Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2001, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2001, Blaðsíða 29
37 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 DV Helgarblað Árni Mathiesen er sjávarútvegsráðherra sem fær ekki að tala á sjómannadag vil ekki vera aö troöa neinum um tær og ætia ekki aö túlka þetta á einn eöa annan hátt en mér finnst þetta leiöinlegt. Ég mun eyöa mínum sjómannadegi aö likindum í Hafnarfiröi við hátíöahöld en ég hef ekki haft mörg tækifæri til þess undanfarin ár. “ terrann sem Lenn höfnuðu . Mathiesen sjávarútvegsráðherra fær ekki að halda ræðu á ímlega sextíu ára hefð brotin. Árni talar um erfiðar ákvarð- anir, hagsmuni LÍÚ og jarðsambandið á Kænunni heildarinnar og þessir aðilar eru stór hluti af heildinni." - Eru hags- munir LÍÚ sem sagt hagsmunir okk- ar? „í mörgum tilvikum en ekki alltaf. En vegna þess er eðlilegt að slík gagnrýni komi fram.“ Má ekki ávarpa sjómenn Á morgun er hinn árlegi lögboðni frídagur sjómanna og hátiðahöld fara víðast hvar fram samkvæmt áratugalangri hefð. Ein breyting verður þó á en hún er sú að sjávar- útvegsráðherra heldur ekki ávarp á samkomu sjómanna í Reykjavík en sú hefð hefur annars verið við lýði allt síðan 1938. Á undan sjávarút- vegsráðherrum var það atvinnu- málaráðherra sem ávarpaði sjó- menn á þessum degi. Hvernig finnst þér þetta? Er þetta refsing af hálfu sjómanna? „Mér finnst þetta leiðinlegt. Ég vil ekki vera að troða neinum um tær og ætla ekki að túlka þetta á einn eða annan hátt en mér finnst þetta leiðinlegt. Ég mun eyða mín- um sjómannadegi að líkindum í Hafnarfirði við hátíðahöld en ég hef ekki haft mörg tækifæri til þess undanfarin ár.“ Jarðsambandið á Kænunni - Það er annasamur starfi að vera ráðherra sjávarútvegsmála á íslandi og forvitnilegt að vita hvernig ráðherra nær sambandi við grasrót samfélags sem lifir á fiski? „Ég næ mér í jarðsamband með því að fara eins oft og ég get í morgunkaffi á Kænunni í Hafnar- firði sem er kaffihús við höfnina. Þar safnast saman hópur manna bæði úr sjávarútvegi og öðrum greinum. Þama reyni ég að koma einu sinni í viku og hef gert nokk- uð lengi og þarna heyri ég margar og ólíkar skoðanir og fæ mörg góð ráð og ábendingar. Þetta kom sér vel í sjómannadeilunni þegar ég fékk þama ráð sem skiluðu sér alla leið inn á Alþingi." - Verður aldrei hvasst yfir kaffl- bollunum á Kænunni þegar ráð- herra mætir? „Ef ekki væri hægt að ræða mál- in í rólegheitunum þá myndi þetta aldrei virka.“ Ámi hefur svolitla reynslu af sjávarútvegi sjálfur en hann fór nokkra túra í afleysingum á Otri HF á námsárum sínum. Er það mikilvæg reynsla? „Þetta var nóg til þess að ég hef verið á Halanum og veit t.d hvers vegna menn hentu fiski áður en kvótakerfið kom á þegar hann var orðinn of gamall vegna þess að ekki hafðist undan viö slægingu og sitt hvað fleira.“ Það verða margir fulltrúar hags- munaðila sem ganga á fund ráð- herra og kynna sjónarmið sín og eru nokkurs konar fulltrúar þrýsti- hópa. Er mikill munur á málflutn- ingi þeirra og því sem Árni heyrir í morgunkaffinu á Kænunni? „Þeir sem hingað koma reyna yf- irleitt að fullvissa mig um að þeir hafi stuðning allra þeirra sem þeir eru að tala fyrir og þar sé fullkom- in eining. Á Kænunni heyri ég hins vegar sjónarmið allra og veit að það er ekki alltaf rétt. Ég veit t.d. að það eru ekki allir smábáta- sjómenn andvígir kvótasetningu smábáta." Börn stjórnmálamanna Árni er kvæntur Steinunni Krist- ínu Friðjónsdóttur flugfreyju og þau búa í Hafnarfirði með tveimur ung- um dætrum, 3 og 5 ára gömlum. Árni segist ekki vera mjög mikið heima við og ekki alltaf á hefð- bundnum tímum því starflð kallar. Þetta er heimur sem eiginkonu hans kemur ekki beinlínis á óvart því þau eiga það sameiginlegt hjón- in að vera börn stjórnmálamanna. Hann er sonur Matthíasar Mathiesen, fyrrverandi ráðherra, en hún er dóttir Friðjóns Þórðarsonar sem var þingmaður og ráðherra fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn. „Við vissum bæði að hverju við gengum. Þetta var reyndar ekkert betra þegar ég var í dýralækningun- um en í stjómmálum verður að grípa tækifærin þegar þau gefast. Ég reyni að aka dætrum mínum á leikskólann á hverjum morgni og halda þannig tengslum við þær og nýti þær fáu frístundir sem gefast til að vera með fjölskyldunni. Sjálf- sagt er það minna en ég hefði kosið en það er val að vera í stjórnmálum og erfitt að fresta hlutum í þeim efn- um.“ Stóra áhugamálið í lífl Áma fyrir utan fjölskylduna, handbolta og fót- bolta er hestamennska en fjölskyld- an á hesthús og jörð í Borgarflrði. Hrossaeign fjölskyldunnar nær nokkuð á annan tuginn og Árni hef- ur aðeins fengist við að temja sjálf- ur en segist lítinn tíma hafa haft í vetur og varla komið á bak. En er hann flinkur hestamaður? „Það er erfitt að meta það en ætli ég segist ekki vera sæmilega hest- fær.“ -PÁÁ „Það er stórt orð vísinda- maður og menn verða að sýna fram á að kenning- ar þeirra standist vís- indalega skoðun. Ég er viss um að Jón á eftir að fá sitt tækifœri til þess og skoðanir eins og hans þurfa auðvitað að eiga sinn sess í framtíðinni. Við erum í þeirri stöðu að við verðum að skoða allar kenningar sem sett- ar eru fram á vísindaleg- um grunni. “
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.