Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2001, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2001, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 r>v Helgarblað Bj art er yfir Bretlandi - Björgvin G. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, fór til Bretlands að taka þátt í kosningunum fyrir Verkamannaflokkinn. Hann segir Kolbrúnu Bergþórsdóttur frá því hvernig stemningin var. „Það var ansi mögnuð stemning þar sem ég var staddur í hópi hundraða stuðningsmanna Verka- mannaflokksins í Hammersmith þegar lá fyrir að flokkurinn hafði unnið stórsigur. Og ekki bara hald- ið völdum með þokkalegum hætti heldur unnið stærsta sigur sem nokkur flokkur hefur unnið í Bret- landi eftir sitt fyrsta kjörtímabil," sagði Björgvin G. Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Samfylkingarinnar, þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans eftir að úrslit voru ljós í þing- kosningunum á Bretlandi en þar hefur Björgvin haldið sig síðustu tvær vikur og fylgst gi'annt með kosningabaráttunni. “ Þessi afgerandi stórsigur þýðir ekki einungis áframhaldandi örugg- an meirihluta Tonys Blairs heldur að það þurfa kraftaverk að gerast á að framgangi flokksins og sjá nú draum sinn um öfluga jafnaðar- mannastjórn rætast með svo afger- andi og sögulegum hætti. Slíkir stóratburðir lifa með manni afla tíð og gleymast aldrei. Það er alltjent bjart yflr Bretlandi núna og róttæka tímabilið er hafið hjá Blair, Brown og félögum. Það að hafa fengið að vera þátttakandi og drukkið í sig vitneskjuna gerir þetta enn sætara fyrir mig en ella og maður mun sjálfsagt búa að því alla tíð.“ Þegar Bjögvin er spurður að því hver sé meginstyrkur Tonys Blairs sem foringja segir hann: „I stuttu máli má segja að hann hafi verið réttur maður á réttum tíma þegar John Smith féll frá árið 1995. Kornungur, með talsverða reynslu, enda verið á þingi síðan 1983 og hafði barist af hörku fyrir Björgvin G. Sigurösson var í eins konar starfsnámi fyrir Samfylkinguna „Ég mun að sjálfsögðu skila samantekt um kosningabaráttu Verkamanna- flokksins og reyna að draga fram hvaða hluti við getum nýtt okkur í Samfyik- ingunni. Það má alltaf læra og reyna að gera betur en áður. Því er uþplagt að nota tímann á milli kosninga heima til að safna í sarpinn og semja stef við framtíðarmúsík okkar." hægri kantinum ef Verkamanna- flokkurinn á að missa meirihluta sinn eftir fjögur ár. Svo sannfær- andi er þessi sigur og hann veitir Verkamannaflokknum skilyrðis- laust umboð til að fara af fullum krafti í þær félagslegu fjárfestingar sem þeir boðuðu fyrir kosningar." Bjart yfir Bretlandi Björgvin var einnig staddur í her- búðum Verkamannaflokksins fyrir fjórum árum. „Það var ekki sama algleymi í gangi núna og fyrir fjórum árum þar sem fólk tók sigurinn sem vísan nú og spurningin snerist um hve stór hann yrði og hver kosninga- þátttakan yrði. Það var samt ógleymanlegt að vera staddur innan um hundruð grjótharðra stuðnings- manna Verkamannaflokksins sem eru margir búnir að vinna afla ævi róttækum umbótum á flokki sínum. Þess utan er hann í augum margra afar geðþekkur og þægilegur ná- ungi og sæmilegur ræðumaður þótt ekki sé hann neinn skörungur á því sviði. Lykillinn er náttúrlega fyrst og síðast trúverðug og góö stefna þar sem saman fer margt það besta úr báðum heimum stjórn- málanna. Hann varð að sannfæra miðjuna um að hann væri trausts- ins verður og treystandi fyrir at- vinnu og efnahag þeirra. Það tókst honum og því er hann að komast í flokk sigursælli stjórnmálamanna sögunnar. Liðið er ekki mann- margt að því er virðist í forystunni. Þeir Gordon Brown og Tony Blair gnæfa yfír flokki sínum sem tveir risar og síðan eru menn á bak við tjöldin á borð við Alaistar Campell, talsmanns Blairs, sem er leiftrandi snjall maður. En þetta er fámennur Tony Blair er sigurvegari bresku þingkosninganna og Björgvin dáir hann J stuttu máli má segja að hann hafi verið réttur maður á réttum tíma þegar John Smith féll frá árið 1995. Kornungur, með talsverða reynslu enda hefur hann verið á þingi síðan 1983 og hafði barist af hörku fyrir róttækum umbótum á flokki sínum. Þess utan er hann í augum margra afar geðþekkur og þægilegur náungi og sæmiiegur ræðumaður, þó ekki sé hann neinn skörungur á því sviði. “ og harðsnúinn hópur sem fer fyrir liðinu." Safnað í sarpinn En ber breskt þjóðfélag með sér að sýnilegur árangur hafl orðið af stefnu Verkamannaflokksins? „Já, svo sannarlega," svarar Björgvin. „Efnahagurinn með ólík- indum góður, vextir og verðbólga í sögulegu lágmarki og atvinnuleysi minna en áður hefur þekkst. Til að mynda hefur atvinnuleysi ungs fólks minnkað um heil 80% og lág- markslaunin voru afrek sem mikil þörf var á. Síðan eru að hefjast miklar félagslegar fjárfestingar í mennta- og heilbrigðiskerfinu. Þeir eru búnir að styrkja efnahagslegan grunn undir þær og hafa boðað rót- tækt annað kjörtimabil. Sem aftur mun áreiðanlega róa marga á vinstri væng flokksins sem finnst hann hafa færst allt of langt til hægri.“ í hverju felast mistök íhalds- flokksins? „Þar er á ferð úrelt frjálshyggja, þjóðernishyggja og slappur leiðtogi sem hefur fært þá enn lengra inn á hægri kantinn. Hague boðaði mikl- ar skattalækkanir, and-Evrópu- stefnu og hörku gegn flóttamönn- um. Þessu hafnaði breska þjóðin með afgerandi hætti. Þannig að saman fara öfgakennd stefna og ósannfærandi forysta." Hvernig ætlar Björgvin að miða reynslu sinni til íslenskra jafnaðar- manna eftir að hafa kynnt sér starf- semi breska Verkamannaflokksins út í æsar? „Með ýmsum hætti vonandi. Sem framkvæmdastjóri Samfylkingar og varaþingmaður gefast mér ýmis tækifæri til að koma henni til skila. Ég mun að sjálfsögðu skila saman- tekt um kosningabaráttu Verka- mannaflokksins og reyna að draga fram hvaða hluti við getum nýtt okkur í Samfylkingunni. Það má alltaf læra og reyna að gera betur en áður. Því er upplagt að nota tímann á milli kosninga heima til að safna í sarpinn og semja stef við framtíðar- músík okkar.“ Sviðsljós Baldwin borgar ekki Leikarinn vinsæli, Alec Baldwin, hefur fengið frekar neikvæða pressu síðustu misserin. Fyrst var hann í fréttum vegna þess að hann sagðist myndu flýja land ef George Bush yrði kosinn forseti. Siðan þeg- ar Bush varð forseti stóð Baldwin ekki við stóru orðin og var hafður að háði og spotti í fjölmiölum fyrir vikið. Nú er Alec í fréttum vegna kvik- myndar sem hann er viðriðinn fram- leiðslu á. Myndin heitir The Devil and Daniel Webster og tökum er ný- lega lokið. Eitthvað virðist fjárhagur framleiðenda ekki hafa verið reglu- lega traustur því gervallt starfsliðið stendur i útistöðum við þá vegna van- goldinna launa. Þar lendir Alec milli stafs og hurðar en hann var listrænn framkvæmdastjóri við gerð myndar- innar og mun vera hluthafi í fram- leiðslufyrirtækinu. Reiðir starfsmenn hafa að minnsta kosti beint spjótum sínum að honum og Alec reynt eftir megni að lofa öllu fógru. Við þetta bætist að reið kona að nafni Corinne Mann hyggst lögsækja Alec vegna samningsrofs við gerö myndarinnar en hún telur að þau hafi gert samkomulag um að vera sam- framleiðendur og fjárfestar og unnið saman að handriti, sem Alec hafi sið- an svikið á allan hátt. Alec Baldwin leikari Hann er sagður í vondum málum vegna launamála leikara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.