hún eigi í sig og á í ellinni? „Nei, ég hugsa ekki mikið um það. Ef ég myndi hugsa mikið um það held ég að ég myndi hreinlega sálast úr áhyggjum. Þegar maður er í þessum bransa tekur maður við verkefnum og vinnur þau en veit ekki fyrir víst hvort maður fær verkefni næsta mánuðinn. Maður bara treystir á það. Ef mað- ur treystir á sjálfan sig sem skap- andi manneskju þá leggst manni alltaf eitthvað til.“ Ragnhildur þarf örugglega ekki að kvíða verkefnaleysi í framtíð- inni. Hún er full af orku og virðist blómstra sem aldrei fyrr. „Mér flnnst ég alltaf vera að byrja. Ég á allt eftir. Ég hef kannski aldrei hugsað svo sterkt áður á þennan veg og það gefur mér mikla orku. Ef ég væri algjör- lega sátt og teldi mig vera búna að finna eina rétta braut þá myndi ég stíflast. Þá væri líka kominn timi á viðurkenningar og verðlaun. Um leið og það gerðist myndi ég hugsa: „Nú er illt í efni.“ Ég vona að það gerist ekki í bráð.“ -PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.