Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2001, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2001, Blaðsíða 49
57 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 X>V Tilvera Afmælisbörn Michael J. Fox fertugur Afmælisbam dagsins er hinn þekkti leikari Michael J. Fox. Það hefur ekki blásið byrlega fyrir þessum smá- vaxna en knáa leikara á undanfómum misserum. Hann þurfti að hætta að leika í hinni vinsælu þáttaröð Spin City vegna þess hversu MS-sjúkdómurinn sem hann gengur með hefur ágerst. Fox, sem verður fertugur í dag, varð frægur á svipstundu þegar hann lék í hinni vinsælu kvikmynd Back to the Future og um skeið var hann einn vinsælasti leikarinn í Hollywood og lék meðal annars í tveimur Back to the Future-framhaldsmyndum sem nutu ekki síðri vinsælda en sú fyrsta. Um skeið var hann einn vinsælasti leikarinn í Hollywood en eftir nokkrar mislukkaðar myndir sneri hann sér að sjónvarpinu. Elizabeth Hurley 35 ára Leikkonan og þokkagyðjan Elizabeth Hurley á af- mæli á morgun. Elizabeth Hurley er bæði ljós- myndafyrirsæta og kvikmyndaleikkona og sómir sér vel á báðum vígstöðvum þó yfirleitt hafi ekki reynt mikið á hana sem leikkonu. Hún hefur aðal- lega leikið tálkvendi í myndum á borð við Austin Powers-myndimar tvær og My Favorite Martian. Mesta athygli sem leikkona hefúr hún vakið fyrir nýjustu kvikmynd sína, Bedazzled. Sem fyrirsæta er hún ein sú tekjuhæsta í heiminum og prýðir oft forsíður tískutímarita um leið og hún auglýsir stíft fyrir Estée Lauder. Stjörnuspá ■ Gildir fyrír sunnudaginn 10. júní-og mánudaginn 11. júní Vatnsberinn (20. ian.-i8. febr.t: Fiskarnlr (19 febr.-20. mars): Spá sunnudagsins Spá sunnudagsins Verkefni sem þú átt fyr- ir höndum veldur þér talsverðum áhyggjum. Það reynist þó óþarfi þar sem allt gengur mjög vel þegar á reynir. Vertu sjálfum þér samkvæmur þegar þú tjáir fólki skoðanir þin- ar. Þú lendir f vandræðum ef þú heldui’ þig ekki við sannleikann. Hrúturinn (21. mars-19. apríll: Spá sunnudagsms Glaðværð ríkir í kringum þig og þú nýtur lífsins. Þér hefur orðið nokkuð ágengt í að þoka málunum áleiðis. Happatölur þínar eru 7,14 og 19. Þú verður að sýna sjálfstæði og ákveðni í vinnunni þinni. Ekki taka gagnrýni of nærri þér en hlustaðu á og gættu að þvi sem betur má fara. Tvíburarnir (21. mai-21. iúnít: //** Samkvæmi sem þú ^II ferð í verður þér og \ fleirum eftirminnilegt. Þar kynnist þú mjög áhugaverð- um manneskjum. Þér tekst eitthvað sem þú hefur mik- ið verið að reyna við undanfarið. Farðu varlega og ihugaðu vel hvert skref sem þú tekur i nýju starfi. Liónlð (23. iúli- 22. ágúst): > Þú hefur beðið lengi eftir því að fá ósk þina upp- fyllta í ákveðnu máli. Þú þaift líklega að bíða enn um sinn en ekki fara þó að örvænta. Þú finnur fyrir breytingum í fari ákveðinnar manneskju og ert ekki viss um að þér liki hún þó að aðrir virðist vera afar ánægðir. Nautið (20. apríl-20. maí.): Þú skalt ekki láta á I neinu bera ef þér finnst einhver vera leiðinlegur við þig og vera að reyna að ögra þér. Þú átt ánægjulegan dag. Róman- tíkin gerir vart við sig og þú ert í góðu jafhvægi þessa dagana. Þú færð hrós fyrir vel unnin störf. Krabbinn (22. iúní-22. iúlí): Spa sunnudagslns | Þér berst óvænt boð í samkvæmi sem þú hélst að þú værir ekki vel- kominn í. Þú ert ekki alveg viss um hvemig þú átt að taka þessu. Spá sunnudagsins s ' Þú hefúr tilhneigingu tíi að vera tortrygginn gagnvart þeim sem þú þekkir ekki mikið. Það væri skyn- samlegast að láta ekki á neinu bera. Láttu eftir þér að slaka á i dag en gættu þess að láta ekki nauðsyn- leg verk sitja á hakanum. Vinur þinn kemur i heimsókn í kvöld. Vogin (23. sent.-23. okt.l: Spa manudagsms Dagurinn verður skemmtilegur og þú færð eitthvað nýtt að hugsa um. Kvöldið verður líflegt og skemmtilegt. Mevian (23. áeúst-22. seot.l: Þú þarft að gera þér grein fyrir hver staða ' þín er í ákveðnu máli. Verið getur að einhver sé ekki með hreint mjöl í pokahorninu. ý Spa sunnudagsins 3 « j Spá sunnudagsins Einhver þarfnast hjálpar þinnar en kem- ur sér ekki að þvi að biðja um hana. Þú færð visbend- ingar annars staðar frá. Þú veltir fyrir þér að fara í stutt ferða- lag. Þér finnst þú þurfa á nýjungum að halda og þyrftir að gefa þér tima til að gera eitthvað fyrir sjálfan þig. Bogamaður (22. nóv.-21. des.l: Spa sunnu ' Mikil samkeppni ríkir í kringum þig og það er vel fylgst með öllu sem þú gerir. Þú þarft að gæta þess að láta ekki misnota dugnað þinn. Rómantikin liggur í loftinu. Þú verður vitni að einhverju ánægju- legu sem breytir hugarfari þínu gagnvart lífinu og tilverunni. Spa mánudagsins Þér gengur vel að ná sambandi við fólk og átt auðvelt með að fá það til að hlusta á þig. Nýttu þér tækifærið til að kynna hugmyndir þinar. Sporðdreki (24. okt.-21. nóv.l: \ Greiðvikinn vinur kemur þér í opna skjöldu og þér líður eins og þú skuldir honum greiða. Traust og heiðarleiki er þó allt sem þú þarft að sýna af þér. Þú rekur þig á ýmsa veggi í dag. Þér reynist erfiðara en þú hélst að nálgast ákveðnar upplýsingar sem þú telur mikilvægar. Steineeitln (22. des.-19. ian.l: 1 HBBi. 1/7 Hætta er á mistökum í dag, bæði hjá þér og öðrum. Þess vegna er nauðsynlegt að fara varlega í allt sem þú tekur þér fyrir hendur. Vinir og fjölskylda skipa stóran sess í dag og þú ferð ef til vill á mannamót. Þú kynnist nýjum hugmyndum varðandi starf þitt. Fyrsta stórhlaup sumarsins Árlegt almenningshlaup Krabba- meinsfélagsins var haldið á fimmtu- dagskvöld og að venju voru fjöl- margir þátttakendur. Krabbameins- hlaupið, eins og það er kallað, er með elstu almenningshlaupum í Reykjavík og í því hefja margir þátt- töku sumarsins í almenningshlaup- um sem stöðug fer fjölgandi. í Krabbameinshlaupinu er boðið upp á þrjár vegalengdir; 10 km, 5 km og 3 km skemmtiskokk. Það var borg- arstjórinn í Reykjavík sem startaði Upphitun Þaö er betra að hafa vöðvana mjúka áður en lagt er af stað í hlaupið. hlaupinu sem hófst við hús Krabba- meinsfélagsins við Skógarhlíð. Hlaupið endaði einnig þar og fram fór verðlaunaafhending þegar allir voru komnir í mark. Sigurvegarar Stefán Guðmundsson og Sigurður Týr Ágústsson urðu í 1. og 2. sæti í þriggja kílómetra skemmtiskokkinu. Borgarstjórinn og formaöurinn Guðrún Agnarsdóttir, formaöur Krabbameinsfélagsins, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir heilsast i upphafi hlaups. Þær eiga þaö sameiginlegt að hafa báðar setiö á þingi fyrir Kvennalistann. Meö hjálpartæki Jónatan Hróbjartsson heitir þessi gutti sem tók hlaupahjólið með sér svona til öryggis. Skólaslit Fjölbrautaskóla Vesturlands: Pólverji dúxaði DV. VESTURLANDI:_____________________ Fjölbrautaskóla Vesturlands var slitið um síðustu helgi og brautskráð- ust fimmtíu og sjö nemendur við há- tíðlega athöfn á sal skólans. Af þess- um nemendum luku 35 stúdentsprófi, 17 útskrifuðust af iðnbrautum skól- ans og 2 luku öðru námi. Auk þess kvöddu 3 skiptinemar skólann. Margar viðurkenningar fyrir fram- úrskarandi námsárangur voru veitt- ar. Michal Tosik Warszawiak, sem út- skrifaðist af hagfræðibraut, hlaut við- urkenningu skólans fyrir bestan ár- angur á stúdentsprófi. Michal fékk einnig verðlaun fyrir ágætan árangur í viðskiptagreinum. Hann hyggst fara í nám í lögræði við Háskóla íslands í haust. Aðrir sem hlutu viðurkenn- ingu frá skólanum fyrir ágæta frammistöðu voru Júlíus Sólberg Sig- urðsson fyrir góðan árangur í fagbók- legum greinum i húsasmíði; Hrönn Ágústsdóttir í ensku; Bjarni Þór Hannesson i raungreinum; Bjarki Jó- hannesson í sænsku. Bjarki hlaut einnig viðurkenningu úr sjóði Elínar írisar Jónsdóttur fyrir íslenska rit- gerð. Ólafúr Ingi Guðmundsson fékk viðurkenningu fyrir skólasókn en hann hefur mætt stundvíslega í hverja kennslustund frá því hann hóf nám við skólann haustið 1997. -DVÓ DV-MYNDIR DANÍEL V. ÖUFSSON Pólskur nemandi dúxaöi Hörður Helgason skólameistari ásamt Michal Tosik Warszawiak sem hlaut viðurkenningu skólans fyrir bestan árangur á stúdentsprófi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.