Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2001, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 Fréttir DV Öldungurinn Guðmundur Daðason lætur ekki deigan síga: Tíræður á leið til útlanda í fýrsta sinn - ég verð að vera sigldur maður árið 2001, segir hann Guðmundur Daðason, sem stendur nú á tíræðu, lætur aldurinn ekki aftra sér. Hann er á leiðinni til útlanda í fyrsta sinn á ævinni. Ferðinni er heitið til Óðinsvéa í Danmörku, þar sem hann hyggst heimsækja dótturson sinn sem dvelur þar við nám. Guðmundur leggur af stað, ásamt dóttur sinni, næstkomandi mánudag. Það var greini- lega kominn ferðahugur í hann í gær, þegar DV leit til hans þar sem hann býr á hinu vistlega dvalarheimili í Holtsbúð. „Ég verð í eina viku, rétta,“ sagði hann aðspurður um ferðalagið fyrir- hugaða. „Nú er 21. öldin gengin i garð og ég segi að það deyi enginn íslending- ur ósigldur á þeirri öld. Ég verð að vera sigldur maður.“ Guðmundur sagði að allt væri reiðu- búið fyrir ferðalagið, búið væri að greiða farseðilinn og hann væri búinn að pakka niður. Hann hefði ekki gert tilraun til að sigla fyrr en nú skyldi lát- ið verða af því. Spurður hvort hann hygðist skoða eitthvað tiltekið á ferð sinni til Dan- merkur sagðist hann ekki hafa neitt sérstakt í huga. „Ég veit að dótturson- ur minn hefur undirbúið komu mína og hann mun sýna mér það sem ég hef helst áhuga á. Ég er ekkert spenntur en Ferðbúinn dv-mynd hilmar þór Guðmundur Daðason var búinn að pakka og undirbúa ferðina að öðru leyti í gær. hlakka þó mjög til að hitta hann og sjá mig um.“ Langlífi í ættinni Guðmundur varð 100 ára þann 13. nóv- ember síðastliðinn. Hann sagði að það væri langlífi í ættinni. Til dæmis hefði systir sin, Ingibjörg, orðið 103 ára og móöir sín, María Andrésdóttir, orðið 106 ára. Sjálfúr hefur hann komið viða við á langri ævi. Lengst af starfsævinnar var hann bóndi að Ósi á Skógarströnd. Hann kvaðst ekki hafa ferð- ast mikið um landið því hann hefði verið einyrki og ekki haft neinar aðstæður til þess. „Ég var tvítugur þegar ég kom fyrst til Reykjavikur," sagði hann og bætti við: „Þá varð ég svo frægur að vera í fyrstu kröfugöngu verkalýðsins sem farin var hér á landi. Þetta var árið 1923.“ Árið 1968 flutti Guðmundur ásamt eiginkonu sinni, Sigurlaugu Maríu Jónsdóttur, suður „á mölina“ eins og það er kallað. „Þá var atvinnuleysi i Reykjavík en ég fékk vinnu til bráða- birgða í hjalli í Kópavogi," sagði hann. „Þar var verkaður úrvalsgóður harð- fiskur." Eftir það fór hann að vinna í fyrir- tækinu Júpíter og Mars. Þaðan lá leið- in til fyrirtækis Þorsteins Kristjánsson- ar, Gúmmisteypunnar, þar sem hann vann í allmörg ár. Eftir að kona Guðmundar lést árið 1990 bjó hann einn þar til að hann flutti á dvalarheimilið í Holtsbúö 1. febrúar í fyrra. Hann sagði að sér líkaði vistin vel, hann stytti sér stundir við lestur og færi einnig i gönguferðir á hverjum degi. „Ég les vist meira en ég má,“ sagði hann og klappaði á bók eftir Matthías Jochumsson sem lá á borðinu í her- berginu hans. „Svo er ekki gott að segja nema ég fái ferðabakteríuna eftir sigl- inguna," sagði þessi hressi öldungur um leið og hann kvaddi blaðamenn. DV óskar honum góðrar ferðar. -JSS Konur og lýðræði: Meðal um- ræðuefna er mansal Haustið 1999 stóð rikisstjórn ís- lands fyrir ráðstefnunni „Konur og lýðræði við árþúsundamót" í sam- vinnu við ríkisstjóm Bandaríkjanna og Norrænu ráðherranefndina. Til- gangur ráðstefnunnar var að hrinda af staö verkefnum sem stuðlað gætu að framgangi kvenna á öllum sviðum þjóðlifsins og einkum á sviði stjórn- mála og atvinnulífs. Var leitað eftir samvinnu við fyrirtæki og stofnanir um íjármögnun og framkvæmd verk- efna. Þekktasti þátttakandi ráðstefn- unnar í Reykjavík var þáverandi for- setafrú Bandaríkjanna, Hillary Clint- on. Á ráðstefnunni í Reykjavík var ákveðið að halda framhaldsráðstefnu innan tveggja ára þar sem árangur þeirra verkefna sem rædd voru í Reykjavík yrðu metin. Þar má nefna jafnan rétt karla og kvenna til fæðing- arorlofs sem orðið hefur að veruleika. Ráðstefnan fer fram í Litháen 15. til 17. júní nk. ÖU sömu lönd taka þátt auk Þýskalands og Póllands. Frá Is- landi fara 40 þátttakendur, fuUtrúar frá íslenskum verkefnum, frá stjóm- völdum og félagasamtökum. Eitt helsta umræðuefni ráðstefnunnar verður mansal en stúlkur sem seldur hafa verið mansali að undanfomu koma ekki síst frá þessum hluta heims. Sólveig Pétursdóttir dóms- málaráðherra mun taka þátt í paU- borðsumræðum. -GG Keikó á hörkusiglingu dvwynd tom ordway/ocean future Menn eru mjög bjartsýnir og sega að sérstaklega vel gangi að venja Keikó við villt líf í sjónum í kringum Vestmanna- eyjar. í frétt DV ígær kom m.a. fram að Keikó hafi á síðustu dögum átt 10 mínútna „fund“ með öðrum háhyrningi. Á myndinni, sem tekin er skammt frá Eyjum, er Keikó hins vegar í nánu sambandi viö Stephen Clausen frá Ocean Fut- ure samtökunum en hann er um borö í einum fylgdarbáta hins heimspekkta háhyrnings. Lottó: ^ Aftur á RUV Framvegis verður bein útsending á út- drætti á Lottó send út á Stöð 2, Sýn og í rik- issjónvarpinu auk allra útvarpsstöðva Norðurljósa. Útsendingin verður klukkan 18.54 en sölukössum verður lokað kl. 18.40. Útdráttur á Víkinga- lottó, sem sent er hingað til lands í gegnum gervihnött, verður sýndur á sömu stöðvum. Síldarflotinn á heimsiglingu vegna sjómannadagsins: Norskt verö komið niður í 8400 krónur Síldarleiðangri rannsóknarskips- ins Árna Friðrikssonar á norsk-ís- lenska síldarstofninum lauk á fimmtudag. Meginhluti stofnsins er nú mun norðar en á sama tíma í fyrra, djúpt norðaustur i hafi, aust- ur af Jan Mayen, allt austur að norsku 200 mílna lögsögunni við Bjamarey. Jakob Jakobsson leið- angursstjóri segir að fundist hafi síld við Jan Mayen í töluverðu magni sem gefi vonir um að fram- haldið verði gott. Norðmenn hafa verið að greiða allt að 10.000 krónum fyrir tonnið, eða 91,15 norskar krónur, en ís- lenskir skipstjórar hafa margir hverjir ekki áttað sig á því að verð- Síldarstofninn Meginhluti stofnsins er nú mun norðar en á sama tíma í fyrra, djúpt norðaustur í hafi ið miðast við fituprósentu, auk þess sem þeir fá ekki nema um 70% afl- ans viktaðan eins og áður hefur ver- ið getið í DV. Þannig hefur verðið farið niður í allt að 8400 krónur fyr- ir tonnið en á sama tíma er SR-mjöl á Seyðisfirði aö greiða 9500 til 9700 krónur fyrir tonnið. Munurinn verður því enn meiri, SR-mjöli í hag. Skip eins og Vilhelm Þorsteins- son EA hafa þó fengið mun hærra verð en þar um borð er sildin flök- uð og fryst og eru afköstin um 100 tonn á sólarhring. Síldarflotinn er nú allur á heim- siglingu vegna sjómannadagsins 10. júní nk. Vegna langrar siglingar fer því allt að vika í það að uppfylla lagaskyldu um það að vera í landi á sjómannadaginn. -GG Flugið kært? Margir vissu að Kristján Þór Júl- íusson, bæjarstjóri á Akureyri, væri snjall og ráðagóður maður. Allavega hefur hann sjaldan verið staðinn að því að deyja ráðlaus, hvað sem á hef- ur dunið. í DV í gær mátti lesa frétt um Akureyrarmaraþon sem fram fer í dag. Að sjálfsögðu tekur bæjarstjór- inn þátt en þó með sínu lagi ef marka má fyrirsögn fréttarinnar. „Ég ætla mér að i fljúga í gegnum hlaupið," segir bæjarstjórinn knái. Andstæðing- ar Kristjáns Þórs í bæjarstjórn segja þetta honum líkt. Það sé svo mikið I loft i honum að hann komist hreinlega ekki með fæt- urna niður á jörðina. Því geti hann ekki skokkað eins og aðrir heldur verði hann að fljúga. Búist er við að framsóknarmenn kæri flugið til Loft- ferðaeftirlitsins... Flutti ávarp Grænlendinga í heita pottinum vakti það athygli að á Vestnorrænu iðnsýningunni var það íslendingur sem flutti ávarp fyr- ir hönd Grænlendinga. Ekki nóg með að það væri íslendingur sem flutti ávarpið held- ur var það líka flutt á dönsku. Is- lendingurinn, sem í Grænlendingar treystu fyrir þessu verkefni, var Gunnar Bragi Guðmundsson en Gunnar starfar sem forstjóri grænlenska fyrirtækisins NUKA sem er alhliða matvælafyrir- tæki með höfuðstöðvar í Nuuk. Nuka er að kynna ýmsar grænlensk- ar framleiðsluvörur á sýningunni í Perlunni, m.a. sauðnautakjöt sem reyna á að markaðsetja sem gómsæt- an sérvitringamat á íslandi... Hitnar undir Össuri Niðurstaðan í skoðanakönnun DV, sem birt var í gær, hefur mikið ver- ið til umræðu í heita pottinum. Sér- staklega hefur útkoma Samfylkingar- innar vakið athygli en flokkurinn virðist ekki ætla að ná sér á strik úndir stjóm Össurar. Er nú svo komið að samfylk-, ingarmetm í vest- urbænum i | Reykjavík ræða I um framtíð tveggja [ manna umfram I framtíð nokkurra I annarra. Þetta er I framtið Péturs Péturssonar, þjálf-' ara KR, annars vegar og svo framtíð Össurar Skarplíéðinssonar hins vegar. Öiýög Péturs gætu ráðist nú um helgina en nokkuð lengra er í að örlög Össurar ráðist. Hins vegar er fullyrt að stöðugt hitni undir for- manninum og félagar hans séu nú farnir að líta í kringum sig eftir ásættanlegum valkosti. Nafn Ingi- bjargar Sóirúnar hefur þá jafnan komið upp en ólíklegt talið að hún hafi hug á að skipta um vettvang. Fátt mun um önnur foringjaefni en Bryndís Hlöðversdóttir heyrist nefnd og Lúðvik Bergvinsson líka. Einnig að samfylkingarmenn séu áfjáöir í að fá Jón Baldvin Hannibalsson til að snúa til baka í stjórnmálin. Full- yrt er að það væri Jóni ekki alls kostar á móti skapi...! Meö leyninúmer I pottinum segja menn að svo bregðist krosstré sem önnur tré. Nú mun Davíð Odds- son vera búinn að fá sér leyninúmer í símann heima hjá sér en til þessa hefur forsætisráð- herrann verið i símaskránni. Davíð mun einfaldlega hafa gefist upp á endalausum hingingum á öllum tím- um sólarhrings frá mönnum í mis- jöfnu ástandi sem vilja kenna hon- um að stjórna landinu ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.