Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2001, Blaðsíða 12
12 Helgarblað LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 DV Baráttan hafin um eftirmann Hagues Stuöningsmenn evrunnar innan breska íhaldsflokksins voru famir að brýna hnífa sína í kosningabar- áttunni. Þeir bjuggu sig undir haröa atlögu gegn William Hague, leiðtoga flokksins, eftir kosningarnar. Það þorðu þeir nefnilega ekki að gera í kosningabaráttunni af ótta við að verða kennt um ósigurinn sem blasti við. Andstæðingar Hagues þurftu þó ekki að grípa til vopna. Fjórum klukkustundum eftir að Hague óskaði Tony Blair forsætisráðherra til hamingju með sögulegan sigur í fyrrinótt og níu klukkustundum eft- ir að kjörstöðum var lokað sagði hann af sér formennsku í íhalds- flokknum. Vonbrigðin leyndu sér ekki. Hague var 36 ára þegar hann varð leiðtogi íhaldsflokksins 1997. Hann er fyrsti leiðtogi íhaldsflokksins í 80 ár sem fer frá án þess að hafa gegnt embætti forsætisráðherra. Hague tók við flokknum tæpum tveimur mánuðum eftir stærsta ósigur hans í langan tíma. Þingsætin í neðri deildinni voru bara orðin fjórðung- ur af því sem þau höfðu verið. Hague greip til ýmissa ráða. Harð- ari afstaða í málefnum innflytjenda og Evrópu laðaði ekki miklu fleiri kjósendur að flokknum. Talið er að stefnan hafi jafnvel fælt kjósendur frá flokknum. Hörð andstaða Hagues gegn evrunni æsti marga á vinstri væng flokksins og kjósend- ur, sem ekki virðast reiðubúnir til að taka ákvörðun í málinu enn, sýndu málinu ekki áhuga. Þungavigtarmenn eins og Kenn- eth Clarke, fyrrverandi íjármálaráð- herra, og Michael Heseltine, vara- formaður flokksins, ákváðu aö hafa sig lítt í frammi á þingbekkjunum. Það varð ekki Hague til framdrátt- ar. Játningar um samkynhneigð á yngrí árum Vangaveltur um eftirmann Hagues voru reyndar uppi áður en hann sagði af sér. Augu manna hafa fyrst beinst að Michael Portillo sem eitt sinn var í uppáhaldi hjá Marg- aret Thatcher, fyrrverandi forsætis- ráðherra. Stuðningur við hann er þó ekki jafn sterkur og hann var áð- ur. Nokkrir flokksfélaga hans hafa verið óánægðir með daður hans við frjálslynda sósíalista. Ekki hafa heldur aflir verið ánægðir með játn- ingar hans um samkynhneigð á yngri árum. Margir hafa fett fingur út í stuðn- ings Portillos, sem fjármálaráð- herra skuggaráðuneytisins, við efnahagsáætlanir Verkamanna- flokksins á ýmsum sviðum. Thatcher sagði eitt sinn við Portillo að mikils væri vænst af honum en jafnvel hún virðist vera búin að missa trúna á hann. Portillo á sér þó dygga stuðningsmenn. Fjölmiðl- ar greindu á dögunum frá því að Kenneth Clark ætlaöi að safna mönnum á vinstri væng flokksins að baki Portillo. PortiUo, sem er 48 ára, þykir vera með þá töfra og útgeislun sem Hague skortir. Vegna einbeitni PortiUos og metnaðar var honum lýst sem manni með augu morð- ingja og varir herstjóra. PortiUo er þekktari en flestir aðrir sem nefnd- i í Með augu morðingja og varir herstjóra Michael Portillo, mögulegur eftirmaöur Williams Hagues, var svo einbeittur aö honum var lýst sem manni meö augu moröingja og varir herstjóra. ímynd hans varö blíðari eftir kosningaósigur 1997. Portillo hefur töfrana og útgeislunina sem Hague skortir. ir hafa verið tU sögunnar sem mögulegir leiðtogar breska íhalds- flokksins og það þykir mikfll kost- ur. FuUt nafn hans er Michael Denzil Xavier Portillo. Hann er sonur Spánverja sem neyddist til að flýja land í stjómartíð Francos á fjórða áratug síðustu aldar. Portillo varö fyrir áhrifum af stjórnmálaskoðunum foður síns og 13 ára gamall tók hann þátt í kosn- ingabaráttu fyrir Harold Wilson, frambjóðanda Verkamannaflokks- ins. Nú kennir hann æsku sinni um vinstri sinnaðar skoðanir sínar áð- ur fyrr. Um það leyti sem PortiUo var að ljúka námi í háskólanum í Cambridge gekk hann í raðir ihalds- manna. Thatcher tók Portillo snemma undir sinn verndarvæng og fól hon- um ýmis trúnaðarstörf. Hann var reiðubúinn að taka við flokksfor- mennsku féUi John Major í kosning- unum 1997. Major kolféll fyrir Blair en PortiUo féll einnig. Verkamanna- flokknum til mikiUar ánægju tapaði Portillo einu öruggasta sæti íhalds- manna í landinu fyrir ungum fram- bjóðanda Verkamannaflokksins, Stephen Twigg. ÁfaUiö leiddi til kúvendingar hjá Portillo. Imynd hans varð blíðari og á landsfundinum 1999 sagði hann að það væri fleira í lífinu sem skipti máli en peningar. Hann sigraði í ör- uggu kjördæmi sama ár og hlaut fljótt starf í skuggaráðuneyti Hagues. Þar með var hann aftur oröinn mögulegt leiðtogaefni. Valdboðsgjarn kaþólikki Ann Widdecombe hefur einnig verið nefnd til sögunnar sem mögu- legur arftaki Hagues. Hún hefur far- ið með innanríkismál á vegum Ihaldsflokksins. Widdecomb snerist til kaþólskrar trúar til að mótmæla því að konur gegndu prestssembætt- um. Hún þykir frekar valdboðs- gjörn. Widdecomb nýtur ekki mikils stuðnings meðal þingflokksfélaga sinna þótt hún sé vinsæl meðal grasrótarinnar. Kenneth Clarke er einn sá Evr- ópusinnaðasti í röðum þingmanna íhaldsmanna. Hann tapaði fyrir Hague 1997. Clarke hefur lengst gegnt ráðherraembætti meðal mögulegra leiðtogaefna íhalds- flokksins. Hann var heilbrigðisráð- herra í stjórn Thatcher. ístjórn Majors var hann menntamálaráð- herra, innanríkisráðherra og fiár- málaráðherra. Talið er að hann eigi mikla möguleika á að verða flokks- leiötogi segi Bretar já í þjóðarat- kvæðagreiðslu um evruna. Ekki er þó talið útilokaö að hann styðji Portillo eins og fregnir hafa hermt. Andrew Lansley þykir rísandi stjarna. Hann er í skuggaráðuneyti Hagues og hefur fengið mikla um- fiöllun í fiölmiðlum. Francis Maude er eins og Portillo á frjálslynda væng íhaldsflokksins. Talið er að hann hafi orðið enn um- burðarlyndari í skoðunum í kjölfar andláts bróður sins sem var sam- kynhneigður og lést af völdum al- næmis. Maude hefur verið utanrík- isráðherra í skuggaráðuneyti Hagues. Þó að Maude sé efins um ágæti of mikils Evrópusamstarfs hafa sumir íhaldsmenn enn ekki fyrirgefið honum fyrir að hafa und- irritað Maastrichts-sáttmálann fyrir stjórn Johns Majors. Ekki er talið að Maude muni fara fram gegn Portillo í leiðtogamannskjöri. Byggt á Reuter, BBC o.fl Ósigurlnn staðreynd William Hague hlýöir á kosningatölur í kjördæmi sínu. Hann sagöi svo skjótt af sér formennsku í íhaldsflokknum aö andstæöingar hans innan flokksins þurftu ekki aö leggja til atlögu gegn honum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.