Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2001, Blaðsíða 25
25 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 r>V__________________________________________________________________________________________________Helgarblað Gott að vera á Staðarfelli „Þá fór ég aö drekka meira og verr og þetta fór allt aö vinda upp á sig. Fór úr brenndum vínum yfir í bjórinn og svo í kókaín og amfetamín," segir Ingimar Örn Gylfason. Fer bjart- sýnn út í lífið „Mér finnst rosalega gott að vera hérna og hugsa mín mál. Horfa á fjöll- in og sjóinn og geta stundað holla úti- vist sem skiptir miklu máli þegar mað- ur er að byggja sig upp. Ég var hér í meðferð á síðasta ári og þekki því að- eins til og var þvi ekki lengi að velja þegar mér stóð til boða að fara í með- ferð annaðhvort hér eða í Vík,“ sagði Ingimar Öm Gylfason, 28 ára Reykvík- ingur sem nú er að ljúka sinni meðferð á Staðarfelli. Ætlaði að koma í Reykja- víkur í vikulokin og mun í framhald- inu dveljast um nokkurra mánaða skeið á áfangaheimili. Segist nú ætla að leggja upp í harða sókn við að koma lífl sínu í réttan farveg, svo miklu hafi hann tapað. Kannski ekki síst trausti samferðafólks síns sem hann vilji og verði að endurheimta. „Ég byrjaði að drekka þegar ég var fjórtán ára og taldi það vera eðlilegt, að svo miklu leyti sem eðlilegt má teljast að krakkar fari að drekka svo ungir,“ era orð Ingimars. Hann segir að íþróttaþátttaka á unglingsárum hafi haldið aftur af drykkju, en hún aftur aukist eftir að íþróttunum sleppti um átján ára aldur. „Þá fór ég að drekka meira og verr og þetta fór allt að vinda upp á sig. Fór úr brenndum vínum yfir í bjórinn og svo í kókaín og am- fetamín," segir Ingimar, sem segist þó ekki hafa gert sér grein fyrir því að hann væri haldinn alkóhólisma fyrr en fyrir um þremur árum. Sex eru látnir Ingimar fór í meðferð hjá SÁÁ í fyrra sem hann segir hafa skilað miklu, en þó ekki því að hann næði fullum tökum á lífi sínum. Síðasta árið hafi verið sér einkar erfitt. „Ég fylgdi aldrei 100% þeirri leiðsögn sem ég fékk i meðferöinni heldur vildi gera hlutina eftir eigin höfði,“ segir Ingimar sem kveðst síðasta árið hafa neytt e-pill- unnar reglulega sem og ýmissa ann- arra efna og það hafi haft í fór með sér að vítahringur ofsóknar- og sjálfs- morðshugsana hafi búið um sig í koll- inum. „Ég kannast við sex stráka sem látist hafa af völdum eiturlyfja og tvo þeirra þekkti ég mjög vel persónulega. Sjálfur hefði ég vel getað farið sömu leið þegar ég hafði tapað allri sjálfs- virðingu og lífsvon. En ég fer bjart- sýnn héðan út núna, en veit vel að hin eiginlega meðferð byrjar fyrst þegar henni lýkur,“ segir Ingimar sem harm- ar að verið sé að loka á Staðarfelli - svo brýn sé þörfm fyrir að þar verði áfram opið. -sbs Búinn með minn eitur- lyf j akvóta „Síðustu árin hef ég verið for- fallinn í neyslu eiturlyfja, hef neytt amfetamíns um helgar og í miðri viku reykt mig niður á hassi. Svona hefur þetta verið síðustu árin, en frá því ég var fjórtán ára hef ég verið háður vímuefnum, fyrst áfengi og svo eiturlyfjum," segir Siguröur Árni Árnason, 26 ára Keflvíkingur sem er á Staðarfelli í sinni þriðju meðferð, svokallaðri víkingameð- ferð. Sjálfur kveðst Sigurður nú sem aldrei fyrr vera einbeittur í viljanum að ná tökum á því meini sem hefur verið yfir og allt um kring í lifi hans síðustu árin. Meöferð eöa sjálfsmorð „Ég var kominn á botninn og þetta gat farið alveg á hvorn veg- inn sem var. Átti ekki nema um tvo kosti að velja, að fara í með- ferð eða fremja sjálfsmorö og sætta mig við dauðann. Þetta gat farið á hvorn veginn sem var og líkurnar voru fiftí-fiftí,“ segir Sigurður. Hann segir að þær tvær meðferöir sem hann hefur farið í fram til þessa hafi glöggvað sig í skilningi á því að hann væri alkó- hólisti. Aftur á móti hefði hann aldrei náð að kyngja þeirri stað- reynd að hann hefði ekki sjálfur stjórn á vímuefnaneyslu sinni. Auk kannabis- og amfetamíns neytti Sigurður e-pillunnar stöku sinnum en allt þetta segir hann að hafi valdið miklu þunglyndi. Afleiðingar og hugrenningar hafi verið eins og að framan er lýst og hann hafi fyllst sektarkennd, t.d. gagnvart foreldrum sínum um að hafa brugðist þeim. „Nú er ég búinn með minn eit- urlyfjakvóta og verð að breyta um lífsstíl ætli ég að halda áfram að lifa,“ segir Sigurður sem kveðst eftir rugl síðustu ára hafa safnað upp nær tveggja milljón króna skuldapakka sem hann þurfi nú að vinna sig út úr. „Þetta eru ekki skuldir vegna vímuefnakaupa, heldur bíla og annars slíks einhvers rugls sem maður stofnar til þegar kollurinn er ekki í lagi. Þá leggur maður ekki niður fyrir sér hvernig eigi að greiða af skuldunum. Þær lenda i vanskilum og svo hleðst upp snjóbolti vegna lögfræðiinn- heimtu og dráttarvaxta," segir Sigurður sem segir hluta af breyttum lífsstíl sínum vera að fara í skóla i haust og þar heillar mest tölvunám við Iðnskólann í Reykjavík. „Fikniefnavandinn á íslandi er að magnast af tíföldum þunga, ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Krakkar eru í dag miklu frekar að leita að e-töflunni heldur en nokkru sinni áfengi," segir Sig- urður sem segir vandann í raun vera orðinn þjóðinni óviðráðan- legan. Engu að siður verði að spyrna við fótum og því séu þaö mikil mistök hjá stjórnmála- mönnum að tryggja ekki næg fjárframlög til Staðarfells svo halda megi áfram gangandi þeirri mikilvægu starfsemi sem þar sé. „Fíkn er viðurkennd sem sjúk- dómur og stjórnmálamenn ættu að haga störfum sínum og fjár- veitingum samkvæmt því.“ -sbs Kíkt út á Hvammsfjörö „Ég átti ekki nema um tvo kosti aö velja, aö fara í meöferö eöa fremja sjálfsmorð og sætta mig viö dauöann," segir Siguröur Árni Árnason. Hann kveöst nú ætla og veröa aö breyta um lífsstíl og hluti af því sé aö fara í skólanám í haust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.