Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2001, Blaðsíða 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 I>V Forsætisráðherra írlands Kjósendur í kjördæmi Aherns voru meðal þeirra sem sögðu nei. írar hafna Nice- sáttmálanum Irar höfnuðu í gær 1 þjóðarat- kvæðagreiðslu Nice-sáttmála Evr- ópusambandsins, ESB. Fyrir Bertie Ahern, forsætisráðherra írlands, eru úrslitin áfall þar sem hans eigið kjördæmi hafnaði sáttmálanum. ír- land er eina ESB-landið sem verður samkvæmt stjórnarskrá sinni að greiða þjóðaratkvæði um sáttmál- ann sem greiðir leið fyrir stækkun sambandsins í austur. Til skamms tíma litið þýðir nei ír- lendinga að Amsterdam-sáttmálinn verður enn i gildi. En öll aðildarríki Evrópusambandsins verða að hafa samþykkt Nice-sáttmálann í síðasta lagi á næsta ári til að stækkun sam- bandsins dragist ekki á langinn. Möguleg lausn er að írland fái und- anþágu frá ákvæðum sáttmálans. Tvöfalt meiri geislun frá far- símum í bílum Þeir sem tala í farsíma í bíl verða fyrir tvöfalt meiri geislun en þeir sem tala í síma fyrir utan bílinn. Þetta kom fram á alþjóðlegri ráð- stefnu vísindamanna sem haldin er í London. Bíllinn hindrar örbylgj- urnar en við það aukast yfirsveifl- ur. Þar með verður sá sem talar í síma í bil fyrir meiri heildargeislun. Vísindamennirnir segja nauðsyn- legt að nota ytra loftnet tengt far- símanum tali menn í hann inni í bíl. Rannsóknin náöi fyrst og fremst til NMT-síma. Einnig er varað við GSM-símum og þráðlausum heimil- issímum. Sérfræðingarnir telja víst að mikil farsímanotkun geti valdið krabbameinsæxlum í heila. Þeir telja einnig sannað að stærri hluti heila barna verði fyrir geislun miöað við fullorðna. Taugakerfi barna er heldur ekki fullþroskað. Enn í felum Devyani Rana flýði eftir að unnusti hennar skaut fjölskyldu sína. Ást krónprinsins flýði til Moskvu Konan, sem sögð er vera orsök konunglega blóðbaðsins í Nepal fyr- ir viku, fer enn huldu höfði. Devyani Rana, kærasta Depindra krónprins, sem skaut og særði 14 ættingja sína í æðiskasti, er sögð hafa ílogið til Nýju Delhi í Indlandi nokkrum klukkustundum eftir blóö- baðið. Samkvæmt blaðafregnum mun hún siðan hafa flogið til Moskvu, til systur sinnar og mágs þar. Móðir krónprinsins var andvíg því að hann gengi að eiga unnustu sína. Móðir hennar er af flnni ind- verskri ætt en faðir hennar hefur gegnt ráðherraembættum í Nepal. Yfirvegaður sigurvegari: Blair boðar aukna samvinnu við ESB Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, var yfirvegaður í gær þegar hann fagnaði í annað sinn stórsigri í þingkosningum sem sýndi að hann er sterkasti leiðtog- inn sem Verkamannaflokkurinn hefur haft. Blair stillti sér upp fyrir ljós- myndara fyrir utan Downingstræti og sagði kosningaúrslitin skipun kjósenda um að kosningaloforðun- um yrði hrint í framkvæmd. Hann boöaði aukna þátttöku Bretlands í samvinnu Evrópusambandsríkja. Hann gaf í skyn að breytinga væri þörf á viðhorfinu til umheimsins og sagöi að landið mætti ekki ein- angrast. Þessi orð forsætisráðherr- ans voru strax túlkuð sem loforð um að þjóðaratkvæðagreiðsla um evruna yrði haldin áður en langt um líður. Blair hefur ekki lagt mikla Nýr innanríkisráðherra Bretlands David Blunkett, fyrrverandi menntamálaráðherra, verður nýr innanríkisráðherra. áherslu á aðild að evrunni, sameig- inlegum gjaldmiðli Evrópusam- bandsins, þar sem hann veit að al- menningur er tortrygginn. Hann hefur sagt að hann væri hlynntur aðild þegar hún hentaði Bretlandi. Hann sagði þó nýlega í viðtali við Financial Times að hann væri viss um að fara með sigur af hólmi í þjóðaratkvæðagreiðslu um evruna. Nú vilja aðeins 17 prósent Breta taka upp evruna. 43 prósent eru andvíg og afgangurinn vill bíða eða er óákveðinn. Blair var i gær önnum kafinn við stjórnarmyndun eftir að hafa farið í kurteisisheimsókn til Elísabetar Englandsdrottningar. David Blunkett, fyrrverandi menntamálaráðherra, verður nýr innanríkisráðherra. Hann þykir harðskeyttari en fyrirrennari hans, Jack Straw. Leo litli stal senunni Yngsta barn Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, og Cherie, eiginkonu hans, Leo litli, stal senunni þegar fjöl- skyldan stillti sér uþþ fyrir Ijósmyndara fyrir utan Downingstræti 10 í gær. Leo hefur lítið veriö í sviösljósi fjölmiöla. Bush fær skýr skilaboð frá loftslagssérfræðingum Örfáum dögum fyrir Evrópuferð sína fékk George W. Bush Banda- ríkjaforseti skýr skilaboð frá sér- fræðingum sínum.Gróðurhúsaáhrif- in eru til staðar og aðgerða er þörf. Þessi yfirlýsing veldur Banda- ríkjaforseta vandræðum. Þegar hann hittir leiðtoga Evrópusam- bandsins í Gautaborg í næstu viku verður eitt helsta málið á dagskrá andstaða Bandaríkjanna gegn Kyoto-sáttmálanum sem skuldbind- ur lönd til að draga úr losun gróður- húsalofttegunda. Er Bush lét tilkynna í mars síð- astliðnum að hann ætlaði ekki að skrifa undir sáttmálann heyrðust hávær mótmæli frá Evrópu. Busn setti þá á laggimar nefnd 11 lofts- lagssérfræðinga sem allir eru félag- ar í vísindaakademíu Bandaríkj- anna. Einn þeirra hefur verið efins um Hvíldarstund í hltanum Bush viö smíðar í Flórída. gróðurhúsaáhrifin. Hann tekur nú undir það mat hinna sérfræðing- anna að gróðurhúsaáhrifin séu af manna völdum og að meðalhitastig- ið í heiminum hafi aukist um 0,6 stig á síðustu öld. Gert er ráð fyrir að hitastigið hafi aukist á milli 1,4 og 5,8 stiga í lok þessarar aldar. Sér- fræðinganefndin leggur til að gerð verði áætlun um gagnaðgerðir eins fljótt og hægt er. Umhverfisverndarsamtök hafa fagnað skýrslunni sem þau segja áfall fyrir stefnu Bush í orkumál- um. Bandarískir embættismenn eru nú sagðir önnum kafnir við að marka nýja stefnu í loftslagsmálum. Bandarísk yfirvöld segja Kyoto-sátt- málann ógna efnahag Bandaríkj- anna. Auk þess séu ekki gerðar nógu harðar kröfur til þróunar- landa eins og Indlands og Kína. Þarf ekkert vodka Sergei Mironov, læknir Vladimírs Pútíns Rússlands- forseta, sagði í gær að forsetinn þyrfti ekki að drekka vodka til að geta slappað af eftir erf- iðan vinnudag. Sagði læknirinn meira að segja erfitt að fá forsetann til að taka inn mixtúru. Hins vegar drekkur hann te með hunangi í og hvílist í eim- baði. Geislavirkni frá Kúrsk Ríkisstjórinn í Múrmansk óttast mögulega geislavirkni frá rúss- neska kafbátnum Kúrsk þegar hon- um verður lyft af hafsbotní síðar í þessum mánuði. Nunnur í fangelsi Tvær nunnar frá Rúanda voru í gær dæmdar í Belgíu í 12 og 15 ára fangelsi fyrir aðild að þjóðarmorð á tútsum 1994. Kaupsýslumaður og háskólaprófessor fengu einnig langa fangelsisdóma. Hryðjuverk á helgum stað Fjórar múslímskar konur létu líf- ið og yfir 50 særðust þegar víga- menn fleygðu sprengju að einum helgasta stað Kasmírs í gær. Léleg kunnátta kennara Nær 70 prósent 413 enskukennara í Hong Kong féllu á skriflegu ensku- prófi sem stjórnvöld lögðu fyrir þá. Helsti gagnrýnandi Bush Bill Clinton, fyrr- verandi Banda- ríkjaforseti, hefur enn ekki viljað tjá sig um frammi- stöðu eftirmanns sins, Georges W. Bush. Hillary Clint- on er ekki jafn til- litssöm. Hún er helsti gagnrýnandi Bush í öldungadeild Bandarikja- þings. Margir túlka hörku Hillary sem undirbúning fyrir næstu for- setakosningar. Þeir telja að hún muni bjóða sig fram 2004 eða 2005 þrátt fyrir að hún vísi því á bug. Jarðskjálfti í Frakklandi Jarðskjálfti, sem mældist 5 á Richter, reið í gær yfir vesturhluta Frakklands, nálægt Nantes. Hálfbróðirinn atvinnulaus Lothar Vosseler, hálfbróðir Ger- hards Schröders Þýskalandskansl- ara, er búinn að missa vinnu sína við skólphreinsi- stöð. Fréttin af at- vinnuleysi hálf- bróður kanslarans barst samtímis því sem greint var frá því að at- vinnuleysi í Þýskalandi jókst í maí fimmta mánuðinn í röð. Hungursneyð blasir við Hungursneyð blasir við milljón- um Afgana. Uppskerubrestur er vegna mestu þurrka í Afganistan í 30 ár. Fjöldi leggur sér til munns engisprettur og dýrafóður. Fær að mynda stjórn Silvio Berlusconi, leiðtogi mið- og hægribandalagsins á Ítalíu, sem sigraði í kosningunum í maí, fær að mynda stjóm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.