Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2001, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2001, Side 13
LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 I>V Fréttir 13 Byrjað að byggja Kon- ungsverslunarhúsið DV, SKAGAFIRDI:____________________ A vegum Vesturfarasetursins á Hofsósi er byrjað á nýrri byggingu sem er svokaÚaö Konungsverslun- arhús. Þama verður um að ræða sams konar hús og var á Hofsósi þegar konungsverslun var þar á sín- um tíma. Það hús brann árið 1907 en það sem nú er í byggingu verður eins og var stuðst við gamlar ljós- myndir þegar það var teiknað. Að sögn Valgeirs Þorvaldssonar, framkvæmdastjóra Vesturfaraset- ursins, er húsið allt úr timbri og í svipuðum byggingarstíl og önnur gömul hús frá þessum tíma, þ.e.tvær hæðir og sú efri með bröttu og miklu risi. Áætlað er að húsinu verði lokað fyrir haustið og unnið í því í vetur og það verði tekið í notk- un næsta vor. Það er ætlað til sýn- inga og segist Valgeir vonast til að þar verði í framtíðinni verslunar- minjasafn. Hofsós eigi sér langa og merka sögu sem verslunarstaður þar sem Konungsverslunin stóð lengi vel traustum fótum. Þess má geta að Konungsverslunarhúsið er reist í samvinnu við aðila í Norður- Dakota í Bandaríkjunum og verður fyrsta sýning í húsinu að verulegu leyti þaðan. Er Árni Páll Jóhanns- son sýningahönnuður að undirbúa hana. -ÖÞ -~—— DV-MYND ÖRN ÞÖRARINSSON Byggja konungsverslunarhús Frá vinstri: smiöirnir Hjálmar Jóhannesson og Ágúst Stefánsson ásamt Jóni Magnússyni verkfræöingi viö húsgrunn- inn, fjær sést í Frændgarö sem opnaöur var fyrir einu ári. Reykjavík styrkir listina á Djúpavogi - Langabúð komin í sama horf og safn Ríkarðs DV-MYND JÚLÍA IMSUND Dætur listamannsins Tvíburasysturnar Ólöf og Ásdís Ríkarösdætur, dætur listamannsins, ásamt forseta íslands og fleiri í Ríkarössafni á dögunum. Gisting í Súgandafiröi Frá opnun Veg-gistingar Suöureyri. Gistiheimiliö Veg-gisting opnað DV, SUDUREYRI: A dögunum var gistiheimilið Veg- gisting á Suðureyri opnað formlega. Að sögn Elíasar Guðmundssonar, eins aðstandanda gistiheimilisins, er stefn- an sú að bjóða upp á gistingu og þjón- ustu á fyrsta flokks gistiheimili. Eru húsakynnin hin veglegustu og hús- búnaður bæði smekklegur og vandað- ur. Gistiheimilið Veg-gisting býður upp á níu gistirými í fjórum herbergj- um til að byrja með. Hefur allmikið þegar verið bókað og líst aðstandend- um vél á komandi sumar í ferða- mannaþjónustunni. -VH Sundlaug Dalvíkur: Nýir ráspallar Settir hafa verfið upp nýir ráspall- ar við Sundlaug Dalvíkur. Sundkapp- inn góðkunni, Örn Arnarson, mætti á svæðið af því tilefni og vígði pallana formlega ásamt félögum í sundfélag- inu Rán á Dalvík. Pallarnir eru keypt- ir fyrir fé sem Jóhann G. Sigurðsson safnaði og færði sveitarfélaginu að gjöf og ætlaði það til nota við bygg- ingu á nýrri sundlaug. Jóhann G. Sigurösson fæddist 13. september árið 1900 en lést 1990. Hann var mikill sundáhugamaður og tíður gestur í gömlu sundlauginni á Dalvík. Hann sagði frá því í viðtali að árið sem hann varð 85 ára hefði hann far- ið 95 sinnum í sund. Sem fyrir segir safnaði Jóhann fé og færði sveitarfélaginu að gjöf, til byggingar á nýrri sundlaug. Og nú hefur þeim fjármunum sem Jóhann safnaði loks verið varið til kaupa á ráspöllum, baksundsflöggum og þjófstartslínu. -hiá DV, DJUPAVOGI:____________________ Langabúð á Djúpavogi hlaut nýlega 600 þúsund króna styrk frá Menning- arsjóði Reykjavíkurborgar og skal nota styrkinn til að gera heimasíðu á Netið um safn Ríkarðs Jónssonar. Ríkarðssafnið í Löngubúð hefur verið stækkað og fleiri munum og styttum bætt í það. Vinnustofa Ríkarðs hefur nú verið sett í það horf sem hún var á Grundarstígnum og í salnum voru settar upp gifsmyndir, allar af konum. Ólöf og Ásdís, dætur Ríkarðs, dvöldu nokkra daga á Djúpavogi í sumar og fylgdust með uppsetningu og frágangi á þeirri viðbót sem safn- inu hefur borist, og það verk sá Már Guðlaugsson um, en Ríkaröur var langafi hans. „I risi Löngubúðar er nú mikið safn gamalla muna úr héraðinu en ekki er búið að ganga endanlega frá því og eft- ir er að merkja hlutina en safnið er opið og vekur mikla athygli hjá út- lendingunum," segir Sigríður Björns- dóttir, umsjónarmaöur Löngubúðar. Kaffihús er í Löngubúð, þar sem hægt er að fá nýlagað ilmandi kaffi og te ásamt heimabökuðu brauði, og einnig er hægt að fá þar súpu og PV. DALVlK: Sláttur er hafinn í Svarfaðardal og varð Friðrik Þórarinsson, bóndi á Grund, fyrstur til að slá á þessu sumri og fleiri munu vera í starthol- unum. Friðrik Þórarinsson sagði að hann hefði ekki ætlað sér að byrja strax en neyðst til þess þar sem þau stykki sem hann væri búinn að slá væru löðrandi í túnmýtli sem gadd- aði i sig grasið. Sér hefði verið ráð- lagt að slá stykkin og bera á þau aft- ur því þá dræpist maurinn og hugs- anlegt væri að fá sæmilega upp- skeru í seinni slætti. brauð. Sigríður segir að mun fleiri hafi komið á safniö núna í júni en í fyrra og mikið sé um að fólk komi aft- ur og aftur til að skoða Ríkarðssafn, enda sé safnið oröið stórt og margt þar að sjá. Bjarni Guðleifsson hjá RALA sagðist vita um nokkur dæmi á þessu sumri þar sem túnmýtillinn hefði gert usla; í Svarfaðardal, Húnavatnssýslum og reyndar víðar á Norðurlandi. Hann segir að þetta vandamál sé einkum bundið við norðanvert ísland en sé einnig þekkt í Norður-Noregi og á Græn- landi. Bjarni segir að það sé mjög mis- munandi eftir árum hversu virkur túnmýtillinn sé og fari að nokkru eftir veðurfari sl. sumars, vetrar og vors. Hann kemur einkum fram í Við hliðina á Ríkarðssafni er Ey- steinsstofa, það er uppsett skrifstofa Eysteins Jónssonar ráðherra með þeim búnaði sem í skrifstofu hans var, en hann var, eins og Ríkarður, frá Djúpavogi. -JI nýlegum túnum þar sem vallarfox- gras er ríkjandi og getur rýrt upp- skeruna verulega. Túnmýtillinn er einkum virkur fyrst á vorin og fram undir lok júní, þá hverfur hann en kemur siðan aftur í ágústlok. Ef þessarar óværu verður vart snemma sumars er best að úða tún- in en sé komið sæmilegt gras er bændum ráðlagt að slá. Túnmýtill- inn forðast sól en á nóttunni og í skýjuðu veðri er hægt að greina hann með berum augum og það eru kjöraðstæður til að úða. -hiá Slegið í kapp við túnmýtlana - mauraplága rýrir uppskeruna verulega Notaðir bílar hjá Suzuki bílum hf. Suzuki Baleno GLX, 4 d., bsk.Skr. 7/98, ek. 28 þús. Verð kr. 990 þús. uki Grand Vitara V-6, bsk.Skr. 6/99, ek. 44 þús. Verð kr. 2090 þús. Suzuki Vitara JLX, 5 d., bsk.Skr. 4/00, ek. 20 þús. Verð kr. 1650 þús. MMC Carisma GDI, 4 d., ssk.Skr. 7/99, ek. 15 þús. Verð kr. 1390 þús. Subaru Impreza GL 2,0, 4WDSkr. 7/96, ek. 71 þús. Verð kr. 1020 þús. Isuzu Crew Cab DLX, 4WDSkr. 5/91, ek. 164 þús. Verð kr. 550 þús. Suzuki Vitara JLX, 5 d., bsk.Skr. 5/97, ek. 115 þús. Verð kr. 990 þús. Mazda 323F, 5 d., ssk.Skr. 12/99, ek. 21 þús. Verð kr. 1370 þús. Ford Focus 1,6, 5 d., bsk.Skr. 3/00, ek. 11 þús. Verð kr. 1390 þús. Sjáðu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17, simi 568-5100 Suzuki Baleno GL, 3 d., ssk.Skr. 6/99, ek. 15 þús. Verð kr. 995 þús. Suzuki Jimny JLX, 3 d., ssk. Skr. 7/99, ek. 20 þús. Verð kr. 1220 þús. Hyundai Accent GLSi, ssk.Skr. 3/99, ek. 20 þús. Verð kr. 840 þús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.