Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2001, Blaðsíða 22
22
Helgarblað
LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001
x>v
Vildi ekki
víkja fyrir
ástkonunni
Hann vissi nákvæmlega hvernig
hann ætlaði að verja efri árum sín-
um. Svarta ástkonan hans, Rose-
marie, myndi auðvitað deila með
honum rúminu í stóra svefnher-
berginu á fyrstu hæð þaðan sem út-
sýni var út á Indlandshaf.
En hvað með Therese sem hafði
verið eiginkona hans í 32 ár? Henn-
ar staður var auðvitað í eldhúsinu á
hæðinni fyrir neðan. Þar gæti hún
ráðskast með potta og pönnur og
lagað góðan mat handa turtildúfun-
um því að maður verður svangur af
kynlífl. Svo gæti hún auðvitað þrif-
ið húsiö.
Heinrich Schwab frá Múnchen,
sem var 57 ára, sá fyrir sér bjarta
framtíð. Hann hafði farið á eftirlaun
fyrir tímann þar sem ný prenttækni
hafði gert starf hans í prentsmiðj-
unni óþarft. Hann hafði fengið um 7
milljónir króna í lokagreiðslu og
fannst hann vera forríkur. Heinrich
og konan hans ræddu um hvað þau
ættu að gera við alla peningana.
Þau dreymdi villta drauma. Loks
datt Heinrich í hug að byggja hús í
Kenía í Afríku með Indlandshafið
fyrir framan dymar. Therese var al-
gerlega samþykk þessari hugmynd
eiginmannsins.
Sérstæð sakamál
Heinrich Schwab lagði til að þau
færu í könnunarleiðangur til Kenía.
Hann hafði heyrt sagt svo margt
gott um þetta land. Lóðir á strönd-
inni við Indlandshaf væru hræódýr-
ar miðað við þýskan markað. Ef tU
vill gætu þau reist sér hús þama.
Therese þótti hugmyndin frábær
en hún gat ekki fengið frí frá starfi
sínu. Þess vegna hélt Heinrich einn
til Mombasa i Kenía. í Watamu, sem
liggur að Indlandshafi, fann hann
lóð til sölu sem hann keypti. Hann
hóf þegar framkvæmdir á lóðinni.
En Heinrich fann ekki bara lóð
undir draumahúsið sitt. Hann fann
einnig súkkulaðibrúna ástkonu,
Rosemarie Kalumba, sem var 29 ára
og þar með næstum þremur áratug-
um yngri en hann. Honum likaði
vel aldursmunurinn. Rosemarie
hafði heldur engar áhyggjur af
frjálsu ástarlífi og henni líkaði vel
lúxuslífið sem henni bauðst.
Bauð eiginkonunni að gerast
ráðskona ástkonunnar
Samband afrísku fegurðardisar-
innar og þýska ellilífeyrisþegans
Therese Schwab
Hún vildi ekki veröa ráöskona ást-
konu eiginmannsins.
Rosemarie Kalumba
Hún haföi engar áhyggjur af frjálsu
ástarlífi og líkaöi vel lúxuslífiö sem
henni bauöst.
varð svo heitt að Heinrich Schwab
ákvað að gera upp málin við Ther-
ese. Hann hélt heim til Múnchen og
tjáði eiginkonu sinni að hann afrísk
ástkona hans byggi í nýja húsinu í
Kenía. Hann sagði við Therese að
hún gæti valið á milli þess að koma
með honum og gerast ráðskona hjá
honum og ástkonunni eða vera um
kyrrt heima í Múnchen.
Þetta þótti Therese harðir kostir
eftir 32 ára hjónaband. Samtímis
hugsaði hún með sér að það gæti
verið allt í lagi að láta hann hlaupa
af sér homin. Fyrr eða síðar yrði sú
afriska þreytt. á honum. Hann
myndi ekki verða yngri og þá kæmi
hann aftur til hennar. Therese sagði
við eiginmann sinn að hún þyrfti að
fá tima til að hugsa málið. Heinrich
sagði þaö ekki koma til greina. Hún
yrði að ákveða sig skjótt því hann
væri á förum til Afríku. Hann
kvaðst þegar sakna elskunnar sinn-
ar sem myndi örugglega ekki vilja
að hann yrði lengi í burtu.
Innyflin í Therese fóru beinlínis á
hvolf þegar hún heyröi eiginmann
sinn tala á þennan hátt um ástkonu
sína. Henni varð hugsað um langt
Heinrich Schwab
Þessi mynd var tekin á meöan
hann naut enn lífsins meö ástkon-
unni.
hjónalíf þeirra. Heinrich hafði alltaf
ráðið mestu í hjónabandinu og það
hafði samt gengið einhvern veginn.
En ef hún færi til Afríku á þeim for-
sendum yrði hún ekki bara þriðja
hjólið á vagninum. Hún yrði bein-
línis ambátt fyrir eiginmann sinn
og drusluna hans. Hún ákvað að
neita.
„Hvað áttu við með því að segja
nei?“ spurði Heinrich.
„Ég vil heldur skilja en fara til
Afríku með þessum skilyrðum,"
svaraði Therese ákveðin.
Undirritaði sinn eigin dauða-
dóm
Hún vissi ekki að með þessari yf-
irlýsingu var hún að undirrita sinn
eigin dauðadóm. Heinrich Schwab
var nefnilega ljóst að skilnaður
myndi gera hann gjaldþrota. Ther-
ese fengi helminginn af öllu. Hún
átti einnig helminginn af fallega
nýja húsinu undir Afríkusólinni í
Kenía. Seldi hann það fengi hún
helminginn af því sem greitt yrði
fyrir það. Og hvað myndi afríska
ástkonan segja þegar hún hefði ekki
lengur þak yfir höfuðið og nyti ekki
lengur lúxuslífsins sem hann hafði
vanið hana á. Hann var nógu raun-
sær til að gera sér grein fyrir að
hún yrði ekki deginum lengur með
honum.
Heinrich Schwab tók örlagaríka
ákvörðun. Therese yrði að hverfa úr
lífi hans.
„En Heinrich fann
ekki bara lóð undir
draumahúsið sitt.
Hann fann einnig
súkkulaöibrúna ást-
konu, Rosemarie
Kalumba, sem var 29
ára og þar með næst-
um þremur áratugum
yngri en hann. Honum
líkaði vel aldursmun-
urinn.“
Þann 2. desember 1999 á maður að
nafni Nicolas George Broomhead
bókað sæti með flugvél frá British
Airways flugfélaginu frá Nairobi í
Kenia til Múnchen. Aðfaranótt 3.
desember deyr Therese Schwab á
heimili sínu í Múnchen. Lögreglan
staðfesti að hún hefði verið kæfð
með púða. Allt var á hvolfi í íbúð-
inni. Svaladyrnar höfðu verið
brotnar upp og krítarkorti stolið.
Nokkrum dögum síðar tók þjófur-
inn 1 þúsund mörk út af kortinu.
Allt þótti benda til að um ránmorð
hefði verið að ræða.
Þegar lögreglan hafði komist að
þessari niðurstöðu var Nicolas Ge-
orge Broomhead löngu kominn aft-
ur til Kenía þar sem falleg og
ástríðufull afrísk kona tók á móti
honum opnum örmum. Nicolas var
auðvitað enginn annar en Heinrich
Schwab. Þau Rosemarie áttu saman
dásamlega viku áður hann flaug aft-
ur til Múnchen, i þetta sinn undir
réttu nafni.
Á flugvellinum biðu hans tveir
þýskir lögreglumenn. „Eruð þér
í réttarsalnum
Heinrich hafði ástæöu til aö vera áhyggjufullur. Stjörnuleikur hans dugöi ekki
nema i viku.
Draumahúsið
Húsiö i Kenía, þar sem Heinrich ætlaöi aö búa meö eiginkonunni, varö
ástarhreiöur hans og afrisku hjákonunnar.
Heinrich Schwab?" spurðu þeir.
Schwab sýndi þeim vegabréfið sitt.
„Já, ég get víst ekki neitað því,“
sagði hann brosandi. „Við flytjum
yður sorgarfregn. Konan yðar er lát-
in. Það var framinn glæpur," sagði
annar lögreglumannanna.
Nú sýndi Heinrich Schwab
stjörnuleik. Lögreglumennirnir
sögðu fyrir rétti að hinn stóri og
sterklegi maður hefði skjögrað eins
og hann væri að falli kominn. Þeir
hefðu orðið að styðja hann. Hann
hefði orðið náfolur og tárast sam-
timis því sem hann tuldraði eitt-
hvað óskiljanlegt. Það hefði verið
greinilegt að maðurinn hefði verið
niðurbrotinn af sorg vegna andláts
eiginkonu sinnar.
Leikarahæfileikarnir dugðu þó
ekki út vikuna. Schwab neitaði í
fyrstu að hafa átt nokkum þátt í
andláti eiginkonunnar. Hann brotn-
aði hins vegar niður þegar honum
var sagt að blóðleifar úr honum
hefðu fundist undir nöglum hinnar
myrtu. Þegar Therese barðist fyrir
lífi sínu hafði hún klórað eigin-
mann sinn í andlitið. Það var því að
lokum hún sem óbeint fékk högg-
Stríðni leiddi
stað á honum.
Heinrich Schwab var dæmdur í
lífstíðarfangelsi fyrir morðið á eig-
inkonu sinni. Ástkonan í Kenía
skrifaði í bréfi til hans að hún vildi
ekki vera pennavinkona hans eins
og hann hafði beðið hana um þar
sem hún hefði fyrir löngu fundið sér
nýjan elskhuga.
til morðs
Josef Held þoldi ekki stríðni vinnufélaganna