Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2001, Síða 9
LAUGARDAGUR 9. JÚNt 2001
DV
9
Fréttir
sem nemandi hefur útskrifast með
frá Bifröst á háskólastigi frá upp-
Tónlistaskólakennarar
Deilan til
sáttasemjara
Búið er að
vísa kjaradeilu
ríkisins og tón-
listarskóla-
kennara til rik-
issáttasemjara.
Tónlistarskóla-
kennarar gerðu
í janúar
skammtíma-
samning við
viðsemjendur
sína. Því var þá
lýst yfir að
stefnt væri að
því að hefja
samningavið-
ræður á ný 15. apríl og ljúka endan-
legri gerð nýs kjarasamnings fyrir 31.
maí 2001. Viðræður fóru seint í gang
í vor og hafa skilað litlu. Sigrún
Grendal Jóhannesdóttir, formaður
Félags tónlistarskólakennara, segir
að fyrsti fundurinn sem boðað var til
hjá sáttasemjara hafi fallið niður þar
sem enginn úr samninganefnd Launa-
nefndar sveitarfélaga hafi mætt á
fundinn. -BÞ
Til sátta
Deila tóniistarkenn-
ara komin til sátta-
semjara
Vestmannaeyjar:
Samstarf um
háskólanám
Undirritað hefur verið samkomu-
lag milli Háskólans á Akureyri og
Rannsóknarseturs Vestmannaeyja
um háskólanám í Vestmannaeyjum.
Tilgangurinn er að efla háskóla-
menntun í þágu fólksins í landinu
og til að ná þessu markmiði verður
nýtt fullkomnasta upplýsingatækni
við nám og kennslu. Samningsaðil-
ar ætla að vinna að þvi að á haust-
misseri 2001 hefjist háskólanám í
rekstrarfræði og nútímafræði og
haustmisseri 2002 í hjúkrunarfræð-
um í Vestmannaeyjum.
í rekstrarfræði er um að ræða
þriggja ára BS-nám. Skipulag fjar-
námsins er þó miðað við að fólk geti
stundað vinnu meðfram náminu og
dreifist það því á lengri tíma. í nú-
tímafræði er um að ræða 30 eininga
nám sem er inngangur að námi í
hugvísindum á háskólastigi. Um er
að ræða samstarfsverkefni Háskól-
ans á Akureyri og Háskóla íslands
og kennt jöfnum höndum frá Akur-
eyri og Reykjavik. í hjúkrunarfræði
er um að ræða BS-nám sem tekur að
jafnaði fjögur ár að ljúka. Háskólinn
á Akureyri ber kostnað vegna
kennslu og tækjabúnaðar á Akur-
eyri og Rannsóknasetur Vest-
mannaeyja leggur til námsumhverfi
og aðstöðu. Framhaldsskólinn í
Vestmannaeyjum veitir aðgang að
tölvuveri og fræðiritum. Heilbrigð-
isstofnun leggur til aðstöðu fyrir
sýnikennslu og verknám i hjúkrun-
arfræði. HA hefur verið með fjar-
kennslu síðan 1998 er hún hófst á
ísafirði en síðan hafa fleiri svæði
bæst við, s.s. Austfirðir. -GG
Petúniur
249 kr.
Upplýsingasími 580 0500
www.blomaval.is
Reykjavík •Selfossl
Fimmtíu og sex brautskráðir frá Bifröst, 46 rekstrarfræðingar og 10 viðskiptafræðingar:
Rektor gagnrýndi ís-
lenskan heimóttarskap
DV, REVKHOLTI:____________________
A glæsilegri og fjölmennri hátið í
Reykholti voru 46 rekstrarfræðing-
ar og 10 viðskiptafræðingar braut-
skráðir frá Viðskiptaháskólanum á
Bifröst. Bestum árangri rekstrar-
fræðinga náðu þær Ásthildur Magn-
úsdóttir (7,93), Sigrún Hjartardóttir
(7,79) og Jenný Lind Tryggvadóttir
(7,77). Af útskrifuðum viðskipta-
fræðingum með BS-gráðu náðu þau
Bernhard Þór Bernhardsson og
Bima Þorbergsdóttir bestum ár-
angri. Bernhard útskrifaðist með
8,60 sem er hæsta meðaleinkunn
hafi. Birna náði einnig frábærum
árangi eða 8,45.
Valgerður Sverrisdóttir við-
skiptaráðherra flutti ávarp og af-
henti fyrstu viðskiptafræðingunum
sem útskrifast frá háskólanum skír-
teini sín. f ávarpi sínu hrósaði hún
skólanum fyrir framsýni og frum-
kvöðlastarf á meðal islenskra há-
skóla.
í hátíðarræðu sinni hvatti Run-
ólfur Agústsson, rektor Viðskipta-
háskólans á Bifröst, þá sem braut-
skráðust úr Viðskiptaháskólanum
til að líta á heiminn allan sem sinn
starfsvettvang. Hann gagnrýndi
einnig einangrunarhyggju og heim-
óttarskap í íslensku samfélagi og
talaði fyrir aukinni alþjóðahyggju
og nánara samstarfi við Evrópu i
efnahags-, menningar- og stjórnmál-
um. -DVÓ
DV-MYND DANÍEL V. ÖLAFSSON.
Rektor lítur tll Evrópu.
Runólfur rektor Ágústsson horfir til Evrópu og vill aö menn leggi niöur allan
heimóttarskap. Hér er rektor aö störfum að Bifröst.