Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2001, Blaðsíða 10
10
DV
LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001
Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aóstoóarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson
Fréttastjóri: Birgir Guómundsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiósla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvik, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Grœn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf.
Plötugeró: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverö 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndþirtingar af þeim.
Trúgimi og óskhyggja
Þessa dagana er fólk fúsara en nokkru sinni fyrr aö
trúa kenningum um, að grisja þurfi fiskistofnana í hafinu
enn frekar, svo að þeir vaxi upp, enda hafi slíkt reynzt
vera heppilegt í stöðuvötnum. Kenningasmiðir grisjunar
hafa skyndilega fengið byr undir báða vængi.
Fólk vill trúa á heilbrigðan grisjunarmátt mikillar
veiði, þótt hún hafi alls ekki gefizt vel á ýmsum hafsvæð-
um, svo sem i Norðursjó og við Færeyjar og Kanada, þar
sem fiskistofnar hafa nánast eða alveg hrunið af völdum
þeirrar grisjunar, sem felst í of mikilli veiði.
Fólk vill trúa á grisjun, þótt þorskveiðisaga siðustu ald-
ar sýni, að hvíldin, sem þorskurinn fékk á timum tveggja
heimsstyrjalda, leiddi til stofnstækkunar og mikillar veiði
á eftirstríðsárunum. Þá gat veiðin farið upp fyrir hálfa
milljón tonna á ári, þrefalt hærra en núna.
Hafrannsóknastofnunin hefur gefið á sér höggstað með
því að neyðast til að játa þriðjungs ofmat sitt á þorskstofn-
inum. í augum fólks hefur henni ekki tekizt að varðveita
fræðilegan orðstír, þótt þar sé innan dyra að finna beztu
fiskifræðiþekkingu, sem til er í landinu.
Stofnuninni hefur mistekizt að gera fyllilega ráð fyrir
þeim vanda, að heimilaður afli hefur flest ár verið tölu-
vert meiri en sem nemur tillögum hennar. Henni hefur
líka mistekizt að gera fyllilega ráð fyrir feiknarlegum afla
lítilla, en öflugra og vel búinna báta utan kvóta.
Enn fremur hefur henni mistekizt að gera fyllilega ráð
fyrir áhrifum brottkasts á fiskistofna. Síðast en ekki sízt
hefur hún verið höll undir meintar þarfir þjóðfélagsins
fyrir miklar tekjur af fiskafla, eins og þær hafa verið túlk-
aðar af aðgangshörðum stjórnmálamönnum.
Hafrannsóknastofnunin þarf að verða minna diplómat-
ísk og meira fræðileg. Hún þarf að gera meira af því að
setja viðurkennda fræðimenn sína i sviðsljósið og hún
þarf að halda fjölþjóðlegar ráðstefnur, þar sem erlendir
sérfræðingar leggja sitt af mörkum til málanna.
Þyngsti hluti vandans leynist þó utan stofnunarinnar. í
almenningsálitinu er aflatillögum hennar ruglað saman
við svokallað gjafakvótakerfi, sem sætir almennri fyrir-
litningu. Reiði fólks út í gjafakvóta stjórnmálamanna
kemur niður á fiskveiðiráðgjöf vísindamanna.
Fólk er ósátt við, að auðlindir hafsins skuli án endur-
gjalds vera afhentar völdum aðilum, sem síðan selja öðr-
um kvótann fyrir morð fjár og flytja hagnaðinn úr landi.
Almenningur er ósáttur við spillinguna, sem fylgir þess-
ari skömmtun eins og svo margri annarri.
Spillingu gjafakvótakerfisins má afnema með því að
leigja kvótann út á opinberu uppboði. Engin þörf er á að
kasta barninu út með baðvatninu. Áfram þarf skömmtun
á aðgangi að takmarkaðri auðlind hafsvæðanna við ís-
land, þótt núverandi gjafakvóti verði lagður niður.
Jarðvegurinn er kjörinn fyrir kenningasmiði grisjunar
og pólitíska plötuslagara, sem fylgja þeim fast eftir. Fólk
vill trúa notalegum stöðuvatna-kenningum um, að aukin
sókn stækki fiskistofnana í hafinu. Trúgirni og óskhyggja
taka saman höndum í hugskoti almennings.
Kjami málsins er hins vegar, að fiskveiðar við ísland
eru engan veginn sjálfbærar. Áratugum saman hefur ver-
ið stunduð ofveiði á flestum stofnum nytjafiska. Sjálfur
þorskurinn hefur verið 25% ofveiddur í fjóra áratugi sam-
fellt og nú er komið að skuldadögunum.
Hrunið er svo á næsta leiti, ef trúgirni og óskhyggja
fólks leiðir til uppgangs pólitískra plötuslagara, sem
magna sóknina i skjóli þægilegra grisjunarkenninga.
Jónas Kristjánsson
Til Reykjavíkur
í rauðsprettu
Jóhannes
Sigurjónsson
blaðamaður
Ágætur nærsveitungi minn
kvæntist fyrir um þaö bil tíu árum
og er auðvitað ekki í frásögur fær-
andi nema fyrir það að hjónabandið
stendur enn eftir áratug og er því
komið langt yfir meðal-endingar-
tíma hjónabanda á íslandi. Það væri
heldur ekki í frásögur færandi að
þessi ágæti maður fór með sinni
spúsu í brúðkaupsferð tU Reykjavík-
ur, ef það hefði ekki um leið verið
hans fyrsta ferð til Reykjavíkur á
ævinni. Og er örugglega leitun að
tvítugum íslendingum sem ekki
hafa komið tU Reykjavíkur.
Enda þótti ýmsum þetta dálítið
undarlegt og brúðguminn var víöa
spurður spjörunum úr um hverju
það sætti að hann hefði aldrei lagt
leið sín í borg-
ina. Og svarið
var ævinlega það
sama: „Vegna
þess að ég hef
aldrei átt þangað
erindi." Og er
auðvitað merg-
urinn málsins og
mættu ýmsir
hugleiða, ekki
síst þeir sem eru
stöðugt að lenda
í ferðalögum og
stefnulausu flandri út um hvippinn
og hvappinn. Því menn þurfa ekk-
ert að vera að afsaka það að sitja
aUtaf á sömu hundaþúfunni ef þeim
líður þar best.
„Hvers vegna hefurðu aldrei
gengið á norðurpólinn, ha? Eða
kliflð Everest?" - „Vegna þess að ég
á ekkert erindi þangað." - Og ekki
meira um það.
Ég á ekki oft erindi tU Reykjavík-
ur en skaust þó suður á dögunum
og var eins og ævinlega unaðslegt
að koma til þessa höfuðstaðar Suð-
vesturlands. Þessi bær er fuUur af
vinum mínum og ættingjum og ég
er ekki einn um að geta sagt það.
Þarna eyddi ég mörgum góðum
stundum og árum við meint nám
og var nú kominn til að ná í dætur
minar sem sækja báðar skóla í
borginni eins og ég forðum tíð (og
standa sig vitanlega betur en ég í
náminu, en skemmta sér vonandi
ekki eins vel og frjálslega og ég
gerði í den).
Jómfrúin
Það er misjafnt hvað við dreifbýl-
isskjónar tökum okkur fyrir hend-
ur í borginni þegar við erum þang-
að komnir á annað borð. Sumir
fara í leikhús, aðrir á landsleiki,
enn aðrir á súludansstaði, allt eftir
því hvaö hver og einn er helst nátt-
úraður fyrir.
Það fyrsta sem ég geri þegar ég
kem í borgina er hins vegar að leita
uppi eiginlega það eina sem borgin
hefur upp á að bjóða en ekki fyrir-
finnst úti á landi, sem sé jómfrú.
Auðvitað hljómar það kynduglega
(kyn-duglega? er betra að vera
kynduglegur en
kynlatur?) að
enga jómfrú sé að
finna á hinni sið-
prúðu lands-
byggð en aftur á
móti eina hreina
Höfuðborg íslands
Reykjavík hentar mjög
vel til búsetu, sérstaklega
fólki sem þar vill búa. Og
landsbyggðin er ekki síður mey í syndum
byggilegur staður, einkum ReykJ'avík^^En
þetta er reyndar
Jómfrú með stór-
um staf og líka
með ákveðnum
greini, sjálf Jómfrúin, hinn dýrlegi
staður í Lækjargötu þar sem boðið
er upp á danskt smörrebröd eins og
það gerist best.
Þá fyrst er ég kominn til Reykja-
víkur þegar ég er sestur við borð á
Jómfrúnni með ískaldan Tuborg,
snafs af lífsvatni Álaborgar og síð-
ast en ekki síst, brauðsneið með
heilu rauösprettuflaki, snögg-
fyrir þá sem helst vilja
eiga heima úti á landi.
steiktu í raspi. Það er í raun þess
virði að keyra frá Húsavík til
Reykjavíkur, bara fyrir þessa brak-
andi gómsætu rauðsprettusneið.
Svo er alltaf dálítið gaman að
skoða aðrar sneiðarætur þarna
inni, þvi oft eru þar þekkt andlit á
ferli, yfirleitt framan á höfðinu og
höfuðið við búk. Þannig sá ég á
Jómfrúnni um daginn mjög frægt
andlit og fattaði strax að þetta var
poppsöngvari, annaðhvort úr Skíta-
móral, Drullupolli eða hljómsveit-
inni Smjörbolla. Ég benti syni mín-
um 14 ára á þetta fræga fés og þótt-
ist hróðugur að kenna þennan
mikla poppara. Strákur leit á stór-
mennið, hnussaði hneykslaður og
sagði: „Þetta er ekki söngvari, þetta
er Svavar Örn, tískulögga á Stöð 2“.
Og þá fattaði ég auðvitað hvers
vegna þetta kunnuglega og órakaða
andlit á þessu unga snyrtimenni
hafði glott svona hæðnislega og lát-
ið skrölta svo í handjárnunum eftir
að hafa rennt augunum yfir bux-
urnar mínar og skyrtuna sem ég
keypti í kaupfélaginu heima fyrir
margt löngu.
Ég tek það skýrt fram að kaflinn
hér að ofan er ekki kostaður af
Jómfrúnni og þetta er ekki auglýs-
ing. Ég einfaldlega get ekki þagað
lengur yfir þessari dýrðarinnar
rauðsprettusneið og eins og cillir
Rimma
Sjonarhorn
Jóhanna S.
Sigþórsdóttir
blaðamaður
Djúpstæður ágreiningur sem er
uppi milli Barnavemdarstofu og
Umboðsmanns barna kemur í veg
fyrir að aðilar geti rætt á sömu nót-
um um þann viðkvæma málaflokk
sem vöktun á velferð bama er. Nýtt
dæmi undirstrikar hvernig „sam-
starfinu" er háttað:
Umboðsmaður barna kemur í
fjölmiðla og segir að hópur barna
sé á vergangi og sofi jafnvel í bíl-
um. Forstjóri barnaverndarstofu
skrifar umboðsmanni í kjölfariö og
óskar eftir upplýsingum um þessi
böm.
Umboösmaöur skrifar til baka og
gagnspyr forstjórann en svarar
engum spurningum. Forstjórinn
hyggst ekki svara því bréfi, enda
hafi umboðsmaður ekki valdboð
yfir Barnaverndarstofu. Hins vegar
hafa starfsmenn Barnaverndar-
stofu leitaö til forstöðumanns
Rauðakrosshússins eftir upplýsing-
um. Þar geta börn í vanda leitað at-
hvarfs.
um barnavanda
Níu börn
Samkvæmt upplýsingum Rauða-
krosshússins reyndist um að ræða
mál niu barna á barnaverndar-
aldri, hins yngsta 14 ára. Niður-
stöður athugunar starfsmanna
Bamavemdarstofu eru að i öllum
tilvikum hafi verið um að ræða
mál sem barnaverndarnefndir
hefðu veriö með til meðferðar. Þau
hafi verið í vinnslu hjá viðkomandi
barnaverndarnefnd vegna marg-
þættra erfiðleika, s.s. samskiptaerf-
iðleika við foreldra, hegðunarerfið-
leika, geörænna vandamála, fjöl-
skylduaðstæðna og vímuefna-
neyslu. I fjórum tilvikum af níu
hafi barn áður dvalið á meðferðar-
stofnunum rikisins eða á barna- og
unglingageðdeild. í flestum tilvik-
um hefðu stuðningsúrræði eða
meðferðarúrræði verið reynd hjá
viðkomandi barnaverndarnefnd.
Forstjóri Barnaverndarstofu full-
yrðir, að athugun starfsmanna
sinna lokinni, að umrædd börn
hafi ekki verið „heimilislaus", þ.e.
að þau hafi ekki átt í nein hús að