Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2001, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2001, Blaðsíða 41
49 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001_______________________________ Tilvera DV-MYND X Gosi hárgreiöslunemi: "Auðvitað grenjaði mamma úr hlátri þegar ég kom heim með afganginn af frómasinu og hún sá þessa klessu sem ég hafði framreitt. Hún hefur alveg látiö mig í friði eftir þetta enda býr hún til heimsins besta mat og ieyftr mér að njóta með sér." Nautakjöt skorið út í gítar - á ýktasta veisluborði allra tíma Önd með mangó og karríi Fyrir 6 2 aliendur 2 dósir kókosmjólk 6 msk. mango chutney (t.d. Sharwoods) 1 tsk. madraskarrí Kókos- og mangósósa 4 dl kókossoð 1 dl rjómi helmingurinn af karrí- og mangómaukinu kj úklingakraftur sósujafnari salt og pipar Meðlæti 300 g strengjabaunir, snöggsoðnar í léttsöltu vatni Úrbeinið endurnar og hlutið hvora um sig í 6 hluta. Hreinsið alla aukafitu frá. Sjóðið andabitana i kókosmjólkinni við mjög vægan hita í 30 mínútur. Færið bitana upp á ofnplötu, geymið kókossoðið i sós- una. Blandið saman mangómauki og karrii, smyrjið helmingnum af maukinu á andabitana og setjið i 200"C heitan ofn í u.þ.b. 10 mínútur til að fá haminn stökkan. Setjið jafn- vel á grill stutta stund. Berið fram með sósu og baunum. Sósan Fleytið fitu af kókossoðinu og jafn- ið með sósujafnara. Bætið í rjóma og helmingnum af mangó- og kar- rímaukinu. Bragðbætið með kjúklingakrafti, salti og pipar. Óðals-steik Frábær steik sem allir ráða við. Fyrir fjóra. 800 g ungnautafilé, skorið í flór- ar steikur tacomix Meðlæti 1/4 hvítkálshöfuð 2 stk. paprika 1 stk. laukur 100 g oðalsostur, skorinn í 4 sneiðar 4 stk. heilir maísstönglar salt og smjör 1 dl sýrður rjómi Nautasteikurnar eru flattar þunnt út, 1 sm, með buffhamri, kryddaðar með tacokryddblöndu og grillaðar á heitu grilli í 3-4 mínútur á hvorri hlið. Óðalsostur er settur á steikurnar. Þeim er síðan rúllað upp og skomar í sneiðar. Hvítkálið, paprikan og laukurinn skorið í strimla og steikt í olíu á pönnu, kryddað með salti. Ferskur mais er soðinn í léttsöltu vatni með hýðinu í u.þ.b. 10 mínútur. Síðan er hýðinu flett af og maísinn penslaður með smöri og salti. Þá er hann grillaður í 5-10 mínútur og penslaður öðru hverju með smjöri. Meðlæti Sýrður rjómi, maísstönglar og steikta grænmetið. Nýkaup Þar sem ferskleikinn býr Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. Gunnar Björgvin Ragnarsson, hárgreiðslunemi á Mojo, er mat- gæðingur vikunnar: „Þetta er mjög skemmtilegt starf, fólk er líka alltaf að verða opnara fyrir miklum breytingum og það er einmitt það sem gerir starfið svo skemmtilegt. Það má eiginlega segja að skemmtilegasti tíminn sé þegar kúnninn fer. Þá sér maður árangurinn. Það er ótrú- legt hvað hárgreiðslur og litir geta breytt fólki,“ segir Gosi eins og hann er kallaður. Brenndar kartöflur „Hvað matseld varðar þá er ég auðvitað algjör sælkeri, ég held að öllum finnist gott að borða góðan mat en svo er það misjafnt eins og mennirnir eru margir hversu góð við erum að búa hann til. Ég hef alltaf verið hrikalegur kokkur og held að það hafi verið aðaláhyggjuefnið hjá mömmu. Eitt sinn þegar hún bað mig að sjóða kartöflur og mér tókst að brenna þær við tók hún sig til og pantaði fyrir mig tíma á matreiðslunám- skeiði. Ég var alveg til í það enda hef ég alltaf verið óragur við að prófa eitthvað nýtt. Nema mamma var ekkert að segja mér að nám- skeiðið væri meira en hálfnað þeg- ar ég byrjaði og ég var gjörsamleg- ur nýliði í þessum efnum. Minnti á sirkus Fyrsta daginn sem ég átti að mæta missti ég af strætó og mætti aðeins of seint. Þegar ég kom svo á staðinn sá ég að þarna voru marg- ir karlmenn saman komnir og stemningin var verri en oft vill myndast á líkamsræktarstöðun- um. Þeir voru að keppast við að þeyta skífur og hvað það kallast á fagmálinu með alls kyns kræsing- um á pönnum og léku listir sínar með matinn. Þeir voru allir svo æstir og svo mikið keppnisskap 1 þeim að þetta minnti bara pínu á sirkus. Þetta var voða flott hjá sumum þeirra, ég viðurkenni það, en kannski svolítið ýkt. Ég sá ekki alveg fyrir mér að ég passaði beint inn í þetta „pró- gramm“ en lét til skarar skriða og lauk við þá tíma sem eftir voru. í lok námskeiðsins var svo haldin veisla. Það voru bornir fram for- réttir, aðalréttir og svo desertar. Ég fékk það skemmtilega hlutverk að búa til desert og fékk uppskrift hjá ömmu af ananasfrómas sem er algjört æði. Rosaleg hrós í salnum Þetta var ýktasta veisluborð sem ég hef séð. Þarna fengu karlmenn- irnir algjöra útrás. Ég man ekki hvaða múndering var hrikalegust en þegar ég hugsa til baka sé ég fyr- ir mér nautakjöt skorið út í gítar og hvaðeina. Allir fengu rosalegt hrós fyrir sína rétti og þegar kom að okk- ur að bera fram desertréttina gat ég hreinlega ekki beðið eftir „commenti" á frómasið mitt. Eitthvað fannst mér rétturinn minn öðruvísi en á borðum ömmu en var alveg viss um að það væri bara sviðskrekkur hjá mér. „Oj, er þetta hor“, heyrðist úr einu horn- inu. Þegar ég lít við sé ég einn „keppinaut“ minn draga úr munn- inum á sér heilan metra af gúmmíi. Þvi miður reyndist hann vera að borða minn rétt og það var hrikaleg sjón að sjá hvernig hann teygði og togaði matinn í allar áttir. Það var heldur ekkert verið draga úr því heldur urðu þetta hreinustu gesta- læti í köppunum sem allir þurftu að prófa „tyggjóið“. Mamma er best Það sem klikkaði var að ég hafði notað allt of mikið af matarlími og ekki hitað það nógu lengi,“ segir Gosi og bætir við: „Eftir þetta góða námskeið hef ég lagt svuntuna á hilluna. Auðvitað grenjaði mamma úr hlátri þegar ég kom heim með af- ganginn af frómasinu og hún sá þessa klessu sem ég hafði framreitt. Hún hefur alveg látið mig í friði eft- ir þetta enda býr hún til heimsins besta mat og leyfir mér að njóta með sér.“ -klj Grillað ungnaut á teini Fljótlegt og einfalt 800 g ungnautakjöt, úr innra læri, skorið í 3 sm bita 11/2 dl matarolía 1/4 dl sítrónusafi salt og pipar 8 sérrítómatar 4 laukar, skornir i 4 báta 8 sveppir 2 tsk. oregano, þurrkað 4 grillpinnar 300 g Tilda hrísgrjón 2 rauðlaukur 2 paprikur, græn og rauð Aðferð: Matarolíu, sítrónusafa, oregano, salti og pipar er blandað saman og nautakjötsbitarnir lagðir í blönduna í 2 klst. Síðan er kjötið þrætt upp á grillteinana til skiptis á móti lauk, sveppum og sérrítómötum. Grillsteikt í 10-15 minútur. Snúið öðru hverju og penslið með kryddleginum. Meðlæti: soðin hrísgrjón.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.