Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2001, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 DV Helgarblað 13 Nú er Gouda 26% í kílóapakkningum á tilboói í næstu verslun, á meðaiwv birgðir endast. (O. Stærsti KFC I heimi! ■■ Gerir grín að sjálfri sér Það er ágætt að vita að Bette Midler býr enn yfir kímnigáfu í stórum skömmtum þó að það sé búið að taka þáttinn hennar af dagskrá. Við fínan stjörnumálsverð um daginn hélt hún fólki föstu í hláturskrampa og gerði stólpagrín að sjálfri sér: „Mikið er ég fegin að vera komin til New York,“ sagði hún. „Los Angeles er grimmur staður, sérstaklega eftir að maður hef- ur verið...hvernig á ég að orða það...rekinn!“ Hún sagði samt að sú reynsla heföi alls ekki verið svo bitur: „Mér fannst til dæmis mjög gaman að skipta ávísununum." Midler gerði ekki einungis grín að sjálfri sér þetta kvöld, heldur tók hún líka Tom Cruise og Nicole Kidman fyrir. „Ég legg engan trúnað á þetta blaður um að Tom sé hommi,“ sagði hún m.a. „Hann hefur aldrei komið og séð mig skemmta." En Bette Midler er, eins og flestir vita, einstaklega vin- sæl meðal samkynhneigðra karl- manna. Nicole Kidman Hún og Claudia Schiffer eiga sam- ■eiginiegt vandamál. Sami maður- inn hefur lagt þær í einelti. Schiffer og Kidman: Eiga saman óðan aðdáanda Leikkonan Nicole Kidman hefur ver- ið mikið I fréttum undanfarið vegna skilnaðarins við Tom Cruise sem hefur logað á síðum blaða um allan heim. Hún hefur einnig verið i fréttum vegna óðs aðdáanda sem hefur ítrekað ofsótt hana og elt á röndum. Fyrirsætan Claudia Schiffer hefur átt við svipað vandamál að stríða þar sem hún hefur verið ofsótt af óðum aðdá- anda. Nú hefur komið í ljós að um sama manninn er að ræða. Hann heitir Matt- hew Hooker og virðist hafa þetta tíma- freka áhugamál að leggja kvikmynda- stjömur í einelti. Hooker hefur stefnt tveimur flugfé- lögum sem hann segir að hafi byrlað sér svefnlyf á flugi og þannig eyðilagt vel skipulagt sumarfrí hans og Claudiu á Mallorca. Hann vill einnig fá bætur fyrir kviðslit sem hann fékk við að rog- ast með farangur sinn upp að húsi Schiffer á Mallorca, Hún tók heimsókn hans fálega og lét handtaka Hooker á tröppunum. Af einhverjum ástæðum gengur Hooker illa að fá yfírvöld til að trúa sinni útgáfu af sannleikanum. Kate Beckinsale: Algjör prímadonna Leikkonan Kate Beckinsale leikur eitt af aðalkvenhlutverkunum í stór- myndinni um Pearl Harbor sem virð- ist ætla að verða næsta Titanic í am- erískri kvikmyndaframleiðslu. Mynd- in hefur slegið öll aðsóknarmet þótt gagnrýnendur hamist við að finna henni sem háðulegust orð og telja hana eitthvað það versta sem komið hefur frá Hollywood lengi. Kate er ekki sein á sér að tileinka sér alla helstu dynti sannrar príma- donnu og margir samstarfsmenn hennar við gerð myndarinnar hafa verið ósparir á yfirlýsingar um sér- visku hennar og stjörnustæla við tök- urnar. Af leikurum var Dan Ackroyd Lelkland KFC í Mosfelsbæ Stórglæsilegt leiksvæði fyrir börnin Háholt 9 Mosfelsbæ • Sími 586 8222 KFC Hafnarfirði • KFC Faxafeni • KFC Selfossi • KFC Kópavogi • KFC Mosfellsbæ vinsælastur meðal óbreyttra starfs- manna en Kate þótti langsamlega erf- iðust. Kate hefur nokkrum sinnum sagt í viðtölum að hún hafi verið svo ákveð- in í að verða leikkona að hún hafi brotist til metoröa á því sviði þrátt fyrir að til dæmis leiklistarkennari hennar i menntaskóla hafi neitað henni um hlutverk. Nú hafa fjölmiðlar grafið upp þenn- an gamla leiklistarkennara sem reyn- ist heita Mick Fitzmaurice. Hann Kate Beckinsale leikkona. man vel eftir Kate Beckinsale í skól- anum og telur hana hafa verið fyrir- myndarnemanda en minnist þess aldrei að hún hafi sóst eftir því að leika né heldur að hann hafi hafnað henni á einn eða annan hátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.