Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2001, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 x>v Helgarblað Meðferðarheimili SÁÁ á Staðarfelli lokað um næstu mánaðamót: Þar sem örninn boðar edrú Napur vindur stendur inn Hvammsfjörð og það næðir um Staðarfell. Rösklega þrjátíu menn eru í kvöldmat sem þó er aðeins rétt stund milli stríða í þéttskipaðri meðferðaráætlun alls guðslangs dagsins. Þar sem menn eru á fullu við byggja sjálfa sig upp með þeim hætti að löngunin í brennivín og aðra ólyfjan hverfi. Næðingurinn um staðinn er um margt táknrænn fyrir það hvernig málum er nú hátt- að á Staðarfelli. Nú hefur verið ákveðið að meðferðarstöð SÁÁ verði lokað þann 1. júlí næstkom- andi og veldur þar peningavandi sem samtökin glíma við. Aukafjár- veiting heilbrigðisráðherra nú í vikunni verður þess valdandi að ekki þarf að loka á Staðarfelli jafn lengi og menn höfðu óttast. En þóg þykir samt. „Drekkum í kvöld og iðrumst á morgun" Staðarfell er höfðingjasetur að fomu og svo er raunar enn. Því hver er ekki höfðingi sem vill bæta sig og verða góður og gegn þjóðfé- lagsþegn að nýju þrátt fyrir að draugagangur af völdum Bakkusar hafi sett lífíö á annan endann um hríð. Á Staðarfelli sátu sýslumenn löngum, meðal annars Hannes Haf- stein þegar hann í borðagylltu „úní- forrni" ríkti sem yfirvald Dala- manna fyrir rösklega hundrað árum. „Drekkum i kvöld og iðrumst á morgun," sagði sýslu- maðurinn og ráðherrann í einu ljóða sinna og hefur þá vafalítið engar hugmyndir gert sér um að þetta væru áhrínsorð. Að seinna ættu menn eftir að koma að Staðar- felli einmitt til þess að iðrast vegna áfengisneyslu. Snemma á 20. öldinni var settur á fót húsmæðraskóli á Staðarfelli, sem starfræktur var í áratugi, þar sem ungar stúlkur lærðu grautar- gerð og saumaskap. Skólinn var starfræktur nokkuð fram á áttunda áratuginn þegar minnkandi aðsókn varð þess valdandi að ekki var leng- ur grundvöllur fyrir honum. Undir árslok 1981 fékk SÁÁ húsakynni á staðnum til afnota og hefur starf- rækt þar meðferðarstöð síðan þótt hlé komi í starfsemina nú. Viljinn ræður mestu Umhverfi Staðarfells er ægifag- urt þar sem bæjarhúsin standa í aflíðandi brekku sem liggur allt frá flöru upp að hamrabelti. Einmitt í því verpa ernir sem oft sjást sveima yfir staðnum. „Strákarnir sem eru hér í meðferð fara oft út að ganga á kvöldin og sjá þá oft til arnanna. Þeir segja sumir að það viti ævin- lega á gott sjá til þessara konunga fuglanna. Að sjá til amar boði að þeim takist að halda sér edrú. En auðvitað segir öminn ekki allt, ætli menn að halda sér þurmm ræður viljinn auðvitað mestu,“ segir Ólaf- ur Sveinsson staðarhaldari þegar hann heilsar blaðamanni DV. Samverustund í sveitakirkju Meðferöarsjúklingar á Staðarfelli koma saman á hverju kvöldi til samveru- stundar í gömlu sveitakirkjunni á Staðarfelli sem er fyrir vikið ein fjölsóttasta kirkja landsins. Þarna fara þeir með bænir og biöja um styrk frá Guði til að sigrast á áfengislöngun. Sjö starfsmenn og læknar úr Reykjavík Þegar SÁÁ opnaði á Staðarfelli undir árslok 1981 var þörf fyrir áfengismeðferð mikil, en vímuefni voru þó ekki orðin jafn stórt vanda- mál og er í dag. Ólafur segir að á þessum tíma hafi mönnum síðast af öllu dottið í hug að sætta sig við vandann með því að gæla við þá hugmynd að selja áfengi í matvöru- búðum....eða selja dóp í verslunum eins og landsþekktur lögmaður hef- ur lagt til,“ einsog Ólafur kemst að orði. Á Staðarfelli eru að jafnaði sjö starfsmenn. Staðarhaldari, fjórir áfengisráðgjafar og tveir matreiðslu- menn, auk þess sem læknar SÁÁ í Reykjavík koma reglulega vestur. „Viö reynum að halda öllum kostn- aði í lágmarki og hefur tekist það. Kostnaður við reksturinn hér var á Karlinn í kaupfélaginu / kjallara gamla húsmæðraskólans á Staðarfelli er starfrækt lítið kaupfélag þar sem meðferðarsjúklingar afgreiða. Meðal þess sem fæst i kaupfélaginu er sælgæti og bækur í AA-fræöum, sem Birgir Már Guðfinnsson sést hér halda á. Hann er nítján ára Grindvíkingur og hefur verið í meðferð á Staðar- felli að undanförnu. fara í bæinn aftur áður en meðferð- inni lýkur, en flestir halda þetta út. Margir eru nokkuð spenntir og trekktir í byrjun og fyrir þeim eru fjórar vikur hér eiris og eilífðin sjálf, hugsanlega hafa þeir þá ekki verið vímuefnalausir svo lengi í ein- hver misseri. En flestir fara héðan sælir og staðfastir í vilja um að standa sig. Það sem við leggjum jafnframt mikla áherslu á í meðferð- inni er að menn fari á fætur á rétt- um tíma á morgnana, gangi vel um í herberginu sínu, þrifi sig, og taki virkan þátt í öllu starfínu. Séu með öðrum orðum með allt sitt á hreinu. Allt þetta skiptir svo miklu máli ætli menn að koma sínu lífi á réttan kjöl.“ Á Staðarfelli eru menn ræstir á hverjum morgni fljótlega upp úr klukkan sjö og eftir morgunverð tekur við dagskrá með fundum, hóp- vinnu og öðru slíku sem stendur all- an daginn og miðar öll að því að byggja menn upp og slökkva með þeim löngunina í áfengi, sem fyrst og síðast byggist á þeirra eigin vilja. AA-stefnan er kjölfesta í starfmu og síðan nota vistmenn sveitakirkjuna á Staðarfelli til samverustunda en hún er líklega einhver fjölsóttasta kirkja landsins. Af öðrum þáttum í meðferðarstarfinu má nefna að einu sinni í viku er farið að Laugum í Sælingsdal með unglingana sem eru í meðferð, þar sem þeir bregða sér í sund og leika sér í knattspyrnu í íþróttahúsinu. Það segir Ólafur að njóti mikilla vinsælda. Sé sífellt verr farna menn Sem áður segir dveljast á Staðar- felli að jafnaði rösklega þrjátíu manns á hverjum tíma. Ævinlega er um þriðjungur þeirra sem koma í meðferð vestur í svokallaðri Vík- ingameðferð, en hún er sérsniðin fyrir menn sem eru að koma í þriðja sinn eða oftar. Dveljast þeir líkt og aðrir sem koma á Staðarfell þar í tuttugu og átta daga, fara margir i framhaldinu á áfangaheimili um nokkurra mánaða skeið . Eftir með- ferðina eru þeir á göngudeild i eitt ár. „Margir þessara stráka sem koma hingað í meðferð eru bráðvel gefnir og hæfileikaríkir. Staðreyndin er hins vegar sú að á þeim sex árum sem ég hef starfað í þessum geira er ég að sjá menn sem eru sífellt verr farnir, enda eru hin hörðu efni sem nú eru helst í umferð þannig að þau leggja menn mjög öjótt. Og nú, þeg- ar grammið af hassi kostar 1500 kr. og menn þurfa að fá sinn skammt þá leiðast þeir út í afbrot til að ná sér í peninga. Það myndast víta- hringur sem menn losna tæpast úr nema löngunin í vímuefni hverfi og hjálp við það hafa ótalmargir fengið hér á Staðarfelli. Halda héðan út í lífið með áhugamál og væntingar eins og ungir strákar eiga að hafa - sem hjálpar þeim aö takast á við til- veruna." -sbs - dapurlegt að lokað sé, segir forstöðumaðurinn. Á fimmta hundrað manns kom í fyrra í meðferð á höfðingja- setrinu í Dölum vestur. Staðsetning fjarri borginni er kostur - og allflestir halda á braut staðfastir í vilja um að halda sig frá brennivíni Forstööumaöurinn dv-myndir sigurður bogi „Mér finnst afskaplega dapurlegt að nú sé verið að loka hér á Staðarfelli, svo brýn er þörfin fyrir starfsemina hér, “ segir Ólafur Sveinsson sem hefur verið forstöðumaður á Staðarfelli síðasta eitt og hálft árið. í húsinu sem Ólafur stendur hér framan við var húsmæöraskóli löngum áður - en þarna hefur SÁ4 nú starfrækt meðferðarstöð síðustu tuttugu árin. „Mér finnst afskaplega dap- urlegt að nú sé verið að loka hér á Staðar- felli, svo brýn er þörfin fyrir starfsemina hér,“ heldur Ólafur áfram. Segir að strax í febrúar á þessu ári hafi SÁÁ- menn gert sér grein ljóst að fjárhagsstaöa samtakanna væri slík að til róttækra ráð- stafana þyrfti að grípa. Lok- un Staðarfells hafi verið einn af kostunum í stöðunni og nú hafi hann orðið ofan á. Ólafur segir málin hafa í vetur verið rædd við Halldór Ásgrímsson sem þá gegndi tímabundið starfi heilbrigðisráð- herra. „Halldór hafði fullan skiln- ing á málstað okkar en þó ekki þannig að hann gripi til neinna ráð- stafana. Aðrir stjómmálamenn vita síðasta ári um 44 milljónir króna. Það tel ég ekki mikið sé mið tek- ið við af því að hér dvöldust á síðasta ári 429 manns, en hér eru að jafnaði um þrjátíu manns í meðferð á hverj- um tíma. Það fer nokkuð eftir hvemig raðast í hópana hverju sinni hve margir eru hér. Stundum fer þetta allt upp í 36 menn, en hér hafa einvörðungu karlar komið til meðferðar síðustu tvö til þrjú árin,“ segir Ólafur. Byggja upp menn og slókkva afengislöngun Staðsetning meðferðarheimilis íjarri borginni er góður kostur að mati Ólafs. „Hér fá menn tíma til þess að hugsa sin mál en eru ekki með sífellt áreiti frá borginni. Sum- um finnst ef til vill of rólegt hér og Setiö viö skákboröiö Á Staöarfelli hafa menn sérýmislegt til dægradvalar og verður svo að vera þegar þeir hafa hvorki aðgang að útvapi né sjónvarpi. Hér sitja þeir Vilhelm Norðfjörð Sigurðsson og Einar Björn Ingason við skákborðið. vel hver staða okkar er, þar á með- al núverandi heilbrigðisráðherra eftir að hafa lengi verið formaður fjárlaganefndar þingsins," segir Ólafur, en bætir því við að auka- fjárveiting ráðherrans til SÁÁ nú í vikunni breyti því ekki að loka þurfi vestra um einhvem tima, auk þess sem ýmsar aðrar sparnaðar- ráðstafanir komi til, eins og greint hefur verið frá'hér í DV.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.