Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2001, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2001, Blaðsíða 18
18 Helgarblað LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 DV Áfram hærra, upp við skulum ná Hattfell eöa Hattafell er eitt fallegasta fjall á Emstrum. Fjallið er mjög bratt en gróiö alveg upp á topp. Vel er hægt aö ganga á fjalliö en reynir nokkuö á lofthræöslu. (HS) erfitt er að nálgast greinargóðar upplýsingar þegar hann eignaðist jeppa fyrir fáum árum. Hann fékk Pál Ásgeir til samstarfs við sig. Páll Ásgeir er þaulvanur ferða- langur sem hefur skrifað leiðsögu- bækur um gönguleiðir á hálendi íslands sem Mál og menning gaf út árið 1994 og einnig gönguleið- sögubók um Hornstrandir sem kom út 1999. „Ég ferðast með margvíslegu móti, bæði akandi og gangandi," segir Páll Ásgeir. „Eins og segir í formála bókar- innar þá er markmið ferðalangs alltaf að komast í snertingu við náttúruna og til þess er duglegur fjallabíll, með drifi á öllum hjól- um, aðeins hjálpartæki og sem slíkur ekkert merkilegri en bak- poki, göngustafur eða gönguskór. Akandi sér maður landið í nýju Ijósi, tekst á við náttúruöflin af varúð og þekkingu en tekur síðan náttúruna í fangið með því að yfir gefa bifreiðina og axla sín skinn og halda á vit hennar." Gljúfurleit, Fjallabak og Gæsavötn í bókinni er fjallað um nokkur vinsælustu ferðasvæði hálendis- ins en stærsti kaflinn segir til veg- ar um Fjallabaksleiöir syðri og nyrðri. ítarlega er fjallað um Gljúfurleit og Kerlingarfjöll, línu- vegi ofan Hreppaíjalla, Kjalveg og ýmsa króka af honum og leiðir norðan Hofsjökuls. Sprengisandur og Gæsavatnaleið fá sitt pláss og sagt er til vegar um fáfarna slóða í Ódáðahrauni og Dyngjufjalladal. Annar af stærstu köflum bókar- innar fjallar svo um austuröræfln frá Öskju, Dyngjufjöllum og Kverkfjöllum allt til Snæfells og Hafrahvamma og Laugarvalladals sem hefur lengi verið eitt af best varðveittu leyndarmálum hálend- isins. Lykillinn að fjársjóðnum - Hálendishandbókin vísar til vegar um vinsælar hálendisleiðir og opnar hálendið almenningi „Það sem vakti fyrir okkur við gerð bókarinnar var að safna sam- an á einn stað sem mestu af nauð- synlegum upplýsingum fyrir þá sem vilja ferðast um hálendi ís- lands upp á eigin spýtur," sagði Páll Ásgeir Ásgeirsson, höfundur Hálendishandbókarinnar, í viðtali við DV. Hálendishandbókin er rúmlega 250 blaðsíðna handhægur leiðar- vísir þar sem sagt er til vegar um flestar vinsælustu hálendisleiðir á íslandi. Bókin ber undirtitilinn; ökuleiðir, gönguleiðir og áfanga- staðir á hálendi íslands og að sögn höfundar lýsir það umfangi bókar- innar harla vel. í Hálendishandbókinni eru rúmlega 350 myndir og 30 kort sem Ólafur Valsson gerði sérstak- lega fyrir bókina. Ljósmyndirnar eru að mestu úr fórum höfund ar og Hauks Snorrasonar ljós- myndara en alls komu 12 ljósmyndarar við sögu þeg- ar leitað var fanga á þessu sviöi. Öll fjölskyldan á ferö „Það sem lagt var til grundvallar við gerð bókarinnar var að hún væri ætluð fjölskyldu- fólki á ferð í jeppa um hálendi íslands. Með þarfir íjölskyldunnar í huga reynum við að benda á fjölda gönguleiða sem eru við hæfi sem flestra og vísa fólki á áhugaverða staði sem eru þess virði að skoða nánar. Við reynum að segja fólki sem skilmerkileg- ast hversu erfið- ir slóðar eru og hvort vöð á einstökum ám eru við allra hæfi eða aðeins fær stærri bilum,“ sagði Páll Ásgeir. Það er alkunna að jeppaeign íslendinga hefur vaxið hröðum skrefum undanfarin ár og skipta jeppar í eigu landsmanna nokkrum þúsundum. Mikið af upp- lýsingum um áhugaverða staði, erfiða slóða og skemmtileg- ar leiöir hefur verið að finna á víö og dreif í ýmsum árbókum og upp- flettiritum og síðast en ekki síst í munnlegri geymd meðal jeppa- manna og fjallamanna. Þannig hefur það oft verið þrautalending- in fyrir nýbakaðan jeppaeiganda að slást í för með vönum mönnum á fjöll. Með þessari bók, segja út- gefandi og höfundur, er ætlunin að gera fólki kleift að ferðast upp á eigin spýtur. Bíll, bakpoki og göngu- stafur Það er útgáfufyrirtækið Skerpla sem gefur bókina út og tilurð hennar er reyndar hugmynd Þór- arins Friðjónsssonar útgefanda sem reyndi á eigin skinni hve Náttúruleg sturta „Á Laugarvalladal getur ferða- langur staðið undir náttúrulegri heitri sturtu þar sem heitur lækur steypist ofan af kletti. Þetta er mikil paradís sem fáir hafa vitað hingað til hvernig á að finna.“ í bókinni er enn fremur sagt til vegar um eyðibyggðir eins og Fjörður og Flateyjardal fyrir norð- an, Langanes, Loðmundarfjörð og Húsavík á Austfjörðum og nær Reykjavík er bent á leiðir sem liggja bak Skjaldbreið og um af- kima Hellisheiðar. - En á höfundur sér eitthvert uppáhaldssvæði? „Þessu eiga fjallamenn alltaf erfitt með að svara en ég verð þó að nefna Álftavatnakrók við Eld- gjá, Strútslaug, Laugarvalladal, Kyrröin ríkir í Kýlingum / Kýlingum, rétt austan viö Landmannalaugar, er stööuvatn og nokkurt gróöurlendi. Þar er allnokkurt fuglalíf og kjörland sauökindarinnar. Þaö er Stóri-Kýlingur sem stendur á höföi í spegilsléttu vatninu. (HS)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.