Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2001, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 11 Skoðun vita, þá erum við hér á DV ekkert að draga fjöður yfir það sem vel er gert í þjóðfélaginu og spörum ekki hrósið þá sjaldan einhverjir hafa til þess unnið. Auður og Chaplin Fyrir utan heimsókn á Jómfrúna þá kíki ég ævinlega í bókabúðir í borginni. í einni slíkri í Austur- stræti rakst ég á nýlega ævisögu Chaplins, mikinn doðrant um svo lítinn mann. Ég skellti mér á Charlie og óð með hann að af- greiðsluborðinu og gladdist mjög þegar afgreiðslumærin reyndist engin önnur en Auður Haralds, mikill listamaður orðsins sem ég hef dáð fjarskalega úr íjarska um langt skeið en hafði aldrei séð í fullri stærð þar til nú. Auður er litlu hærri en Chaplin en örugglega nýbýli borgarinnar með kunnugum leiðsögumanni og þar var margt að sjá og heyra sem á örugglega eftir að sjást í Séð og heyrt innan tíðar. Þarna var blokkin sem innflutn- ingsbjálfinn átti heima í í bíómynd- inni Islenska draumnum. Á öðrum stað var að rísa hverfi þar sem ýms- ar listaspírur eru að byggja hús, Björk, Einar Örn og fleiri. Einhvers konar Chelsea, Greenwich Village eða Beverly Hills. Og þarna var Bryggjuhverfið í Grafarvogi þar sem Jónína Ben. og Jóhannes í Bón- us eiga saman penthúsíbúðir. Ég bankaði ekki upp á hjá nafna og Jónínu, því ég vissi að Jónína var norður á Húsavík ásamt systur minni og fleiri jafnöldrum sínum að halda upp á 30 ára fermingaraf- mæli. Jónína er mikil kjarnorku- manneskja. Og eini morðinginn sem ' ■ miklu meiri og betri manneskja, því við lestur ævisögunnar kom i ljós að þessi mikli heimstrúður var slík- ur drulludeli að leitun mun að öðr- um eins, jafnvel meðal stórmenna veraldarsögunnar en í þeim hópi eru yfirleitt eingöngu óþokkar af verstu sort. Ég rölti því út með Chaplin í poka, staldraði við á Austurvelli og kveikti mér í vænum Winston-vind- lingi til heiðurs Auði Haralds. Nýir sögustaðir Þegar maður kemur sjaldan til borgarinnar tekur maður betur eft- ir breytingum sem stöðugt eru í gangi. Heilu hverfm hafa risið frá því ég kom síðast suður og borgin tútnar út og teygir sig í allar áttir og upp í loft. Og víða eru að verða til nýir sögustaðir. Þannig fór ég í skoðunarferð um hefur játað opinberlega á sig sök án þess að hljóta dóm fyrir. Hún drap helvitið hana Barbie og farið hefur fé betra. Ég kvaddi Reykjavík glaður og kom ekki síður glaður heim til Húsavíkur. Þetta eru hvort tveggja sómastaðir. Eins og flestir staðir raunar eru. Þessir tveir pólar, landsbyggðin og Reykjavík, eru á vissan hátt tilbúningur, eða kannski fremur hugarástand en áþreifanleg staðreynd. Reykjavík hentar mjög vel til búsetu, sérstak- lega fólki sem þar vill búa. Og lands- byggðin er ekki síður byggilegur staður, einkum fyrir þá sem helst vilja eiga heima úti á landi. Öli erum við, hvar svo sem við kjósum að búa (og svo fremi að við höfum um það eitthvert val) með ein- um eða öðrum hætti tjóðruð við tún- fótinn heima og oftast sjálfviljug. Forstjóri Barnaverndarstofu og umboðsmaður barna tala ekki sama tungumál. Vandinn er til staðar en rimman stendur um skilgreiningar. venda þegar þau óskuðu gistingar í Rauðakrosshúsinu. Skilgreiningar Hér virðast fullyrðingar forstjóra Barnaverndarstofu og Umboðs- manns barna stangast á. Reyndin er þó ekki sú heldur hin að þessir tveir aðiiar geta ekki tekið saman á þeim vanda sem við er að etja vegna fjölþætts ágreinings sem uppi er. Þeir tala ekki sama tungumál. Vandinn er til staðar en rimman stendur um skilgreiningar. í bréfi sínu til Barnaverndarstofu vitnar Umboðsmaður barna í viðtal DV við Hrafnhildi Björnsdóttur, for- stöðumann unglingaathvarfs Rauðakrosshússins, er birtist 17. mai sl„ þar sem segir orðrétt: „Af fimmtíu gestakomum í unglingaat- hvarf Rauðakrosshússins það sem af er þessu ári eru tólf skilgreindar þannig að viðkomandi eru að koma af götunni. Sú skilgreining felur í sér að viðkomandi er búinn að vera á götunni sólarhring eða meira ... Tilkynnt væri um öll slík tilvik til að félagsþjónustan færi strax að vinna í málum þessara barna.“ Umboðsmaður barna gerir einnig athugasemdir við þau vinnubrögð barnaverndaryfirvalda að virða ekki rétt barna til trúnaðar. Slíkt gangi gegn Barnasáttmála Samein- uðu þjóðanna. Forstjóri Barna- verndarstofu bendir á að í 43. grein barnaverndarlaga séu barnavernd- arnefndum settar ákveðnar skorður að ræða við börn án þess að foreldr- ar séu viðstaddir. Tilgangurinn sé sá að tryggja að barnaverndar- nefndir séu ekki að halda uppi njósnum um einkahagi fólks án vit- neskju þess. í frumvarpi til nýrra bamaverndarlaga sem liggi fyrir Alþingi sé gert ráð fyrir rýmri heimildum. Áhættuskrá Umboðsmaður bama óskar í bréfi sínu eftir upplýsingum frá barnaverndaryfirvöldum um svo- kallaða áhættuskrá sem halda skuli vegna 20. gr. bamaverndarlaga um börn sem talið er að hætta sé búin. Forstjóri Barnaverndarstofu minn- ir á álit nefndar, sem umboðsmaður fór fyrir á sínum tima, um setningu reglugerðar um skráningu barna í áhættuhóp. Þar mæli nefndin gegn því að haldin skuli skráning um börn í áhættuhópi. Slík skráning sé því alls ekki í gangi. Þetta er brot af þeim ágreinings- efnum sem komið hafa upp i sam- starfi Umboðsmanns barna og Barnaverndarstofu á starfstíma að- ilanna. Vont er ef þeir geta ekki fundið farveg til að starfa saman að velferðarmálum barna. Verra er ef togstreitan kemur niður á aðstoö þeirra við börn sem eru í alvarleg- um vanda stödd. Eitt lítið hænufet Þá er framtíð Reykjavíkurlistans aðeins að skýrast. Bæði framsókn- armenn og vinstri grænir eru búnir að samþykkja að kanna hvort grundvöllur sé fyrir áframhaldandi samstarfi. Afstaða Samfylkingarinn- ar hefur alla tíð legið ljós fyrir, þar hafa menn ómengaðan hug á fram- haldssamstarfi. Þessi niðurstaða er afar mikilvæg fyrir Reykvíkinga því sú skipan mála að hafa tvær stórar stjórnmálafylkingar í höfuð- borginni sem takast á og gefa borg- arbúum skýra valkosti er miklu heppilegri en að hafa einn stóran og valdamikinn Sjálfstæðisflokk og þrjá til fjóra litla flokka sem lítið vægi hafa. Lýðræðið verður skil- virkara í sjálfri borgarstjórninni en undirbúningsumræðan verður líka kraftmeiri innan fykinganna sjálfra. Að þessu leyti gildir annað um málefni á sveitarstjórnarstiginu en á sviði landsmálanna þar sem hugmyndafræðilegar og hagsmuna- tengdar línur eru skarpari og dýpri. Þessi niðurstaða er líka mikilvæg fyrir Reykjavíkurlistann sjálfan og hugmyndina um að halda samstarf- inu áfram á næsta kjörtímabili, vegna þess að hún þýðir að efasemd- arraddirnar innan bæði Framsókn- arflokks og Vinstri grænna eru ekki sterkari en svo að menn vilja ekki hafna viðræðum áður en þær fara af stað. Slíkt var þó alls ekki sjálfgefið eins og fram kom klárlega í ummæl- um Ármanns Jakobssonar, stjórnar- manns í Reykjavíkurfélagi VG, hér i DV fyrir skömmu. Þar sagði Ár- mann að ýmsum flokksfélögum þætti það fullkomlega raunhæfur valkostur að láta ekki reyna á sam- starfsviðræður. Þau sjónarmið hafa sem betur fer orðið undir núna. Líka Framsókn Sama var að heyra á umræðunni hjá framsóknarmönnum. Margir þeirra hafa ótt- flokkurinn væri ekki nægjanlega sýnilegur í höfuðborginni í R-lista- samstarfinu. Þá hafa lika heyrst áhyggjuraddir innan úr Framsókn um að það bitni illa á flokksstarfi í Reykjavík að flokkurinn taki ekki þátt í borgarpólitíkinni undir eigin merkjum. Eðlilega hafa svipaðar vangaveltur komið upp innan VG líka. Þessi sjónarmið má ekki síst rekja til þess að andlit Reykjavíkur- listans hefur verið hinn sterki leið- togi, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, og hún hefur að veru- legu leyti yfirskyggt aðra forustu- menn í samstarfinu. Það er því í raun ekki skrýtið þótt sú spurning heyrist frá dyggum flokkshestum í Framsókn og Vg til hvers þessir flokkar séu að hampa og tryggja í sessi leiðtoga sem opinberlega sé meðlimur í Samfylkingunni og auk þess jafnvel líklegur framtíðarfor- maður í þeim flokki. Raunveruleg rök Það eru því ýmis raunveruleg rök sem mæla gegn því að þessir flokk- ar bindi sig í samstarfi um R-lista. Það kemur heldur ekki á óvart að það eru kannski ekki síst þeir aðil- ar eða þau öfl í flokkunum sem tengjast landsmálastarfi flokkanna frekar en sveitarstjórnarsamstarf- inu sem sjá gallana við Reykjavík- urlistasamstarf. Jafnvel fólk úr for- ustusveit flokkanna á landsvisu. Sjónarhorn þess fólks er einfaldlega annað en þess fólks sem er að sýsla í praktískum málum frá degi til dags á sveitarstjórnarstiginu. Að hafa áhrif Rökin með samstarfi eru á hinn bóginn afar einföld, en að sama skapi kraftmikil. Möguleikar þess- ara flokka til að komast til valda og áhrifa eru margfalt meiri ef þeir bjóða fram saman heldur en ef þeir bjóða fram hver í sínu lagi. Efa- semdarmenn um Reykjavíkurlist- ann, einkum úr röðum Vinstri grænna, hafa gjarnan reynt að gera lítið úr þessu atriði með því að tala um að stefna þeirra og pólitík eigi ekki að vera „hræðslubandalag" um að halda Sjálfstæðisflokknum í minnihluta. Áf skiljanlegum ástæð- um hefur slíkur málflutningur fallið í góðan jarðveg hjá leiðtogum sjálf- stæðismanna í Reykjavík, hvort heldur það er hinn formlegi leiðtogi Inga Jóna Þóraðardóttir eða vonbið- illinn Björn Bjarnason. En Birgir Guðmundsson fréttastjóri bandalög líður þá er ljóst að yfir- gnæfandi flestir stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar eru í pólitík tU að hafa áhrif og láta gott af sér leiða og sú einfalda en áhrifaríka staðreynd ræður því að menn treysta sér ekki tU að hafna samstarfsviðræðum fyr- irfram. „Stjórnarmyndunarviðræður" Um margt má segja að þær við- ræður sem nú munu fara fram miUi Framsóknarflokks, Vinstri grænna, Samfylkingar og óháðra séu eins konar „fyrirfram-stjórnarmyndun- arviðræður". Flokkarnir munu í sumar takast á um ólík áhersluat- riði og stefnumál sem þeir vilja koma fram og einnig um uppstill- Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir er samnefnari Reykjavíkurlistans og yrði alltaf stillt upp sem borgarstjóraefni. ingu á hugsanlegum sameiginlegum lista. Lengra nær skuldbinding þeirra tU samstarfs ekki - ekki enn þá. Það eru því fjöldamörg atriði sem gætu orðið til þess að upp úr þessum viðræðum slitnaði. Eitt slíkt atriði gæti verið mál er varða pólitíska stefnu, þó það sé raunar frekar ótrúlegt. í öUum meg- inatriðum er hér á ferðinni sama fólk og sömu sjónarmið sem ráðið hafa ferðinni hjá R-listanum undan- farin tvö kjörtímabil. Vinstri græn- ir hafa að vísu náð að skapa sér nokkuð sterka samningsstöðu með semingi sínum og munu ugglaust koma inn í þessar umræður með krafti til að undirstrika að nærvera þeirra sem nýs afls skipti máli. Mál- flutningurinn hefur bent tU þess að þeir vilji setja bæði grænan um- hverfisstimpil og róttækari vinstri stimpil á ásýnd framboðsins. Þar gæti komið til einhver núningur, t.d. varðandi einkaframkvæmdir og einkavæðingu samfélagslegrar þjón- ustu. Uppstillingin Annað atriði sem gæti reynst snúið í þessum „stjórnarmyndunar- viðræðum" varðar uppstiUingu á listann. Grunnforsendan er þó klár, en hún er sú að Ingibjörgu Sólrúnu verði stillt upp sem borgarstjóra- efni. TUhögun annarra sæta á list- anum gæti orðið deiluefni, en þó má gera ráð fyrir jafnri skiptingu miUi flokka, hvort heldur það verður þannig að hver flokkur fái tvö sæti trygg eða einungis eitt. Einhvers konar prófkjör verður væntanlega að viðhafa en útfærslan á því er síð- ur en svo sjálfgefin. Stóra stökkið - hænufet Loks má nefna eitt utanaðkom- andi atriði sem gæti haft áhrif á það hvort menn ná saman i þessum „stjórnarmyndunarviðræðum" R- listans. Orðrómur er nú kominn á kreik um að ýmsir aðilar séu aö íhuga nýtt framboð í Reykjavík. Slíkt framboð yrði þá einhvers kon- ar umbótasinnaframboð óháð nú- verandi fylkingum og flokkum. Ef það kæmi fram og ef þar yrði í for- svari frambærilegt fólk er eins víst að framboðið fengi eitthvert fylgi - jafnvel nægjanlegt til að ríða bagga- mun miUi stóru fylkinganna. Slíkt myndu efasemdarmenn um Reykja- víkurlista í samstarfsviðræðum ef- laust túlka sem svo að forsendur hefðu brostið fyrir samstarfinu. Þó framboð af þessu tagi sé vissulega ekki annað en orðrómur þá undir- strikar það engu að siður hve stað- an er brothætt og að það er afar margt sem getur komið upp og haft áhrif á þær viðræður sem fram und- an eru. Samþykktir framsóknar- manna og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í vikunni um að fara út í könnunarviðræður í sumar eru vissulega stórt stökk fram á við. En þó er þetta stökk ekki nema eitt lítið hænufet á leiðinni að endumýj- un Reykjavíkurlistans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.