Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2001, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 9. JÚNt 2001 DV 9 Fréttir sem nemandi hefur útskrifast með frá Bifröst á háskólastigi frá upp- Tónlistaskólakennarar Deilan til sáttasemjara Búið er að vísa kjaradeilu ríkisins og tón- listarskóla- kennara til rik- issáttasemjara. Tónlistarskóla- kennarar gerðu í janúar skammtíma- samning við viðsemjendur sína. Því var þá lýst yfir að stefnt væri að því að hefja samningavið- ræður á ný 15. apríl og ljúka endan- legri gerð nýs kjarasamnings fyrir 31. maí 2001. Viðræður fóru seint í gang í vor og hafa skilað litlu. Sigrún Grendal Jóhannesdóttir, formaður Félags tónlistarskólakennara, segir að fyrsti fundurinn sem boðað var til hjá sáttasemjara hafi fallið niður þar sem enginn úr samninganefnd Launa- nefndar sveitarfélaga hafi mætt á fundinn. -BÞ Til sátta Deila tóniistarkenn- ara komin til sátta- semjara Vestmannaeyjar: Samstarf um háskólanám Undirritað hefur verið samkomu- lag milli Háskólans á Akureyri og Rannsóknarseturs Vestmannaeyja um háskólanám í Vestmannaeyjum. Tilgangurinn er að efla háskóla- menntun í þágu fólksins í landinu og til að ná þessu markmiði verður nýtt fullkomnasta upplýsingatækni við nám og kennslu. Samningsaðil- ar ætla að vinna að þvi að á haust- misseri 2001 hefjist háskólanám í rekstrarfræði og nútímafræði og haustmisseri 2002 í hjúkrunarfræð- um í Vestmannaeyjum. í rekstrarfræði er um að ræða þriggja ára BS-nám. Skipulag fjar- námsins er þó miðað við að fólk geti stundað vinnu meðfram náminu og dreifist það því á lengri tíma. í nú- tímafræði er um að ræða 30 eininga nám sem er inngangur að námi í hugvísindum á háskólastigi. Um er að ræða samstarfsverkefni Háskól- ans á Akureyri og Háskóla íslands og kennt jöfnum höndum frá Akur- eyri og Reykjavik. í hjúkrunarfræði er um að ræða BS-nám sem tekur að jafnaði fjögur ár að ljúka. Háskólinn á Akureyri ber kostnað vegna kennslu og tækjabúnaðar á Akur- eyri og Rannsóknasetur Vest- mannaeyja leggur til námsumhverfi og aðstöðu. Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum veitir aðgang að tölvuveri og fræðiritum. Heilbrigð- isstofnun leggur til aðstöðu fyrir sýnikennslu og verknám i hjúkrun- arfræði. HA hefur verið með fjar- kennslu síðan 1998 er hún hófst á ísafirði en síðan hafa fleiri svæði bæst við, s.s. Austfirðir. -GG Petúniur 249 kr. Upplýsingasími 580 0500 www.blomaval.is Reykjavík •Selfossl Fimmtíu og sex brautskráðir frá Bifröst, 46 rekstrarfræðingar og 10 viðskiptafræðingar: Rektor gagnrýndi ís- lenskan heimóttarskap DV, REVKHOLTI:____________________ A glæsilegri og fjölmennri hátið í Reykholti voru 46 rekstrarfræðing- ar og 10 viðskiptafræðingar braut- skráðir frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst. Bestum árangri rekstrar- fræðinga náðu þær Ásthildur Magn- úsdóttir (7,93), Sigrún Hjartardóttir (7,79) og Jenný Lind Tryggvadóttir (7,77). Af útskrifuðum viðskipta- fræðingum með BS-gráðu náðu þau Bernhard Þór Bernhardsson og Bima Þorbergsdóttir bestum ár- angri. Bernhard útskrifaðist með 8,60 sem er hæsta meðaleinkunn hafi. Birna náði einnig frábærum árangi eða 8,45. Valgerður Sverrisdóttir við- skiptaráðherra flutti ávarp og af- henti fyrstu viðskiptafræðingunum sem útskrifast frá háskólanum skír- teini sín. f ávarpi sínu hrósaði hún skólanum fyrir framsýni og frum- kvöðlastarf á meðal islenskra há- skóla. í hátíðarræðu sinni hvatti Run- ólfur Agústsson, rektor Viðskipta- háskólans á Bifröst, þá sem braut- skráðust úr Viðskiptaháskólanum til að líta á heiminn allan sem sinn starfsvettvang. Hann gagnrýndi einnig einangrunarhyggju og heim- óttarskap í íslensku samfélagi og talaði fyrir aukinni alþjóðahyggju og nánara samstarfi við Evrópu i efnahags-, menningar- og stjórnmál- um. -DVÓ DV-MYND DANÍEL V. ÖLAFSSON. Rektor lítur tll Evrópu. Runólfur rektor Ágústsson horfir til Evrópu og vill aö menn leggi niöur allan heimóttarskap. Hér er rektor aö störfum að Bifröst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.