Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2001, Blaðsíða 26
26
LAUGARDAGUR 9. JUNI 2001
Helgarblað
DV
Fjölmargir þora ekki að horfast í augu við aldurinn:
Stjörnurnar ljúga
Tommy Lee um
Pamelu Anderson:
Hún er vit-
laus í mig
Það er ekki skrýtið þó aö lesend-
ur séu orðnir hundleiðir á haltu
mér - slepptu mér sambandi rokk-
arans Tommys Lees og Pamelu And-
erson en hér kemur ein saga enn.
Tommy Lee hefur nefnilega verið
að segja hverjum sem hlusta vill að
Pamela hafi grátbeðið sig að taka
saman við sig aftur þó að hún
standi í einhvers konar sambandi
við rapparann Kid Rock. Tommy lét
sig ekki muna um að segja frá því í
útvarpsþætti Howards Sterns að
Pamela væri alltaf að hringja í hann
og væla yfir því hvað hún saknaði
hans mikið. Náinn vinur Tommys
tók undir þetta og sagði að Pamela
hringdi oft og vildi hefja sambandið
að nýju en Tommy gæti ekki hugs-
að sér það: „Hann er orðinn dauð-
þreyttur á lygum hennar og svik-
um,“ sagði hann í viðtali. „Þau voru
saman þegar hún byrjaði að vera
með Kid Rock og þau voru saman
þegar hún fór að slá sér upp með
Kelly Slater og þau voru saman þeg-
ar hún tók saman við Marcus
Schenkenberg. Tommy nennir
þessu ekki lengur."
Talsmaður Pamelu hefur vísað
þessum ummælum á bug og segir að
samband hennar við Kid Rock sé
mjög gott og hún sé hamingjusöm.
Enn sem komið er.
Það er leiðinlegt að láta ljúga að
sér. Samt er það gert á hverjum
degi. Sumt fólk beinlínis situr um
að telja manni trú um eitthvað sem
ekki stenst við nánari athugun
ellegar það reynir að halda leyndu
því sem maður á auðvitað með
réttu að fá að vita. Stjörnurnar sem
við viljum öll líkjast - þær sem eru
svo sætar og með há kinnbein, mjó-
ar, með fallegt hár - og hafa efni á
alls slags fegrunaraðgerðum þegar
þeim dettur það í hug. Stjörnurnar
eru ákaflega viðkvæmar fyrir sjálf-
um sér og leggja mikið upp úr því
að líta óaðfinnanlega og unglega út.
En það er þeim ekki nóg að líta út
fyrir að vera ungar, þær vilja líka
VERA ungar. Sumar halda aldri
sínum leyndum, aðrar ljúga til um
hann. Þeir sem gera það vilja senni-
lega ekki horfast i augu við að það
eru til opinber skjöl eins og fæðing-
arvottorð, sem forvitnir geta flett
upp í, ef vilji þeirra er nógu ein-
beittur. í bandarískum mennta- og
háskólum eru líka gefnar út svo-
kallaðar árbækur, þar sem rétt fæð-
ingarár kemur fram.
William Poundstone hefur skrif-
að þrjár bækur þar sem hann upp-
lýsir leyndarmál og leiðréttir lygar
sem hefur verið haldið að okkur
grunlausum um langa hríð og helg-
arblað DV fór á stúfana til þess að
sinna upplýsingaskyldu.
Hélt upp á
sextugsafmælið í plati
Fyrrum forsetafrúin Nancy Reag-
an var leikkonan Nancy Davis áður
en hún gifti sig. Sú staðreynd hefur
sennilega rekið hana til þess að
ljúga til um aldur sinn. Svo fórst
einhvern veginn fyrir að leiörétta
það og þegar maðurinn hennar
varð forseti stóð alls staðar skrifað
að frú Nancy Reagan væri fædd
1923, þó annað mætti sjá af fæðing-
arvottorði, en þar kom hún í heim-
inn árið 1921. Illkvittnir blaðasnáp-
ar fóru þá að skrifa um réttan ald-
ur hennar og skrifuðu setningar
eins og: „Nancy Reagan, 62 ára,
heldur upp á sextugsafmælið sitt í
dag.“
Forsetafrúin sneri sig listilega út
úr þessu þegar hún var eitt sinn
spurð beint um aldur í viðtali og
svaraði: „Hvað ég er gömul? Ég hef
bara ekki ákveðið mig enn þá.“
Leikkonur virðast vera sérstak-
lega slæmar með að ljúga til um
aldur sinn. Diane Keaton hefur
löngum sagst vera fædd í Kaliforn-
íu árið 1949. Fæðingarvottorðið
Diane Keaton
Hún hefur löngum sagst vera fædd í
Kaliforníu áriö 1949. Fæðingarvott-
oröiö hennar fannst í Los Angeles
og reyndist Keaton vera fædd þar
áriö 1946.
hennar fannst í Los Angeles og
reyndist Keaton vera fædd þar árið
1946. Hún heitir líka ekki Keaton,
heldur Diane Hall.
Gifti sig þrisvar undir
lögaldri
Zsa Zsa Gabor vill vera eggjandi og
ögrandi í senn - og af einhverjum
ástæðum telur hún að slíkri konu sé
ekki samboðið að eldast. Zsa Zsa er
sérstaklega ósvífin í lyginni og vílar
ekki fyrir sér að draga meira en ára-
tug frá aldri sínum. Þegar hún lenti í
því að lemja lögregluþjón í reiðikasti
fór hún fyrir rétt, en þá kom í ljós að
á ökuskírteininu hafði flestum per-
sónuupplýsingum verið breytt á við-
vaningslegan hátt með kúlupenna.
Þar var fæðingardegi breytt úr
06.06.23 í 02.06.28, þyngdinni breytt úr
130 pund í 110, auk þess sem leikkon-
an virtist ekki hafa háralit sinn á
hreinu. Þegar hún var spurð um
þetta svaraði hún því til að hópur
Mexíkóa hefði stolið skírteininu og
skilað því aftur með þessum breyt-
ingum!
Eins og þetta væri ekki nóg, tók
Zsa Zsa svo upp á þvi eiðsvarin að
lýsa því yfir að hún væri fædd 1930.
Þetta var ;þegar hún sótti um leyfi til
þess að giftast í áttunda sinn. Ef Zsa
Zsa Gabor væri fædd árið 1930 hefði
Nancy Reagan
lllkvittnir blaðasnápar fóru þá aö skrifa um réttan aldur hennar og skrifuöu setningar eins og: „Nancy Reagan, 62
ára, heldur upp á sextugsafmælið sitt í dag. “
Strákarnir í Köben
skrifar
um
Nýlega dvaldi ég í Kaupmannahöfn
og notaði þar timann meðal annars til
að rannsaka hegðun og atferli danska
karlstofhsins. Nú rennur mér blóðið til
skyldunnar og finn ég mig hreinlega
knúna til að deila með íslenskum kyn-
systrum mínum (og öðrum þeim sem
kynnu að hafa áhuga á dönsku karl-
keti) þeim fróðleik sem safnaðist.
Skipulag er alltaf til fyrirmyndar og
hef ég því afráðið að setja fram dýra-
fræðilegt flokkunarkerfi sem kann að
hjálpa til í umgengni við danska karl-
menn. Til að koma í veg fyrir allan
misskilning vil ég árétta að þó að hér
sé sérstaklega fjallað um hinn danska
stofn skal á engan hátt hallað á þann
íslenska (eða þann franska, þann
breska, þann ameríska, þann kín-
verska ellegar þann taívanska, þó
hættulegur sé). íslenskir karlmenn eru
ósköp ljúfir, greyin, þó að á stundum
vanti eÚítið upp á kurteisina og huggu-
legheitin. Það er þó engin frágangssök
og ég segi bara eins og hann afi minn:
„svo lengist lærið sem lífið“ (meðvituð
afbökun á máltækinu „svo lengi lærir
sem lifir“). Þeir íslensku eru örugglega
voðalega mikið að vinna f sínum mál-
um og gætu til dæmis tekið sér eitt-
hvað af eftirfarandi dálksentímetrum
til eftirbreytni (að undanskilinni um-
fjöllun um homo buffalóus).
Árstíðaskipti
Veturinn í Köben er um margt ólík-
ur sumrinu þar og sést það best á útliti
og hegðun karlmannanna. Á vetuma
eru þeir óskaplega dúðaðir, í vaðmáls-
stökkum og með stórar húfur, enda er
kuldinn oft hroðalegur. Þá eru þeir
líka alltaf að flýta sér eitthvað svo að
lítill tími gefst til athugana. Vetrar-
hegðun stofnsins er því mun minna
spennandi en sumarhegðunin og því
skal frekari umfjöllun um hana liggja
milli hluta.
Á sumrin er hins vegar eins og þeir
fylgi trjánum og blómunum og hrein-
lega springi út í ægilegri náttúrufeg-
urð. Vaðmálsfrakkamir opnast og fá
ásamt húfunum að fiúka veg allrar
veraldar. Buxur eiga það til að styttast,
handleggir læðast fram úr ermum,
bringan fær að anda og tær kíkja fram
úr söndulum. Þá er nú heldur betur
gaman að ferðast um í Köben, fótgang-
andi eða á hjóli og njóta útsýnisins.
Homo sandalus
Þetta er pilturinn sem sýnir á sér
leggi og/eða tær með því að ganga í
grófúm og karlmannlegum teva-sand-
ölum og jafhvel kvartbuxum. Leggir
homo sandalus em oftast frekar úti-
teknir, passlega loðnir og tæmar vel
snyrtar.
Hár hans er aldrei nýklippt heldur
passlega nývaknað og heldur aldrei
nýþvegið án þess þó nokkum tíma að
vera skítugt. Homo sandalus ferðast
um á hjóli eða liggur í almennings-
görðum og les í bók, helst eftir Irving
eða Vonnegut. Hann sést stundum í
fylgd siðhærðra, lágvaxinna kvendýra
álíka kæruleysislega útlítandi.
Homo hörbuxus
Þessi þekkist á buxunum sem em
víðar og úr hör sem krumpast. Aldrei
þröngar niður, heldur beinar og hanga
fallega á mjöðmum hans. Oftast eins
og sandur (danskur), steypa eða eggja-
skum á litinn og með snæri eða tölu
og rennilás i mittið. Snærisbuxur em
mun meira spennandi og gefa til
kynna að sá homo hörbuxus sem í
þeim er sé sérdeilis ævintýragjam á
kynferðissviðinu. Sá í tölu og
rennilásabuxunum er hins vegar
grandvar og ekki eins léttur á bárunni
en þó afskaplega blíður og kann eflaust
að elda að minnsta kosti 15 síldarrétti.
Auðvelt er að ruglast á homo sandalus
og homo hörbuxus því sá síðamefndi á
það til að bretta upp á hörbuxumar
sínar svo að þær líkjast helst kvart-
buxum. Grundvallarmunur er þó alltaf
á skófatnaði þessarra tveggja flokka.
Homo hörbuxus gengur nefnilega ekki
í sandölum heldur strigaskóm sem em
annaðhvort tennis- eða seglskútulegir.
Annað mikilvægt aðgreiningaratriði
er svo hárgreiðslan en homo hörbuxus
er oftast nýklipptur og sérdeilis vel
rakaður.
Homo buffalóus
Þessi er með svart hár mjög glans-
andi og ferðast um í flokkum. Hárið er
annaðhvort klippt í stall eða í mjög
symmetrískum krullum sem falla nið-
ur með vöngunum, en alltaf mjög
glansandi. Hann ferðast alltaf um i
flokkum og sjaldan á hjóli. Helsta ein-
kenni homo buffalóus er, eins og nafn-
ið gefur til kynna, buffalóskómir en
þeir em líklega ljótasti skófatnaður
sem framleiddur hefur verið í sögu
mannkyns. Botninn á skóm þessum er
fram úr hófi þykkur og með mjög ljótu
torfærudekkjamynstri. Sögur herma
að tískuglæpamaður sá sem fyrstur
hannaði þennan ófógnuð sitji nú bak
við lás og slá. Við þennan skóbúnað
gengur homo buffalóus venjulega í út-
víðum straufríum buxum, stundum
með broti.
Ekki tæmandi
Vissulega er flokkunarkerfi danska
karlstofnsins langt frá þvi að vera full-
unnið en ykkar undirrituð ber þá ein-
lægu von í brjósti að þeir þættir kerf-
isins sem hér hafa verið settir fram
verði til þess að auðga og jafnvel
greiða fyrir samskiptum við einstak-
linga innan stofnsins i sumarferðum
til Hafnar tvöþúsundogeitt. Góða ferð!
Ragnheiður Eiríksdóttir er hjúkrun-
arfrœðingur og mannlifsrannsakandi